Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Keflvíkingar hafa undanfar- in ár gert tilraun með nýbreytni í æskulýðsstarf- inu í bænum með því að færa það alfarið inn í skólana. Vilhjálmur Ketilsson, sem í haust var ráðinn skólastjóri barnaskólans, hefur mikið unnið að æskulýðsmálum, fyrst sem æskulýðsfulltrúi frá 1974 til ‘77 ásamt kennslu við Gagnfræðaskólann og vann að því að koma þessum breytingum á. Við hittum Vilhjálm að máli í skólastjóraskrifstofunni og báð- um hann að segja okkur frá þessu starfi. — Þegar ég byrjaði hjá Æsku- lýðsráði 1974 var starfsemin eink- um í því fólgin að hafa opið hús, halda uppi klúbbstarfsemi og dansleiki og diskótek. í Grunn- skólanum var að miklu leyti haldið uppi svipaðri starfsemi, enda má segja að æskulýðsráð og skólarnir glími við æði lík viðfangsefni á þessu sviði og var orðin hálfgerð samkeppni milli þessara aðila. Eg byrjaði á því að taka upp sam- vinnu við báða skólana til að koma í veg fyrir að starfsemin hjá okkur rækist á. Gekk þetta sæmilega næstu þrjú árin. Vorið 1977 var síðan ákveðið að gera tilraun til að breyta æskulýðsstarfinu. Ráðgast var við forráðamenn frá íþróttafé- lögunum, skátum og stúkunni um fyrirkomulagið. Ákveðið var að félagsmálakennararnir við Grunn- skólann tækju þetta að sér og var ég ráðinn í það starf. Vorum við 4, sem höfum þetta verkefni, auk mín þeir Níels Árni Lund, Steinar Jóhannsson og Ingólfur Matthías- son. Við byrjuðum svo á því um haustið að búa okkur til stunda- töflu, sem við unnum eftir fram að áramótum. Fyrst með æskulýðs- ráði og einnig var frjálsu félögun- um boðin afnot af skólahúsnæð- inu. Æskulýðsheimilið var gert að tónlistarskóla. — Hvernig var þátttakan? — Hún jókst ekki verulega mik- ið, því hún var mikil fyrir. Nokkrir voru hræddir við að þátttakan yrði lítil, þar sem krakkarnir yrðu tregir til að fara upp í skóla til að sækja afþreyingu eftir að hafa Vilhjálmur Ketilsson Spjallað við Vilhjálm Ketilsson skólastjóra — Við höfum opið hús í Gagn- fræðaskólanum á miðvikudögum kl. 20—20.30. Fyrst er dundað við alls konar spil og leiki, borðtennis, spilaðar plötur, spilað á spil fram til kl. 22.00, en þá er dansað fram til hálf tólf. Síðan eru diskótek á 2—3 vikna fresti, og skiptast frjálsu félögin og skólarnir á um að halda skemmtanirnar. Þá er góð þátttaka í ýmiss konar klúbb- starfi í báðum skólum. T.d. eru í barnaskólanum milli 30—40 manns úr 12 ára bekk í ljósmynda- klúbbi, um 30 nemendur í fimleik- um, 20 í módelsmíði og 27 í leiklistarklúbbi. Við barnaskólann er starfandi foreldrafélag, sem sér um rekstur leikklúbbsins. Krakk- arnir sjá um öll skemmtiatriði fyrir diskótekkvöldin, árshátíðar, jólagleði og fl. Hefur þetta allt tekizt ákaflega vel. — Hafa æskulýðsráð annars staðar frá kynnt sér þetta hjá ykkur? — Já, þetta hefur vakið nokkra athygli og æskulýðsfulltrúa ríkis- ins lízt vel á það. Ýmsir eru þó enn hálfhræddir við þetta fyrirkomu- lag, en þó mun einhver hreyfing vera í þessa átt í Reykjavík. Það eru sömp vandamál, sem menn / Keflavík hefur ceskulúðsstarfverið fœrt inn í skóUma verið þar við nám og störf allan I Einnig bætti þetta nýtingu skóla- i þurfa að glíma við á þessu sviði, daginn. Hins vegar varð aukning húsnæðisins, sem ella hefði staðið hvar á landinu sem er. og það reyndist einnig miklu betra autt á kvöldin og um helgar. — Hvernig