Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 11 Framtak einstaklingsins er drepiö í- dróma með skattpíningu einstaklinga og fyrirtækja. Verö- bólgan ásamt ýmsum höftum í verðlags-, gjaldeyris- og launamál- um hefur gert heiðarleik, sparnað, hagsýni og skilvísi svo dýrar dyggðir, að fáir telja sig hafa efni á þeim. Þeir sem enn halda fornum dyggðum á lofti verða undir, hinir blómstra. Spillingin grefur stöðugt um sig og sífellt færra í okkar þjóðfélagi þolir orðið gagnrýna skoðun. Skattpíningin, verðbólgan og haftakerfið hefur lagzt á eitt og brotið niður fjármálalegt siðgæði bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. Samt megum við ekki sjá, hvernig málum okkar er komið. I mörg ár höfum við kosið blekkinguna. Við höfum séð skatt- píninguna eyðileggja allt skatta- siðferði með þjóðinni. Við höfum ennfremur séð verðbólguna lama atvinnulífið, eyðileggja sparnaðar- viðleitni manna, verðlauna van- skilamenn og þá skuldseigu og gera eyðslu að upphafi auðs. Við vitum, að við söfnum erlendum skuldum, fjárfestum í arðlitlum framkvæmdum, og höfum nær eyðilagt fjármálakerfi þjóðarinn- ar, og við vitum, að haftakerfið er sú gróðurmold, sem spillingin þrífst bezt í. Samt viljum við trúa, að við höfum aldrei haft það jafn gott. Þó er nú svo komið, að skattpíningin, verðbólgan og ófrelsið vinnur gegn búsetu í landinu, enda hefur fólk tekið að flytjast brott í meira mæli en var á erfiðleikaárunum 1968—1970. A síðustu fimm árum, 1973—1977, þegar verðlag hækkaði til jafnaðar árlega um tæp 40% hafa flutzt frá landinu 2750 Islendingar umfram þá, sem hafa komið. Ef allt þetta fólk hefði t.d. búið á Seltjarnarnesi byggi þar enginn lengur. Sömu fólksflutn- ingar gætu, svo að annað dæmi sé tekið, lagt bæði Borgarnes og Höfn í Hornafirði í eyði. Nú er það sem betur fer ekki atvinnuleysið, en hver er orsök þessara fólksflutn- inga? Skattpíningin og ófrelsið hefur vafalaust sitt að segja, en mesta sök á verðbólgan. Hún veldur þeirri upplausn og öryggis- leysi, sem fólkið flýr. Fólkið hefur fengið nóg. Vissulega líður okkur þó á margan hátt vel í þessu landi. Þjóðin er vel menntuð og landið er mörgum góðum kostum búið. Okkar galli hefur helzt verið sá, að kunna okkur ekki hófs og kunna ekki að lifa í friði. Við höfum ofbeitt afréttarlöndin, ofnýtt fiski- miðin, mergsogið fyrirtækin og eytt flestum þeim sjóðum, sem til voru. Því til viðbótar höfum við valið okkur hagskipulag, sem veitir okkur takmarkað olnboga- rými og skilar okkur ekki þeim lífskjörum, sem verið gæti. Ef okkur á ekki að farnast verr, þurfum við að taka siðaskiptum og innleiða uppbyggjandi atvinnu- stefnu, sem skapar okkur batnandi lífskjör. Ný atvinnustefna Sú nýja atvinnustefna, sem okkur er orðin brýn nauðsyn, þarf að ná til margra þátta í okkar efnahags- og atvinnumálum. Eink- um eru það þó fimm atriði, sem verður að lagfæra: • Vinna verður bug á verðbólg- unni með samræmdum aðgerð- um á öllum sviðum hagstjórnar, svo að hér geti þrifizt heilbrigt atvinnulíf. • Draga þarf úr skattheimtunni og innleiða nýtt og réttlátara skattkerfi, þannig að hið opin- bera taki aldrei meira til sín en nemur þriðjungi þjóðartekn- anna. • Aflétta verður höftum af at- vinnulífinu og leyfa frjálsri verðmyndun að lækka verðlag, frjálsum vaxtaákvörðunum að byggj a upp peningalegan sparn- að og, framboð lánsfjár og frjálsum gjaldeyrisviðskiptum að tryggja raunhæfa gengis- skráningu og öflugan gjald- eyrisvarasjóð. • Fella ætti niður tolla