Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 3 Austurstræti 17. 2. hæð. Símar 26622 — 20100. Hjálparsveit skáta kynnir starf sitt LANDSSAMBAND hjálparsveit- ar skáta gengst fyrir kynningu á starfsemi hjálparsveitanna nk. sunnudag, að því er segir í frétta- tilkynningu sem Mbi. hefur bor- izt. f fréttatilkynningunni segir: Hjálparsveitir skáta eru starf- andi á 11 stöðuin á landinu. Alls staðar eru sveitirnar mikilvægur hlekkur í skipulagi almannavarna, bæði hvers byggðarlags og lands- ins í heild. Samkvæmt samstarfs- skipulagi Almannavarna ríkisins og Landsambands hjálparsveita skáta er hlutverk hjálparsveit- anna á hættu- og neyðartímum fyrst og fremst hjálp á vettvangi og sjúkraflutningar. Þar sem gera verður ráð fyrir*ið íbúar hvers byggðarlags láti sig einhverju skipta hvernig staðið er að öryggismálum svæðisins hafa sveitirnar ákveðið að kynna al- menningi starf sitt og búnað. Verða bækistöðvar hjálparsveit- anna opnar almenningi sunnudag- inn 18. febrúar n.k. kl. 14—18. Fólki gefst þar kostur á að kynn- ast starfi og skipulagi sveitanna, og sjá búnað þann sem sveitirnar hafa komið sér upp, til þess að geta sem best rækt hjálparstarf sitt. Kynningin fer fram á eftirtöld- um stöðum: Hjálparsveit skáta Reykjavík, Ármúlaskóla. Ármúla 10—12, Hjálparsveit skáta Hafnarfirði, Hjálparsveitarhús v/ Hraunvang, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Hjálparsveitarhús v/ Hveramörk, Hjálparsveit skáta Blönduósi, Slökkvistöðin, Hjálparsveit skáta Akureyri, Glaumbær, Kaldbaks- götu 9, Hjálparsveit skáta Kópa- vogi, Hafnarskemman, Kópavogi, Hjálparsveit skáta Njarðvík, Grímsbær, Bakkastíg 12, Hjálpar- sveit skáta Garðabæ, Hraunhólar 12, Garðabæ, Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum, Höfðavegi 25. ,,Þér veit- istinnsýn” — ævafornt lífspekirit gefið út af Bókaútgáfunni Þjóðsögu BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefið út ritið „Þér veitist innsýn" í samvinnu við Rósarkrossregluna á íslandi. Handritið er ævafornt og fannst í lamaklaustri í Lhasa í Tíbet skömmu fyrir 1750.- Þýðandi þcssa forna lífsspekirits, Sveinn Ólafsson, segir svo í upphafi formála síns: Birgir ísleifur Gunnarsson Markús Örn Antonsson „Sú bók úr bókasafni Rósar- krossreglunnar, sem hér kemur fyrir sjónir almennings í íslenzkri þýðingu, hefur allt frá því er ég fyrst las hana á enskri tungu fyrir um það bil aldarfjórðungi verið í huga mínum ein hin merkilegasta og djúpstæðasta fræðsla í lífs- vísindum, sem ég hef kynnzt fyrr og síðar. Þær hugsanir, sem hún flytur, eru svo viturlegar, þrungn- ar göfgi og -spaklegri yfirsýn, að hún stenzt að mínum dómi saman- burð við hin fremstu rit sinnar tegundar. Þeir ófáu Islendingar, sem kynnzt hafa þessari bók í hinni ensku útgáfu, hafa ekki komizt hjá að veita því athygli og margir haft orð á því, hversu hinn spámannlegi innblástur þess höfundar, sem hana hefir ritað, er keimlíkur því háleitasta, sem víða kemur fyrir í Gamla testamenti Biblíunnar, helgiritum eins og Bhagavad Gita, Biblíu Hindúa- trúar, helgiritum Búddismans, og kínverskum spekiritum eins og Bókinni um veginn. Mun þetta vart að undra, ef höfundurinn er eins og talið hefir verið hinn nafntogaði Faraó Egypta Ammendhetop IV, eða Akhnaton, höfundur fyrstu eingyðistrúar- bragða mannkyns, sem talinn er hafa ritað 104. Davíðssálm Bib- líunnar, og hugsanlega fleira í Biblíunni." „Þeir vietist innsýn“ er 153 blaðsíður að stærð. Ritið er í tveimur hlutum, sem skiptast í tólf bækur. Auk formála þýðanda eru formálsorð um sögu bókarinn- ar og kafli um höfund verksins. Þá eru athugasemdir um hugtök og kafli um Rósarkrossregluna. Formála hinnar íslenzku útgáfu ritar Irving Söderlund fyrir hönd Norrænu Stórreglu Rósarkross- hreyfingarinnar. Ódýrar helgarferöir til London meö leiguflugi Brottför: 30. marz og 27. apríl. Verö kr. 73.000. Helgarferðir til Kaupmannahafnar Brottför: 2. og 30. marz. Verö frá kr. 93.500.- Vikuferöir til London Brottför alla laugardaga Verö frá kr. 112.000.- j Hvað vilja sjálfstæðis- menn í skattamálum MÁNUDAGINN 12. febrúar voru i haldnir á vegum hverfafélags sjálfstæðismanna í Reykjavík 5 fundir um skattamál. Þeir fundir voru fyrst og fremst miðaðir við almenna fræðslu um skatta. Næstkomandi mánudag þann 19. febrúar verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, lokafundurinn í þessari fundakeðju um skattamál, undir heitinu „Hvað vilja sjálf- stæðismenn í skattamálum?" Framsögumenn verða þeir Birg- ir Isl. Gunnarsson, borgarfulltrúi og Ellert B. Schram, alþingis- maður. Munu þeir ræða hinar nýju álögur hjá borg og ríki og bera skattastefnu vinstri flokkanna saman við þá stefnu, er sjálf- stæðismenn vilja framfylgja. Á fundinum verða lagðar spurningar fyrir frummælendur unnar upp úr fyrirspurnum er fram komu á hverfafundunum. Fundarboðendur eru Sjálf- stæðisfélögin í Reykjavík og fundarstjóri verður Markús Örn Antonsson. Costa Del Sol — Brottför 11. apríl 12 dagar — (4 vinnudagar) Gististaðir: El Remo, Santa Clara, La Nogalera, Tamarindos Verð frá kr. 139.800.- Skíðaferð til Húsavíkur Brottför 9. apríl 8 dagar 11. apríl 6 dagar Verð frá kr. 58.100.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.