Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 Hvers er helzt að minnast frá árinu Morgunblaðið leitar aö venju við áramót til nokkurra einstaklinga og ber upp spurninguna um minnisstæðustu atburði ársins. Aö pessu sinni leitaði blaðið til nokkurra fréttaritara sinna og baö pá að hafa heimahéruö sín sérstaklega í huga, pegar peir litu um öxl. Svör peirra fara hér á eftir: Guðfinnur Bergsson Grindavík „Af atburðum ársins 1978 er okkur Grindvíkingum koma hita- veitunnar í bæinn minnisstæðust," sagði Guðfinnur Bergsson frétta- ritari, Grindavík. „Og þykir mér líklegt að Hitaveita Suðurnesja og varmaorkan í Svartsengi sé öðrum Suðurnesjabúum ofarlega í huga, þegar þeir líta um öxl við þessi áramót. Við Grindvíkingar fylgjumst af áhuga með starfi Sigurðar St. Helgasonar líffræðings, en hann vinnur að rannsóknum á eldi laxfiska í kerjum í landi Húsa- tófta. Þá er okkur Grindvíkingum einnig minnisstæð málverkasýn- ing og sala þar sem 11 listamenn gáfu verk sín til styrktar fjársöfn- un fyrir minnismerki um drukkn- aða Grindvíkinga. Og ekki gleym- um við því að Eiríkur Alexanders- son tók sæti á Alþingi. Okkur Suðurnesjabúum eru slysavarnamálin jafnan ofarlega í huga. Við minnumst 50 ára afmælis Slysavarnáfélags íslands á árinu og 100 ára afmælis Reykjanesvita. Af öðrum atburðum er mér efst í huga kjör Friðriks Ólafssonar stórmeistara sem forseta Alþjóða- skáksambandsins." Arni Helgason Stykkishólmi Af erlendum vettvangi er mér efst í huga sú staðreynd hversu margir í heiminum búa við hungur, skert og engin mannrétt- indi og er það kaldhæðni örlag- anna hversu þetta er áberandi hjá hinum sósíalísku ríkjum, sem hafa lofað hinum vinnandi manni, öllu góðu. Af hinum gleðilegu viðburðum eru tilraunir góðra manna til sátta milli þjóða og vonandi að árið 1979 verði bjartara í þeim efnum. Af innlendum vettvangi er mér efst í huga hversu þeim fjölgar, sem í dag eru í erfiðleikum með líf sitt og eitra það með annarlegum efnum. Þá gleymast ekki hin hörmulegu slys, sem eru alltof mörg. Þá kemst ég ekki hjá að nefna seinustu kosningar og, hversu margir trúðu ekki stað- reyndum og kusu þannig gegn sjálfum sér eins og nú er að koma á daginn með erfiðleika á öllum sviðum athafna. Af því gleðilega er vakning ungs fólks, sem nú fer yfir landið og gefur vonir til að menn fari meira að hugsa um hið andlega en veraldlega og ef ég nefndi Stykkishólm þá er það sá samhugur, sem myndast hefur í bænum í hreppsmálum og bygging dvalarheimilisins fyrir aldraða, sem er stórt skref til betri tíma. Ragnheiður Ólafsdóttir Þorlákshöfn Þegar ég á að svara í stuttu máli þeirri spurningu hvað mér sé efst í huga og eftirminnilegast af at- burðum ársins 1978, sem senn er liðið, kemur að sjálfsögðu margt upp í hugann. Sumt persónulegt og bundið, annað almennt viðhorf til landsmála, sem að mínu mati einkennist nú af óvissu og öryggis- leysi hvert sem litið er. Þjóðin hefur leikið sér af fjöregginu eins og skessurnar forðum. Verðbólgan í þjóðfélaginu virðist nú vera orðin að ólæknandi meini. Margir hafa komið þar við sögu og talið sig eina eiga meðalið, sem dygði við þeirri bólgu ef þeir fengju að reyna kunnáttu sína. Þá koma alþingiskosningarnar á þessu herrans ári upp í hugann með öllu því, sem þeim fylgdi, vordagarn- ir fyrir þær þegar allir vissu hvernig átti að stjórna á íslandi en eftir kosningarnar og stóru sigrana vissu menn heldur minna og þeir allra minnst, sem sigrana höfðu unnið, um það, hvað gera skyldi í landsmálum yfirleitt og komu