Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 Einn hinna tápmiklu Vesturbæ- inga, sem áttu sinn þátt í því að gera Vesturbæinn að Vesturbæn- um með ýmsum sérkennum sínum, verður 75 ára á þriðjudaginn kemur, 2. janúar 1979. Afmælis- barnið á nú hvorki lögheimili né varnarþing í Vesturbænum eins og það heitir á máli lögfræðinnar. Þetta er Karl Olafsson eldsmiður, Njálsgötu 12 hér í Austurbænum. „Það má nú með sanni segja að ekki er alveg laust við að í hugum margra Reykvíkinga sé rómantísk- ur blær yfir gamla Vesturbænum og mannlífinu þar,“ sagði Karl, er ég hitti hann um daginn að máli á heimili hans og konu hans, Hans- ínu Asgeirsdóttur. „Já,“ bætti Karl við: „Það var mjög skemmtilegt á Vesturgötunni í gamla daga. Ég get trútt um talað. Þar sleit ég ekki aðeins barnsskónum, heldur átti ég heima þar fram yfir tvítugs aldur. Mannval var þar á mörgum heimilum í þá daga, reyndar í hverfinu öllu. Við strákarnir vorum athafna- samir. Gerðum ekki held ég miklar kröfur til annarra en sjálfra okkar, um að hafa ofan af fyrir okkur sjálfir. Það var t.d. heldur erfitt fyrir unglinga að fá vinnu Spjallað við Vestur- bœinginn Karl Ólafsson 75 ára svar Þorsteins, Hann stóð líka við sitt, Þorsteinn, eins og jafnan. Hann tók mig í smiðjuna til sín. í þá daga var sá háttur hafður á, að iðnnemar voru alfarið á vegum meistara síns. Því var það, að ég fluttist að heiman, úr Merkisteini, heim til Þorsteins. Var þar mitt heimili meðan á námstíma stóð, eða í rúm 4 ár. Lærlingar unnu þá alveg kauplaust, svo sem 10 stunda vinnudag. Við nemarnir vorum alls fjórir. Hinir þrír fóru að námstímanum loknum hjá Þorsteini beint í Vélskólann, til Jessens skólastjóra og urðu vél- stjórar á Fossum. Þegar ég hafði lokið námi að þremur árum liðnum, kom Þorsteinn til mín, sagðist vilja benda mér á, að væri ég í fjögur ár, öðlaðist ég full réttindi sem eldsmiður. Þetta gerði ég. Fékk ég nú kaup fyrir vinnuna í fyrsta skipti, fimmtíú krónur á mánuði. Þorsteinn Jónsson og Guðrún kona hans reyndust mér með fádæmum vel. Hef ég ætíð talið Þorstein velgerðarmann minn í' þess orðs fyllstu merkingu. Þorsteinn var faðir Bjarna Þor- steinssonar, sem var stofnandi Vélsm. Héðins." Karl, sem ekki valdi leið- Hann vareldsmiður í rúmlega hálfa öld vfir sumarmánuðina. Athafnaþrá- in fékk því ef til vill útrás að nokkru t.d. í ýmiskonar strákapör- um og hinum þjóðsagnakenndu strákabardögum milli okkar og strákanna í Grjótaþorpinu. Já, stundum var aðgangurinn full- harður. Mér er minnisstæður einn slíkur bardagi sem fram fór í káigarði Guðmundar Olsens kaup- manns á horni Fischersunds og Garðastrætis. Hann stóð lengi og margir hlutu þá skrámur er sverðin brotnuðu í bardaganum. Olsen þessi verzlaði þar sem nú stendur húsið ykkar, Morgun- blaðshúsið.