Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 37 FRÉTTA GETRA UN (21.) Bryggjan fyrir framan frystihús Síldarvinnslunnar í Neskaupstað stóð í ljósum logum að kvöldi 8. júlí. Ástæðan var: a) Bryggjustrákarnir hugðust steikja eitthvað af afianum b) Lúðvík Jósepsson hélt stjórn- málafund á bryggjunni c) Starfsmenn Síldarvinnslunnar voru að reykja út undir vegg d) Olíuskipið Litlafell rakst á bryggjuna (22.) Sú fræga Eva Gabor kom við á Keflavíkurflugvelli síðari hluta ágústmánaðar. Hún og fylgdarlið hennar vöktu sérstaka athygli vegna þess að: a) Þau rændu einni af þotum varnarliðsins b) Þau slógu upp partíi í flug- stöðvarbyggingunni c) Þau verzluðu fyrir eina milljón króna á hálftíma d) Þau héldu söngskemmtun fyrir biðfarþega Flugleiða (23.) Tveir konunglegir gestir dvöldu samtímis hér á landi í byrjun ágúst. a) Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning b) Karl krónprins Breta og Ilaraldur krónprins Norðmanna c) Karl krónprins Breta og Andrew bróðir hans d) Margrét Danadrottning og Hinrik prins af Danmörku (24.) Síldarverksmiðjur ríkisins í Siglufirði urðu að hætta loðnu- móttöku um tíma í september, vegna: a) Sjómenn neituðu að fara inn á Siglufjörð b) Siglfirðingar sögðust vera orðnir of loðnir um lófana c) Skortur var á svartolíu d) Ilvalavaða lokaði Siglufirði (25.) Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra gaf tímamótayfirlýsingu á allsherjarþingi S.Þ. í haust: a) íslenzka ríkisstjórnin ætlaði að senda varðskip til hjálpar Tanzani'umönnum gegn Idi Amin b) íslendingar ætluðu að slá eign sinni á Grænland c) íslenzka ríkisstjórnin hygðist færa landhelgina út í 12 mflur d) íslendingar ætluðu að segja sig úr Norðurlandaráði (26.) íslenzku skipi var sökkt úti fyrir Norðurlandi í september. Það hét: a) Víkingur KE 44 b) Snæfell EA 740 c) Daufþakur ÞH 72 d) Hrönn ÍS 3 (27.) Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli fékk í september fullkominn liðsauka: a) Tvær fljúgandi ratsjárstöðvar b) Þrjá kjarnorkukafbáta c) Sjálfvirka Rússaleitara d) ómannaða orustuþotu (28.) Upp komst um sérstætt tilfell í menntakerfinu á árinu: a) Kennarar við grunnskóla hörðu okrað á stflabókum til nemenda b) Ökukennari reyndist hafa verið réttindalaus í 18 ár og-með ógilt ökuskírteini í 7 ár c) Tölva háskólans réð ekki við reikningspróf menntaskólanna d) Maður nokkur seidi skírteini upp á háskólapróf fyrir 350.000 krónur stykkið. (29.) _ Fjármálaráðherra olli miklu fjaðrafoki í október: a) Neitaði að greiða samráðherr- um sínum laun b) Vildi taka gersveppinn af frflista c) Setti 25.000 króna nefskatt inn í fjárlagafrumvarpið d) Týndi lyklunum að ríkiskass- anum (30.) Nýr áfangi í utanríkisviðskipt- um náðist í októberbyrjun: a) Fyrsti olíufarmurinn kom frá Portúgal b) Kínverjar gerðust áskrifendur að framleiðslu járnbiendiverk- smiðjunnar c) Rússar keyptu föðurlönd á allan Siberíuher sinn d) Brezka fyrirtækið Gréenpeace keypti alla lýsis- og hvalkjötfram- leiðslu Ilvals hf. (31.) Náttúruverndarráð neitaði kvik- myndatökumönnum um afnot af þjóðgarðinum í Skaftafelli. a) Skafti vildi það ekki b) Taka átti þar klámmynd og óttaðist ráðið örtröð íslendinga í þjóðgarðinum c) Leyfið yrði vafasamt fordæmi og kvikmyndatakan myndi trufla þjóðgarðsgesti d) Kvikmyndatökumennirnir vildu fá að brenna bæinn að Skaftafelli. (32.) Söltun á Suðurlandssíld varð meiri nú en nokkru sinni áður: a) 170.000 tunnur b) 150.000 tunnur c) 190.000 tunnur d) 180.000 tunnur (33.) Rannsókn á trú Islendinga leiddi í ljós: a) Helmingur þjóðarinnar er goðatrúar b) Við erum yfir höfuð litiir trúmenn c) Við erum mjög trúuð þjóð með fjölbreytta trúhneigð d) 70% þjóðarinnar sækja kirkju reglulega 36. Geir Hallsteinsson, einn frægasti íþróttamaður okkar gaf út yfirlýsingu á árinu. Hver var hún? 39. Hvað er hér á seyði? 38. Þetta fyrirbæri vakti mesta athygli á húsgagnasýningu í haust. Hvað er þetta?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.