Morgunblaðið - 21.01.1979, Side 43

Morgunblaðið - 21.01.1979, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1979 43 Á þessari síðu hefur göngu sína greinaflokkur um væntanlegar myndir í kvikmyndahúsum borgar innar. en um þessar mundir eru forráðamenn flestra þeirra einmitt að ganga frá samningum við umboð sín um sýningarrétt á þeim myndum sem við eigum von á að berja augum næstu misserin. Fyrst eru það myndir Regnbogans/Hafnarbíós, sem verða kynntar lesendum, síðan rekur hvert kvik- myndahúsið annað í engri ákveðinni röð. I fyrrnefndum bíóum er yfirleitt um góðar myndir að ræða (það eru nú reyndar svo margar myndir álitlegar óséðar) og jafn- framt glænýjar. Margar þeirra verða frumsýndar hér um svipað leyti og í helstu borgum Evrópu. En snúum okkur að myndunum: • Fyrsta skal fræga telja THE DEER HUNTER, gerð af Michael Cimino, með Robert DeNiro í aðalhlut- verki. Um hana var nokkuð rætt á síðunni fyrir viku síðan sökum þess að hún var valin af gagnrýnendum New York sem besta mynd ársins. Öruggt má telja að þessi ádeila á þátttöku Banda- ríkjamanna í stríðinu í Viet— Nam og eftirleikinn heima fyrir, kemur örugglega til með að hljóta fjölda tilnefn- inga til Oscarsverðlaunanna í ár. Með önnur hlutverk fara m.a. John Cazale og Christopher Walken. Kvik- myndatökumaður er snillingurinn Vilmos Zsig- mond, A.S.C. • Önnur mynd sem hefur hlötið mikið lof að undan- förnu er MOVIE MOVIE, gerð af Stanley Donen. Hér er um að ræða nýjung: tvær stundarlangar, sjálfstæðar myndir. Með aðalhlutverk fer gamla kempan George C. Scott, svo og kona hans Trish Van Devere, Barbara Harris, Red Buttons og Art Carney. • Stjörnuskari prýðir mynd úr síðari heimsstyrjöld og nefnist ESCAPE TO ATHENA. Fremstur í flokki er Roger Moore, síðan koma Telly Savalas, David Nivien, Claudia Cardinale og Elliot Gould. Eins og nafnið bendir til, fjallar myndin um djarf- an flótta bandamanna úr fangabúðum nasista á stríðs- árunum síðari. Fjórir. harðsvíraðir málaliöar í THE VVID GEESEi Richard Harris. Roger Moore. Richard Burton og Hardy Kruger. • THE BOYS FROM BRAZIL er byggð á sam- nefndum þriller eftir Ira Levin og segir frá kænlegu bruggi læknisins Mengele, hvernig hann hyggst endur- fæða ófáa, nýja leiðtoga í anda Hitlers. Bakgrunnurinn er að nokkru leyti griðastað- ur gamalla nasistaleiðtoga í myrkviðum Suður-Ameríku. Með aðalhlutverkin fara Gregory Peck, Sir Laurence Olivier og James Mason. Atvinnufótboltaleikarinn O.J. Simpson í þrillernum CAPRICORN ONE. • Gamla kempan Samuel Fuller er aftur kominn í gang eftir langt hlé á leikstjórnar- ferli sínum, við gerð stríðs- myndarinnar THE BIG RED ONE. Hann hefur fengið annan harðsvíraðan í lið með sér, Lee Marvin, og af öðrum leikurum má nefna Mark Hamill (STAR WARS) og Robert Carradine. • Margir kannast við nafnið TORTÍMIÐ HRAÐLEST- INNI, enda varð hún met- sölubók hérlendis. Undir upprunalegu nafni, AVALANCHE EXPRESS, hefur hún nú verið kvik- mynduð. Leikstjórn