Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 Hvað segja þeir við áramót? Krislján Ragnarsson formaður Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna Þetta ár verður mesta aflaár, sem um f?etur. Heildaraflinn verður væntanlega um 1.555 þús- und lestir eða 13% meiri en hann hefur áður orðið, en það var á árinu 1977. Mestu veldur stórauk- inn loðnuafli, sem mun verða um 960 þúsund iestir. Þorskaflinn mun verða um 330 þúsund lestir, en Hafrannsóknastofnunin hafði mælt með að við veiddum ekki meira en 270 þúsund lestir. Þær tillötíur voru studdar af L.I.U., en stjórnvöld höfðu ekki kjark til þess að taka þessa ákvörðun. A sama tíma minnkar ufsa- og karfaafli okkar, þótt mötjuleiki okkar ætti að hafa aukist til veiða á þeim tegundum, vet;na brottfar- ar Þjóðverja af miðunum. Meðan ekki eru gerðar ráðstafanir til minnkunar á veiði þorsks af milli stærð, þannijí að hann fái í auknum mæli að ná kynþroska aldri ok ganga á hefðbundnar hrytíningarslóðir, verður afla- brestur hjá bátaflotanum á SV,- Iandi, og vexti og viðgangi stofns- ins er stefnt í hættu. Þótt um metafla sé að ræða á þessu ári og markaðsverð hag- stætt útflutningsvörum sjávarút- vegsins er afkoma sjávarútvegsins bágborin. Fiskveiðarnar eru rekn- ar með halla, nema loðnuútgerðin, sem hefur búið við óvenju góð aflabrögð, eins og fyrr er að vikið. Afkoma togaraútgerðarinnar var bærileg framan af árinu, en hefur versnað mjög síðari hluta ársins vegna þess að fiskverð hefur ekki fylgt verðlagsbreytingum. Afkoma bátaflotans er svo bágborin að algjör stöðvun blasir við, nema gerðar verði sérstakar ráðstafanir til aðstoðar rekstri hans. Þegar þetta er ritað hefur nýtt fiskverð ekki verið ákveðið og algjör óvissa er um það, hvenær fiskverð verður ákveðið. Stjórn- völd virðast undrandi á, að tekjur útgerðarinnar þurfi að vaxa til samræmis við hækkandi útgjöld. Jafnvel ríkið sjálft leggur nýjar álögur á útgerðina og stórhækkar aðrar, og virðist halda, að hægt sé að ausa óþrjótandi af gnægtar-» brunni hennar. Fiskverð hefur aðeirls hækkað um 34% frá því í desember 1977. Á sama tíma hafa helztu útgerðarliðir hækkað sem hér segir: Olía 73% Veiðarfæri 58% Viðhald 60%. Vátryggingar 45%. Rekstrarlánavextir 68% Ekki er hægt að standa undir þessum hækkunum, nema með hækkuðu fiskverði. Ef fiskverð hækkar ekki eðlilega, stöðvast útgerðin, því ekkert lánsfé er að fá í slíkan taprekstur, sem eðlilegt er. Staða fiskvinnslunnar er hins vegar þannig, að hún er ekki fær um að standa undir þeirri fisk- veröshækkun, sem nauðsynleg er, því allar erlendar verðhækkanir hafa brunnið á verðbólgubálinu. Augljóst er, að gengið er fallið rétt einu sinni, þrátt fyrir nýlegar erlendar verðhækkanir á mikil- vægustu útflutningsvörunum, og stjórnmálamennirnir segja, að gengið sé fellt fyrir útgerðina, þótt augljóst sé hverjum manni, að erfiðleikunum hefur verið ýtt á undan sér og nú er komið að skuldadögum. Á sania tíma og þverskallast er gegn rökstuddum óskum um eðli- lega hækkun fiskverðs, er varið milljörðum króna í útflutnings- uppbætur til landbúnaðar, þar sem söluverð afurðanna er ekki nema lítill hluti framleiðslukostn- aðar og mismunurinn