Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup: En er Jesús varfæddur í Betlehem í Júdeu, á dögum Heródesar konungs, sjá, þá komu vitringarfrá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn nýfœddi Gyðingakonungur? Því að vér höfum séð stjörnu hans austurfrá og erum komnir til þess að veita honum lotning. Matt. 2,1—2 I Eg vík frá venju minni og læt Matteus fá orðið hér í kvöld. Jólaguðspjallið sam- kvæmt Lúkasi las ég áðan. Jóhannes varpar sínu ljósi á atburð jólanna. Og Matteus. Þeir tala hver með sínu móti og hafa hver sitt til máls að leggja. En allir flytja þeir sama vitnisburðinn. Matteus segir frá mönnum, sem komu langt að, frá Austurlöndum, þegar Jesús var fæddur í Betlehem. Þeir spurðu: Hvar er sá konungur, sem var að fæðast hér í Gyðingalandi? Vér höfum séð stjörnu hans austurfrá og erum komnir til þess að veita honum lotning. Þessir menn höfðu tekið eftir ákveðinni bendingu. Þeir drógu þá ályktun, að bak við hana væri viðburður, sem skipti sköpum, sá konungur var borinn í heiminn, sem væri þess verður alls kostar að lúta honum, gangast undir valdið hans. Þeir vildu finna hann, tilbiðja hann. Hvað eru jólin? Bending, stjarna á himni almennrar reynslu. Enginn kemst hjá því að verða hennar var. En hvað er á bak við? Hvert vísar þessi bending? Er unnt fyrir hugsandi menn að stjaka þessari spurningu frá sér? Mennirnir fornu eru kallaðir vitringar í ísl. þýð. Það er rétt þýðing efnislega. Þeir voru vitrir menn. Og þó er ekkert eftir þeim haft nema þessi eina spurning, ekkert um þá kunnugt nema þetta eina: Þeir lögðu upp í leit til þess að finna þann konung, sem æðst- ur er og tilbiðja hann. Og líklega er það nú þetta sem sker úr um sanna vitsmuni manns, hvort hann spyr, hvers hann spyr og hvernig, hvert hann stefnir í leit sinni og þrá, hátt eða lágt. í þeim jólasálmi sem kunnastur er og kærastur er sungið um konung: Ligguij í jötúnni lávarður heims, ... konungur lífs vors og ljóss. Og anriað fleira stórt og háleitt er tjáð og játað um þann sem jólin eru helguð. Er þetta satt? Þér satt? Ef ekki, hvað eru jólin þá? Ef það er satt, hvað gerir þú þá? Þú hljóðnar, þú spyrð, þú hugsar,- þú leitar. Ef þú ert vitur. Og tilbiður ef þú ert sannur. I kvöld a.m.k., þessa stund, skal eitt sameina mig og þig: Við viljum veita lotningu konungi jólanna sjálfum, hugsa um hann, tilbiðja hann. Og hvað sem stjörnur segja eða englar, þá er það víst, að það er bending í brjósti þínu, sem vísar til hans, rödd í barmi þínum, sem leitar hans, leynt eða ljóst. Ég veit um þig, sem hefur lifað mikil og þung umskipti síðan á jólum í fyrra. Sjúk- dómar, slys, harmar hafa lostið og sært og jólin hafa annan blæ í huga og húsi en áður? Hvers leitar þú? Hvers þarfnast þú? Ég þarf ekki að svara því. En það veit ég, að hann leitar þín, frelsarinn Jesús Kristúr. Grát þú eigi, minn frið gef ég þér, segir hann. Og hann getur sagt þetta svo, að sviðinn hverfi. Skýið myrka getur hann gert að þeirri stjörnu, sem lýsir upp allan þinn veg, ef það leiðir til móts við hann og fær ljós frá honum. Ég hef börn fyrir framan mig. Ég heilsa ykkur sérstak- lega, börnin mín. Ég hugsa að þið finnið það, að Jesús er nærri, að hann á þessa hátíð og gefur hana til þess að minna á, að hann á og gefur allt, sem er bjart og fallegt og gott, og þegar hann er nærri, þegar hann er í huga, í hjarta, verður allt fallegra, bjartara og betra. Ég hugsa að þið hafið sungið með okkur sem erum hér í sjónvarpinu, og með pabba og mömmu. Það er sagt frá