Morgunblaðið - 16.02.1979, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1979 Túmas Árnason fjármálaráúherra á blaðamannafundinum í gai ásamt sérfræðingum sfnum, þar sem hann kynnti fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1979. F j árfest fyrir 182 milljarða á árinu 1979 - þar af opinberar framkvæmdir 59 milljarðar í FJÁRFESTINGAR- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar sem lögð var fram á Alþingi í gær kemur fram, að áætluð fjárfesting á árinu 1979 nemur 182 milljörðum króna. Skiptist sú upphæð þannig, að fjárfesting atvinnuveganna nemur 79 milljörðum, fbúðabyggingar 44 milljörðum og opinberar framkvæmdir 59 milljörðum króna. Framangreindar upplýsingar komu meðal annars fram á blaðamanna- fundi sem fjármálaráðherra efndi til síðdegis í gær. Fram kom, að í þjóðhagsspá vegar svo óvissar, einkum vegna Þjóðhagsstofnunar, sem sett var fram í byrjun desembermánaðar s.l., var gert ráð fyrir 9 til 10% samdrætti fjármunamyndunar á árinu 1979. Samkvæmt lánsfjár- áætlununni verður samdrátturinn nokkru minni, eða um 7%. Er þá meira gætt atvinnuöryggissjónar- miða auk þess sem nú er meira vitað um fjárfestingaráform. Bygging íbúðarhúsa er talin munu verða svipuð á þessu ári og í fyrra, en gert er ráð fyrir sam- drætti í framkvæmdum hins opin- bera sem nemur 5% frá fyrra ári að raungildi. Hitaveitufram- kvæmdir eru taldár munu dragast saman um 13 til 14%. Samkvæmt lánsfjáráætluninni verður heildarfjárfestingin innan við fjórðung af þjóðarframleiðslu 1979, samanborið við 26 til 27% árið 1978, 28,5% árið 1977 og 30% árið 1976. Talið er að aukning þjóðarfram- leiðslunnar verði um 1.5% á árinu. Viðskiptakjarahorfur séu hins ástandsins í olíuviðskiptum í heiminum. Fari svo sem nú horfi, sagði fjármálaráðherra, að aukn- ing þjóðartekna yrði minni eða alls engin. I áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að erlendar lántökur verði takmarkaðar við 39 millj- arða króna á árinu, en sú upphæð miðast við að mæta afborgunum erlendra lána og nauðsynjæss að bæta gjaldeyrisstöðuna. Á þessu ári og næstu árum kvað fjármála- ráðherra nauðsynlegt að greiða niður að verulegu leyti gjaldeyris- lán, sem Islendingar fengu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á erfið- leikaárunum 1974 og 5. Brýnt sé að þessi lán verði greidd niður nú, þar sem unnt verði að hafa aðgang að þeim á ný þegar á móti kunni að blása. Gert er ráð fyrir því að lántökur á næstu árum verði miðaðar við að greiðslubyrði er- lendra lána fari ekki yfir 14 til 15% af gjaldeyristekjum þjóðar- Afgreiðsla fjárhagsáætlunar: Handahófskenndar og óraun sæj ir sparnaðartillögur — segir í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins • SíálfotíPf\Íc. í líno Knnnx /vni»A irvAi nr“ r»ii or m orrrol'íinú r fi á r- Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram eftirfar- andi bókun á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í gær- kvöldi: Þegar vinstri flokkarnir tóku við stjórn Reykjavíkurborgar á s.l. sumri, var fenginn hlutlaus endurskoðandi til að gera úttekt á fjárhagsstöðu borgarinnar. Greinargerð hans sýndi, að fjár- hagur borgarinnar var traustur, þótt fyrirsjáanlegir væru tíma- bundnir greiðsluerfiðleikar síð- ari hluta ársins eins og oft áður. Fjárhagsáætlun borgarinnar 1978 var endurskoðuð