Morgunblaðið - 13.02.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
lesa greinar frá nýalssinnum, þar
sem þeir leitast við að rökstyðja
kenningar dr. Helga Pjeturss og
boða jiær meðal okkar, fáfróðs
almúgans.
Þar eð ég tel að aðrar skoðanir
maettu einnig koma fram, hef ég
ákveðið að láta í mér heyra.
Sú kenning Helga Pjeturss sem
oftast heyrist nefnd, líklega vegna
þess að hún er sú eina ásamt
draumakenningunni, sem þeir geta
rökstutt, — er kenningin um „líf-
géislun". Mun ég því einna helst
taka hana fyrir. Það litla, sem
menn vita um þessa orku, svarar
bæði mjög vel til þess sem gengið
hefur undir nafninu „prana" hjá
Indverjum síðastliðin 2000 ár
a.m.k., og til þeirrar orku sem
talin er grundvöllur kínverska
akupuntur-kerfisins. Nýalssinnar
telja þessa orku vera ætlaða frá
„lífheimum annarra stjarna", en
rannsóknir hafa að sögn sýnt fram
á, að hún er í mjög nánum
tengslum við hlaðnar jónir and-
rúmsloftsins og hegðar sér þar að
auki nákvæmlega eins og rafeinda-
útgeislun.
Þó svo að áðurnefnd útgeislun sé
nú talin sönnuð af flestum, þá eru
engin skynsamleg rök fyrir þeirri
niðurstöðu að þar með séu allar
aðrar kenningar Helga Pjeturss
sannaðar. Ég á hér einkum við
kenningar hans um samstillingu
lífsins og framhald þess á öðrum
hnöttum.
I grein þeirri er birtist 9. febrú-
ar, og er ein af orsökum skrifa
minna, má lesa þessi orð: „— að í
sumum stöðum alheimsins eigi
heima háþróaðar vitsmunaverur.
— Þessar háþroskaverur leitast
við að beina geislandi lífskrafti
sínum til mannkyns jarðar okkar
Ég tel mjög líklégf að lífverur
séu á öðrum hnöttum í alheimi. Ef
svo er, þá mætti telja að einhverj-
ar þeirra væru okkur þroskaðri.
Seinni'hluti umræddrar tilvitnun-
ar er miklu vafasamari, eins og
allir geta séð, ef þeir eru ekki of
blindaðir af eigin sjónarmiðum til
að horfa á hlutina frá sjónarhorni
annarra. Ég hefði gaman af að
heyra í þeim nýalssinna sem gæti
komið með smávægilegustu
sönnun fyrir þessari trú sinni.
Á öðrum stað í sömu grein
stendur: „Allar rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á þessum sviðum
hin síðari ár, miða eindregið að því
að styðja sannleiksgildi kenninga
og uppgötvana (hvaða uppgötv-
ana?) dr. Helga Pjeturss og ekkert
hefur enn komið fram sem afsann-
ar þær.“
Afsanna hvað? Maður skyldi
ætla að fyrst þyrfti að sanna
eitthvað, áður en hægt væri að
afsanna það. Hér er ekki um
neinar sannanir að ræða, aðeins
mismunandi vel (eða illa) rök-
studdar kenningar.
Að lokum vil ég spyrja nýals-
sinna einnar spurningar: Hvar eru
sannanirnar fyrir trú ykkar?
2468-2595
• Hlutdrægni
„Ég horfði á Kastljós s.l.
föstudag. Þar var þáttur um
frjálslegri opnun veitingahúsanna.
En það sem vakti furðu mína var
stjórnandi þáttarins, Pjetur
Maack. Hlutdrægni hans var
þannig að það hlaut ekki að fara
fram hjá neinum.
Því spyr ég, getur sjónvarpið
boðið upp á slíkt? Og mér datt í
hug hvernig stóð á því að eftirlits-
menn vínveitingahúsanna voru
ekki spurðir en þeir ættu þó
manna best að vita hvar skórinn
kreppir. Sá grunur læðist því að
manni, að það sé vísvitandi gert.
Sem sé ein sönnun þess að svona
manni á alls ekki að fela stjórnun
neins þáttar, þeir eru á allt öðru
plani.
Ósjálfrátt varð mér hugsað til
hinna ágætu hlutlausu stjórnenda,
þeirra Ólafs Ragnarssonar, Ómars
Ragnarssonar og fleiri, sem kunna
að láta bæði sjónarmið njóta sín.
Hvers vegna eru þeir og aðrir
slíkir ekki fengnir í þessa þætti.
En þessi þáttur Pjeturs Maack
er aðvörun til Sjónvarpsins um
hvernig ekki á að standa að slíkum
þáttum.
Árni Helgason Stykkishólmi
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti sovézka hersins í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Ceceljans, sem hafði hvítt
og átti leik, og Smirnovs.
24. Hxe6! - fxe6,25. Hxe6 - Kf7
(25... • Kh7 eða 25.... Kg7 dugðu
einnig skammt vegna 26. Dc2) 26.
Hxe7+! og svartur gafst upp, því að
eftir 26.... Hxe7, 27. Df6+ blasir
mátið við. Ceceljan sigraði á
mótinu, hlaut 12 v. af 17 möguleg-
um.
