Morgunblaðið - 11.01.1979, Page 17

Morgunblaðið - 11.01.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979 17 V andræðaástand víða á landamærum Sovétríkjanna AÐ sögn vestrænna stjórnmálafréttamanna í Moskvu ríkir nú vaxandi óvissa í flestum landamærahéruðum Sovétríkjanna utan Evrópu, meiri óvissa en Sovétríkin hafa nokkru sinni staðið frammi fyrir á einum og sama tíma frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Áður hafa komið upp ólgutímar í Tyrklandi, íran, Pakistan og Afghanistan, en aldrei fyrr í öllum ríkjunum á sama tíma. Ofan á þetta bætist svo Kína, sem nýlega hefur tekið upp stjórnmálasam- band við Bandaríkin, en sameiginleg landamæri Kína og Sovétríkjanna eru 6.960 kílómetra löng, og sumsstaðar umdeild. Niðurstaðan er sú, að ef Mongólía er undanskilin, þá ríkir algjör óvissa í Kreml um þróun mála í löndum þeim, sem liggja að Sovétríkjunum, allt frá Mið-Austurlöndum til Kyrrahafsins. Fyrir utan þróunina í Kína, verða yfirvöld í Kreml að hafa í huga: — íran, sem aðskilur Sovét- ríkin frá Persaflóa, og á skyld- leika að rekja til íbúa sovézku ríkjanna Azerbaydzhan og Turkmeniya, er í uppnámi vegna óeirðanna, sem stefna að því að hrekja Mohammad Reza Pahl- avi keisara frá völdum. Iran hefur fylgt Vesturveldunum að málum, en einnig selt Sovétríkj- unum mikið gas, og erfitt er að spá um utanríkisstefnu hugsan- legra arftaka keisarans. — í Tyrklandi, sem er aðili að NATO, hafa yfirvöld reynt að bæta sambúðina við Sovétríkin, en þar hefur nú verið lýst hernaðarástandi vegna uppþota í austurhéruðum landsins. — í Afghanistan hafa Sovét- ríkin orðið virkur aðili í baráttu stjórnvalda við að halda velli. Mjór rani, aðeins nokkurra kílómetra breiður á köflum, teygir sig austur úr Norð- ur-Afghanistan, en sunnan hans liggur Pakistan. Þar hefur Sulfikar Ali Bhutto fyrrum forsætisráðherra áfrýjað dauða- dómi, sem kveðinn var upp yfir honum, en verði dóminum fram- fylgt, má reikna með vandræða ástandi í landinu. Ekki er vitað hver viðbrögðin verða í Moskvu við þessu óvissu- ástandi. Telja stjórnmálafrétta- ritarar þar hugsanlegt að þróun mála í Ásíu og Kína geti leitt til aukins samningsvilja Sovétríkj- anna gagnvart Vesturveldunum — eða þá að allt verði gert til að spilla þróuninni. Eitt þeirra vandamála, sem Sovétríkin verða að hafa í huga, er það hvort Múhameðstrúar- menn þar í landi hrífist með í þeim uppgangi trúarbræðranna í Iran og Pakistan, en sjöundi hver íbúi Sovétríkjanna er talinn Múhameðstrúar. Mest er í húfi í íran Fjölmiðlar í Sovétríkjunum hafa ásakað Bandaríkin fyrir að birta „ögrandi uppspuna" um ógnanir frá Sovétríkjunum í þeim tilgangi einum að afsaka eigin yfirgang. Pravda, málgagn kommúnistaflokksins, hefur hvað eftlr annað haldið því fram að undanförnu að Bandaríkin væru að skipta sér af innanrík- ismálum írans, og vísaði í því sambandi til frétta af banda- rískum, flugvélamóðurskipum, sem sögð voru á leið til Persa- flóa. Fyrst þegar yfirstandandi mótmælaalda hófst í íran túlk- uðu sovézk blöð þá stefnu yfirvalda að keisarinn væri skárri en allt annað, sem kostur væri á, og birti yfirleitt fréttir frá vestrænum fréttastofum frá Teheran. Nú hefur Pravda sinn eigin fréttamann í Teheran og talar um „uppreisn alþýðunnar". Um ástandið í Tyrklandi hefur hinsvegar lítið verið rætt í sovézkum fjölmiðlum, en Tyrk- land liggur milli Sovétríkjanna og