Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 40
Tiilitssemi é kostar ekkert m i PW LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978 Verzliö í sérverzlun með litasjónvorp og hljómtæki. Skipholti 19. Á BUÐIN sími Metdagur var í giftingum hjá borgardómara — I»ETTA hefur verið aljíjör metdagur hvað giftingar áhrær- ir. sagði starfsstúlka á skrifstofu borgardómara sem Mbl. ræddi við í gær, en hún var þá að ljúka við samantekt á tölum um giftingar hjá embættinu á þessu ári. — Alls voru hér 19 giftingar í dag, sagði hún, og eru þær fleiri en nokkru sinni í þau 8 ár sem ég hefi starfað hér. Ég minnist metdags fyrir 3 árum er 12 giftingar voru fyrir hádegi á gamlársdag, en aðfangadagur og gamlársdagur eru jafnan vinsælastir. Alls verða giftingarnar á þessu ári því 168, en það er nokkru minna en var sl. ár en þá voru þær 183 og 181 árið 1976. — Það verða helmingi fleiri giftingar hjá mér fyrir þessi áramót en var um síðustu áramót, sagði sr. Ólafur Skúlason dóm- prófastur í samtali við Mbl. og sagðist hann vera með 9 giftingar í dag og sagði hann að þessi árstími væri jafnan vinsæll. Kvaðst hann hafa heyrt um að nokkuð meira væri um giftingar á þessu ári en oft áður, en kvað að öðru leyti ekki vera hægt að ségja nákvæmlega um fjölda þar sem tölur lægju ekki fyrir strax. Sr. Þórir Stephensen sagði að fjöldi giftinga væri jafnan nokkuð sveiflukenndur frá ári til árs, en sér virtist sem á tveimur síðustu árum hefði þeim farið nokkuð fjölgandi eftir lægð fyrir 2—4 árum. Sagði hann að 3 giftingar yrðu í Dómkirkjunni í dag og hefðu þær verið í færra lagi nú milli hátíða, en allmargar tvær síðustu helgar fyrir jól. Sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son sagði að hann ætti að gefa saman 13 hjón laugardag og sunnudag og væri það heldur fleiri en í fyrra er hann var með 8 giftingar sömu daga. Sagðist hann einu sinni muna eftir 11 giftingum einn dag, en hann sagði að mjög hefði verið misjafnt á undanförn- um árum hver heiidarfjöldinn TÓNLEIKAR í DAG — Það er stórkostlegt að vera aftur á íslandi sagði brezki bassasöngvarinn Michael Rippon sem syngur með Pólýfónkórnum er flutt verður Jólaoratóría Bachs í Háskólabíói kl. 14 í dag og á morgun. Með honum er fjölskyldan, Josephine, drengirnir Nicholas, ársgamall, og Jonathan, 6 ára, sem notaði tækifærið til að fagna nýju ári hér, en Rippon sem dvelst jafnan langdvölum að heiman sagðist helzt eiga frí um áramót og reyna þá að dvelja sem mest með fjölskyldunni. , -6sm Emnia íslenzkir togarar hafa selt fyrir 4 'A milljarð í Bretlandi Frá Þórieifi Ólafssyni í Grimsby FRÁ ÞVÍ að íslenzk skip hófu Fasteignaskattar á Akureyri: Ákveðið að fullnýta álagningarmöguleika — TEKIN hefur verið ákvörðun um það í bæjar- ráði að nýta alla möguleika varðandi álagningu fasteignaskatts á næsta ári, sagði Helgi Bergs bæjar- stjóri á Akure'TÍ í samtali við Mbl. í gær, en ákvörðun bæjarráðs, sem tekin var sl. fimmtudag verður væntan- lega lögð fyrir bæjarstjórn- ina á fyrsta fundi hennar eftir áramótin. Helgi sagði að ákveðið hefði verið að álagning fasteignaskatts af íbúðar- húsnæði yrði 0,625% af fasteignamati og 1,25% af atvinnuhúsnæði. Væri þetta um það bil 4% hækkun. sölur á ný í Englandi í byrjun marz á þessu ári hafa þau alls selt fyrir rösklega 7 milljónir sterlingspunda eða yfir 4,5 millj- arða íslenzkra króna. Alls eru söluferðir skipanna orðnar 78 og aflinn sem þau hafa komið með er 211.820 kit eða 13.238 tonn. Meðalverð á kíló- gramm er því um og yfir 340 krónur. Það var ekki fyrr en 10. marz sl. að markaðurinn í Hull opnaði eftir að hafa verið lokaður frá því að Islendingar færðu fiskveiðilögsög- una út í 200 mílur. Og síðan opnaðist markaöurinn í Fleetwood fyrri hluta júlímánaðar. Aftur á móti