annaðist Mark Robson, en þetta varð hans síðasta mynd, og einnig Robert Shaw. Með önnur aðalhlutverk fara Lee Marvin og Maximillian Schell. • CAPRICORN ONE er sannkallaður þriller, þar sem geimferðaáætlun Banda- ríkjamanna er sýnd í nýju ljósi. Myndin varð ein sú vinsælasta á síðasta ári. Með aðalhlutverkin fara Elliott Gould, James Brolin, Hal Holbrook, O.J. Simpson og Brenda Vaccaro. • THE WILD GEESE (kom út hjá ísafold fyrir jólin) nefnist mynd sem nýtur mikilla vinsælda þessa dag- ana vítt um heim. Hér er um að ræða mynd sem fjallar um ævintýralegar aðgerðir harð- gerra málaliða, sem sendir eru til að bæla niður uppreisn í Afríkuríki. Mynd í anda THE DIRTY DOZEN. Með aðalhlutverk fara Richard Burton, Roger Moore, Richard Harris, Hardy Krug- er og Stewart Granger. • LOVE AND BULLETT CHARLIE segir frá lögreglu- manni í Phoenix í Arizona, sem sendur er út af örkinni til að hafa uppi á mafioso sem stungið hefur af til Evrópu. Upphaflega hugðist John Huston leikstýra þess- ari mynd, en af því varð ekki sökum veikinda. I hans stað kom Stuart Rosenberg. Með aðalhlutverk fara Charles Bronson, Rod Steiger, Jill Ireland og Henrv Silva. • THE BIG SLEEP nefnist ein af hinum klassísku mynd- um um spæjarann Philip Marlowe, sem gerðar voru á fimmta áratugnum með Humphrey Bogart. Það supu því margir kvikmyndaunn- endur hveljur þegar það spurðist út að hinn svo mjög umdeilanlegi leikstjóri Michael Winner hygðist endurgera þetta meistara- verk. En hvað um það, myndin er á leiðinni inn í Regnbogann með sómakarl- inum Robert Mitchum í aðal- hlutverki, en með minni hlutverk fara m.a. Sarah Miles, Richard Boone, Edward Fox, John Mills, Oliver Reed, Joan Collins og James Stewart. Og nú verður farið fljótt yfir sögu: Kvikmyndahúsin hafa einnig kevpt réttinn á THE CLASS OF MISS MACMICHAEL, með Glendu Jackson og Oliver Reed; kvikmyndargerð metsölu- bókarinnar RAISE THE TITANIC; THE BOYS IN COMPANY C, sem er umtöl- uð mynd er fjallar um Viet— Nam styrjöldina; AMSTER- DAM KILL með Robert Mitchum; kvikmyndagerð bókarinnar eftir Alistair McLean, THE GOLDEN GATE, sem á íslensku nefnd- ist FORSETARÁNIÐ; THE MUPPETS FILM; FIRE POWER með James Coburn og Sophiu Loren; hina umtöl- uðu mynd Joan Collins THE STUD; þrjár myndir gerðar af linsuðuklámmyndagerðar- manninum Russ Meyer; síðustu mvnd Bruce Lee, THE GAMÉ OF DEATH. Og þar með sláum við botninn í þessa upptalningu, þó af meiru sé að taka. Óvissar ökuleiðir HAFNARBÍÓi ÖKUÞÓRINN Upphaflega hefur DRIVER átt að verða annað og meira en venjuleg hasarmynd um baráttu lögreglu og afbrota- manna. Enda er efnið óvenju- legt, dregin er upp mynd af dekkri hliðum stórborgar þar sem tveimur harðjöxlum er att saman. Báðir eiga það sameiginlegt að þola ekki að tapa, en þeir standa hvor sínu megin Iínu laga og réttar. Ökuþórinn (Ryan O’Neal) er fámáll og harðsnúinn og hefur í tólf ár verið besti undankomuekill glæpamanna í borginni. Lögregluþjónninn (Bruce Dern) er ekki síður