er greiddur með skattlagningu á almenning. Þessi stefna mun leiða til stórfelldrar lífskjaraskerðingar og atvinnuleysis innan skamms tíma og er næsta furðulegt, hve and- staða er lítii á Alþingi gegn þessari öfugþróun í atvinnumálum okkar. Brýna nauðsyn ber til að al- menningur geri sér betur ljóst en verið hefur, að góður hagur framleiðsluatvinnuveganna er undirstaða framfara í þjóðfélag- inu og bættrar afkomu almenn- ings. Már Elísson fiskimálastjóri Það sýnir best, hversu erfitt getur reynzt að spá um sjávarafla, að fyrr í haust taldi sá er þetta ritar, að heildarafli fisks, skelfisks og krabbadýra (humars og rækju) yrði a.m.k. 1450 þús. lestir. Var að vísu mjög varlega í sakirnar farið. Um áramótin virðist hinsvegar allt benda til þess, að heildaraflinn verði um 1550 þús. lestir. Er þetta langmesti afli íslenzkra fiskiskipa fram til þessa. Á árinu 1977 var aflinn 1373 þús. lestir. ♦Þriðja mesta afla var landað á árinu 1966, alls 1243 þús. lestum. En sjávaraflinn er svipull. Á árinu 1968 nam heildaraflinn einungis rúmlega 601 þús. lest. Með sæmilegri aðgát við veiðar, má sjálfsagt draga verulega úr slíkum sveiflum, ekki sízt vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar, sem gerir virka stjórnun auðveld- ari. Hinsvegar kunnum við enn ekki nægileg skil á sveiflum í stofn- stærð hinna ýmsu fisktegunda, er stafa af breytilegum • skilyrðum náttúrunnar. Auk þess má ekki gleyma því, að ýmsir þýðingar- miklir fiskstofnar eru ekki að öllu leyti undir okkar stjórn, þrátt fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Hin mikla aflaaukning undan- farinna tveggja ára stafar fyrst og fremst af stórauknum loðnuafla — um 966 þús. lestir á árinu 1978 —, 813 þús. lestir á árinu 1977. Gætir þar nær eingöngu hins ágæta árangurs, er náðst hefur á sumar og haustveiðum loðnu þessi tvö ár. Til viðbótar má telja verulega aukningu á afla kolmunna, spærl- ings og sílda. Hið sama verður því miður ekki sagt um afla okkar af þorski og öðrum botnlægum tegundum. Þrátt fyrir það, að erlendir fiskimenn, sem til skamms tíma veiddu um helming alls botnfisk- afla hér við land, séu nú að mestu horfnir af miðunum, hefur okkar eigin afli botnlægra tegunda aukizt hægt og verður á þessu ári væntanlega ekki meiri en 470—480 þús. lestir, sem er svipað magn og veiddist á árinu 1977. Hinsvegar hefur hér einnig orðið breyting á mikil. Á árinu 1971 nam heildar- afli botnfiska á íslandsmiðum liðlega 800 þús. lestum, þar af veiddu útlendingar 390 þús. lestir. Á þessu ári (1978) verður afli útlendinga væntanlega einungis um 25 þús. iestir. Þar sem enginn vafi leikur nú á því, að ofveiði var byrjuð langtum fyrr, en menn höfðu gert sér ljósa grein fyrir, má spyrja hvað gerzt hefði, ef fiskveiðilögsagan hefði ekki verið færð út, og þar með stórlega dregið úr sókn erlendra skipa á okkar mið. Enn veldur ástand þorskstofns- ins allverulegum áhyggjum, ekki sízt smæð hryggningarstofnsins og þá ekki sízt í efnahagslegu tilliti og þá sérlega fyrir hið hefðbundna svæði vetrarvertíðar. Þrátt fyrir minni hrygningargöng- ur eru nú í uppvexti tveir sterkir árgangar þorsks frá árunum 1976 og 1978, þannig að í