því í guðspjöllunum, að þegar Jesús var einu sinni í musterinu í Jerúsalem, í stóru kirkjunni þar — hann var þá fullorðinn — þá voru þar börn, og þau urðu svo glöð yfir því að sjá hann, að þau fóru að syngja sálm, sem var eins konar jólasálmur, því efni hans var þetta: Blessaður sé hann, sem er kominn frá Guði til okkar.' En þarna voru líka menn, sem voru á móti Jesú — slíkir menn hafa alltaf verið til, þótt undarlegt sé og óskiljanlegt — og þeir urðu grettir á svipinn og reiðir út í börnin og þeir sögðu við Jesú: Láttu krakkana hætta þessu, þau eiga ekki að vera að syngja svona um þig. Og þá sagði Jesús: Eruð þið búnir að gleyma því, að Guð segir í orði sínu, í Biblíunni, að það sé einn styrkur hans, að börnin skilja hann og er ljúft að lofa hann. Jólin eru kölluð hátíð barn- anna. Það er eðlilegt. Hinir fullorðnu ættu ekki að vera feimnir við að taka undir með börnunum, þegar þau vilja fagna komu frelsarans. Vertu þakklátur ef þú hefur börn í kringum þig og hlustaðu á þau og vertu fús að tala við þau um. „bróðurinn besta og barnavin- inn mesta", um frelsarann, sem fæddur er. Láttu ekki hugarheim barnsins þíns fyll- ast af öðru, af jólasveinum eða öðru sviknu og lognu, svo að hann gleymist. Framundan er s.n. barnaár. Jólin eru hátíð barnanna af því að Jesús og börnin eiga samleið. Hann skildi alla smælingja og laðaði þá að sér. Og um börnin sagði hann þessi orð, sem allir kunna: Leyfið þeim að koma til mín, leyfið þeim að vera hjá mér, lofið mér að taka þau í faðminn og blessa þau. Og hann sagði önnur sterk orð um ábyrgð þeirra, sem leggja snörur fyrir börn, saurga* tilfinningar þeirra, sýkja sálarlíf þeirra. Jesús bylti öllu viðhorfi til Að efni rœða í sjónvarpi á aðfanga- dagskvöld barnsins. Það skyldi ekki gleymast á barnaári. Og enn síður skyldi það gleymast, að þar sem hann er, átt þú, móðir og faðir, bandamann, þar á kærleikur þinn bakhjarl, stoð og frjóvgunarlind, sem ekkert annað jafnast á við. Ekkert getur þú gefið barninu þínu, enga þá vörn gegn áföllum, engan þann hvata til góðs, sem jafnist á við trúna á hann, tiltrú til hans, lotningu fyrir honum, kærleik til hans. II Þá vík ég aftur að mönnun- um sem Matteus segir frá og komu langt að og sögðust hafa séð stjörnu, sem gaf þeim til kynna á sínu hljóða máli, að konungur væri fæddur í Gyð- ingalandi. Ég var spurður að því í fyrra hvort ég ætlaði ekki einhverntíma á jólunum að upplýsa eitthvað um þessa furðusögu um stjörnuna. Það er sannast mála, að þær frásögur Nt., sem tengdar eru fæðingu Jesú, eru ekki hvers- dagslegar að efni til og bún- ingi. Þær eru einfaldar, blátt áfram, skrumlausar, en dylja ekki, að þær skýra frá ein- stæðum hlutum. Ég veit það að þetta með stjörnuna munu margir vilja afgreiða sem hugarburð og skáldskap. Skáldskapur getur nú reyndar túlkað sannleika. Gert það á fyllri og dýrari og raunsannari hátt en annálar geta. En rétt er að menn viti það, að stjörnufræðingar hafa ekki meðhöndlað þessa sögu sem ímyndun, þeir hafa marg- ir velt þessu fyrir sér í fullri alvöru. Einmitt á þessu ári, í sumar, birtist ritgerð í tíma- riti breska stjarnfræðafélags- ins, eftir þrjá kunna stjörnu-- fræðinga. Þar gera þeir grein fyrir rannsókn á þessu, sem þeir gerðu saman. Niðurstaða þeirra var mér ekki rtýlunda, hún er ekki ný, en áréttuð með nýrri og vendilegri athugun. Það var furðuleg stjarna á himni um það leyti sem Kristur fæddist. Þetta er í kínverskum heimildum frá þessum tíma. í Austurlöndum gáfu menn gaum að óvenjuleg- um