sér heldur ekki saman um neitt. Þetta voru að sjálfsögðu mikil vonbrigði þ.e.a.s. fyrir þá kjósendur, sem trúðu ennþá á leikinn, en auðvitað öllum hugsandi mönnum eftirminnilegir atburðir. Þá hefur fjárlagafrumvarpið loks- ins séð dagsins ljós þó fáir þori af heilum hug að bera ábyrgð á því án fyrirvara. Meiri skattpíning og vanefndir á gefnum loforðum blasa alls staðar við þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar. Hvað erum við íslendingar að hugsa, við sem gætum lifað svo góðu lífi í þessu landi ef við værum samhent og heilsteypt þjóð. Þá eru það minningarnar um slysin hryggilegu, sem þetta ár skilur eftir í hugum okkar, flugslysið mikla á Sri Lanka og slysin hér heima, sem orðið hafa með öllu mögulegu móti, allt of mörg. Á slíkum stundum á islenzkra þjóðin eina sál. Þá vil ég nefna kjör Friðriks Ólafssonar sem forseta Fide. Það er mikill heiður fyrir ísland að Friðrik skuli með hinum mörgu ferðum sínum út í heim hafa áunnið sér og landi sínu það traust, sem kjör hans ber vitni um. En aftur á móti er það sorglegt og eftirminnilegt að landar hans skuli fyrstir manna leggja stein í götu hans í hinni nýju stöðu. í heimsmálum er mér eftirminni- legast samkomulagið í Camp David og trú Sadats forseta Egyptalands á friðarvilja ísraelsmanna, sem trú- lega er ekki nógu mikill til þess að færa fórnir. Mér finnst Sadat eftirminnilegur persónuleiki. Þá er hugurinn kominn heim í okkar litla samfélag Þorlákshöfn. Hér býr duglegt og traust fólk, sem vill bjargast af eigin rammleik, vinnur hörðum höndum að öflun og vinnslu verðmæta, sem hin gjöfulu fiskimið okkar gefa af sér og gerir fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín. Þetta fólk óskar eftir því að halda áfram vinnu sinni, þannig meint að á komandi tímum verði ekki saumað svo að atvinnurekstri útgerðarfélag- anna að þau stöðvist því þá blasir við hið versta að öllu vondu, atvinnu- leysi. Þá er það draumurinn, sem okkur hefur dreymt um allt þetta ár og miklu lengur, þ.e. varanlegt slitlag á Þrengslaveg og niður í Þorlákshöfn. Ég held nú að þegar Vestmanna- eyingar sameinist okkur um þetta brýna hagsmunamál verði ekki hægt að daufheyrast við sameiginlegum óskum okkar. Við hérna við ströndina, a.m.k. sum okkar, eigum okkur eina stóra ósk í viðbót við allar hinar, þ.e. bygging kirkju fyrir Þorlákshöfn. Hún hefur nú þegar verið teiknuð af Jörundi Pálssyni arkitekt og teikn- ingin verið samþykkt. Vonir stóðu til að hægt yrði að byggja grunn kirkjunnar árið 1978 en það geta ekki allar vonir rætzt og svo fór um þessa von. Hinni væntanlegu kirkju hafa borizt marg- ar veglegar gjafir, sem þegnar eru með hjartans þakklæti til gefenda. Mig langar svo að lokum að óska öllum landsmönnum árs og friðar. Gunnar Hallsson Bolungarvík ÞAÐ SEM mér er minnisstæðast frá árinu 1978 eru þær tvennar kosningar, sem fram fóru á árinu, fyrst bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar, sem höfðu þær afleiðing- ar fyrir okkur Bolvíkinga að höggvið var skarð í áralanga forystu sjálf- stæðismanna hér í Bolungarvík, en þeir misstu einn fulltrúa sinn í bæjarstjórn og þar með meirihlut- ann og nú deila þeir völdum með vinstri mönnum og óháðum. Síðan komu alþingiskosningarnar, þar sem veruleg breyting varð á þingliði okkar íslendinga og síðan í kjölfar þeirra hinar furðulegu stjórnar- myndunarviðræður, sem virðist ekki enn vera lokið. Einnig er mér sérlega minnis- stætt þegar Friðrik Ólafsson var kjörinn forseti Fide, kannski er það sá atburður ársins, sem