Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 20

Morgunblaðið - 13.02.1979, Side 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979 Framsóknarflokksins Framsóknarflokkurinn hefur löngum taliö sig málsvara bændastéttar og samvinnuhreyfingar og sagt rætur sínar og málefnalega næringu í þeirra jarðvegi. Það er því einkar athyglisvert að heyra gagnrýninn tón, svo ekki sé meira sagt, formanns Stéttarsambands bænda og forstjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga á nýafstöðnum miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambandsins, sagði Framsóknarflokkinn hafa sett bændur í dilk sinna óhreinu barna. Þingmenn flokksins kynntu ekki mál bænda á Alþingi af ótta við afstöðu fólks í þéttbýli. Fimm milljarða króna skorti til að ná endum saman í útflutningsbótum og tiltækt fé til þeirra hluta yrði upp urið um mánaðamótin apríl-maí n.k. Ef ekkert yrði að gert þyrfti að taka 1,2 til 1,3 milljónir króna að meðaltali af hverju búi eða þriðjung af árstekjum bænda. Formaður Stéttarsambands bænda sagði ennfremur, að það hefði valdið forystumönnum bænda vonbrigðum, að ekki hefði verið hlustað á þá í þessari ríkisstjórn, þótt þeir hefðu boðizt til að taka á stéttina eðlilegar byrðar í erfiðri stöðu. Þá sagði hann skrif Tímans um landbúnað þess eðlis, að valda myndi glundroða í bændastétt, enda væri þar vegið að æru forystumanna þeirra. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, var ekki síður gagnrýninn á þá stjórnarstefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur forystu um. Sagði hann ástandið geigvænlegt í verzlunarmálum, enda væri verzlunin milli steins og sleggju í verðlagsmálum og verðbólgu. Mörg kaupfélög væru þegar farin á hausinn, ef ekki hefði notið stuðnings Sambandsins. Dregið hefði allan mátt úr kaup- félögum. Áhugi fyrir uppbyggingu í íslenzkum iðnaði hefði mjög dofnað og hefði SÍS dregið til baka ýmsar áætlanir í þeim efnum. Forstjóri SÍS hafði og margt að athuga við fyrirkomulag verðlagsmála og hina norrænu könnun verðlagsstjóra frá því á liðnu hausti, sem hvergi nærri væri skotheld. Verðlagsmál eiga ekki að vera pólitísk ákvörðun. Ákvarðanir í verðlagsmálum á að taka samkvæmt staðreynd- um en ekki með pólitískri tilfinningasemi, sagði hann. Störf og stefna ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar mætir vaxandi óánægju meðal bænda og samvinnumanna, eins og gleggst kemur fram í hörðum gagnrýnisorðum formanns Stéttarsambandsins og forstjóra SIS, sem hér hefur verið vitnað til. Það hriktir nú í þessum undirstöðum flokksins, eins og talsmenn hans gjarnan kalla bændur og samvinnuhreyf- ingu. Bændur eru óhreinu bornin í augum flokksforystunnar, segir formaður Stéttarsambandsins. Hann deilir jöfnum höndum á þingflokk Framsóknar og flokksblað. Það eru ár og dagar síðan jafn opinská gagnrýni hefur komið fram á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, sem að sjálfsögðu speglar þá víðtæku óánægju sem er að grafa um sig í röðum stuðningsmanna hans. Ólafur Jóhannesson hefur nú staðið við stýrið á fram- sóknarskútunni í u.þ.b. áratug. Á ýmsu hefur gengið um skipsstjórn hans. Er reikningar útgerðarinnar vóru gerðir upp við tvennar kosningar á liðnu ári varð niðurstaðan í neikvæðara lagi. Flokkurinn hefur ekki áður komið smærri né laslegri frá almannadómi. Gagnrýni bænda og samvinnu- manna á stjórnarforystu Framsóknarflokksins á miðstjórn- arfundinum, sem nú varð harðskeyttari en nokkru sinni fyrr, bendir ekki til, að breyting hafi orðið á til hins betra um flokksforystuna. Það lofar ekki góðu að þessi vaxandi gagnrýni kemur einmitt frá þeim aðilum í þjóðfélaginu, sem Framsóknarflokkurinn hefur grundvallað störf sín og stefnu á, eftir því sem forystumenn hans hafa sjálfir sagt. Reyndin hefur hins vegar ekki komið heim og saman við þá fullyrðingu, og er fjær henni nú en nokkru sinni fyrr. Það hriktir í undirstöðum Framsóknarflokksins, sem leggur nú meira kapp á það að sætta ólík viðhorf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags en standa í forsvari fyrir sjónarmiðum umbjóðenda sinna. Óánægjan með störf og stefnu flokksins speglaðist í gagnrýni formanns Stéttarsambands bænda og forstjóra SÍS. flMgniiiIrlfifrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvín Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 125 kr. eintakið. Hriktir í undirstöðum • Háhyrningarnir þrír sem eftir lifa í lauginni í Sædýrasafninu sunnan við Hafnarfjörð. Hvítu skeliurnar á baki þeirra eru feiti sem borin hefur verið á þá. Þetta eru tvö kvendýr og eitt karldýr, þriggja til fjögurra ára. Ljósm.: Kristján. Sœdýrasafnið við Hafnarfjörð: Háhymingamir sem eftir lifa á batavegi ÞRÍR háhyrningar eru enn í Sædýrasafninu við Hafnarfjörð, og bíða þess að verða fluttir til Japans. Upphaflega voru það fimm háhyrningar sem biðu þess að flytjast til framandi heimsálfu, en tveir þeirra létust úr lungnabólgu, eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum. — Blaðamaður og ljósmyndari Morgun- blaðsins skruppu suður í Sædýrasafn í gær, litu á háhyrningana og ræddu við eftirlitsmann þeirra, Gunnar Jónsson. Jón Kr. Guðmundsson forstöðu- maður Sædýrasafnsins er hins vegar úti í Washing- ton í viðræðum við eig- endur háhyrninganna. Gunnar Jónsson sagði, að dýrin sem eftir lifðu, væru ekki heil heilsu, en þó væri ekki ástæða til að óttast um líf þeirra. Sagði Gunnar að í kuldunum um daginn hefði þau kalið, þannig að ysta lag húðarinnar hefði flagnað af en ný myndast. Er nú borin á þau feiti einu sinni á sólar- hring, sem í senn er græðandi og hlýjar dýrun- um. Þessi meðferð er gerð í samráði við dýralækni eig- endanna, Davis Taylor, Breta, sem nú dvelst hér á landi. Feiti þessi er blanda úr lanolíu, parafinolíu og vaselíni. Að sögn Gunnars er ástæða þess að dýrin veiktust talin sú hve kalt hefur verið í veðri í vetur. Þessi vetur væri orðin sá næstkaldasti á öldinni. Hita- stig sjávar úti í bugtinni væri því mjög lágt, hefði jafnvel farið niður fyrir frostmark. Gunnar sagði sama hitastig vera á sjónum í hvalalauginni og úti fyrir ströndinni, enda væri dælt í Jón Gunnarsson, eftirlitsmaður dýranna í Sædýrasafninu. laugina milli 130 og 150 tonnum af sjó á klukku- stund. Gunnar sagði dýrin hafa eðlilega matarlyst, og einnig væri öll hegðun þeirra eðlileg, þrátt fyrir kalið. Sagði hann hvert dýr éta milli 20 og 25 kg af síld á dag, en auk þess væri þeim gefin vítamín og járnefni. Háhyrningarnir hafa nú verið í haldi í Sædýrasafninu frá því í nóvembermánuði síðastliðnum, en þau veiddust fyrir Suðurlandi, í grennd við Ingólfshöfða og víðar. Ætlunin var að flytja þau fljótlega til Japans, en það hefur dregist af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess að ekki hefur fengist lendingarleyfi fyrir flugvélina þar. Háhyrningarnir eru hins vegar ekki í eigu japanskra aðila, heldur bandaríska fyr- irtækisins International Animal Exchange. Sem fyrr segir er forstöðumaður Sædýrasafnsins nú úti í Bandaríkjunum, nánar til- tekið í Washington, í viðræðum við fulltrúa fyrir- tækisins. Er Jón væntan- legur heim í dag eða á morgun, og skýrast málin þá væntanlega. Gunnar Jónsson kvaðst að lokum ekki vera þeirrar skoðunar að rétt væri að sleppa hányrningunum nú. Þeir væru ekki heilir heilsu, og því gæti það orðið þeim að fjörtjóni, yrði þeim sleppt nú. Þeir nytu bestu aðhlynningar manna sem þekktu til, og væri þess að vænta að það liði ekki langt þar til þeir hresstust á ný. Þá sagði Gunnar það einnig ljóst, að forráðamenn Sædýrasafnsins gætu ekki sleppt úr haldi dýrum sem ekki væru í þeirra eigu. Hitastig Faxaflóa eins og það á að sér að vera — segir Knútur Knudsen veðurfræðingur Hitastig sjávar í Faxaflóa í vetur er alveg eins og það á að sér að vera, sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur er Morgunblaðið spurði hann álits á þeirri staðhæfingu að óvenjulágt hitastig sjávar ætti mestan þátt í dauða háhyrning- anna í Sædýrasafninu. Knútur sagði þó að væri brot- ið gat á vök inni á vík við land gæti farið svo að sjórinn væri kaldari, jafnvel allt að mínus tveimui- gráðum. Úti á flóanum væri það hins vegar allt að fimm gráðum yfir frostmarki. Knútur kvað það sína skoðun að ekki hefði verið nægilegt að dæla sjó í laug háhyrninganna upp alveg við land, fara hefði þurft lengra út, hita sjóinn eða gefa háhyrningunum meira rými til að hreyfa sig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.