Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 31 Myndarlegir áramótakestir í öllum bæ juml í BÆJUM ok þorpum um allt land hefur unga fólkið verið iðið við að safna í brennur að undanförnu. Keppnin hefur að venju verið mikil og haráttan um að ná að hlaða stærri köst en krakkarnir í næstu götu, næsta hverfi eða í hinum hluta bæjarins allt eftir því hvernig unglingarnir skiptast í hópa á viðkomandi stað. Morgun- blaðið hafði í gær samhand við lögregluna á Akureyri, í Reykjavík og í nokkrum stöðum í nágrenni höíuð- borgarinnar. Svo virðist sem fjöldi brennanna sc nokkurn veginn svipaður frá ári til árs. í Reykjavík verða brennurnar þó þremur færri en í fyrra. I Reykjavík hafa verið gefin út leyfi fyrir eftirtöldum 23 brennum: 1. Móts við Skildinganes 48. Abm. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Skildinganesi 48, R. 2. Við Sörlaskjól-Faxaskjól. Abm. Gísli Guðmundsson, Sörlaskjóli 84, R. 3. Við Kötlufell-Möðrufell. Abm. Hannes Helgason, Rjúpufelli 48, R. 4. Austan Unufells. Ábm. Sæmundur Gunnarsson. Unufelli 3, R. 5. Austan Kennaraskólans. Ábm. Kristinn Gunnarsson, Bólstaðahlíð 60, R. 6. Við Ferjubakka. .Ábm. Kristján Friðriksson, Ferju- bakka 12. R. 7. Móts við Ægissíðu 56. Ábm. Sigfús Sigfússon, Starhaga 6 R. 8. I skólagörðunum milli Miklubrautar, Tunguvegar og Rauðagerðis. Ábm. Engil- bert Sigurðsson, Básenda 2, R. 9. Norðan Stekkjarbakka. Ábm. Ásgeir Guðmundsson, Urðarstekk 5, R. 10. Við Sundlaugarveg - Dal- braut. Ábm. Ólafur Hafþór Guðjónsson, Brúnavegi 5, R. 11. Á mótum Lálands — Snælands. Ábm. Ólafur Axelsson, Snælandi 7, R. 12. Við knattspyrnuvöllinn í Árbæjarhverfi. Ábm. Gylfi Felixson, Glæsibæ 8, R. 13. Við Álfheima 46—50. Ábm. Valdimar Jörgenson, Álf- heimum 42, R. 14. Við Holtaveg- Elliðaárvog. Ábm. Sveinn Ingibergsson, Kleppsvegi 142, R. 15. Sunnan við Alaska í Breið- holti. Ábm. Júlíus Sigurðs- son, Ystafelli 25, R. 16. Við Ægissíðu- Hofsvalla- götu. Ábm. Ingólfur Guðmundsson, Sörlaskjóli 5, R. 17. Við Hvassaleiti vestan Háa- leitisbrautar. Ábm. Friðrik A. Þorsteinsson, Hvassaleiti 155, R. 18. Sunnan Iþróttavallar við Fellaskóla í Breiðholti III. Ábm. Sigurður Bjarnason, Þórufelli 8, R. 19. Við Norðurfell, norðan við bensínstöðina. Ábm. Gestur Geirsson, Norðurfelli 7, R. 20. Milli Vesturbergs og Austurbergs. Ábm. Gunnar Maggi Árnason, Vesturbergi 96, R. 21. Við Laugarásveg 14. Ábm. Gunnar Már Hauksson, Laugarásvegi 14, R. 22. Milli Krummahóla og Norðurhóla. Ábm. Jóhanna Stefánsdóttir, Kríuhólum 4, R. 23. Við Grundarland- Haða- land. Ábm. Svan Friðgeirs- son, Grundarlandi 1, R. I Kópavogi hafa verið gefin leyfi fyrir fimm brennum. I Vesturbænum verður brenna á sparkvellinum á gatnamótum Ásbrautar og Hábrautar. I Austurbænum verða brennurn- ar mun fleiri. Við Grænuhlíð á móts við Nýbýlaveg 45a og 49. Við Álfabrekku austast á Álf- hólsvegi. Austur við Vallhólma verður brenna og loks í Fífu- hvammslandi í grennd við Hlíðarenda. í Kópavogi eru óafgreiddar beiðnir um nokkra minni kesti. Á Seltjamarnesi verður aðal- brennan að venju á Valhúsahæð. Einnig er bálköstur utan við Nesbala og nokkrir minni kestir. í Hafnarfirði hafa verið gefin leyfi fyrir 10 brennum á gaml- árskvöld. Á Hvaleyrarholti eru tvær myndarlegar brennur, á Þúfubarði og við Suðurgötu. I Norðurbænum er brenna vestur við Heiðvang og síðan eru margir minni kestir dreifðir um allt í útjaðri bæjarins og þá gjarnan ofan í gjótum eða uppi á klettum. í Mosfellssveit hafa verið gefin út leyfi fyrir 5 bálköstum á gamlárskvöld og sömuleiðis í Garðaba*. Þar verður stærsta brennan við Hofsstaðabraut. Á Akurcyri hefur verið gefið leyfi fyrir 5 áramótabrennum. I gamla bænum verður brenna við Aðalstræti. Brenna verður norð- an við Bárufellsklappir og einnig verður brenna á Kotár^ klöppum sunnan við Glerána. I Glerárhverfi verður brenna norðan íþróttavallarins og loks verður brenna norðan golf- vallarins á Akureyri. Oskum vióskiptavinum vorum farsældar á komandi ári og þökkum ánægjuleg samskipti á liðnum árum J. ÞORLAKSSON & NORÐMANIM H.F skúiagötu30- Sími 11280

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.