og önnur gjöld á innfluttar vörur, sem nema nú um fjórðungi af verði þeirra. Þetta tekjutap yrði ríkissjóði bætt með tekjum af sölu fiskveiðileyfa til nýtingar á fiskimiðunum umhverfis landið. Samhliða þarf svo að fram- kvæma gengisbreytingu, sem samsvari brottföllnum álögum á innfluttar vörur, er geri útgerðinni kleift að greiða veiðileyfin án skertra starfs- skilyrða. Verðlag innanlands ætti því til jafnaðar að haldast óbreytt. Hins vegar gjörbreytist allt mat á hagkvæmni innlendr- ar framleiðslu í iðnaði, landbún- aði, verzlun og þjónustu og samkeppnisskilyrðin jafnast. Verzlunin færist inn í landið, staða innlendrar framleiðslu styrkist bæði á innlendum og erlendum mörkuðum og þá næðum við því fríverzlunartak- marki, sem við höfum lengi stefnt að. • Loks verður að koma á sættum á vinnumarkaðinum, svo að unnt verði að byggja upp á ný traust atvinnulíf, sem skapar vaxandi fólksfjölda ný og fjöl- breyttari atvinnutækifæri. Um slíka stefnubreytingu ættu atvinnuvegirnir allir og fólkið í landinu að geta sameinazt. Laun- þegar og vinnuveitendur eiga fleira sameiginlegt, en það sem sundrar þeim. Þess skulum við vera minnug. Með samvinnu og samstilltu átaki tekst okkur að skapa réttlátara þjóðfélag, sem færir okkur batnandi lífkjör. Sigurðnr Kristinsson forseti Lands- sambands iðnaðarmanna Á stórhátíðum og tímamótum vilja menn gjarna gleðjast yfir því sem vel hefur gengið og forðast að nefna það sem skyggt gæti á hátíðarskapið. Landsmenn eru sennilega flestir orðnir langþreyttir ef ekki ónæmir fyrir öllu tali um efnahagsmál, verðbólgu og rekstrarvanda atvinnuveganna og líta á allt slíkt tal, sem vanda stjórnmálamanna og barlóm atvinnurekenda. Þó má vera, að senn líði að því, að í ljós komi að ekki séu það allt ýkjur og markleysa, sem sagt hefur verið um vanda atvinnuveganna. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa undanfarin ár átt við at- vinnuleysi að stríða og viðbrögð þeirra hafa hvarvetna orðið hin sömu, þ.e.a.s. ýmis konar styrktar- aðgerðir við iðnaðinn, en þó mismunandi eftir löndum, lands- hlutum og iðngreinum. Á sama tíma sigldum við íslendingar ótrauðir áfram í átt til fríverslun- ar, með um 50% verðbólgu og aukna skuldasöfnun erlendis, eins og lík í lestinni. Hætt hefur verið við að fresta umsömdum tolla- lækkunum gagnvart EFTA og EBE, sem gefin voru fyrirheit um i stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar, en aðgerðir til að vega upp á móti tollalækkunum a.m.k. í þeim iðngreinum, sem verst eru settar, hafa látið á sér standa. Hins vegar hefur rignt yfir atvinnuvegina frumvörpum um auknar skattaálögur á síðustu dögum þingsins fyrir jól. Nú er varla við hæfi, eins og áður sagði, að vera með hrakspár á hátíðarstundu, en mér er ómögu- legt annað en láta í ljós ugg um að skammt verði að bíða atvinnuleys- is í iðnaði ef svo heldur fram sem horfir. Ég fæ ekki séð að ýinsar iðngreinar geti borið auknar skattaálögur og aukna samkeppni vegna tollalækkana, án þess að nokkuð komi á móti. Auk þessa er svo við ýmis sérstök vandamál að etja í einstökum greinum. Vil ég þar sérstaklega nefna tvennt; þ.e. tóðaskort í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu og smíða- reglur og lánakjör í skipaiðnaði. Það einkennilega er, að i báðum þessum greinum, þar sem nú starfa þúsundir manna, er full þörf fyrir óskerta eða aukna afkastagetu. Smíði íbúðarhúsnæðis er nú þegar mun minni en gert er ráð fyrir að þörf sé fyrir í opinberum spám. Afleiðingin