Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 39 Léttur sigur í slökum landsleik ÍSLENDINGAR sigruðu Bandaríkjamenn 28—19 í síðari landsleik þjóðanna í handknattleik sem fram fór í íþróttahúsinu á Selfossi í gærkveldi. Staðan í hálfleik var 15—9 íslendingum í vil. Lið Bandarfkjanna kom nokkuð á óvart í leiknum og lék nú mun betur enn í fyrri leik sínum. íslenska liðið olli hins vegar fullu húsi áhorfenda nokkrum vonbrigðum og var ekki laust við að leikur þeirra einkenndist af vanmati á andstæðingnum. Gangur leiksins var sá aö Bandaríkjamenn hófu leikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en íslendingum tæk- ist að svara fyrir sig. Eftir 12 UMFÍ náði merkum áfanga þegar það gekk frá kaupsamningi fyrir 150 fermetra húsnæði að Mjölnis- holti 14 í Reykjavík. Sambandið hefur ávallt búið við húsnæðis- hörgul, en nýja byggingin þykir mínútna leikkafla ná íslendingar loks að jafna og komast yfir í 7—6, en Bandaríkjamenn jafna að bragði 7—7. Nú kom einn skásti leikkafli íslendinga og þeir ná að henta vel fyrir starfsemi sam- bandsins. UMFÍ flutti í húsnæðið 1. júlí síðastliðinn, en gengið var endanlega frá kaupsamningnum 9. desember eins og áður segir. Kaupverð húsnæðisins var 17 milljónir. skora fjögur mörk í röð og ná afgerandi forystu, 11—7. I lok fyrri hálfleiksins átti Hörður Harðarson góðan sprett og skoraði þrjú síðustu mörk landans. Síðari hálfleikur var mjög slak- ur af hálfu Islendinga og skiptust liðin lengi vel á að skora og lítill munur var á leik þeirra, enda náðu íslendingar aðeins að skora 13 mörk á móti 10 Bandaríkjamanna. Lið íslands verður ekki dæmt af leik þessum. Varnarleikur var í molum hjá liðinu og fá leikkerfi í sókninni gengu upp. Það var helst einstaklingsframtak leikmanna sem fleytti liðinu yfir hjallann að þessu sinni svo og sæmileg mark- varsla bæði hjá Ólafi Benedikts- syni og Jens Einarssyni. Bestu leikmenn íslands í leikn- um voru þeir Axel Axelsson og Steindór Gunnarsson, stóðu þeir báðir vel fyrir sínu og skoruðu falleg mörk. Bandaríska liðið lék nú mun betur en í fyrri leiknum, og virtust hafa náð nokkuð góðum tökum á að stöðva leikkerfi íslenska lands- liðsins. Besti maður liðsins var Mark Wright og skoraði hann einnig flest mörk liðs síns. Mörk Islands: Axel 8 (4v), Jón Pétur 4, Steindór 4, Ólafur E. 3, Hörður H. 3, Ólafur Jónsson 2, Páll 2, Bjarni 1, Þorbjörn J. 1. Mörk Bandaríkjanna: Mark Wright 9, Bill Johnsson 4, Zoney 3, Bob Djakovic 1, Jim B 1, Rob Dee 1. Kg/ÞR Vegur UMFÍ fer vaxandi Yfirburóir Ægis eru með ólíkindum í ÖLLUM flokkum voru sett íslandsmet í sundi á árinu sem er að líða, eða 135 ný met alls. betta kemur fram í fundargerð árs- þings SSÍ. íslcndingum fer því ekki aftur í sundiþróttinni þó að ýmsum sýnist svp. begar rætt er um sund á fslandi, kemur mörgum Ægir í hug. begar litið er í ársskýrslu Ægis. má sjá, að Ægisfólkið hefur sett 91 af þessum 135 metum, 91 íslandsmet og 37 unglingamet. Ber Ægir algeran ægishjálm yfir önnur sundfélög á landinu. Ægisfólk vinnur flesta sigra í einstaklings- greinum jafnt sem flokkagrein- um svo sem boðsundi. Þórunn Alfreiðsdóttir er manna sprækust við að setja ný met, en alls setti hún 22 ný Islandsmet á árinu. Sonja Hreiðarsdóttir hefur einnig látið hendur standa fram úr ermura og 30 met