Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31, DESEMBER 1978 43 rannsaki blóðblettina á klæðinu, þykist þess umkominn að geta gefið einfalda skýringu á fyrir- bærinu. Sú skoðun verður þó að teljast ríkjandi, að blettirnir stafi aðallega frá blóði, sem runnið hafi meðan maðurinn var á lífi, og hafi myndað kekki á hörundinu, og svo á einhvern hátt skilið eftir um- merki sín á líkklæðinu. Það er bjargföst trú dr. Barbets, að frekari rannsókn og prófun (stungið er upp á litrófs-grein- ingu) muni án nokkurs vafa staðfesta þá skoðun, að það hafi verið blóð, mannsblóð, sem í reynd skildi eftir flekkina á Toríno-lík- klæðinu. Síðusárið Með því að athuga blóðflekkinn frá síðusári Frelsarans virðist það vart mögulegt, að læknar geti dregið þvílíkan fjölda ályktana um einstök einkennandi smáatriði varðandi sárið og spjótslagið, sem olli því. í upphafi rannsóknar sinnar á Toríno-líkklæðinu voru bæði frönsku og ítölsku læknarnir í hinni opinberlega skipuðu „Rann- sóknarnefnd til athugunar á hinu helga líkklæði" furðu lostnir yfir því, hver eðlilegt og raunverulegt síðusárið var á manni þeim, sem svijjmyndin á klæðinu sýndi. I þeirra augum var alls enginn vafi á því að sárið og blóðslettur þær, sem frá því komu á klæðið, væru þess eðlis, að þetta hefði aðeins getað myndast af spjótslagi með rómversku spjóti af venju- legri gerð. Líkklæðið ber greinileg ummerki um þetta sár vinstra megin, en þar sem svipmyndirnar á líkklæðinu eru umhverfðar, táknar það, að sárið sjálft var í hægri síðu mannsins. Textinn í Jóhannesarguðspjalli er einfaldur og skýrt orðaður: „En er þeim komu til Jesú og sáu, að hann var þegar dáinn, brutu þeir ekki bein hans. En einn af hermönnunum lagði spjóti í síðu hans, og jafnskjótt kom út blóð og vatn.“ (Jóh. 19, 33—34). Það var alsiða að brjóta fótleggi hinna krossfestu til þess að hraða dauða þeirya. Lífsandinn, sem blakti með hinum krossfesta, gat haldizt við um stund á meðan hann gat haldið sér ofurlítið uppi á hinum gegnum reknu fótum. Þegar þessi stuðningur brást hinum krossfesta, kom dauðinn næstum þegar í stað, þar sem brjóstholið féll þá saman. Læknar hafa getað sýnt mjög nákvæmlega fram á bæði stað- setningu síðusársins og einnig spjótslagið í brjóst mannsins, sem svipmyndin á líkklæðinu er af. Með því að sýna aðfarirnar á líki, benti dr. Barbet á, að spjótið hefði gengið inn milli fimmta og sjötta rifbeins í hægri síðu, rekist gegnum hægra lungað, og þegar spjótið fór í gegnum hjartapok- ann, hafi það stungizt í hægra framhólf hjartans. Sérfræðingar eru sannfærðir um, að orð guðspjallamannsins Jóhannesar „... og jafnskjótt kom út blóð og vatn,“ komi lífeðlis- fræðilega séð alveg heim og saman. Þeir hafa fundið í blóð- flekknum fyrir neðan síðusárið greinileg merki um vessa. Lækn- arnir Pierre Barbet og Judica Cordiglia álitu, að blóðið hafi komið frá hægra framhólfi hjart- ans, en „vatnið" hafi aftur á móti verið tær vökvi sem runnið hafi úr hjartapokanum. Dr. Anthony Sava frá New York kemur með dálítið frábrugðna skýr.ingu á þessu atriði. Hann skrifar: Sannur vitnisburður Guðspjallið gefur greinilega í skyn, að enginn tími hafi liðið frá því spjótslagið hafi komið í síðuna Almenningur í Torínó fékk að sjá líkklæðið árið 1932, þegar