Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 I ! Kevin Keegan knatt- spyrnumaður Evrópu ÞAÐ VAR okki nóg með að vcstur-þýskir knattspyrnumenn kysu Kevin Keeffan knattspyrnu- mann ársins þar í landi. heldur kaus franska knattspyrnuritið France Football kappann knatt- spyrnumann ársins í Evrópu. Þetta franska blað er mjöf? virt og titillinn sem það veitir talinn sá æðsti sem hægt er að hreppa. Loks tókst það hjá Keegan, en í fyrra hlaut hann aðeins 3 stigum færra en Alan Simonsen, Daninn litli sem hlaut titilinn. Simonsen fékk þá 74 stig, en Keegan 71. Simonsen komst á lista 10 efstu • Knattspyrnumaður Evrópu 1978, Kevin Keegan, hefur þarna snúið á fyrrum liðsfélaga sinn Ray Clemmence f Liverpool. Og eðlilega fagnar hann mjög. Jólamót ÍR í frjálsum Hið áriega jólamót ÍR-inga í frjálsum iþróttum innanhúss fór fram f íþróttahúsi ÍR við Túngötu á annan dag jóla. Úrslit í einstökum groinum mótsins urðu þessi. ÞRÍSTÖKK KARI.A ÁN ATHKNNU Friílrik Þór Óskarsson ÍR 9,52 m Vilmundur Vilhjáimsmn KR 9,22 m ÞRÍRTÖKK KVENNA ÁN ATRENNU IniribjörK SÍKþörsdóttir ÍR 6,88 m Guðrún Geirsdóttir U.S.V.S. 6.47 m Bryndís Hóim - ÍR 6.47 m LANGSTÖKK KARLA ÁN ATRENNli Friðrik Þór Oskarsson ÍR 3,05 m Gísli Sieurðsson U.M.S.S. 2.92 m Jón Þ. Olalsson ÍR 2.90 m LANGSTÖKK KVENNA ÁN ATRENNU Guðrón Geirsdóttir U.S.V.S. 2,26 m Katrín Einarsdóttir ÍR 2.21 m IIÁSTÖKK KARLA ÁN ATRENNU Friðrik Þór óskarsson ÍR 1,65 m Jón Þ. Ólalsson fR — 1,58 m Gunnar Piil Jóakimstton fR 1.48 m ÞR. Gamlár- hlaup ÍR GAMLÁRSHLAUP ÍR verður háð á gamlársdag að yanda og hefst hlaupið við ÍR-húsið klukkan 14. Hlaupnir verða um 10 kílómetrar, en það endar einnig við ÍR-húsið. Gamlárshlaupið er fjórða vetrarhlaup langhlaupara en staðan í stigakeppni víðavangs- hlaupanna er nú þessi (fjöldi hlaupa í svigum). Karlar. ÁKÚst Þorsteinsson. UMSB 44 sttK (3) Halsteinn Óskarsson. ÍR 37 stÍK (3) SíkIús Jónsson. ÍR 29 stÍK (2) Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 27 stig (3) ÁKÚst ÁsKeirsson. fR 25 stÍK (2) Steindór TryKK>ason. UÍA 25 stÍK (2) Mikko Hame. IR 22 stÍK (2) Konur. Thelma Björnsdóttir. UBK 45 stiK (3) Hrönn Guðmundsdóttir. UBK 42 stÍK (3) Anna Haraldsdóttir. FH 23 stiK (2) H.S.Í. Þakkað FORRÁÐAMENN Alþjftða- handknattleikssambandsins hafa sent Ilandknattlcikssam- bandi ísands þakkarbréf vegna 17. þings alþjóðasamhandsins sem haldið var á Hótel Loftleið- um í september sfðastliðnum. Þeir Högberg formaður, Rinkenburger ritari og Peppmaier framkvæmdastjóri fara lofsamlegum orðum um framkva'md þingsins. Meðal annars var sagt í bréfinu að þeir gleymdu aldrei þeim yndis- Iegu dogum sem þeir áttu á íslandi. og þakkað er mikið og gott starf sem innt var af hcndi meðan á þinghaldi stóð. mannanna í kosningunni að þessu sinni, en mörgum þrepum neðar en í fyrra. Hann er nú í 8.-9. sæti ásamt Kenny Dalglish með 10 stig. Keegan hlaut hins vegar 87 stig að þessu sinni og er 7 stigum á undan næsta manni, sem er austurríski landsliðsmaðurinn Hans Krankl, sem leikur með spænska liðinu Barcelona. Keegan gerði garðinn frægan hjá Liverpool og með því félagi vann hann til flestra hugsanlegra verðlauna. Honum fannst hins vegar knattspyrna sín vera að staðna og í júlí 1977 gekk hann til liðs við vestur-þýska liðið Hamburger SV. Fyrsta keppnis- tímabilið var honum martröð, hann var óvinsæll meðal leik- mannanna, þó að áhorfendur tækju honum eins og ástvini. Hann var næstum farinn frá Hamburger er síðasta keppnis- tímabili lauk, en staldraði þó við þegar Gunther Netzer tók við stjórnvelinum hjá Hamburger. Það reyndist honum happadrjúgt og það sem af er vetri hefur hann leikið snilldarlega og verið maður- inn að baki velgengni Hamburger, en liðið er nú í öðru sæti í Vestur-Þýskalandi, aðeins 1 stigi á eftir Kaiserslautern, sem skipar fyrsta sætið. Um þetta segir Keegan: — Eg vissi að mér gæti hæglega farið fram sem knatt- spyrnumanni, en ekki hjá Liverpool, þar var ég að staðna. Eg varð að leita fyrir mér annars staðar. Tíu elstu leikmennirnir í kosninKu France Football urðu þessin StiK Kevin KeeKan EnKlandi 87 