af auknum samdrætti nú verður aukin eftir- spurn og stórhækkað markaðsverð íbúða. Ársstörfum í byggingariðn- aði fækkaði um tæp 700 á síðasta ári og hefur sú þróun að öllum líkindum haldið áfram á þessu ári. Atvinnuleysi blasir nú við, en viðbrögð stjórnvalda eru þau ein að leggja sérstakt 2% nýbygg- ingargjald á atvinnuhúsnæði. I skipaiðnaði er ástandið þannig, að flestar stöðvanna eru verkefna- litlar eða verkefnalausar, þannig að búast má við að komi til uppsagna starfsfólks fljótlega ef ekki verður að gert. Hér er þó um að ræða þann iðnað, sem virðist hafa hvað mesta möguleika til að þróast hér innanlands, þar sem markaður, tækniþekking og síðast en ekki síst mannafli er fyrir hendi. Hvernig ætlar þjóðin að lifa í landinu og byggja meginhluta gjaldeyrisöflunarinnar á fisk- veiðum ef hvorki er hægt að smíða eða gera við skip hér heima? Málm- og skipaiðnaður er meðal þeirra greina, sem hvað mestra styrktaraðgerða nýtur erlendis og raunar furðulegt, hversu vel samkeppnisfær íslenskur málm- og skipaiðnaður er án allra styrktaraðgerða, en hér er við ofurefli að etja og það tekur ekki langan tíma að leggja okkar iðnað i rúst, en það myndi hins vegar taka langan tíma að byggja hann upp að nýju. Takmörk eru fyrir því hvaða byrðar má leggja á atvinnu- reksturinn áður en undirstaðan brestur og atvinnuleysi er staðreynd. Bitur reynsla kennir okkur líka, að það er erfitt að útrýma atvinnuleysi þegar það er skollið á. Það er erfiðara að byggja upp en rífa niður. Ekki verður annað séð, en stjórnvöld telji að enginn rekstur megi skila arði, og öll uppbygging atvinnuveganna sé verðbólgu- brask, þannig að ástæða sé til að koma í veg fyrir hvort tveggja með auknum sköttum, sem verja skal til aukinnar samneyslu og mis- jafnlega arðbærra opinberra framkvæmda. Minnir þetta mest á smið sem sagar í sundur spýtuna sem hann stendur á og þykir slíkt heldur léleg fagmennska. Það eru nefnilega rétt sem orðað var þannig; hagnaðurinn í gær er fjárfestingin í dag og atvinnan á morgun. Hér hygg ég, að sé komið nálægt kjarna málsins, nefnilega því að full atvinna og uppbygging iðnaðar gerist ekki af sjálfu sér. Jafnvel velviljað hlutleysi um þróun iðnaðarins, sem gæti verið lýsing á iðnaðarstefnu stjórnvalda undanfarin ár dugir skammt, ef við fleygjum frá okkur tækifærum til iðnþróunar og þar með atvinnunni í landinu á sama tíma og samkeppnislönd okkar eru reiðubúin að verja stórum fjár- hæðum til að skapa hvert nýtt, atvinnutækifæri í iðnaði og vernda þau sem fyrir eru. Sjá nœstu síðu ^gj IIMAAII i wmRmr&m(Lr' VERTIÐ \ - -?f * & 8M VIÐURKINNDUM FISKIDÆLUSLÖNGUM ÚRVAL OG ÞJÓNUSTA. Við státum okkur af mesta úrvali tandsins af viðurkenndum fiskidæluslöngum. Þær eru i stærðunum 10, 12 og 14 tommur, tveggja, fjögurra og sex styrktarlaga. Auk rómaðrar þjónustu, sem miðast ekki aðeins við háannatimann, heldur allt árið. STÆRÐARVAL OG ÞRÝSTIÞOL. Við ráðleggjum þér val á réttum tegundum með tilliti til notkunar og aðstæðna og nauðsynlegs þrýstiþols. Rétt stærðarval og mátulegt þrýstiþol tryggja áfallalausa notkun og endingu. FYRIRHYGGJA EÐA VINNUTAP. Til þess aö forðast dýrar veiði- eða vinnu- tafir er vel til fundið að eiga aukaslöngur i verksmiðjunni eða um borð. Með því að sýna fyrirhyggju og vanda valið á fiskidæluslöngum gætir þú sparað stórfé. SÉRHÆFÐ MÓNUSTA TIL LANDS OG SUÁVAR i trnrrri keknimiðstöðin hf 111 "41! I Smiójuveg 66. Sími:(91)-76600 ummmjm hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.