hefur hún sett, þar af 12 Islandsmet, en 18 unglingamet. Bjarni Björnsson hefur haldið uppi heiðri karlanna og sett 9 íslandsmet, en einnig má geta árangurs boðsundsveitar Ægis í kvennaflokki, þHr sem sett hafa verið 7 íslandsmet og 3 unglingamet. Varla klekkir nokkurt félag á veldi Ægis á næstunni. —gg- m - ÆSimm . i • bórunn í metaham. Morgunblaðið kom 5 fram hefndum FJÖLMIÐLAMÓTIÐ í innanhúss- knattspyrnu. hið fyrsta í röðinni. fór fram í fyrrakvöld og var keppt í íþróttahúsi Kennarahá- skólans. Fóru leikar svo að lið Morgunblaðsins sigraði nokkuð örugglega og hlaut að launum veglegan bikar. Morgunblaðs- menn hafa mátt þola margar glósur eftir heldur kléna frammi- stöðu í myndgetraun sjónvarps- ins og voru þeir ákveðnir í því að koma fram hefndum gegn hinum blöðunum við fyrsta tækifæri. Var alit kapp lagt á sigur í knattspyrnumótinu. nýju liði teflt fram og árangurinn lét ekki á sér standa. Urslit einstakra leikja urðu þessi: Morgunblaðið—Tíminn 8:3 Sjónvarpið—Vísir 5:0 Dagblaðið—Þjóðviljinn 4:2 Morgunblaðið—Sjónvarpið 6:2 Dagblaðið—Vísir 7:2 Þjóðviljinn—Tíminn 8:3 Morgunblaðið—Dagblaðið 2:2 Þjóðviljinn—Vísir 6:3 Tíminn—Sjónvarpið 6:5 Sjónvarpið—Dagblaðið 8:5 Morgunblaðið—Þjóðv. 8:3 Vísir—Tíminn 4:2 Morgunblaðið—Vísir 10:2 Þjóðviljinn—Sjónvarpið 4:2 Dagblaðið—Tíminn 6:5 1 Morgunblaðið hlaut 9 stig, Dag- blaðið 7, Þjóðviljinn 6, Sjónvarpið 4 og Vísir og Tíminn 2 stig hvort félag. Starfsmenn sjónvarpsins höfðu veg og vanda af skipulagningu mótsins. Vel heppnað borðtennismót Haustmót UMSB í borðtennis fór fram að Heiðarskóla 10. desember. Þátttakendur voru 40 og var keppt í 4 flokkum karla og 3 flokkum kvenna. Urslit voru sem hér segir: 1. flokkur karla 18 ára og eldri 1. flokkur ungl. 14—15 ára 1. Sigurþór Sigurþórsson 2. Olafur Oskarsson 1. Ingimuundur Óskarsson 2. Helgi Helgason 3. flokkur drengja 12—13 ára 1. Logi Vígþórsson 4. flokkur drengja 10—11 ára 1. flokkur ungl. 14—15 ára 2. flokkur stúlkna 12—13 ára 3. flokkur stúlkna 10—11 ára 2. Guðmundur Gíslason 3. Halldór Jónasson 1. Guðjón Jónsson 2. Sigurður Jónasson 3. Andrés Kjerúlf 1. Ragnhildur Sigurðard. 2. Sigrún Bjarnadóttir 3. Erna Sigurðardóttir 1. Rannveig Harðard. 2. Elín Blöndal 3. Margrét Kristjánsd. HVÞ HVÞ HVÞ Umf Borg Umf Staf. HVÞ HVÞ HVÞ HVÞ HVÞ HVÞ Umf Staf. HVÞ HVÞ Umf ísl. Umf Reykd. HVÞ HVÞ Umf Brú 3 elstu 1. Sigríður Þorsteinsd. 2. Sigrún Ómarsdóttir 3. Sigríður Aðalsteinsd. Að lokinni þessari keppni fór fram úrsláttarkeppni hjá flokkum mótsins. Úrslit þar urðu þessi: 1. Ragnhildur Sigurðardóttir HVÞ 2. Sigrún Bjarnadóttir Umf Staf. 3. Sigurþór. Sigurþórsson HVÞ Stjórnandi mótsins var Aðalsteinn Eiríksson Reykjavík. Keppt var á 10 borðum og gekk keppnin bæði fljótt og vel. Ungmennafélögin Haukur, Vísir og Þrestir, sem sendu fram sameiginlegt lið unnu mótið með 54 stigum. Umf Stafholtstungna hlaut 8 stig, Umf Reykdæla 4, Umf íslendingur og Umf Borg 3 stig og Umf Brú 2 stig. Þátttakendum er hér með óskað til hamingju með árangurinn og starfsfólki færðar þakkir fyrir gott starf. ! I Sigurlið Mbl. Efri röð frá vinstrii Ragnar Axelssqn, Magnús Axelsson, Arni Gúðmundsson. Neðri röð frá vinstrii Ágúst Ingi Jónsson. Sigtryggur Sigtryggsson og Kjartan Jónsson. Ljósm. Tryggvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.