Ilans Krankl Austurríki 81 Rob Rensenbrink Hollandi 50 Roberto Bettega Ítalíu 28 Paolo Rossi Ítalía 28 Ronnie Hellström Svíþjóð 20 Rudi Krol Hollandi 20 Alan Simonsen Danmörku 10 Kenny DalKlish Skutlandi 10 Peter Shilton EnKlandi 7 60 skíða- menn til Noregs HÓPUR íslcnskra skíðamanna mun halda utan til Noregs á vegum skíðadeildar KR til æfinga og keppni 6. janúar næstkomandi. Hópurinn mun dveljast í Geilo til 21. janúar. Er þetta í þriðja skipti sem svona hópur heldur til Noregs á vegum KR. Alls munu um 60 skíðamenn vera í hópnum sem fer út að þessu sinni. Þar sem enn er hægt að komast með í ferð þessa er þeim sem hafa áhuga bent á að allar upp- lýsingar eru veittar í síma 26900. Hann Ingi Stefánsson er kjarkmikill leikmaður og eins og á þessari mynd sést hikar liann ekki við að reyna körfuskot þó að við ofurefli sé að etja. þar sem eru þeir Flosi Sigurðsson (Helgasonar „stóra“) og Símon Ólafsson. Grindvíking- ar unnu KR! I FYRRAKVÖLD var háð í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi hraðmót í körfubolta á vegum unglingalandsliðs K.K.Í. Var mót þetta býsna skemmtilegt á að horfa; voru margir leikirnir jafnir og tvísýnir, þó að vissulega kæmu daufir leikir inn á milli. Valsmenn urðu sigurvegarar í mótinu, unnu ÍR-inga í úrslita- leiknum með eins stigs mun. Mótið hófst með leik ÍR og Ármanns. Fyrri hálfleikur þessa leiks var nokkuð jafn, en í þeim síðari tóku ÍR-ingar af skarið, náðu afgerandi forskoti og unnu öruggan sigur. Voru Ármenningar þar með úr leik. Lið Grindvíkinga, sem leikur í 1. deild, mætti KR-ingum í næsta leik. Bjuggust fæstir við að Grindvíkingar næðu að veita KR-ingum nokkra mót- spyrnu, en sú varð þó raunin og er Karpov kjörinn íprótta- maður ársins í Sovét SOVÉSKA fréttastofan Tass hefur valið heimsmeistarann Anatoly Karpov íþróttamann ársins í Sovétríkjunum. Karpov sem er 27 ára gamall varði heimsmeistaratitil sinn á Manila á árinu með sigri sínum yfir áskorandanum Viktor Korchnoi. Val Karpovs kom einum degi eftir að Leonid Brezhnev sæmdi hann sjálfur orðu verkalýðsins. Hástökkvarinn Vladimir Yashc- henko varð í öðru sæti, en hann setti nýtt heimsmet í hástökki bæði úti og inni á árinu. Fimleika- maðurinn Andrianov varð í þriðja sæti, og Bardaukskene heimsmet- hafinn í langstökki kvenna varð svo í fjórða sæti. I Rúmeníu var Nadia Comaneci útnefnd íþróttamaður Rúmeníu annað árið í röð. óhætt að fullyrða, að úrslit þessa leiks hafi verið þau óvæntustu á mótinu. KR-ingar höfðu þó undir- tökin framan af fyrri hálfleik og léku þá skínandi vel, en um miðjan hálfleikinn tóku Grindvíkingar að sækja í sig veðrið og náðu að jafna leikinn fyrir lok hálfleiksins. Þeir létu þó ekki þar við sitja. Er skemmst frá því að segja, að Grindvíkingar léku síðari hálfleik- inn af hreinni snilld og áttu KR-ingar ekkert svar við hittni þeirra og baráttugleði. Unnu Grindvíkingar leikinn með fjórum stigum og var fögnuður þeirra að vonum mikill í leikslok. Þriðji leikurinn var milli Fram og IS. Unnu Framarar leikinn nokkuð örugglega, en það var þó ekki fyrr en í síðari hálfleik að Framarar náðu því forskoti, sem dugði þeim til sigurs. Voru stúdentar mjög fáliðaðir að þessu sinni, því að auk Dirk Dunbars vantaði Bjarna Gunnar Sveinsson og Jónana báða, Héðinsson og Oddsson. í fjórða leiknum unnu Valsmenn Njarðvík- inga nokkuð örugglega, enda léku Njarðvíkingar án nokkurra lykil- manna sinna. I undanúrslitunum unnu ÍR-ing- ar Grindvíkinga stórt, og var nú þeim síðarnefndu greinilega runn- inn mestur móðurinn. Valsmenn unnu síðan Framara í ágætum leik og skyldu því Valur og IR leika til úrslita. Var leikur þessi æsispenn- andi; höfðu ÍR-ingar tveggja stiga forystu þegar hálf mínúta var til leiksloka. Tim Dwyer skoraði þá úr einu vítaskoti og náði boltanum stuttu seinna og innsiglaði sigur- inn, um leið og tímavörður gaf merki um að leiknum væri lokið. I mótslok voru sigurvegurum Vals afhent verðlaunin, lítil en smekkleg stytta, sem Sól h.f., framleiðandi Tropicana á íslandi, gaf til keppninnar. G.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.