efnt var til alþjóð- legrar sýningar þar í borg. Við sama tækifæri var farið með það sem snöggv- ast út á tröppur dómkirkjunnar þar sem þúsundir pílagríma biðu þess í ofvæni að fá að sjá helgi- gripinn (neðri myndin). b=d r~~ og þar til blóðið streymdi út. Manni gæti komið til hugar að álíta að visst magn af „blóði" og „vatni" hafi safnast saman fyrir innan rifbeinin og eins og beðið eftir því að vera hleypt út... Reynslan af alvarlegum brjóst- meiðslum hefur hins vegar leitt í ljós, að meiðsli, sem þó ekki ganga inn í sjálft brjóstholið, geta leitt til þess að mikill blóðstraumur safnast saman inni í brjóstholinu. Þetta blóðmagn í brjóstholi getur numið allt að einum og hálfum lítra ... Rauðu blóðkornin hafa tilhneigingu til þess að sökkva niður í blóðsafninu, en léttari hlutar blóðvökvans safnast ofan á og mynda eins og samloðandi efra lag ... ég dreg því þá ályktun ... að hin grimmilega húðstrýking Krists, sem framkvæmd var nokkrum klukkustundum fyrir ... dauða hans ... hafi verið nægi- leg ástæða til þess að blóð tók að safnast saman í brjóstholi hans, þannig að eftir að rauðu blóðkorn- in höfðu náð að setjast í þessu blóðmagni og hinn ljósari blóð- vökvi hafði myndað efra lagið, þá hlýtur það ófrávíkjanlega að hafa leitt til strauma af „blóði“ og „vatni“, sem runnið hafa út úr brjóstinu í þessari röð, þegar spjótinu var lagt í brjóst hans fyrir neðan lagskiptinguna i blóð- safninu. Guðsjijallamaðurinn Jóhannes lýsir þessum atburði eins og hann sá hann gerast í reynd, og hann vill að þeir sem hlusta á hann eða lesi frásögn hans trúi hverju einasta orði: „Og sá hefur vitnað það, sem hefur séð, og vitnisburður hans er sannur, og hann veit, að hann segir það sem sátt er, til þess að einnig þér trúið." (Jóh. 19, 35). Vísindamaðurinn, sem athugar hið helga líkklæði, veit að hinn elskaði lærisveinn sagði í raun og veru satt. Falsspámaður Hver er Kurt Berna? Og hvað á hann við, þegar hann fullyrðir að ef Toríno-líkklæðið sanni fyirleitt nokkurn hlut, þá aðeins það, að Kristur hafi aldrei dáið á krossin- um, að hann hafi verið á lífi, þegar hann var greftraður o.s.frv.? Af hreinni tillitssemi við mann- inn ætlum við aðeins að segja, að þessi dálítið undarlegi náungi, Kurt Berna, er einkennilegur áróðursmaður, sem talar gjarnan um sjálfan sig sem „dr. Kurt Berna", sem „Berna prófessor" eða þá sem „forseta hinnar Alþjóðlegu stofnunar um hið helga líkklæði," o.s.frv. Sannleikurinn er sá, að hið rétta nafn Kurts Bernas er Hans Naber. Regan er það nafn, sem hann notar í Englandi. Af því, sem hann hefur játað sjálfur, komumst við að raun um, að hann hefur enga þjálfun hlotið til þess að vinna að vísindalegum rannsókn- um. Hann hvarf úr skóla árið 1936 og gerðist þjónn á gistihúsi, og eftir stríðið lagði hann stund á svarta-markaðsbrask. Hann full- yrðir, að hann hafi fengið vitranir um Krist. I bók sinni „Réttarrann- sókn yfir Jesú Kristi" fer hann út í einstök smáatriði af vitrunum sínum, og lætur móðan mása um hinar fáránlegu kenningar sínar. Kurt Berna.er velfjáður maður, þvi að það er vitað, að hann hefur eytt þúsundum dollara í óþreyt- andi viðleitni sinni til þess að útbreiða boðskap sinn og til þess að senda út fréttatilkynningar til hvers einasta lands