líffræðilegum skilningi er þorskstofninn enn ekki í bráðri hættu. Veltur því mjög á því, að mikil aðgát verði við höfð í sambandi við sókn og veiði þorsks a.m.k. í náinni framtíð. Fiskiþingið síðasta gerði ítarlegar tillögur um hvernig bregðast skuli við þessum vanda á næstu árum og þá um leið, hvernig beina megi sókninni í tegundir, sem enn eru ekki að fullu nýttar, svo sem karfa, ufsa og grálúðu. Á þessu ári er gert ráð fyrir að þorskafli Islendinga nemi um 315 þús. lestum, auk um 9 þús. lesta afla erlendra fiskimanna eða samtals um 325 þús. lestum. Á árinu 1977 nam afli útlendinga liðlega 10 þús. lestum og íslend- inga um 330 þús. lestum. Hvað aflamöguleika snertir get- um við litið með hóflegri bjartsýni til ársins 1979. Væntanlega verður haldið áfram viðleitni til að auka afla kolmunna og djúprækju. Segja má, að meiri efasemdir ríki um markaði okkar fyrir sjávarafurðir. Búast má við aukinni samkeppni á hefðbundnum mörkuðum fyrir freðfisk, saltfisk og síldarafurðir, ekki sízt vegna mikillar aukningar á afla ýmissa strandríkja. Má nefna Bandaríkin og Kanada sérstakiega þótt þessarar afla- aukningar gæti hjá mörgum öðr- um strandríkjum. Á móti getur vegið minnkað eða breytt eigið framboð Efnahags- bandalagsríkjanna, svo og Austur- og Suður-Evrópuríkja. Hér getur þó orðið um ýmsa erfiðleika aðlögunar að breyttum aðstæðum að ræða. Við væntum þess, að á næstu árum takist að endurreisa þá fiskstofna, sem nú eru ofnýttir, þannig að afli íslenzkra fiskiskipa vaxi verulega frá því sem nú er. Á þetta sérstaklega við um botnlæg- ar tegundir. I þessu tilliti ber fyrst og fremst að huga að samræmingu sóknar þ.e. fjölda og afkastagetu fiskiskipa og afrakstursgetu mið- anna. Öllum er ljóst, að nytja verður fiskstofnana skynsamlega. Það verður einungis gert, ef beitt er hæfilegum fiskiskipastól við veið- arnar. Og mikil sóknargeta leiðir ein- ungis til verri afkomu þeirra, er við sjávarútveg fást og raunar alls þjóðarbúsins. Hið sama gildir um samræm- ingu veiða og vinnslu. Ef afli okkar, sérstaklega botnlægra teg- unda, vex verulega frá því sem nú er og allir hljóta að vænta, er mikil þörf á að meta rétt afköst fiskvinnslustöðva og þá aukningu, og ekki síður þá þörf er skapast mun fyrir aukinn mannafla við vinnsluna. Að þessu rituðu óska ég sjávar- útvegsmönnum og landsmönnum öllum árs og friðar. Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri Árið 1978 hefur verið mikið verðbólguár. Verðbólgualdan, sem hófst á ný um mitt ár 1977, hélt áfram að rísa, og á síðastliðnu sumri var árshraði verðbreytinga hér á landi um eða yfir 50%.. Þótt nokkuð hafi úr verðbólgu dregið á síðustu mánuðum, meðal annars vegna aukinna niðurgreiðslna, er verðbólgan enn um þessi áramót um 40%. miðað við heilt ár. Fylgifiskar verðbólgunnar eru síendurtekinn rekstrarvandi út- flutningsatvinnuvega á fárra mán- aða fresti og aðgerðir til þess að ráða fram úr honum, en slíkum aðgerðum fylgir jafnan togstreita í kjaramálum. Allt hefur þetta sett sinn svip á árið, sem senn er á enda, ekki sízt á svi^i stjórnmál- anna. En þrátt fyrir umrót á sviði verðlags- og kjaramála hefur árið á ýmsan hátt verið gott. Vöxtur