Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1978 Vl«> MORö'JKr- KAMNU sy bað var hámenntaður próíess- or sem ég keypti hann af. Spyrkið mig spjörunum úr varðandi skinnavörur og pelsa, og þá mun margt svarið koma á óvart? Nú ef fólk ekki keypti hér gallaðar vörur, hefðum við ekki framleitt þær. Ekki rétt! Einhver verður að borga 200 milljarðana „Mikið er það skemmtileg tilbreýting þegar einhver setur fram skoðun, sem ekki er mótuð af þrengstu einkahagsmunum. Aldr- aður heiðursmaður, Jón Helgason, lætur í ljós það álit, í pistlum Velvakanda 1. desember s.l., að ellilaun á Islandi séu hreint ekki skorin við nögl, jaðri jafnvel við ofrausn. Auðvitað er Jóni líka ljóst það, sem fáir virðast skilja, að „frítt uppihald er ekki til, það er alltaf einhver sem borgar". Fyllstu ellilaun hjóna eru nú viðlíka há og dagkaup verkamanns í fastri vinnu. Varla verður því annað sagt en að sómasamlega sé gert við okkur, sem ellilaun tökum. Því undarlegra er, hve hugul- semin nær skammt á öðru sviði félagsmála. Hér á ég við það, að sama kynslóðin, sem svo vel gerir við aldraða fólkið, er í sömu andrá komin vel á veg með að éta börnir sín og barnabörn út á gaddinn. Allar götur síðan fyrri vinstri stjórn kom til ,valda, árið 1971, hefur að meðaltali tíunda hver króna sem við höfum skammtað okkur í kaup, og gert að eyðslueyri, verið tilbúnar tekjur, sem hafa verið greiddar með erlendu lánsfé. Þessi erlendu lán nema nú rúmlega 200 milljörðum, cða 1 milljón á hvert mannsbarn í landinu. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spurt var í fjórðu jólaþrautinni hversu marga slagi suður gæti fengið í grandsamningi. Andstæð- ingarnir lögðu spil sín á borðið en í staðinn varð að reikna með, að þeir fyndu alltaf sína bestu leiki. Norður S. 76543 H. K T. Á9865 L. 54 Vestur Austur S. Á1098 S. D2 H. G1095 H. 8764 T. - T. G10432 L. G10987 L. D6 Suður S. KG H. ÁD32 T. KD7 L. ÁK32 Vestur spilar út hjartagosa og rétta svarið var tíu slagir. Hjarta- kóngurinn tekur fyrsta slaginn og síðan er tígulníunni spilað. Gerum fyrst ráð fyrir, að austur láti tíuna og suður fái drottningu. Síðan spilar hann tígulsjöi og lætur áttuna úr borðinu. Austur gerir þá best með því að gefa slaginn og heldur þá enn valdi á litnum en I báða tíglana lætur vestur lauf. Þessu næst spilar suður spaða á gosann. Vestur hagnast ekki á að taka slaginn og suöur spilar þá spaðakóng, sem vestur verður að taka. Þá getur hann tekið tvo spaðaslagi til viðbótar en það dugir ekki til því þá verður fimmti spaðinn í borðinu tíundi slagurinn. Vestur tekur því aðeins á spaðatíuna en þá lætur suður lauf. Og sama er hvort vestur spilar laufi eða hjarta, suður fær slaginr og spilar tígulkóng, sem kengbeyg- ir vestur. Láti hann lauf fær suðui tiunda slaginn á þristinn. Og ekki er betra fyrir hann að láta spaða. Þá tekur suður tígulkónginn með ásnum og spaðaslagir bíða tilbún- ir. Og láti vestur hjarta setur hann austur í klemmu. Suður getur þá „stungið austri inn“ á hjarta og látið hann gefa sér tíunda slaginn á tígulás þegar hann hefur ekki annan lit til að spila. En velji austur að láta lágt þegar tíglinum er spilað í slag nr. 2 fær nían slaginn. Og eftir að suður spilar þá spaða á gosann verður þróun spilsins sú sama og áður var lýst. COSPER cosper. yr^\ Viljið þið svo hætta þessum