er áfengisvandamál- fyrir okkur að stjórna þessu held- — Hvernig er starfinu háttað í ið? ur en var niðri í æskulýðsheimili. | megindráttum? | — Áfengið er erfiðast, en hins vegar er miklu betra að hafa stjórn á því hér en niðri í æsku- lýðsheimili. Ef áfengi sést á ungl- ingum eru þeir sendir heim og fá áminningu hjá skólastjóra. Komi það fyrir aftur að brotið sé, er litið svo á að viðkomandi hafi sagt sig úr skóla sé hann kominn í 9. bekk, en nemendur í 7. og 8. bekk reknir úr skóla í nokkra daga. — Hvernig er þetta fjármagn- að? — Skólarnir fá ákveðna upphæð á ári til félagsstarfa, sem nemur um 200 klukkustundum á mánuði, en það, sem umfram er, greiðir bæjarsjóður í Keflavík. Eg tel að þetta hafi tekizt vel miðað við það sem ég kynntist í Æskulýðsheimil- inu og ég held að það eina rétta í þessum málum sé að opna skólana fyrir krökkunum. — Hvað með unglinga, sem eru hættir í skóla? — Krakkarnir, sem eru búnir með skólann, koma hingað eftir sem áður og krakkarnir úr Fjöl- brautaskóla Suðurnesja líta einnig við, enda ekki í önnur hús að venda en þá í Stapa, Festi o.s.frv. — Eru kennarar almennt hrifn- ir af þessu? — Það hefur verið stefna hjá okkur að fá sem flesta kennara inn í þetta starf. Þátttakan er jafn nauðsynleg fyrir kennara og ungl- ingana sjálfa, því að kynning gegnum félagsstörf er afar mikil- væg. — Bygging íþróttahúss hjá ykk- ur er langt komin og hlýtur það að hafa mikil áhrif á æskulýðs- og íþróttamál. Getur þú sagt okkur frá þeirri framkvæmd? — Það verður gífurleg breyting er sá draumur endanlega rætist að við eignumst gott íþróttahús. Smíðin hefur lengi staðið til. 1973 var teiknað hús og var það Gísli Halldórsson, sem teiknaði það. Það var mjög fallegt hús, en hefði orðið afar dýrt og því horfið frá því. 1976 var siðan skipuð bygging- arnefnd og hún fékk Gísla til að teikna einfaldara hús, sem fljót- / / g tel að það sé nauðsyn- Iegt að leiðréttur verði JLLA sá misskilningur, sem komið hefur upp eftir að ný stjórn tók við völdum, að hún sé búin að rétta við hag fiskvinnsl- unnar f landinu og allt sé komið f fastar skorður“, sagði Halldór Ibsen talstöðvarvörður í Kefla- vík, er Mbl. hitti hann að máli. Halldór er gerkunnugur útvegs- málum á Suðurnesjum, er for- maður hafnarstjórnar, og sat f 15 ár í stjórn Útvegssamfélags Suð- urnesja svo eitthvað sé talið. „Aflarýrnunin hér á svæðinu hefur orðið geysilega mikil á sl. 8 árum og hefur meðalbátaafli í róðri frá 1970—78 minnkað um rúman helming, úr 8.84 lestum 1970 í fjórar lestir í róðri í ár. 1976 var hann 5.69 lestir í róðri. Þetta segir sína sögu. Þetta hefur haft þær afleiðingar að öll þjónustufyr- irtæki við sjávarútveg eru að komast í þrot og hagur sveitarfé- laganna hefur þrengst verulega. Það hefur verið mikill þrýstingur á þingmenn kjördæmisins, en það hefur ekki dulizt mönnum að þeir hafa átt erfitt uppdráttar vegna þeirra byggðastefnu, sem fylgt hefur verið. Eg tel að það sé rétt, að gefnu tilefni, að taka það fram, að samstarfið við þingmennina hefur verið gott, en þar sem þeir hafa átt erfitt hafa þeir, sem harðast hafa deilt á þá, átt auð- veldan leik. — Hefur einhverju fjármagni verið veitt til húsanna hér? — Það hefur einhver þröngur hópur manna fengið lán, en þau loforð, sem gefin voru í upphafi starfstíma stjórnarinnar um að- gerðir til að koma atvinnutækjun- um í gang, hafa ekki verið efnd. Fyrirtækin fóru hins vegar á stað út á þessi loforð. Það virðist vera Halldór Ibsen við talstöðina. Spjallað við Halldór Ibsen stefnan að hjálpa aðeins þeim fyrirtækjum, sem bezt eru á vegi stödd, öðrum ekki. 1976 voru talin 24 fiskvinnslufyrirtæki í Keflavík og Njarðvíkunum. 