Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 10
4 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 Úr bók Peters M. Rinaldi um líkklæðið f rá T óríno í jólablaði Morgunblaðsins birtist löng grein eftir brezka rithöfundinn lan Wilson, og fjallar hún um Toríno-líkklæðið svonefnda, sem álitið er aö beri sanna svipmynd af líkama Frelsarans í gröfinni. Þessi grein lan Wilsons birtist fyrst í fylgiriti hins virta Lundúnablaðs „The Sunday Times“. Mjög ítarlegar rannsóknir hafa begar farið fram á allri gerð svipmyndanna á Toríno-líkklæöinu, og hefur enn sem komið er alls engin vísbending fundist um aö pær kunni aö hafa verið gerðar af manna höndum. Þótt okkur efagjörnum nútímamönnum kunni pví að Þykja heldur of djúpt tekiö í árinni, i pá hníga öll rök, sem fram hafa komið um tilurð líkklæðis Þessa, í Þá átt að sjálf gerð svipmyndanna hljóti aö teljast yfirnáttúrulegs eðlis. I Eins og fram kom í greininni í jólablaöinu var á síðastliðnu hausti haldin sýning á hinu helga líkklæði í dómkirkjunni í Toríno í tilefni Þess, að 400 ár voru liöin frá Því Þessi gripur hafði komizt í eigu Savoy-fjölskyldunnar, en allt frá peim tíma hefur líkklæðið verið varöveitt í dómkirkju Toríno-borgar sem hin helgasti dómur. Sýningar fyrir almenning á Toríno-líkklæöinu eru mjög fátíöar eöa sem svarar Þrisvar til fjórum sinnum á hverri öld og telst Því mikill merkisatburöur. Óhætt er að fullyröa, aö Þessum helga dómi, Toríno-líkklæðinu, hafi aldrei verið veitt jafn gífurleg athygli á opinberum vettvangi víða á Vesturlöndum eins og einmitt á Þessu ári, og hafa spunnizt mjög miklar umræður manna á milli um pennan halga dóm. Rithöfundurinn lan Wilson er annars engan veginn sá eini, sem ritaö hefur bók um Toríno-líkklæðiö, Því Það hafa allmargir fræðimenn gert löngu á undan honum. Ein merkasta bókin um hið helga líkklæði kom út í New York 1972 og er rituð af M. Rinaldi, S.D.B. Ber bókin titilinn „Það er Frelsarinn“. Hér á eftir fer örstuttur útdráttur úr Þessari bók Rinaldis. „Það er Frelsarinn" Hluti af líkklæðinu. Gerð klæðisins í rauninni ætti að vera unnt að ákvarða, hvort líkklæðið sé upp- runalegt og ósvikið eða ekki, með því að rannsaka sjálft efnið í líkklæðinu og þá aðferð, sem notuð var við vefnað þess. Hefur eitthvað verið gert í þessu efni? Og hvers vegna skyldi ekki einnig vera beitt rannsóknaraðferð þeirri, sem köll- uð er kolefna-geislun til þess að ákvarða aldur líkklæðisins? Hið helga líkklæði er úr líndúk, sem þannig er ofinn, að þremur þráðum er ýmist brugðið undir einn þráð, eða einum þræði undir þrjá, og myndast við þessa aðferð svokallað hanafóts-mynstur á yfirborði klæðisins. Dr. Wilhelm Geilmann, fyrruAi prófessor við háskólann í Mainz í Vestur-Þýzkalandi, er sérfræðing- ur í gerð ofinna dúka af Öllu tagi. Geilmann prófessor fullyrðir, að Torínó-líkklæðið sé að öllu leyti af sömu gerð og fjölmargir fornir efnisdúkar, sem til eru frá hinum nálægari Austurlöndum, og full- víst er að ofnir hafa verið á fyrstu til þriðju öld e. Kr. Það er einnig athyglisvert, að það hafa alls engin ummerki né sagnir fundizt í Frakklandi um klæðisdúka með áþekku vefnaðar- lagi hvorki á 14. öld, né heldur fyrir þann tíma. Þeir, sem halda fast við þá skoðun, að Toríno-lík- klæðið sé gert af 14. aldar listamanni í Frakklandi, verða því að leita sér annarra skýringa á uppruna klæðisins. Það hefur margsinnis verið lögð fram beiðni til viðkomandi kirkju- yfirvalda um leyfi þeirra til þess, að rannsóknaraðferð þeirri, sem nefnist kolefna-geislun verði beitt við vísindalegar athuganir á aldri og uppruna líkklæðisins. Rannsóknin er í stórum dráttum í því fólgin, að geiger-teljari er látinn mæla magn vissra kol- efna-ísótópa (C14) í efni klæðisins, en vitað er, að plöntur taka þetta efni til sín svo lengi lífsskeið þeirra varir. Kolefni þetta er geislavirkt, og því er með mæl- ingum unnt að