Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 77 íslendingar hafa látist af slysförum ALLS hafa 77 íslondingar látist af slysförum á árinu 1978 þar af 10 orlendis. í fyrra létust 87 Islending- ar af slysförum ok þar af 5 orlendis. Tveir þeirra er létust á þessu ári létust vegna slysa er þeir urðu fyrir í desember 1977. Af völdum sjóslysa og drukknana hafa 18 manns látizt (1 erlendis) en 19 manns á árinu 1977. Tveir opnir bátar fórust í ár með fimm mönnum, en tveir þilfarsbátar með fjórum mönnum árið áður. Sex menn hafa faliið útbyrðis á árinu og drukknað en einn árið 1977. I höfnum og við land hafa fimm manns drukknað í ár, en sjö árið áður. Af öðrum orsökum hafa tveir (1 erl.) drukknað nú í ár en sjö manns árið á undan. I því sambandi er rétt að taka fram, að á þessu ári drukknaði enginn í ám eða vötnum, en þrír árið áður. Tíðni drukknana í ám og vötnum hefur að jafnaði verið mikil á undanförnum árum, og hafa 20 manns látizt á þann hátt á síðustu fimm árum. í umferðarslysum hafa 27 Islend- ingar látizt í ár, þar með talið maður er lézt í slysi erlendis og kona af völdum slysa í des. 1977. Þá létuzt tveir útlendingar í umferðarslysi hér á landi í ár. Árið 1977 létust 39 Islendingar í umferðarslysum, og auk þess tveir erlendis. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þeirri staðreynd, að hæst tíðni banaslysa varð, þegar gang- andi vegfarendur urðu fyrir öku- tækjum eða samtals í 12 tilvikum og mánuðina sept.—des. létu 8 manns lífið á þann hátt. I þéttbýli urðu 14 banaslys, en 12 í dreifbýli o'g þegar sami árstími er lagður til grundvall- Peningum stolið INNBROT var framið í íbúðarhús við Hverfisgötu í Hafnarfirði í fyrrinótt. Þaðan var stolið 200 þúsund krónum í peningum og einhverju af gjaldeyri. Jólaóratorían endurflutt í dag í DAG kl. 14 verða í Háskólabíói síðari hljómleikar Pólýfónkórsins ásamí einsöngvurum og hljóm- sveit undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, en flutt verður Jólaóratoría Bachs. Bíóið var þéttskipað í gær og verði nokkrir miðar eftir munu þeir seldir við innganginn. ar þ.e. mánuðirnir sept.—des., þá urðu 9 banaslys í þéttbýli á móti 5 í dreifbýli. Þótt hér sé aðeins getið banaslysa i umferðinni þá má alls ekki gleyma hinum mikla fjölda, sem hefur slasazt og liggur bæklaður í sjúkra- húsum í lengri eða skemmri tíma og margir sem aldrei hljóta fullan bata. Umferðarslysin eru þess eðlis að þau skilja eftir mikil sár, sem seint gróa og því verða allir að taka höndum saman um að bægja þessum vágesti frá, því. enginn veit, hvar hann knýr næst dyra. í flugslysum hér á landi lézt enginn á þessu ári, en tveir menn í þyrluslysi árið áður. Aftur á móti fórust 8 íslendingar í flugslysi erlendis í nóvember. í þeim flokki, sem kallast „ýmis banaslys“ hafa 24 látið lífið í ár, en 25 árið áður. í ár hafa fimm látizt í vinnuslysum á landi og einn í vinnuslysi á sjó, en árið áður létuzt 6 í vinnuslysum á landi og enginn við vinnu á sjó. Við fall, hrap og af byltu hafa fimm látizt og er það sami fjöldi og árið áður. I bruna létuzt þrír, sami fjöldi í snjóflóðum og einnig vegna skot- og líkamsárásar. Tveir hafa orðið úti eða týnzt, einn látizt af voðaskoti og einn af völdum meiðsla, er hann hlaut í fallhlífar- stökki, en það er í fyrsta sinn hér á landi, sem banaslys hlýzt af þeirri íþrótt. Við samanburð á banaslysum síðastliðin fimm ár þá hafa 139 manns látizt í umferðarslysum, 121 í ýmsum slysum, 117 manns af völdum sjóslysa og drukknana og 13 farist í flugslysum. Af slysförum erlendis hafa 24 íslendingar látizt á sama tíma. Álafoss áflot ÁLAFOSS náðist á flot aðfarar- nótt laugardausins og sigldi hann út um Hornafjarðarósinn um fi-loytið að morgni laugardags fyrir eigin vélarafli með aðstoð Goðans og dráttarvíra úr landi. y\ð sögn Eymundar Sigurðsson- ar hafnsögumanns siglir skipið til Fáskrúðsfjarðar þar sem það tekur olíu og vatn. en botninn er talinn óskemmdur. Landslið og „ut- lendingar,, í dag í DAG klukkan 13.30 fer fram í Laugardalshöllinni leikur milli íslenzka landsliðsins og úrvalsliðs íslenzkra handknattleiksmanna, sem leika með erlendum liðum. I liði „útlendinganna" eru þeir Gunnar Einarsson, Ólafur H. Jónsson, Ágúst Svavarsson, Axel Axelsson, Sigurður Sveinsson, Guðjón Magnússon og Guðmundur Sveinsson en þeim til styrktar eru leikmenn, sem leikið