6—7 þeirra eru ekki starfrækt lengur og bátum hefur einnig fækkað. Utgerðar- málum hér er nú svo háttað, að á netaveiðum eru 9 bátar, línu 10—11 bátar. 5 bátar stunduðu síldveiðar og 5 á loðnuveiðum. Togarar hér eru Framtíðin, Dag- stjarnan og Aðalvík. Suðurnes var einnig gert út hér, en gott dæmi um byggðastefnuna er, að þeir einstaklingar, sem gerðu togarann út, gátu ekki fengið fyrirgreiðslu til að halda skipinu gangandi, en Þórshafnarbúar gátu hins vegar fengið nægilega peninga til að kaupa skipið, sem þeir skýrðu Font og allir vita nú hvernig komið er fyrir því skipi. — Hvernig hafa aflabrögð verið í haust? Framan af var meðalafli línu- báta um 3 lestir, en netabáta 4—5 lestir, en mikill samdráttur hefur orðið í afla vegna hinna miklu ógæfta undanfarið. Afli netabát- anna var mjög breytilegur, allt frá engum afla upp í dágóðan afla einstaka daga. Togaraaflinn hefur verið allgóður, en að mestu karfi. Það liggur alveg ljóst fyrir, að ef aflasamdrátturinn heldur áfram, mun það leiða til stórkostlegs atvinnuleysis og ennþá meiri þrenginga hjá þjónustufyrirtækj- um og sveitarfélögum. — Hvers vegna halda menn áfram? — Mörgum mönnum er í blóð borið að veiða og finna fisk og án þeirra væri þjóðin illa stödd. Þjóðfélagið skilur ekki undirstöðu- atvinnuvegina. Það þarf að athuga hversu mikils við þurfum að afla. Ég var sjálfur í útgerð í 14 ár með 2—3 báta. Ég vann mikið að félagsmálum útgerðarmanna og hafði góða aðstöðu til að fylgjast með. Menn báru sig vel þrátt fyrir erfiðleika. Nú, ég og félagar mínir settumst niður og skoðuðum þessi mál miðað við viðhorfin og kom- umst að þeirri niðurstöðu, að ekkert benti til betri tíðar nema með auknu fiskmagni og útlit var ekki gott á því sviði. Við hættum því og þurfum ekki að sjá eftir. Ástæðan fyrir ástandinu nú er að þjóðin eyðir meira en hún aflar og fær ekki það verð fyrir aflann, sem þarf til að hún geti lifað svona. Það hlýtur því að koma við alla, sem við þetta vinna, er aflinn dregst svo hrikalega saman. Menn ströggla hins vegar og menn eru ekki nægilega samstæðir í þessari atvinnugrein. Fiskvinnslumenn hafa ekki næg ítök í vinnuveit- endasambandinu og það getur auðvitað ekki staðist að skiptingu kökunnar sé þannig háttað, að fólkið í landi taki svo mikið af henni, að þegar kemur að sjó- mönnum og útvegsmönnum er minna en ekkert eftir og ef þeir síðan eiga að fá kjarabót með hækkuðu fiskverði, segja allir að það leiði til nýrrar gengisfellingar. Ég hef verið með hugmynd um hvernig leysa megi vanda fisk- verkunarinnar. Peningar einir sér gera ákaflega takmarkað gagn, en það, sem þarf til að bjarga húsun- um, er meira hráefni. Ég held að það væri ráð að frystihúsin í Njarðvík, Keflavík, Sandgerði og Garði ættu að sameinast í einu sterku togaraútgerðarfyrirtæki, sem bætti 3—4 skipum við. Ef t.d. 9 skip væru í slíkum flota þýddi það að einn togari á dag gæti landað afla sínum. Þetta þarf ekki að auka sóknina í þorskstofninn, ,Meðalaflinn minnkað um helming frá 1970”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.