Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 16
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 samneyzlu og fjárfestingu og á hvoru tveggja þarf vel að halda og í hóf stilla. Vissulega er arðsemismælikvarðinn í þeim efnum ekki ávallt nægilega öruggur sem viðmiðun við ákvörðunartöku, en er þó því fremur nauðsyn- legur sem þrýstingur hagsmunahópa kemur til, þar sem stjórnvöld verða að meta hann með öðrum hætti en með atkvæðaöflun í huga. X - X - X Fjárfesting hins opinbera og einkaaðila hefur verið of mikil og ekki nægilega arðbær. Fráfarandi ríkisstjórn tókst að minnka fjárfestingu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu úr 33—34% í 26'/2% og almenn samstaða sýnist vera um að lækka þetta hlutfall niður fyrir fjórðung af þjóðarframleiðslu. Hins vegar greinir stjórnmálaflokka á um, hvernig það skuli gert. Svokallaðir vinstri flokkar vilja draga úr fjárfestingu einstaklinga og atvinnufyrirtækja með valdboði, lánsfjárskömmtun og mismun- andi skattlagningu. Við Sjálfstæðismenn viljum, að allar atvinnugreinar og einstaklingar sitji við sama borð, en hljóti að hlíta þeim fjármagnskostnaði sem framboð og eftirspurn segir til um. Skilyrði þess að framkvæmdir séu fjár- magnaðar er að sparnaður eigi sér stað í landinu. Þeir, sem spara, eiga að fá a.m.k. jafnverðmikla peninga endurgreidda. Lántak- endur eiga ekki að græða á kostnað þeirra, sem spara. Þeir, sem fá peninga að láni, verða að nýta þá svo vel, að þeir geti endurgreitt þá lánveitendum að skaðlausu. Með þessum hætti er bezt séð fyrir sparnaði í þjóðfélaginu og um leið eru stöðvaðar óarðbærar verðbólgufjár- festingar, en framkvæmdum beint í þá farvegi, sem hagkvæmastir eru þjóðarheildinni. Með þeim hætti einum er unnt að skapa aukið svigrúm fyrir einkaneyzlu, auknum kaupmætti launa og bættum lífskjörum. x-x-x En eftir sem áður er spurt um tekjuskipting- una milli stétta og starfshópa. Hver hyggur auð í annars garði. Launþegasamtökin eiga hér vissulega mikilvægu hlutverki að gegna að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, þegar afrakstri þjóðarbúsins er skipt. Því miður bendir reynsla liðins árs til þess að kommúnistar og kratar hafi misnotað trúnað- arstöður sínar innan launþegasamtakanna í þröngu flokkspólitísku hgasmunaskyni. Stefna núverandi ríkisstjórnar og gervi samráð við verkalýðshreyfinguna eru ekki í samræmi við hagsmuni launþega. Þótt samn- ingar ASÍ félaga og vinnuveitenda hafi runnið út 1. desember hefur ekki verið sezt að samningaborði með vinnuveitendum heldur treyst á einhliða ákvarðanir ríkisvaldsins gagnstætt fyrri stefnu launþegasamtakanna, sem lagði áherzlu á samningsfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt verkalýðsfélaga í kjara- málum. Þótt stjórnvöld í blekkingarskyni fjalli um félagslegar umbætur og verkalýðsforingjar láti sér vel líka í orði kveðnu, þá kunna þeir að vera að skapa fordæmi og afsala sér og umbjóðendum sínum frjálsum samningsrétti í framtíðinni. Þótt þeir telji sig ekkert hafa að segja við vinnuveitendur nú, gæti sá tími komið, að hagkvæmara væri fyrir launþega að semja við vinnuveitendur en sterkt miðstýrt ríkisvald eins og sósialistar í hópi allra stjórnarflokkanna vilja koma á hér á íslandi. Hlutverk verkalýðsforingja kommúnista og krata á liðnu ári hefur'minnt á hlutverk svokallaðra verkalýðsforingja austan tjalds, þar sem hlutverk þeirra er að gefa launþegum fyrirskipanir frá ríkisvaldinu og láta þá sætta sig við þær. Hér á landi er meiri jöfnuður lífskjara en alls staðar annars staðar hvort heldur litið er austur fyrir tjald eða vestur. Við íslendingar erum ein stór fjölskylda og við munum ekki sætta okkur við skort annars