komið hefur mest á óvart. Ýmis tíðindi eru mér minnisstæð héðan úr Víkinni á árinu, sem er að líða, þó engin séu stórtíðindi. I byrjun ársins bættist okkur nýtt og glæsilegt fiskiskip og nú í byrjun desember kvöddum við 250 lesta fiskiskip, sem keypt var hingað fyrir 20 árum og hefur þjónað byggðarlaginu dyggilega síðan. Vonir loðnumanna brugðust ekki því tæplega 36 þúsund lestum af loðnu hefur verið landað hér á árinu en vonir rækjumanna brugðust hins vegar því seiðin héldu fullmikið upp á rækjumiðin. Á árinu fengum við nýtt pósthús og nýja heilsugæzlu- stöð. Á íþróttasviðinu unnum við Bolvíkingar stóran sigur í knatt- spyrnu en við urðum Vestfjarða- meistarar í öllum flokkum, sem keppt var í. Bolvíkingar héldu upp á 70 ára afmæli Hólskirkju, Spari- sjóður Bolungarvíkur varð einnig sjötugur á árinu og hinn mikli útvegsbóndi og athafnamaður Einar Guðfinnsson hélt upp á áttræðisaf- mæli sitt. Sigurður P. Björnsson Húsavík „Án þess að fletta blöðum kemur mér fyrst í hug einmuna veðurblíða þetta haust og segja má allt árið,“ sagði Sigurður Pétur Björnsson fréttaritari á Húsavík. „Af einstökum atburðum úr héraði eru mér minnisstæðastir jarðskjálftarnir í Kelduhverfi og afleiðingar þeirra, að hafa séð jörðina „klofna" þannig að stærðar farartæki gætu hafa horfið í sprunguna. Af því, sem snertir þjóðina alla kemur mér tvennt í hug; kjör Friðriks Ólafssonar stórmeistara sem forseta Fide, sem ég tel mikinn þjóðarsigur. En svo er það ósigurinn, að hafa látið verðbólgu- drauginn vaða uppi eins og gert hefur verið á árinu. Þótt þjóðin öll tali um það að framgang verðbólg- unnar verði að hefta þá er ég viss um að fjöldinn tæki ekki fyrir slagæð hennar þótt honum gæfist kostur á. Þeir eru svo margir sem framkvæmt hafa í trausti þess að verðbólgan haldi áfram og bjargi gjörðum þeirra með þeirri rang- legu tilfærslu fjár frá þeim, sem af dyggð spara, til þeirra, sem treysta á óstjórnina og dýrka verðbólgudrauginn, sem hefur verið minn mesti óvinur um áraraðir." Ófeigur Gestsson Hvanneyri Þegar ég á að taka afstöðu til þess hvaða einstakur atburður erlendis á þessu ári sé mér minnisstæðastur vefst mér tunga um tönn. Það er þó alveg víst að fæðing barns, sem getið hefur verið í tilraunaglasi, mun komast á spjöld sögunnar. Stjórnmálasamband Bandaríkj- anna og Kína og slit stjórnmála- sambands Bandaríkjanna og Tawain eru vissulega tíðindi en almennt hefur óróleiki, vopnuð átök og fleira í þeim dúr orðið mér umhugsunarefni. Svo virðist sem þjóðir eða þjóðarbrot og einsakir hagsmunahópar erlendis telji ekki fært lengur að stunda baráttu sína með orðum heldur skulu vopnin tala. Þetta finnst mér einkenna árið 1978 erlendis. Minnist ég m.a. morðsins á ítalska stjórnmála- manninum Aldo Moro í þessu sambandi. Af innlendum atburðum ársins eru kosningar í vor ofarlega í huga. Fall Reykjavíkurborgar í hendur kommúnista voru vissulega tíðindi og vinnubrögð ósamstæðra hópa, sem nú eiga að vera hið leiðandi afl í þjóðfélaginu bæði hjá borg og ríki munu ekki auðvelda lausn á hinum margvíslegu vandamálum, sem við er að glíma og meðan forysta launþega hefur það á stefnuskrá sinni að hatast við vinnuveitendur og íhaldið er engin von til þess að jafnvægi náist í efnahagsmálum og dragi úr verðbólgu hér á landi. Þá geri ég ráð fyrir því að kjör Friðriks Olafssonar sem forseta Fide verði að teljast viðburður þó að skuggi hvíli þar ennþá yfir, þ.e. ágreining- ur um menn en ekki málefni. Þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.