á miðju ári, en við þá endurskoðun gagnrýndum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að fjármál borgarinnar voru tekin vettl- ingatökum. I sambandi við þá endurskoðun og reyndar við ýmis önnur tækifæri lýstu vinstri menn því yfir, að stefna þeirra í fjármálum og fram- kvæmdum borgarinnar kæmi fyrst í ljós, þegar gerð yrði fjárhagsáætlun fyrir árið 1979. Sú fjárhagsáætlun hefur nú séð dagsins ljós, þannig að borgarbúar geta nú glöggt séð stefnu vinstri manna í borgar- stjórn. Aðaleinkenni þessarar fjárhagsáætlunar eru eftirfar- andi: 1. Auknar skattálögur á borgar- búa með breyttum álagning- arreglum frá því, sem áður hafa gilt. 2. Þrátt fyrir „sparnaðartillög- ur“, sem nú eru lagðar fram, er hækkun fjárhagsáætlunar milli ára mun meiri en nemur verðbólgunni. Hækkun frá endurskoðaðri áætlun er 54%, en hækkun frá áætlun 1978, eins og hún var sam- þykkt í janúar á s.l. ári er 62%. Er þetta mun meiri hækkun en almennar vísi- töluhækkanir og sýnir því aukna útþenslu. 3. Þrátt fyrir þessa hækkun og þrátt fyrir „sparnaðartillög- ur“ nú er margskonar fjár- hagsvandi látinn óleystur í þessari áætlun. Fjármagn vantar til að standa undir væntanlegum launahækkun- um, öðrum almennum verð- hækkunum, auknum halla á rekstri S.V.R., svo að dæmi séu nefnd. Því er með þessari áætlun stefnt í mikinn greiðsluhalla og aukna fjár- hagserfiðleika hjá borgar- sjóði. Ljóst er því að hinir sundurleitu vinstri flokkar hafa ekki náð neinum tökum á fjármálum borgarinnar. 4. Hinar auknu skattaálögur koma ekki hvað sízt niður á atvinnulífinu í borginni, sem hvergi er hlíft. Þessi stefna er því líkleg til að draga úr atvinnustarfsemi í borginni auk þess, sem lóðaúthlutanir verða í algjöru lágmarki á árinu. 5. Undirbúningur fjárhagsáætl- unar ber þess merki að alla pólitíska forystu hefur skort. Viðræður verði teknar upp við Félag einstæðra for- eldra um Mæðraheimilið — Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram eftirfarandi tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar: „Borgarstjórn samþykkir að taka upp viðræður við Félag einstæðra foreldra um rekstur Mæðraheimilisins við Sólvallagötu í samræmi við tilboð félagsins til borgarráðs í bréfi frá 6. febrúar s.l.“ í greinargerð með tillögunni segir: „Tillaga þessi er flutt í fram- „Stjórn Félags einstæðra for- haldi af þeirri ákvörðun borgar- eldra harmar þau málalok, að ráðs að hafna tillögu félagsmála- ráðs um breytta tilhögun Mæðra- heimilisins, en í tillögum meiri- hluta borgarráðs um breytingu á fjárhagsáætlun er ráð fyrir því gert, að þarna verði tekin upp dagvistun ungbarna. Ljóst er, að sú tillaga er ekki gerð í samráði við félagsmálaráð." Borgarráð hefur borizt svohljóð- andi bréf frá stjórn Félags ein- stæðra foreldra: Minningarsjóður frú Stefaníu Guðmundsdóttur, leikkonu: Styrkur afhentur í Iðnó á laugardagskvöld Á laugardagskvöld. að lokinni leiksýningu í Iðnó, fer fram á leiksviðinu styrkveiting úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu. Sjóðurinn var stofnaður árið 1965 í minningu þessarar merku leikkonu, en úr sjóðnum er veitt- ur árlega myndarlegasti leik- listarstyrkur ársins. Frú Stefanía Guðmundsdóttir var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur árið 1897 og gegndi forystuhlutverki í leiklist á