vegar og ofgnægð hins vegar. En nokkur tekjumunur er sjálfsagður. Slíkur tekjumunur er enginn mælikvarði á manngildi. Menn eiga að vera sjálfráðir gerða sinna, sumir fá fullnægingu í vinnu, ábyrgð eða áhættu og því endurgjaldi, sem fyrir það fæst, aðrir kjósa heldur að sinna hugðarefnum fyrir sjálfan sig, sem sérstakt endurgjald í peningum kemur ekki fyrir en ánægja sem í öðru felst. En það fer ekki á milli mála, að aflaskip- stjórinn er verður launa sinna, framlag hans kemur ekki honum einum til góða heldur og áhöfn hans og landverkafólki, sem vinnur úr aflanum. Með sama hætti er góður stjórnandi gulls ígildi. Við þekkjum dæmi um tvö fyrirtæki hlið við hlið, rekin við sömu skilyrði, annað með tapi, hitt með ágóða. Veldur hver á heldur. Það er sanngjarnt, að sá, sem leggur á sig lengri vinnudag, meiri afköst, ábyrgð, áhættu, hugkvæmni, framtak og menntun fái fyrir það umbun í hærri tekjum, því að hann bætir ekki eingöngu eigin hag heldur og þeirra sem með honum vinna og raunar þjóðarinnar í heild. Frjáls samskipti manna á meðal, aðhald launþegasamtaka og vinnuveitenda félagslegt öryggi og hófleg tekjuskattlagning að hámarki innan við 50% á jaðartekjur á að vera nægileg trygging fyrir sanngjarnari skiptingu þjóðar- tekna meðal einstaklinga. x-x-x Dæmi um oftrú sósialista á opinbera íhlutun um tekjuskiptingu er, að Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkur létu það verða sitt fyrsta stjórnarverk og Framsóknarflokkur fylgdi stefnulaus með, að fresta framkvæmd mikil- vægustu greinar nýju verðlagslaganna. Sam- kvæmt henni skyldi afnema álagningarhöft, þar sem samkeppni væri fullnægjandi. Afsökunin fyrir frestuninni var sú, að á grundvelli þessarar greinar gætu kaupmenn ákveðið tekjur sínar sjálfir, en ekkert er fjær sanni. Með þessu lagaákvæði var einmitt húsbónda- valdið í verzluninni og vörukaupunum fært úr höndum stirðnaðs ólífræns kerfis embættis- manna og nefndarkónga í hendur neytenda sjálfra. Með framkvæmd nýja ákvæðisins, sem frestað var, hefðu kaupendur ákveðið hvaða kaupmenn sinntu þörfum þeirra bezt og þannig haft úrslitaorðið um afkomu einstakra verzl- ana. En það er svokölluðum vinstri flokkum líkt að treysta ekki fólkinu sjálfu til að dæma, hvað því er fyrir beztu, heldur að færa forsjá þess til ópersónulegs ríkisvalds. Með frestun gildistöku nýja ákvæðisins er og vopn slegið úr hendi okkar í baráttunni gegn verðbólgunni, vopn, sem aðrar vestrænar þjóðir hafa beitt með góðum árangri. x-x-x Við Sjálfstæðismenn berjumst fyrir frjálsu framtaki og einstaklingsfrelsi, — ekki eins og andstæðingar okkar segja til þess að örfáir einstaklingar megi græða sem mest heldur vegna þess að við erum sannfærðir um það, að frelsi einstaklingsins er forsenda þess að fjöldinn búi við andlega reisn og efnalega velmegun. Hinn 25. maí 1979 eru liðin 50 ár frá stofnun Sjálfstæðisflokksins. Þá hétu stofnendur flokksins: 1. Að vinna að því og undirbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn sína, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sam- bandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Þessari stefnu hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið trúr. Hvað fyrri þáttinn snertir, er á engan hallað, þótt bent sé á, að sjálfstæðismenn gengu á undan öðrum við stofnun lýðveldis 1944, þátttöku í Atlantshafsbandalaginu 1949, sem heldur hátíðlegt 30 ára afmæli 30. marz n.k. og getur þakkað sér um leið frið í okkar heimshluta, en síðast en ekki sízt áttu Sjálfstæðismenn frumkvæði í útfærslu fisk- veiðilögsögunnar er lauk með lokasigri 200 mílnanna. Seinni þátturinn er engu síður aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins. í