djöfulgangi þarna! „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 21 en hann hefur hástöfum lýst því yfir að ég væri ein af fáum manneskjum þarna sem hann langaöi til að yrði rekin. Það er allt til komið fyrir vitleysu, sem átti að vera grín. Einn daginn sátum við nokkur saman inni í stúdíói og vorum að bíða eftir útsendingu og þá fór ég að gamni mínu að herma eftir ýmsum sem vinna þarna. Ekki af neinni illsku, heldur bara að gamni mínu. Og þegar röðin kom að Einari Einarsen varð ég víst einum of hress og ég vissi ekki að hann væri svona viðkvæmur fyrir sjálfum sér ... og svo kom hann aðvifandi og sá þetta. Hann hló hærra en allir aðrir og ég hélt í fyrstu að hann hefði bara tekið þetta í gríni. en þá kom í Ijós að hann þolir ekki grín þegar það er stílað upp á hann. Hann vill láta dást að sér ... þolir ekki að maður brosi að honum ... og ég held ég ýki ekki þegar ég segi að upp frá þcim degi hafi hann beinlínis lagt fæð á mig. Gitta horfði alvörugefin á Mögnu og Susanne til skiptis. — bar fór sá vonarneisti, sagði hún og stóð á fætur. Þá er bara að vona að Martin afi ýkt erfiðleikana. Fólk í þessum bransa gerir það iðulega. — Og þú sjálf — getur þú ekkert gert? sagði Magna og beindi máli sínu til Gittu. — Martin spurði mig um það. svaraði Gitta. — Hann veit ekki að Einar og ég skildum sem óvinir — og er þá reyndar vægilega til orða tekið — þegar við hættum að vera saman fyrir þremur árum. Annars hefði ég fúslega viljað hjálpa honum. en nú er mér farið að skiljast að Susanne og ég hjálpum senni- lega mest með því að láta eins iítið á okkur bera og hægt er ef Einar Einarsen skyldi láta svo lítið að rcka hér inn nefið í dag. — Jæja, farðu nú inn til þín og komdu þér f fötin, sagði Magna við Gittu. — Við borðum morgunmat eftir hálf- tíma. — Ég verð löngu tilbúin þá, kallaði Gitta og hvarf út úr herberginu. — Já, og ég skal reyna að halda Einari Einarsen í hæfi- legri fjarlægð þangað til við höfum fengið eitthvað að borða, sagði Susanne hlæjandi. — Ef þú lánar mér það sem eftir er af sigarettunum þfnum skal ég reyndar taka að mér að rota hann. Hún greip sígarettupakkann scm Gitta hcnti til hennar og brosti til vinnukonunnar sem kpm samtímis upp stigann. — Nei. við skulum nú ekki fara að mæðast fyrirfram, Magna frænka brosti eins og samtalið við Susanne og Gittu hefði þrátt fyrir allt íétt af henni fargi. — bað getur vel verið að Martin ýki, og ef hann hefur skynsama konu sér við hlið trúi ég ekki að þetta fari allt í hund og kött. Það mundi ekkert gera til þótt hann yrði að leggja harðar að sér í eitt ár eða svo. — Við getum sem hægast lifað af mínum launum í ár. sagði Susanne hughreystandi og gekk niður stigann, en Magna frænka hvarf inn í sínar vistarverur... Ilmur af nýbökuðum bollum og nýuppáhelltu kaffi barst að vitum Susanne, þcgar hún kom niður og hún tók ósjálfrátt stefnu á borðstofuna til að sjá hvort hin væru byrjuð að drekka áður en Magna frænka og Gitta kæmu niður. Brosandi opnaði hún dyrnar inn í borð- stofuna og með fumkenndum hreyfingum lokaði hún þeim jafn snarlega og gekk eða öllu heldur hljóp upp í herbergið sitt. Hvað var það sem Magna frænka hafði sagt> — Við eigum auðvitað það mikið að við getum hjálpað ef við seljum dáiítið af verðbréf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.