ís- landi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Á leiksviðinu í Iðnó fór hún með mörg helztu kvenhlutverk leikbókmenntanna, þegar þær voru kynntar í fyrsta sinn hér á landi. Afkomendur frú Stefaníu tengdust einnig leiklist í ríkum mæli. Leikkonurnar Anna Borg, sem um árabil var meðal aðalleik- kvenna við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, Þóra Borg og Emelía Borg eru dætur hennar, og Sunna Borg er sonardóttir hennar. Þorsteinn Ö. Stephensen leikari, formaður sjóðstjórriar, mun veita styrkinn að lokinni leiksýningu á LIFSHÁSKA, sem sýndur hefur verið hjá Leikfélagi Reykjavíkur síðan í haust. I stjórn Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur eru Þorsteinn Ö. Stephensen, for- maður, Helgi Skúlason, varafor- maður og meðstjórnendur Torfi Hjartarson og Davíð Scheving Thorsteinsson. Úr leiksýningu Leikfélags Reykjavíkur á LÍFSHÁSKA. Sigríður Hagalín og Þorsteinn Gunnarsson í hlutverkum. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðs- tillögu um breyttan rekstur Mæðraheimilisins við Sólvalla- götu, sem var samþykkt einróma í félagsmálaráði, skyldi hafnað í borgarráði. Eins og flestum er kunnugt er húsnæðisvandi og þau margþættu vandamál, sem þeim fylgja, oft erfiðari einstæðum foreldrum og börnum þeirra en flestum öðrum þjóðfélagsþegnum. Stjórn FEF hefur samþykkt að bjóðast til þess, að félagið taki að sér rekstur Mærðraheimilisins sem neyðar- og bráðabirgðahús- næði til reynslu í eitt ár. Óskar stjórn EFE eftir því, að viðræður verði hið fyrsta hafnar um málið við fulltrúa borgarinnar, ef borg- arráð sér ástæðu til að sinna þessu. Myndum við þá gera grein fyrir hugmyndum okkar ef óskað væri eftir. Húsnæði FEF í Skeljanesi er ekki tilbúið og vegna tafa, sem hafa orðið af ýmsum ófyrirsjáan- legum ástæðum, er sýnt að nokkrir mánuðir munu líða unz verki þar lýkur. Við þurfum ugglaust ekki að lýsa því fyrir borgarráðsmönnum, hversu brýn mál ýmissa skjólstæð- inga okkar eru og kalla á nauðsyn skjótrar úrlausnar og á að ekki hvað sízt við um húsnæðismál. Því teljum við að með þessu sé hægt að bæta lítillega úr þeim mikla vanda, sem fyrir er. Við leyfum okkur að vænta jákvæðra undir- tekta borgarráðs." Tillagan miðar að því að taka upp viðræður við Félag einstæðra foreldra um málið, en ljóst er að hugmyndir vinstri manna hafa valdið áhyggjum hjá þeim, sem þekkja bezt til í þessum mála- flokki.“ Algjör samstaða um frumvarp til lánsf járlaga — segir Tómas Arnason fjármálaráðherra SAMSTAÐA er innan ríkis- stjórnarinnar og þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt blessun sína yfir frumvarp til laga um heimildir til erlendrar lántöku, ábyrgðarheimildir og aðrar ráðstafanir vegna fjár- festingar- og lánsfjáráætlanir ársins 1979. að því er Tómas Árnason fjármálaráðhcrra sagði á blaðamannafundi síðdegis í gær. Frumvarpið kvað hann verða flutt í næstu viku. Efni frumvarpsins kvað fjár- málaráðherra verða tvíþætt. Ann- ars vegar muni það fjalla um ráðstafanir á innlenda lána- markaðnum til þess að tryggja fjáröflun fjárfestingarlánasjóða. Hins vegar muni það fela í sér heildaráætlun um lántökur er- lendis til allra opinberra fram- kvæmda, hvort sem þær eru á vegum ríkisins eins eða sveitar- félaga, og til fjárfestingarlána- sjóða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.