harður í horn að taka — á að baki fimmtán ár sem einn besti óeinkennisklæddi lög- reglumaður stórborgarinnar. Þriðja aðalpersónan í DRIVER, sem „er meira en enn ein eltingaleiksmyndin, heldur mynd þar sem elting- arleikurinn er lífið sjálft, sigur þýðir að þrauka og hættuspilið er höfuðtilgang- ur þess“ (slagorð á auglýs- ingaplakati myndarinnar), er Spilarinn (Isabelle Adjani) sem hefur sitt lifibrauð og lífsánægju af því að taka áhættu, dularfull, dökkklædd og kemur fram við alla eins og ókunnuga. Hér er því um að ræða þrjár mannverur sem allar hafa skotið rótum í skugga- hliðum tilverunnar. Eiga allt sitt undir þeim komið, hvert á sinn hátt. Hvernig sú tilraun tekst að lýsa veröld næturinnar á þennan heimspekilega og afmarkaða hátt, er svona upp og ofan. Að mörgu leyti farnast leikstjóra og höfundi handrits myndarihnar (Walter Hill, ieikstj.: THE STREETFIGHTER, að- stoðarleikstj.: BULLITT, THE THOMAS CROWN AFFAIR, handritshöf.: THE GETAWAY, THE MACKIN- TOSH MAN, THE DROWN- ING POOL) vel, og þá einkum að draga upp það umhverfi og andrúmsloft sm hæfir efni myndarinnar: skítug fá- tækra- og rónahverfi, sóða- legar knæpur, sjúskuð hótel. Myndin er jafnframt að mestu leyti tekin að nóttu til (myndataka er í höndum Philip Lathrops (THEY 'SHOOT HORSES, DON’T THEY?, POINT BLANK, THE STREETFIGHTER) og margar persónanna sjást aldrei í dagsbirtu. Mörg akstursatriðin eru hrottalega raunveruleg, enda planlögð af snillingi í greininni, Everett Creach (TORA, TORA, TORA, FAMILY PLOT, BLACK SUNDAY). Tónlist Michael Small er hárbeitt og eykur vissulega oft mjög á spennuna. Leikurinn er einfaldur, manngerðirnar flestar ein- hliða og auðleiknar. Hæfir vel Ryan O’Neal. Bruce Dern er einn bestur karlleikara Hollywood, en hefur fallið í þá gryfju að leika sömu manngerðina í hverri mynd- inni á fætur annarri. Ronee Blakley, sem á NASHVILLE eina að baki — var þá reyndar tilnefnd til Oscars- verðlauna, fer hér með lítið hlutverk, Tengilinn, og fer frá því átakalítið eins og efni standa til. Þá er ótalin franska leik- konan Isabelle Adjani — Spilarinn — sem lagði heim- inn að fótum sér með mynd- Ínni THE STORY ' OF ADELE H (hlaut m.a. fyrir verðlaun kvikmyndagagnrýn- enda New York borgar ^em besta leikkona árslns 197%).’ Þessi hæfileikaríka leikkona, sem starfaði hjá Comedie Francaise áður en Truffaut uppgötvaði hana sem kvik- myndaleikkonu, virðist skilja þetta fyrsta hlutverk sitt í enskumælandi mynd mæta- vel. Köld fegurð hennar ljær persónunni réttan, dulúðgan blæ; sannkölluð dóttir myrk- ursins. A hinn bóginn er heim- spekileg raunsæisstefna leik- stjórans, sem mörkuð er í upphafi og öðru hvoru út myndina, ofurliði borin af kappakstri og hasar, svo að yfir höfuð verður DRIVER „enn ein eltingarleiksmynd- in“ — en með tign og talsverðum persónulegum sjarma. Ekillinn og tengillinn í mynd Hills. ÖKUÞÓRINN. Hvað er í upp- siglingu í kvik- myndahúsunum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.