Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 49 VIÐ undanfarin áramóf hefur Morgunblaðið helgað einum atvinnuvega landsmanna litmyndaopnu áramótablaðs síns. Að Þessu sinni birtast myndir úr landbúnaði og voru Þær teknar á bæjum í Hrunamannahreppi í Árnessýstu fyrir skemmstu. Áður hefur blaðið birt slíkar myndir úr sjávarútvegi og iðnaði. Vill blaðið með pessum hætti minna á mikilvægi Þessara atvinnugreina fyrir okkur íslendinga. Allt er atvinnulíf okkar keöja, sem í heyrist brestur og brothljóð, láti einn hlekkurinn undan. Með myndunum, sem nú birtast, sendir Morgunblaðið öllum Þeim sérstakar nýjárskveðjur, sem að landbúnaði starfa. Og Þó að undanförnu hafi mönnum orðið tíðrætt um vanda landbúnaðarins nú mega menn ekki leiöa hjá sér aö huga að framtíö Þessa atvinnuvegar. ísland er ekki fátækt land að gæðum til landbúnaöar. Við verðum hins vegar að kunna að fara með Þau gæði og nýta Þau okkur til hagsbóta án Þess að rýra kosti okkar að öðru leyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.