stað stéttabaráttu sósíalista boðar Sjálfstæðisflokkurinn þjóðar- sátt, stétt með stétt. Unnið er nú að víðtækri stefnumótun á ýmsum sviðum af málefnanefndum, starfshóp- um og samtökum innan flokksins, ásamt þingflokki og miðstjórn á grundvelli fyrr- greindrar stefnuyfirlýsingar Sjálfstæðisflokks- ins. Munu tillögur liggja fyrir landsfundi í- þessum efnum nú fyrir vorið og Sjálfstæðis- menn munu þar minnast afmælis flokks síns með því að helga landsfundinn umræðuefninu: ísland að aldamótum. Mun því jöfnum höndum í vetur mörkuð stefna flokksins til úrlausnar vandamálum nútíðar og framtíðar. Með þessum hætti undirbúa Sjálfstæðismenn sig undir að halda áfram því forystuhlutverki, sem þeir hafa gegnt í íslenzkum stjórnmálum síðastliðna hálfa öld. Um leið og við minnumst genginna frumherja og forystumanna lítum við bjart- sýnir fram á veg að okkur megi takast að fylkja íslendingum saman undir merki þjóðfrelsis og einstaklingsfrelsis. Víst urðum við Sjálfstæðismenn fyrir vonbrigðum og áföllum á liðnu ári, þeirra mest að missa meirihlutann í borgarstjórn Reykja- víkur, en við megum ekki missa móðinn, heldur verðum að svara andstreyminu með því að taka höndum saman og mynda órofa samstöðu til að vinna á ný höfuðborg landsins og forystu í landsstjórn. Skarpari skil eru nú í íslenzkum stjórnmál- um en oft áður og skilyrði geta því fremur myndast og skilningur fólks opnast fyrir gildi þess, að einn og sami flokkur fái meirihluta til að reyna sig við stjórnvölinn án sambræðslu margra flokka, sem nú hafa leitt yfir þjóðina verðbólguvöxt og upplausnarástand, skatta- áþján og stjórnleysi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn íslenzkra stjórnmálaflokka verið sjálfum sér samkvæm- ur fyrir og eftir kosningar og gerðir andstæð- inga hans, sem nú sitja í stjórn, hafa staðfest réttmæti og nauðsyn þeirra aðgerða og stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið að og vill marka í framtíðinni. Sjálfstæðismenn hljóta að vinna að því, að til kosninga verði efnt sem fyrst eftir ráðþrot núverandi ríkisstjórnar, svo að þjóðin geti kveðið upp sinn dóm. Ég hvet alla Sjálfstæðis- menn og aðra íslenzka frjálshyggjumenn hvar í flokki, sem þeir standa, til að vera viðbúnir kosningabaráttu á komandi ári og skapa þá straumhvörf í íslenzkum þjóðmálum. X -X -X - X Á liðnu sumri lagði ég til að mynduð væri þjóðstjórn með þátttöku allra flokka til þess að leysa fyrst og fremst tvö verkefni sem brýnust væru, annars vegar að vinna bug á verðbólg- unni og hins vegar endurskoða stjórnarskrána sérstaklega með það fyrir augum að jafna kosningarétt og breyta fyrirkomulagi kosninga til alþingis. Við megum ekki missa sjónar á þessum verkefnum, hvenær sem kosningar fara fram. Og gæta skulum við þess íslendingar, að láta ekki stjórnmálabaráttuna ganga út í þær öfgar sem raun bar vitni um á síðasta ári. Virðum lögin og leikreglur lýðræðisins og stofnum til þjóðarsáttar, látum hið smærra víkja fyrir hinu stærra, sem sameinar okkur sem þjóð, svo að lýðveldi okkar og sjálfstæði eigi sér framtíð, en heyri ekki sögunni til eins og hver önnur tilraun, sem mistókst. X - X - X Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að 1979 verði ár barnsins. í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins er m.a. komizt svo að orði: „Barnið á rétt á að læra að verða nýtur þjóðfélagsþegn og að þroska einstakl- ingsbundna hæfileika sína.“ I þeirri von að okkur Islendingum takist að skapa öllum landsins börnum ungum sem öldnum skilyrði til að nýta þennan rétt og „þroska einstaklingsbundna hæfileika sína“, óska ég landsmönnum farsæls komandi árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.