fyrirbærum í stjörnu- geimnum, og Kínverjar hafa af mikilli nákvæmni skráð allt slíkt, halastjörnur og annað og varðveitt þær heimildir dyggi- lega. Og það er skráð í þessum heimildum, að árið 5 f. Kr. birtist stjarna, furðulega mik- il og björt. Hún lýsti í meira en 70 daga. Hún reis 4*/2 klst. á undan sólu. og það kemur heim við frásögn Matteusar, að hún hafi sést „austurfrá", þ.e. í austri. Hvers kyns stjarna hefur þetta verið? Vafalaust svo nefnd „nova“, nýstjarna. Og hvað er það? Það kemur fyrir, að einhver sól í geimnum blossar upp allt í einu, þar verður hrikaleg kjarnasprenging, sólin bálast upp og lýsir um skeið með margföldu ljósmagni þar til hún splundrast og hverfur. „Fæðing Jesú hefur orðið innan árs frá vorinu 5 f. Kr.“, segir í þeirri grein, sem ég er hér að vitna til lauslega, en það telja menn út frá öðrum rökum, að skekkja sé í þeim útreikningi fornum, sem krist- ið tímatal byggist á, Jesús hefur fæðst nokkru fyrr, væntanlega 4 árum fyrr, en þar er gert ráð fyrir. Stjarnan, jólastjarnan, var ekki hugarburður. En að sjálf- sögðu þurfti ákveðnar forsendur til þess að túlka þetta fyrirbæri á þann veg sem vitringarnir gerðu. Þeir hafa haft vitneskju um fyrir- heitin miklu, sem heilög ritn- ing Gyðinga geymdi og geymir um þann einstæða alheims- konung, sem í vændum væri og allar þjóðir heims myndu blessun af hljóta. Gyðingar voru víða þá og rit þeirra mörgum kunn. Heitið, sem Matteus gefur þessum lang- ferðamönnum á frummálinu er hið sama og persneskir prestar báru, en í Persíu og einkum í Babýlon voru stjörnufræði mikið iðkuð og þar voru Gyðingar fjölmennir og rit þeirra mörgum kunn. Það sem skiptir máli um þessa menn var ekki það, að þeir sáu stjörnu, — hana hafa fleiri séð — heldur að þeir létu hana minna sig á það, sem Biblían segir og tóku það til greina og leituðu eftir tilvísun hennar að konungi eilífra fyrirheita, eilífs ríkis. Það var þetta sem skilaði þeim í mark. Eins er um mig og þig, ef við leitum viturlega og viljum finna. Þar kemur til greina leiðsögn hugsandi vits, tilvís- un lifandi hjarta. En fyrst og síðast Guðs sterka orð um konung lífs vors og ljóss, frelsara minn og þinn, að lúta því, taka það til sín, treysta því. III Gamlar eru sögurnar um fæðingu Jesú. En hvaða sögur dagsins eru ferskari? Hvaða orð hafa sterkari hljóm? Af hverju eru þessar sögur svo lífsseigar, svo ómríkar? Af því að þær fá hljóm og blæ og birtu frá lífsferli mannsins, sem fæddist í Betlehem, af framkomu hans, orðum hans, dauða hans, og lífi hans eftir að hann var dæmdur og dáinn. Ég sagði áðan, að Jesús hefði bylt viðhorfinu til barnsins. Hann bylti fleiru. Hann var bylt- ingamaður, sannarlega var hann það. Hann bylti viðhorfi til mannsins, viðhorfi mannsins til sjálfs sín, til lífsins, til Guðs. Það voru til annars konar byltingamenn. Hér í sjónvarp- inu hefur verið sýnd kvik- mynd. Þar er skyggnst bak við tjöldin í heimi þess Ágústusar keisara, sem nefndur er í jólaguðspjalli Lúkasar. Ágúst- us gerði byltingu með vopnum. Og tókst. Verri menn en hann hefðu getað náð völdum í Róm. En litlu brejtti byltingin hans í grunni. Heimur hans hið næsta hásætinu og fjær var harla rotinn. Það má hugsa sér, að Jesús hefði viljað vera byltingafor- ingi af því tagi sem margir voru í sögunni, heppnir og óheppnir. Allt má hugsa sér og allt er hægt að ímynda sér, ef menn láta staðreyndir eiga sig. Víst má ímynda sér að Jesús hafi ætlað sér að fylkja Hver er Jesús ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.