“ Karl heidur áfram. „Foreldrar mínir voru hjónin Olafur Kristjánsson og Katrín Einarsdóttir. Faðir minn var bakari að iðn og lærði hjá dönskum bakara, Karli Fredrik- sen, sem rak bakarí í húsinu sem er á horni Fischersunds og Mjó- strætis, og áttum heima í Merki- steini, Vesturgötu 12. Við vorum fjögur systkinin, tveir bræður og tvær systur. Nú erum við tvö eftir, Katrín systir mín gift Ástvaldi Þórðarsyni, fyrrum hafnsögu- manni í Keflavíkurhöfn, og ég. Föður mínum þótti ætíð mjög vænt um meistara sinn, Karl bakara. Og þegar ég var skírður ákváðu þau að láta mig heita eftir þessum heiðursmanni." Karl sagði frá því, að hann og aðrir krakkar á Vesturgötunni hefðu strax vanizt á að f.vlgjast vel með því sem var að gerast í bæjarlífinu, a.m.k. því sem fram fór undir berum himni, niðri við höfn eða niðri í bæ. „Við þekktum alla skútukaftein- ana með nafni og bárum mikla virðingu fyrir þessum hraustu köllum. Vesturbærinn var þá sá hluti bæjarins þar sem flestir þeirra áttu heima," sagði Karl. „Við strákarnir vorum fljótir að spyrja Norðmannaslaginn niðri við Austurvöll. Þorvaldur pólití var aðal pólitíið í bænum. En okk- ur stóð stuggur af honum. Hann þótti stundum nokkuð harkalegur. Þor- valdur var oftast ríðandi þeim gráa sínum, er hann var við störf á götum bæjarins. Man ég að í Norðmannaslagnum kom hann á þeim gráa sínum á skokki inn að Austurvelli og með trékylfuna á lofti. Norðmennirnir voru fullir og voru með háreysti og læti og slógust innbyrðis. Lét Valdi pólití kylfuna þegar í stað ganga á Norsarana. Þeir snerust til varnar gegn yfirvaldinu á hestinum og átti Þorvaldur brátt í vök að verjast, því Norðmennirnir voru harðskeyttir. Barst Þorvaldi liðs- styrkur við að menn af götunni komu honum til hjálpar. Fór svo að Norðmennirnir, sumir sárir eftir kylfuna, voru hraktir af Austurvelli og allt niður á Stein- bryggju og um borð í skipsbáta. Skip þeirra lá þá út á legunni. Þessi bardagi var lengi á eftir kallaður Bellonslagurinn. Mér er minnisstæður maður sá er mér var sagt að væri skipstjórinn. Hann var með gylta hnappa á jakkanum sínum. Hár maður og hraustiegur. Hann hafði særzt á höfði í átökunum við Þorvald pólití. Og annaö atvik vorum við strákarnir viðstaddir, en það var þegar Einar Pétursson fór með fánann út á leguna og Fylludát- arnir komu til skjalanna og allur „Fánahasarinn" var. Ég held að aldrei hafi annar eins fjöldi barna og unglinga verið niðri við höfn en í sambandi við þennan atburð. Ég minntist aðeins á það áðan, að það hefði verið erfitt fyrir unglinga að fá vinnu hér í bænum á uppvaxtarárum mínum, sagði Karl. „Dag nokkurn, en þá var ég á 16. ári, sagði pabbi mér að hann hefði gert árangurslausar tilraun- ir til að útvega mér einhverja vinnu um sumarið. Mér leiddist að sjálfsögðu aðgerðaleysið, en þetta samtal okkar markaði tímamót í lífi mínu. Fáum dögum síðar geng ég vestur á Vesturgötu 33. Þar var Þorsteinn Jónsson eldsmiður með smiðju sína. Er ég kom þangað stóð hann við steðjann. Ég stóð nokkra stund í dyragættinni, án þess að hann yrði min sjáanlega var. En svo sneri hann sér allt í einu beint að mér og spyr mig um erindi mitt. Ég sagði honum að mig langaði að verða eldsmiður. Hann var fljótur til svars og sagðist ekki taka pilta undir 18—20 ára aldri. Þú ert altof ungur, væni minn, sagði hann. Málið virtist endan- lega afgreitt af hans hálfu. En svo var eins og hann fengi einhvern bakþanka. Hann sagði eitthvað á þá leið, að ég skyldi koma aftur og tala við sig síðsumars. Það glaðn- aði vissulega yfir mér við þetta ina út á sjóinn, kaus held- ur slaghamarinn og steðjann. Eldsmiður er starfsheiti, sem ,nú er að hverfa. Eldsmiðir