opnaðist markaðurinn í Grimsby ekki fyrr en í október og fyrsta skipið sem seldi þar var Brettingur NS. Á þessum tíma hafa 19 skip selt í Grimsby fyrir rösklega 1 milljón sterlingspunda eða um 648 milljónir ísl. króna. Hæstu heildarsölu á árinu seldi Ingólfur Arnarson í Hull í maímánuði er hann seldi þar fyrir 121.478 sterlingspund. Hæsta meðalverð fékk Krossvík AK í Grimsby eða 520 kr. á kílógramm- ið. Ef allt verður með felldu má telja næsta víst að fiskmarkaður- inn í Bretlandi verði mjög góður eftir áramótin, þar sem heimaskip koma ekki með neinn fisk að landi fyrstu tvær til þrjár vikurnar. Nokkrir íslenzkir togarar hafa boðað komu sína til Englands frá 4. janúar og síðan er reiknað með allmörgum í annarri viku janúar, og telja verður víst að fiskurinn úr íslenzku skipunum verði eini fiskurinn á markaðnum þennan tíma. Loftleiðamenn verði starfsmenn Flugleiða — RÁÐAMENN Flugleiða hafa stigið það skref í samkomulagsátt að aðeins verði teknir menn úr Félagi Loftleiðaflugmanna til þjálfunar á breiðþotuna, en setja jafnframt það skilyrði að við verðum ráðnir hjá Flugleiðum, sagði einn stjórnarmanna Félags Loftleiðaflug- manna í samtali við Mbl. í gær. Tveir fundir voru haldnir í gær og hefur fundur aftur verið boðaður í dag. — Stjórnarmenn Flugleiða vilja ráða útlendinga til Frá Akureyri Enn fundað um fiskverð ENN standa yfir stöðugir fundir um fiskverð, er taka á gildi um áramót. Var fundur hjá yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær og hefur annar fundur verið boðaður kl. 14 í dag. Milli 100 og200douð- ir fuglar í Siglufirði MILLI 100 og 200 luglar hafa fundizt dauðir í austanverðum Siglufirði nú um jólin og er aðallega um að ræða æðarfugl, en einnig nokkuð aí svartfugli, einkum langviu. Fuglarnir hafa aðallega fund- ist á stuttum kafla frá Staðar- hóli inn að gamla flugvellinum og var í fyrstunni talinn 91 fugl, en síðan hafa fundizt fleiri. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar nálgast tala dauðra fugla nú 200, en hann sagði að sér virtist ekki sem mjög alvarlegt mál vera á ferðinni. Sendir hefðu verið dauðir fuglar til Náttúru-' fræðistofnunar til rannsóknar en ekki væri vitað hvort fugla- dauðinn stafaði af einhvers konar sýkingu meðal fuglanna eða mengun. Kvað Örlygur þó líklegra að einhver sýking væri á ferðinni, en grútarmengun væri samt nokkur í firðinum. Okkur datt fyrst í hug grútar- mengun eða einhvers konar eitrun, sagði Örlygur, en þó er það alls óvíst þar sem talið er að heilbrigður fugl geti forðast grútarmengunina. Þessir fuglar fundust nú síðustu 10—14 dag- ana en svo virðist sem það hafi gengið yfir nú og því teljum við þetta frekar einhverja veiki, en úr því ætti að fást skorið við nánari rannsóknir. starfa á DC-10 meðan við verðum sendir í þjálfun og það þýðir að þeir verða þar til 1. apríl. Én okkur er óskiljanlegt hversu mikið kapp þeir vilja leggja á það að við verðum starfsmenn Flugleiða. Við teljum okkur ekki geta samþykkt að verða það, fyrr en sameining starfsaldurslista félaganna liggur fyrir. Við settum það skilyrði að þeir létu senda menn strax í þjálfun ef við samþykktum komu útlendinganna og segja má að við það sitji í þessari deilu. Við höfum einnig sett fram það skilyrði að ekki komi til uppsagnar okkar megin meðan starfsaldurslistarnir verða sameinaðir, en stjórnendur Flugleiða hafa viðurkennt að það hefðu verið mistök að byrja ekki á sameiningu starfsaldurslista flug- mannanna þegar Flugleiðir voru stofnaðir. Þessi skoðanaskipti hafa aðallega farið fram með bréfaskriftum og við vonum að þeim fari senn að linna og að við getum setzt niður til að semja beint um þessa hluti, sagði tals- maður Félags Loftleiðaflugmanna að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.