í veröldinni. Berna er altekinn af þeirri hugmynd, að Kristur hafi ekki dáið á krossinum, og það hafi verið lifandi líkami hans, sem lá hulinn líkklæði í grafhýsinu. Hann full- yrðir, að hin blóðlitu för á hinu helga líkklæði sanni þetta, þar sem blóð muni einfaldlega ekki renna úr líki, — en þetta er að minnsta kosti byggt á algjörum misskilningi. Hann trúir því, að þessi „heimsbyltandi hugmynd hans eigi eftir að færa Gyðinga og kristna menn nær hvor öðrum, þar sem þeir yrðu ekki framar aðskild- ir af hinum óyfirstíganlega tálma, sem dauði Krists sé.“ Bók Bernas „Réttarrannsóknin yfir Jesú Kristi" var seld um alla Evrópu. í kynningarorðum sínum á ensku útgáfu bókarinnar segir útgefandinn að bókin sé „afburðarsnjöll lýsing á aðstæðum öllum við krossfestinguna og upprisuna frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Höfundurinn leggur hér fram ný sönnunargögn og sannar, að hjarta Krists hafi slegið ennþá tíu mínútum eftir að hann var tekinn niður af krossin- um. Höfundurinn, sem stendur öllum öðrum framar í þekkingu sinni á hinu helga líkklæði (sic.), var útnefndur árið 1964 forseti hinnar Alþjóðlegu stofnunar hins helga líkklæðis, sem komið var á fót í Zúrich ...“ Úr því að bókaútgefandi gat orðið svo hrifinn, hvað þá með lesendurna? Það var aðeins á færi sérfræðings að greiða úr þessum flækjum. Og það var sérfræðingur, sem það gerði. Dr. David Willis, sá maður, sem stóð í fararbroddi læknavísindanna í Englandi, reit alþýðlega, auðskilda en hvassyrta blaðagrein, sem birtist í tímarit- inu „Ampleforth Journal" vorið 1969. í þessari grein afsannaði dr. Willis algjörlega sýndarkenningar Bernas (eða Rebansj og sýndi fram á hin læknisfræðilegu og vísinda- legu vindhögg hans. En það eru samt heimsblöðin, sem eru eftirlætisvopn Bernas. Hann beitti þessu vopni út í æsar í maímánuði árið 1969, þegar hann alveg óvart komst að leyndarmál- inu um mjög nákvæma rannsókn á hinu helga Toríno-líkklæði, sem þá stóð til að gera. Berna sendi þá hvert fréttaske.vtið af öðru til blaðanna, þar sem hann rægði þessa leynilegu rannsókn sem „samsæri" gert í því augnamiði að eyðileggja hið helga líkklæði og með því sönnunargögnin um að Kristur hefði ekki dáið á krossin- um. Vatíkanið neyddist þá til að skýra blöðunum frá því, að það væri enginn fótur fyrir ásökunum Bernas, og einnig að kirkjuyfir- völdin „hefðu alls ekki í hyggju að láta neina rannsókn fara fram á hinu helga líkklæði eins og sakir stæðu.“ Sögusagnir En skaðinn var þá þegar skeður. Af vissum ástæðum, sem kirkju- yfirvöldin í Toríno ættu sjálf að þekkja bezt til, var þá aldrei gefin út opinber yfirlýsing um hina „leynilegu" rannsókn, sem þó átti sér stað í reynd í júnímánuði 1969 1969. Þegar yfirvöld kirkjunnar létu að lokum frá sér fara stuttorða yfirlýsingu um rann- sóknina, sem fram hafði farið á hinum helga dómi, var það allt of seint. A meðan ekkert heyrðist um þessa rannsókn af hálfu kirkjunn- ar, hafði Berna notað hvert tækifæri sem gafst til þess að nota hið illa varðveitta leyndarmál sér og sínum málstað í hag. Þannig stóð á því að falsspámaður einn gat flækt ekki aðeins heimsblöðin heldur einnig kirkjuyfirvöldin inn í endemis sögusagnir og slúður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.