þjóðarframleiðslu og tekna er talinn hafa verið 3—314 %. Viðskipti við önnur lönd virðast munu verða nær hallalaus, þótt viðskiptakjör hafi heldur slaknað, einkum vegna óhagstæðra gengis- breytinga í umheiminum. At- vinnuástand hefur verið gott. Kaupmáttur tekna almennings og einkaneyzla á mann jókst um 4—5% og er nú með mesta móti. Nokkuð dró úr fjárfestingu. Að þessu leyti var þróun þjóðar- búskaparins viðunandi á árinu. En meðan verðbólgan geisar er undir- staða lífskjara og framfara í landinu ótraust. Spurningin, sem svarað verður á nýju ári, er hvort í senn muni gefast tækifæri til og tök á því að draga úr verðbólgunni. Að ýmsu leyti virðast efnahagshorfur í umheiminum til þess fallnar, þar sem nú er útlit fyrir hagstæðari og kyrrlátari þróun í efnahagsmálum en að undanförnu, ef marka má nýjustu spár Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir árið 1979, en í þeim er gert ráð fyrir jafnari hagvexti og heldur minni verðhækkunum en á árinu 1978. Þótt markaðshorf- ur fyrir íslenzkar útflutningsvörur séu yfirleitt góðar um þessar mundir, er óvarlegt að búast við viðskiptakjarabata á árinu 1979, heldur í bezta falli að viðskipta- kjarastig ársins 1978 haldist. Nauðsynlegar takmarkanir á sókn í helztu stofna nytjafiska og þörf á aðhaldi að þjóðarútgjöldum, eink- um til fjárfestingar, til þess að koma á jafnvægi í efnahagsmálum valda því, að vöxtur þjóðarfram- leiðslu fer væntanlega ekki fram úr 1—2% á árinu 1979. Þessi umsvif ættu þó að tryggja næga atvinnu, ef marka má fyrri reynslu. Þessar hugmyndir um efnahagshorfur á nýju ári standa þó og falla með því, hvernig til tekst í viðuréigninni við verðbólg- una, en hún er nú fyrst og fremst innlent vandamál. Mér býður í grun, að ýmsir verði að „bisa við að finna upp sjálfvirkt öryggi í hagkerfið frameftir öllu vori“, líkt og skáldið frá Laxnesi fyrir sextíu árum. Páll Sigurjónsson formaður Vinnuveit- endasambands íslands Við flest áramót höfum við íslendingar átt við efnahagsörðug- leika að etja og oft hefur verið sagt að ástandið hafi aldrei verið verra en einmitt þá. Um þessi áramót er svipað ástatt og vera má, að erfiðleikarn- ir hafi sjaldan verið meiri en nú, verðbólga svo mikil að hún grefur undan öllu heilbrigöu efnahagslífi ög allt verðmætamat því brenglað. Ein aðal orsök þessa vanda er sú, að um langt árabil hefur svo verið búið að atvinnurekstri hér á landi, að hann hefur ekki getað þróast á eðlilegan hátt til þess að geta orðið undirstaða þeirrar velmegunar sem hér gæti ríkt. Á hann hafa verið lagðir ýmsir veltuskattar og of lítið tillit hefur verið tekið til arðsemissjónarmiða við ráðstöfun þess fjármagns sem þjóðin hefur ráðið yfir. Þetta hefur orðið til þess, að lífskjör hér á landi eru lakari en í flestum nágrannalönd- um okkar. Ef ekki verður breytt um stefnu í þessum málum, og eins og nú horfir enn þrengt að atvinnurekstrinum, mun bilið milli lífskjara okkar og nágranna- þjóðanna enn aukast. Þær auknu álögur á atvinnu- rekstur, sem ákveðnar voru með lögum nú fyrir jólin, virðast stuðla að því að gera þetta ástand enn verra. Hætt er við, ef þessar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.