eru forverar þeirra sem bera starfs- heitið járnsmiðir. Sennilega dregur eldsmiðurinn nafn sitt af því, að allt sem þeir unnu, þessir menn, unnu þeir í eldi. Hér gilti hið sama um nýsmíði sem við- gerðir, allt varð að vera hvít- glóandi í höndum þeirra. Á rúmlega 50 ára löngum starfsferli sínum var Karl ekki á mörgum. vinnustöðum. Fyrst framan af var hann í smiðjunni hjá Kristjáni Gíslasyni á Nýlendu- götu. ' „Kristján var einstaklega góður handverksmaður í sinni iðn,“ sagði Karl. „Sem dæmi má nefna að eitt sinn gerði hann fríhendis vinnu- teikningu af skipsskrúfú af norsk- um selfangara, sem kom hingað inn með stórlaskaða skrúfu. Stóð Kristján á bryggjunni hjá bátnum er hann teiknaði skrúfuna sem við skyldum smíða. Eftir teikningunni var svo smíðað. Varð þessi skrúfa hrein afbragðs smíði.“ Og stærsta verkefnið, sem Karl fékk á sína könnu er hann var orðinn starfsmaður í Hamri var einmitt skipskrúfa. Þetta var á heimsstyrjaldarárunum síðari. Var þá heljarstór fjögurra blaða skrúfa send með skipi ofan úr Hvalfirði. Skrúfan var af tundur- spilli og hafði skrúfan laskazt í ís við Grænland. „Verkið heppnaðist okkur vel. Ég veit ekki til að kvartað væri yfir skrúfunni, er hún kom frá okkur," sagði Karl. — Af hverju fórstu ekki á sjóinn, Karl? „Ég reyndi að fara til sjós, en þar átti ég ekki heima. Eftir að hafa verið á sjónum í eitt ár fór ég aftur í land. Þetta var er ég réð mig á gamla björgunarskipið Geir sem eldsmið. Ég hreinlega gafst upp eftir árið vegna stöðugrar sjóveiki. Vera mín á skipinu var svona heldur sviplaus finnst mér. Eigi að siður ógleymanleg. Það var kvöld eitt að ég átti að vera á vakt um borð ásamt þremur skipsfélögum mínum. Skipið varð alltaf að vera tilbúið fyrirvara- laust, að leggja úr höfn. Þegar ég kom um borð virtist mér enginn félaga minna vera þar. Fór ég fram í lúkarinn, en þar var klefi minn. Er ég var kominn þangað niður heyrði ég að gengið var mjög þunglamalega um þilfarið. Ég heyrði að stigið var inn fyrir þröskuldinn í lúkarskappanum. Sá þungstígi var ekki léttur á sér í stiganum og rak tærnar í hvert þrep er hann læsti sig niður eftir honum og niður á gólfið. Hann fór síðan að hurðinni á háseta- klefa, sem var á móti mínum klefa. Þegar hann opnaði hurðina fór ég fram í dyragættina og sá þá að þar var maður í kafarabúningi að því mér virtist Ég var ekki nógu ánægður með það, og gætti betur að en þá var þar enginn kafarL Maðurinn hreinlega horfinn. Setti nú að mér hroll. Skömmu seinna komu skipsfélagar mínir niður. Spurði einn þeirra hvort ég væri veikur, sagði mig vera svo fölan. Nei, nei. Ég er ekkert veikur, svaraði ég. Nú, segir þá félagi minn. Sástu kafarann? Já, sagði ég, en ég sá hann ekki í fullri stærð. Ég sá aldrei fæturna eða fótabúnaðinn. Kafari þessi var nefnilega svipur, sem ýmsir úr áhöfn Frá lögreglunn björgunarskipsins höfðu haft meiri eða minni kynni af. Mín kynni af honum urðu ekki nánari en þetta. Það dugði mér reyndar. En slíkum kynnum gleymir maður ekki, skal ég segja þér.