Mið-Austurlanda. Þó hefur Tass fréttastofan sovézka sagt að erfiðleikarnir þar stafi frá „ögrunum hægrisinnaðra öfga- manna“. Talið er víst að sovézk yfirvöld kjósi heldur áframhald- andi samsteypustjórn vinstri- flokkanna, undir forsæti Bulent Ecevits, en nýja stjórn íhalds- afla eða hersins, enda hefur Ecevit unnið að bættri sambúð Tyrklands og Sovétríkjanna. Mest eru bein afskipti Sovét- ríkjanna í Afghanistan, þar sem þau reyna að tryggja áfram- haldandi setu valtrar ríkis- stjórnar Nur Mohammeds Tarakis forsætisráðherra. í því skyni hefur sovézkum ráðgjöf- um í Afghanistan fjölgað úr um 1.200 í 5.000 frá því Taraki hrifsaði völdin í apríl í fyrra. Fyrir áramótin kom Taraki til Moskvu til að undirrita vináttu- og samvinnusáttmála við Sovét- ríkin, sem án efa á eftir að vekja ugg í vestrænum ríkjum og Kína, og ótta við að Afghanistan verði nýr stökkpallur fyrir Sovétríkin til aukinna áhrifa, aðallega í Iran og Pakhistan. Músagangur á Akureyri MÚSAGANGUR hefur verið meiri en venjulega gerist á Akureyri að undanförnu vegna hitaveituframkvæmd- anna, að sögn meindýra- eyðisins fyrir norðan. Virðast mýsnar leita í hitann sem kemur frá rörun- um en einnig hafa þær leitað inn í hús í leiðinni. Á eyrinni á Akureyri þar sem músa- gangur er mjög sjaldgæfur fann kona mús í rúmi hjá sofandi barni í svefnherberg- inu. Stökk músin á andlit barnsins en við það vaknaði það en varð ekki meint af. Einnig fann konan 4 mýs í vaskahúsinu. Mikið af músum sást einn- ig kringum korngeymslu bæjarins í sumar og haust og var talið að þær hefðu borist með ósekkjuðu mjöli erlendis frá en að sögn meindýra- eyðisins hefur allt mjölið verið rannsakað og ekkert benti til þess að svo væri. Lítið barn hefur lítið sjónsvið 6 Forsiða Rásar 6 í hinum nýja búningi. Rás 6 í nýj- um búningi RIT Félags farstöðvaeigenda, Rás 6. er nýlega komið út í breyttum búningi, en blaðið er nú að hefja sinn 5. árgang. Fyrir nokkru var kosin ný stjórn Félags farstöðvaeig- enda og er núverandi formaður Ragnar Magnússon. í ávarpi til lesenda segir Ragnar Magnússon, sem er ábyrgðarmaður blaðsins, að með hinum nýja búningi blaðsins sé það hugmynd stjórnar F.R. að auka tengslin við almenna félagsmenn og deildir F.R. úti um landið, en þau tengsl hafi verið með minnsta móti að undanförnu. Þá eru í ávarpinu rædd ýmis vandamál er upp hafa komið hjá F.R.-félögum og greint er frá því að viðræður standi yfir við Póst og síma um að fá aukinn sendistyrk. Ragnar Magnússon var á síðasta aðalfundi Félags farstöðvaeig- enda kosinn formaður F.R. og er hann hér í ræðustól. Fráfarandi formaður. Þorlákur Ásgeirsson. er fremst á myndinni. Þessi smábátur: — Hefur mikla og góða sjóhæfni. — Er með mjög góða vinnuaðstöðu. — Fæst fram- eða afturbyggður — Fæst afgr.: Fullfrágenginn með haffærisskírteini, eða óinnréttaður og án vélar og tækja, allt eftir óskum kaupanda. — Gerir meir en að fullnægja styrkt arkröfum Norsk Veritas. Smábátur úr trefjaplasti: Höfuðmál: Lengd 7,80 m Dýpt 1,00 m Djúprista 0,80 m Breidd 2,20 m Rúmlestir 3,27 öll vatnsþétt hólf og hólf undir hlunningarkanti eru fyllt með URITHAN frauðplasti, sem tryggir að báturinn sekkur ekki þótt að hann fylli af sjó. Auk þess sem URITHAN plastið gefur bátnum aukinn styrkleik. hf HJALLAHRAUNI 2 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 5-37-55

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.