HÖGNI HREKKVISI
"HA/ott AÐ t7\ka uPp HljoÐ\ð
'i OöSáoPmá-QA^om /"
Oryrk j aban dalaginu
berst höfðingleg gjöf
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frú Örykjabandalagi ís-
lands:
í dag, 13. febr., hefði Guðmund-
ur Löve framkvæmdastjóri
Öryrkjabandalags íslands orðið 60
ára.
í tilefni þess hafa kona hans og
börn fært sjóði þeim er stofnaður
var til minningar um Guðmund
höfðinglega gjöf.
Um leið og Ö.B.Í. þakkar þessa
góðu gjöf og aðrar gjafir sem
sjóðnum hafa borist, minnir það á
að allt fé sem sjóðnum berst
rennur til byggingaframkvæmda
Öryrkjabandalagsins. Ákveðið
hefur verið að byrja á tengibygg-
ingunum í Hátúni 10 nú í vor, en
þær byggingar bjóða öryrkjum
staðarins, sem eru hvaðanæva að
af landinu, upp á bætta þjónustu á
mörgum sviðum, síðast en ekki síst
aukið rými til verndaðrar vinnuað-
stöðu, en á því er brýn þörf.
Minningarspjöld sjóðsins fást
Guðmundur Löve.
hjá Öryrkjabandalagi Islands,
sími 26700, og hjá S.Í.B.S., sími
22150. Einnig er tekið á móti
frjálsum framlögum til sjóðsins á
sömu stöðum.
Gerður Steinþórsdóttir, formaður
Félagsmálaráðs:
Ekki hægt að skera
á starfsemi án þess
að íhuga hvað koma
eigi í staðinn
Félagsmálaráð Reykjavíkur
fjallaði í fyrradag um hugmyndir
sem uppi eru um að leggja niður
Mæðraheimilið og Útideildina
svokölluðu en Mæðraheimilið fell-
ur algjörlega undir Félagsmála-
ráð og kostnaður við útideild
skiptist milli Félagsmálaráðs og
Æskulýðsráðs en Félagsmálaráð
hefði áður mælt með því að
starfsemi beggja yrði haldið
áfram.
Gerður Steinþórsdóttir, formaður
Félagsmálaráðs, og Bessí Jóhanns-
dóttir, annar fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í ráðinu, lögðu fram bókun,
þar sem þær lýsa furðu sinni yfir
þeirri málsmeðferð sem Mæðra-
heimilið hefur hlotið í borgarráði og
borgarstjórn, þar sem Félagsmála-
ráð hefði einróma samþykkt á fundi
sínum að halda áfram rekstri
Mæðraheimilisins árið 1979 og því
hefði verið eðlilegt að vísa málinu til
afgreiðslu fjárhagsáætlunar. í fram-
haldi af þessari bókun var síðan
samþykkt tillaga til borgarráðs að
við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar
yrði gert ráð fyrir gjaldalið til
áframhaldandi þjónustu við mæður
og börn þeirra sem hvergi eiga höfði
að halla um stundarsakir og þurfa
verulega félagslega aðstoð. Hins
vegar varð ágreiningur í Félags-
málaráði um Útideildina og þar náði
ekki fram að ganga tillaga þess
efnis, að Félagsmálaráð varaði
alvarlega við framkomnum hug-
myndum um að leggja niður úti-
deildina.
í samtali við Mbl. í gær sagði
Gerður Steinþórsdóttir, formaður
Félagsmálaráðs, að bessar hug-
myndir um að leggja niður starfsemi
Mæðraheimilis og Útideildar hefðu
ekki komið beinlínis inn á fundi í
Félagsmálaráði en eftir því sem hún
hefði heyrt væri gert ráð fyrir að
Útideildin yrði þó ekki lögð niður
fyrr en á miðju ári, svo að ekki væri
þar skorið á umsvifalaust. „Mér
hefði hins vegar þótt miklu eðlilegra
að þau ráð eða þeir aðilar sem eiga í
réttu lagi að móta stefnu fái að gera
það en ekki einhverjir aðrir," sagði
Gerður þegar hún var spurð frekar
um afstöðu hennar í þessu máli.
Um afstöðu borgarráðs í málinu
sagði Gerður, að henni virtist rök-
semdir meirihluta borgarráðs vera
þær, að hvorki Mæðraheimilið né
Útideildin hefðu komið að því gagni
að áframhaldandi starfsemi þeirra
svaraði kostnaði. Hún kvaðst hins
vegar vilja taka fram varðandi
Mæðraheimilið, að hún hefði ásamt
Bessí Jóhannsdóttur unnið að því að
athyga hvort og hvernig ætti að
halda áfram rekstri þess og þá rætt
við þá aðila sem þessi mál snerta,
bæði félagsráðgjafa á Heilsu-
verndarstöðinni og Landsspítala og
Félags einstæðra foreldra.
Niðurstaðan af þessum athugun-
um hefði orðið sú, að þörf væri fyrir
rekstur heimilis af þessu tagi en hins
vegar hefðu þær talið, að eins og
Mæðraheimilið var lengi vel rekið þá
hafi rekstrarsvið þess verið of
þröngt og þess vegna hefðu þær lagt
til að starfsemin yrði útvíkkuð og
löguð meira að þeim þörfum er væru
fyrir hendi. „Það er ekki hægt að
skera svona á starfsemi án þess að
íhuga hvað koma á í staðinn eða
mæta þessum störfum á annan
hátt,“ sagði Gerður.