ákvarða helming þess tímaskeiðs sem kolefnið helzt geislávirkt, en út frá þessu hálfa tímaskeiði er svo aftur hægt að sjá heildaraldur þeirrar plöntu, sem kolefnasambandið finnst í. En það er augljós ókostur bundinn við prófun af þessu tagi. Fyrst og fremst ber að nefna, að það þarf að brenna allmiklu af þeim efnis-sýnum, sem notuð eru við rannsóknina. Auk þess má svo reikna með fráviki sem getur numið allt að 500 árum við þessa aðferð til aldursákvörðunar. Sum- ir fuUyrða, að hvað Toríno-líkklæðinu viðvíki kunni frávikið við tímaákvörðunina jafn- vel að verða enn meira vegna þeirrar illu meðferðar og þess hnjasks, sem klæðið hefur sætt á umliðnum öldum. Þannig vitum við til dæmis, að eftir Chamb- ery-brunann árið 1532 var hið samanbrotna líkklæði dregið stór- skemmt upp úr rauðglóandi, hálf- bráðnuðu silfurskríni því, sem það var geymt í, og var klæðið þá rennbleytt með vatni. Svo notuð séu ummæli Johns Walshs, þá hefur hið helga líkklæði sannar- lega „ekki notið þeirrar óröskuðu, ■ lofttæmdu tilveru sem Dauða- hafs-bókfellin nutu“. Við verðum því að fallast á röksemdir Bulsts, að það sé afar ólíklegt að nokkurn tíma verði fórnað svo stórum hluta af hinu helga Iíkklæði sem þarf til við aldursákvörðun með kolefna-geisl- un, nema því aðeins að C14-aðferðin verði verulega endur- bætt og magnið af sýnum til rannsóknarinnar sé stórlega minnkað. Blóðflekkirnir Eru nokkur sýnileg ummerki um blóð á Toríno-líkklæðinu? Eins og allir þeir, sem séð hafa hið helga líkklæði og rannsakað af gaumgæfni, þá minnist höfundur bókarinnar þess, hve blóðblettirnir frá sárunum skáru sig einkar greinilega úr á hinum annars óljóst mörkuðu svipmyndum af líkama Frelsarans. Við sáum því, hve auðgreindar allar undirnar voru, einmitt vegna blóðflekkj- anna, sem liggja út frá þeim. Þetta á ekki aðeins við um hin auðsæu sár á höndum og fótum og í síðu, heldur einnig um blóðstraumana, sem flætt hafa úr greinilegum áverkum á enni og á bakhöfði, einnig úr skrámum og skurðum eftir húðstrýkinguna. Blóðflekkirnir eru með daufum rauð-gulum lit; liturinn á blóð- flekkjunum á þeim sárum sem eru á síðu og á höndum er sérstaklega sterkur. Hið helga líkklæði var athugað ítarlega með gagnrýnum huga og skörpum augum víðfrægs skurð- læknis, dr. Pierre Barbet að nafni. Þegar dr. Barbet ræðir um blóð- blettina, beinir hann athygli okkar strax að þeirri staðreynd, að þessir blóðblettir birtast aUganu beint, og því komnir rakleitt frá líkam- anum á klæðið, alveg ólíkt sjálfum svipmyndunum af líkamanum, sem birtast auganu sem negatív mynd á ljósmyndaplötu. Dr. Barbet fullvissar okkur auk þess um, að jafnvel lausleg athug- un leiði í ljós, að blóðblettirnir sýni að þeir séu til orðnir af blóðkekkjum, sem ennþá hafi verið nýrunnir og að mestu leyti rakir, þegar þeir mynduðu blettina. I gröfinni rann aðeins blóð frá fótunum. Jafnvel stóri blóðflekk- urinn aftan á mjóhrygg líkamans hefur myndast af blóðkekkjum, sem enn voru ferskir og rakir, þegar líkið var lagt til á líkklæð- inu. „Þeir skildu mjög auðveldlega för eftir sig með greinileg um- merki blóðvökva allt í kringum flekkina,“ skrifar dr. Pierre Barb- et. ' Hvernig mynduðust svo þessir blóðblettir? Það verður aftur vitnað í ummæli dr. Barbets: Mér virðist afar líklegt, að blóðkekkir, sem náö höfðu að þorna að meira eða minna leyti, gætu í hæfilega röku lofti hafa orðið nægilega þvalir til að þeir hafi svo breyzt í eins konar mjúka kvoðu. Eftir að þeir hefðu breytzt þannig, hefðu þeir vel gdtað runnið inn í línklæðið, sem þeir snertu, og skilið eftir ummerki sín á því með allgreinilegum útlínum, er sýndu lögun blóðkekkjanna. Liturinn á þessum flekkjum mundi þá vera misjafn að styrkleika allt eftir því hve þykkir kekkirnir voru. Við komumst því að sömu niðurstöðu um þetta efni og dr. Davis, nefnilega, að enginn sá, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.