“ Þú hefur auðvitað verið KR- ingur sem sannur Vesturbæingur. „Jú, auðvitað. Ég spilaði í KR-liðinu um nokkurt skeið. Ég held að félagar mínir frá þessum árum séu allir farnir. Ég var í liði með þeim Jóni á Gullskónum, sem var reyndar Þorsteinsson, með Guðmundi Ólafssyni í Garða- stræti, Bjössa i Búðinni (Jónssyni) og Eiríki Bech, seinna forstjóra í Nóa. En úr því þú spyrð mig um þessi æskuár, þá get ég þess svona til gamans, að annar tveggja fyrstu leikbræðra minna á Vestur- götunni er enn lifandi. Þetta voru bræður, sem heima áttu í Vestur- götu 26 og hétu Palli og Laugi Sæmundssynir. Palli er lifandi, Páll Sæmundsson, sem lengi starf- aði hjá Togaraafgreiðslunni. Þá er þess líka að geta að einn strák- anna úr hverfinu er Haraldur Á. Sigurðsson leikari. Hann var ekkert blávatn í þá daga.“ Það kom fram í samtali okkar, að Karl, sem ég hélt að hefði starfað allan sinn starfstíma hér í Reykjavík, hafði einnig veið á vertíðum í Keflavík, í Innri- Njarðvík og á Stokkseyri við bátaviðhald og viðgerðir. Árið 1934 var áfangaár í lífi Karls, en þá gekk hann að eiga eiginkonu sína, Hansínu Ásgeirs- dóttur. Faðir hennar var Ásgeir Guðmundsson, sem var keyrslu- maður, en móðir hennar Svein- björg Sæmundsdóttir. Þau bjuggu í litlu húsi á Njálsgötu 12 A. Fyrir um 25 árum yfirgaf Karl Vesturbæinn, fluttist austur yfir Læk, Var þá lokið smíði á húsi þeirra Karls og Hansínu á Njáls- götu 12, sem þau höfðu reist við hliðina á heimili tengdaforeldra Karls. Hansína og Karl eiga eina dóttur barna, sem Sveinbjörg heitir. Er hún gift Guðmundi Guðbergssyni lögregluvarðstjóra í Hafnarfirði. Eiga þau þrjú börn. Karl sagði að það hefði verið mikið átak fyrir sig að hætta störfum í smiðju Hamars fyrir um 8 árum. Þá eftir um 30 ára starf þar. „Þú skilur," sagði hann. „Þegar maður kveður vinnustaðinn sinn saknar maður eðlilega margs. Ég var allan minn starfsdag, í rúm- lega 50 ár alls mjög ánægður með það starfssvið sem ég valdi mér svo ungur að árum. Ekki einn einasta dag í lífi mínu hef ég séð eftir því að hafa valið mér eldsmiðjuna og járnsmíðina að starfsvettvangi lífs míns. Og úr þessu á ég tæplega von á því,“ sagði Karl Ólafsson að lokum. Sv.Þ. Á afmælisdaginn, á Þriðjudaginn kemur, veröa Karl og Hansína kona hans á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Svalbaröi 6 í Hafnarfiröi. Vitni vantar að ákeyrslum Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borginni. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar um mál þessi eru beðnir að snúa til deildarinnan Miðvikud. 20. des. Ekiö á bifreiðina F-662, Ford-Bronco, árg. ’66, bláa á lit, á bifreiðastæði á Nóatúni skammt sunnan Brautarholts, á tímabilinu kl. 08:55—10.00. Framhöggvari var boginn fram. Laugard. 23. des. Ekið á bifreiðina R-8119, Lada-station, græna á lit, þar sem hún stóð á móts við Hvassaleiti 10,’ á tímabilinu kl. 17.00—19.00. Dæld var á afturhöggvara og gaflhurð og var ljósblár litur í ákomu. Miðvikud. 27. des. Ekið á bifreið- ina R-57156, Lada-fólksbifreið, græna á lit, á móts við hús nr. 22 við Njálsgötu á tímabilinu kl. 03.30—12.00. Dæld var á vinstra framaurbretti. Föstudaginn 29. des. Ekið á bifreiðina R-53622, Datsun 120-fólksbifreið, árgerð 1977, brúna á lit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Glæsibæ á tímabilinu kl. 13.20—13.50. Vinstra framaurbretti skemmt og gul málning var í ákomunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.