hafa erlendis, m.a. þeir Ólafur Benediktsson og Geir Hallsteinsson. Uppistaða landsliðsins eru leikmenn úr Víkingi og Val. Enn fjölgar ölvuðum ökumönnum: 1148 teknir grunaðir um ölvunarakstur Á ÁRINU sem er að líða hefur liigreglan í Reykjavík tekið 1118 ökumenn vegna gruns um öivun við akstur. Þar af hafa 1058 iikumenn verið teknir í Reykjavík en vegalögreglumenn úr Reykja; vík hafa tekið 90 ökumenn. í fyrrinótt voru G iikumenn teknir í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur. Samkvæmt upplýsingum Óskars Ólasonar yfirlögregluþjóns er um nokkra aukningu að ræða frá tveimur síðustu árum. Á sama tíma í f.vrra hafði Reykjavíkurlög- reglan tekið 1099 ökumenn vegna gruns um ölvun við akstur og árið 1976 var talan 1007 ökumenn. Óskar Ólason kvað lögregluna vera með mikinn viðbúnað núna um áramótin vegna mikillar um- ferðar. Sagði hann að sérstaklega yrði með því fylgst hvort Bakkus væri í för með ökumönnum þvi hin miklu áfengiskaup núna fyrir áramótin bentu til þess að vænta mætti mikillar ölvunar. „Eg vil hvetja ökumenn til þess að aka ekki undir áhrifum áfengis núna um helgina og bjóða þannig heim stórhættu fyrir sig og aðra,“ sagði Óskar. Ilarald Snæhólm ásamt Þórunni konu sinni. sonum þeirra og hundinum Lassý á heimili þeirra „Aðstoð margra hefur létt róðurinn ” Rabbað við flugliðana sem komust af á Sri Lanka MORGUNBLAÐIÐ hafði í fyrra- dag samhand við fslenzku fluglið- ana sem komust lífs af úr flugslysinu á Sri Lanka 15. nóv. s.l. og innti þá eftir líðan þeirra. I>að var gott í þeim hljóðið, en þó bar skugga á hin hörmulega reynsla sem þau höfðu gengið f gegnum. „Við vorum svo einstak- lega heppin,“ sagði ein flugfreyj- an, „en það eru svo margir sem eiga um svo sárt að binda." Þau hafa hvert um sig einbeitt sér að því að ná sér undanfarnar vikur og öllum miðar fram, enda kváðust þau hafa notið slfkrar Jónfna Sigmarsdóttir. aðstoðar og umönnunar vanda- manna, vina, lækna og annarra að þeim væri þakklæti f huga til allra sem hefðu gert þeim götuna greiðari. Ein flugfreyjan af fjórum, sem komust af, er byrjuð að fljúga aftur og tvær byrja í janúar, ein er ennþá f sjúkrahúsi og Harald flugstjóri er einnig í þjálfun á sjúkrahúsi. Oddný Björgólfsdóttir flug- freyja er á endurhæfingardeild Landspítalans og þar heimsóttum við hana í fyrrakvöld. Hún var kát og hress, enda miðar þjálfun hennar áfram hægt og sígandi þótt hún hafi ekki komizt á fætur ennþá og hún sér fram á að komast til starfa á ný og vonast til að geta brugðið sér á skíði áður en langt um líður með Þórólfi syni sínum. Stofa Oddnýjar er skreytt í bak og fyrir fögrum jólaskreyting- um. Harald Snæhólm flugstjóri var í helgarfríi heima hjá sér frá Grensásdeild Borgarspítalans þar sem hann er í þjálfun. Harald kvaðst vilja færa þakkir til Þuríður Vilhjálmsdóttir. starfsfólks Grensásdeildarinnar og annarra sem hefðu aðstoðað hann á undanförnum vikum. Hann kvaðst reikna með að útskrifast frá Grensásdeildinni á næstu vikum, „og að því loknu verður maður víst að taka því fremur rólega“, sagði hann, „en ég vona að það verði ekki margir mánuðirnir þar til maður getur farið að fljúga aftur, en það er aðstoð margra sem hefur létt róðurinn." Kristín Kristleifsdóttir flug- freyja, sú eina af íslenzku flug- liðunum sem ekkert slasaðist, byrjaði aftur að fljúga 13. des. s.l. og lét vel af sér. Hún var í samkvæmi með vinum og kunn- ingjum í fyrrakvöld þegar við röbbuðum við hana og þar var einnig Þuríður Vilhjálmsdóttir flugfreyja, en hún mun byrja að fljúga aftur hjá Loftleiðum um miðjan janúar, hafði þennan dag losnað við spelkur af fingri sem gera þurfti aðgerð á eftir flugslys- ið. „Það er stórkostlegt," sagði hún, „að sleppa með eitt ör á Kristín Kristleifsdóttir. fingri út úr þessu." Jónína Sigmarsdóttir flug- freyja, sem lá í 10 daga á sjúkrahúsi í Sri Lanka ásamt Þuríði, er nú í leyfi í London, en hún mun einnig byrja að fljúga aftur hjá Loftleiðum í janúarbyrj- un. Allir flugliðarnir báðu Morgun- blaðið að færa þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt þeim vinsemd og tryggð á undanförnum vikum með margvíslegu móti. Oddný Björgólfsdóttir flugfreyja í stofu sinni á endurhæfirigardeild Landspítalans í fyrrakvöld ásamt þórólfi syni sínum og Unni móóur sinni. Ljósmyndir Mbl. Árni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.