Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 15 , SJÓNVARP & ÚTVARP ^ Sjónvarp í kvöld kl. 21.20: Áramóta- skaup 1978 ÁRAMÓTASKAUP 1978, hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 21.20. Er það í hefðbundnum dúr, létt tekið á atburðum líðandi árs um menn og málefni. Meðal annars komið inn á landbúnaðinn og listahátíð, en minna farið inn á stjórnmálasviðið í þetta sinn. Einnig koma gestir í heimsókn. Verður mest um leikin atriði, en í þeim taka þátt að vanda Arnar Jónsson, Edda Björgvinsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurður Sigurðs- son og Flosi Ólafsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en um- sjón hefur Guðný Halldórsdóttir. Eitt atriði úr skaupinu, sem hefst kl. 21.20 í kvöld. Sjónvarp í dag kl. 14.00: Jóki bjöm stingur af TEIKNIMYND um Jóka björn og félaga hans hefst í sjónvarpi í dag, gamlársdag kl. 14.00. Jóki lendir í ýmsum ævintýrum ásamt unnustu sinni, Birnu og Bóbó, félaga sínum. Sagan gerist að vorlagi, þegar birnirnir eru að skríða úr híðinu. Birna er ákveðin í að láta Jóka ekki sleppa þetta sumarið og gerir sig geysiaðlað- andi. Jóki hefur eins og venjulega mestan áhuga á að stela sér mat og lendir í miklum útistöðum við þjóðgarðsvörðinn. Ymis misskilningur veldur því að Jóki stingur af úr þjóðgarðinum og Birna fer að leita að honum. Lenda þau síðan í ýmsum raunum á leiðinni heim aftur. Leikhópurinn við æfingu á skaupinu í útvarpinu. Útvarp í kvöld kl. 22.30: „Stóð og stjömur” „Stóð og stjörnur“ nefnist áramótaskaup útvarps að þessu sinni og er eftir Jón Örn Marinós- son og Andrés Indriðason og er að þeirra sögn bæði „kaupmáttar- styrkjandi og verðbólgueyðandi“. Brugðið verður upp svipmynd- um úr hinu daglega lífi og um ýmislegt það, sem við hefur borið í pólitíkinni og á öðrum sviðum á síðastliðnu ári. Gamanið hefst kl. 22.30 og áætlað er að þaö standi í tæpa klukkustund, ef leikarar endast svo lengi. Benedikt Árnason stend- ur við stjórnvölinn, og Jón Sig- urðsson hrærir í músíkblöndu, sem hann hefur sett saman. Auk þeirra er fjöldi leikara, sem hefur „lagt starf sitt og sóma í hættu", með því að taka þátt í gríninu. Meðal þeirra eru Sigríður Þor- valdsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinns- son, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Flosi Ólafsson. Einnig koma fleiri við sögu, þó að þeir vilji ekki láta nafns síns getið. Smábörn að leik. Nú er barnaárið hafið og margt ber að hafa í huga þessari ungu kynslóð til handa. Útvarp nýárs- dag kl. 17.00: „Húlla, nú byljal balnaálið’ „Húlla, nú byljal balnaálið". nefnist barnatíminn í umsjón Gunnvarar Brögu. sem hefst í útvarpi á nýársdag kl. 17.00. „Byrjað verður með kveðjum frá börnum á Norðurlöndum,“ sagði Gunnvör, en þau óska öllum til hamingju með þetta nýbyrjaða ár og minna á ýmislegt, sem þeim sjálfum finnst. að betur mætti fara í þessum hcimi, sem þau eiga að erfa. Þá verða lesnir kaflar úr tveim sogum Guðrúnar Helgadóttur, Jóni Oddi og Jóni Bjarna, þar sem segir frá Selmu litlu. Hún er vangefin og við viljum beina athygli að öllum börnum sem hafa sérþarfir. Síðan er stuttur kafli úr bókinni I afahúsi eftir Guðrúnu, þar sem segir frá Ágústu, sem er kjörbarn, trúlega frá Víetnam, og þar með viljum við minna á að við viljum komast hjá fordómum um kynþætti. Þetta er fvrsti barnatíminn, sem helgaður er barnaárinu, en stend- ur til að hafa tíma einu sinni í mánuði, þar sem börn og fullorðn- ir fjalla um þessi mál, bæði í samræðum, smásögum og ljóðum.“ Lesarar ásamt Gunnvöru í þessum þætti eru Signý Yrsa Pétursdóttir, sem er níu ára, Margrét Ólöf Magnúsdóttir, 11 ára og Helga Stephensen leikkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.