Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 13 í gervi Ríkharðs 2. Með honum Janeé Marv í hlut- verki drottningar. Derek Jacobi verður að líkindum frægasti Hamlet um langar tíðir. Það er ekki öldungis öruggt, að hann verði betri í hlutverki Hamlets en beir Laurence Olivier, John Gielgud, Poul Scofield eða Richard Burton — en hann verður langtum frægari. Sakir bess að hann hefur verið valinn til þess að fara með hlutverkið í sjónvarpsgerð BBC, sem hefur ráðizt í bað stórvirki að kvikmynda öll leikrit Shakespeares. Milljónir sjónvarpsáhorfenda um gervallan heim munu sjá hann í hlutverki Hamlets og síðan verður filman væntanlega á óteljandi skólasöfnum og bókasöfnum og án efa sýnd að staðaldri í skólum við kennslu í enskum bókmenntum um mörg ókomin ár. Derek Jacobi í viðtali við brezkan blaðam. John Philips: „Kannski þykir mér vænst um ieikhúsið af því að þar get ég falið mig inni í hlutverkinu Ekki er vafi á því að Jacobi muni standa sig með sóma. Sjálfur samsinnir hann því ró- lega og án allrar uppgerðar hlédrægni: „Já, ég verð áreiðanlega þekktari en hinir.“ Derek Jacobi er ákaflega yfir- lætislaus maður í framkomu og ósnortinn af frama sínum. A síðustu þremur árum hefur sú þróun orðið, að hann hefur breytzt úr frábærum en lítt þekktum leikara í frábæran og mjög frægan leikara. Tvö hlutverk gerðu útslagið. Annað var afburða sviðsleikur hans í hlutverki Hamlets hjá Prospect Theatre Comp. og hitt hnitmiðuð og ógleymanleg túlk- un hans á Kládíusi í samnefnd- um myndaflokki BBC sem hefur notið mikillar hylli hvarvetna sem Kládíus hefur verið sýndur. Derek Jacobi er fæddur í úthverfi Lundúnaborgar, Leyt- onstone, fyrir þrjátíu og níu árum. Faðir hans var verzlunar- stjóri að atvinnu. — Nei, ég er ekki gyðingaætt- ar, segir hann. — Margir virðast standa í þeirri meiningu og halda að D. standi fyrir Davíð. — Afi minn fluttist búferlum til Englands frá Frankfurt í Þýzka- landi. Hann kveðst hafa enskað nafn sitt með því að taka aftan af því tvö atkvæði, svo að vænt- anlega hefur það verið Jacobski eða eitthvað í þeim dúr. — Mig langaði alltaf til að verða leikari, þegar ég var drengur. Laurence Olivier var goðið á þeim tíma. Seinna bætt- ust við Scofield og Burton. Þótt kynlegt megi virðast hafði ég aldrei Austur-Lundúna hreim- inn sem einkenndi fólkið í hverf- inu mínu og talsmáti minn fór í taugarnar á skólasystkinum mínum og kom mér iðulega í bobba. A þessúm árum var sætudrengjatízkan í algleymi og ég hafði Tony Curtis-hár- greiðslu. Jacobi lék Hamlet í fyrsta skipti, þegar hann var átján ára í skólaleikriti í Cambridge, en hann hafði fengið styrk til náms þar og lagði stund á sögu. Hann lauk prófi með ágætum árangri og hélt frá Cambridge fullur af áhuga og eldmóði á því að snúa sér fyrir alvöru að leiklistinni. Frumraun hans verður vænt- anlega talin hjá Birmingham Repertory Theatre árið 1960. Hann hafði komizt að hjá því leikhúsi, vegna þess að þáver- andi leikhússtjóri þess sá hann leika í skólasýningu í Cam- bridge. Hann segir að þetta hafi verið sín fyrsta lukka og ekki sú síðasta, því að lánið hafi sjaldan verið langt undan. Það var heldur ekki fjarri honum, þegar einn af samstarfsmönnum Laurence Oliviers sem var í leit að hæfileikafólki mælti með honum. Hann fékk síðan hlut- verk bróður Marteins í Heilagri Jóhönnu, þar sem Joan Plow- right lék aðalhlutverkið. Hann lék svo hjá National Theatre á árunum 1963—1971 og gat sér góðan orðstír. Hann fékk mörg stór hlutverk en lék í einum fimmtán leikritum áður en að því kom hann fengi aðalhlut- verk, sem var í Fávitanum. Skömmu síðar ákvað hann að breyta til og skoða sig eilítið um í heiminum. — Það var rétt eins og fóstur sem fer úr móðurkviði, segir hann. — En ég komst þó fljótlega á snoðir um það að National Theatre var ekki nafli alheimsins. Erfitt var að fá vinnu, en þá kom afdrifaríkur fundur hans og Herbert Wise, forstjóra BBC. Derek Jacobi fékk hlutverk í myndaflokki hjá BBC og hefur augsýnilega staðið sig með ágætum, því að nú bauð Wise honum að leika titilhlutverkið í Kládíusi. — Ég var ákaflega heppinn, því að þetta var sannkallað óskahlutverk. Handritið var frá- bært svo að næstum allir hefðu getað skilað glæsilegum leik. — Það var eftirminnilegur tími sem við unnum að þessu. Ég var ögn óheppinn í byrjun, því að ég fór tvívegis úr hálslið, þegar ég var að reyna að ná sannfærandi Kládíusarhnykkj- um. Smám saman urðu þessir kippir og skrykkir mér fullkom- lega eðlilegir. Til þess að ná heltinni voru mér gerðir sér- smíðaðir skór. Víða brauzt út hálfgildings Kládíusaræði, þar sem flokkurinn var sýndur. Einkum í Bandaríkjunum. Og víða í New York héldu menn kveðjusamsæti fyrir Kládíus þegar síðasti þátturinn hafði verið sýndur, segir hann og hlær við. Derek Jacobi bjóst ekki við að tilboðin myndu streyma til hans að loknum þessum myndaflokki. Hann reyndist sannspár og það kom honum ekki á óvart. Eina tilboðið um sjónvarps- hlutverk var að leika Charles Darwin í flokki BBC um Ferðir Charles Darwins. Hann var þá að leika Hamlet í Prospect Theatre og varð að hafna boð- inu. Þótt einkennilegt megi virðast hefur Jacobi ekki fengist að að ráði við kvikmyndaleik nema smáhlutverk í Dagur Sjakalans og Odessaskjölin, svo og í lélegri mynd með Oliver Reed sem hét Bláa blóðið og gekk ekki nema viku í London að hans sögn. Hann tekur undir þau orð að sjónvarpið geri fólk frægt og kvikmyndir geri það ríkt. Samt kýs hann sjálfur starfið í leik- húsi. — Eg get verið allan daginn við æfingar. Ég er ekki þannig gerður að ég komi í leikhúsið klukkutíma fyrir sýningu og hraði mér heim jafnskjótt og unnt er. Líf mitt snýst allt um leikhúsið. Jacobi er nýlega hættur að leika hjá Prospect Theatre Ivan- ov í samnefndu verki og honum hugnaðist það virktavel. En hann hefur alltaf óttast að verða atvinnulaus. Þó að hann vilji ekki viðurkenna það, kapn þessi kvíði að vera ástæðan fyrir því að hann hefur á ferli sínum aðeins starfað hjá tveimur leikhúsum. Nú er hann að íhuga að taka sig upp á næsta ári og kveðja Prospect í bili. Þá langar hann til að fást við sjónvarpsvinnu og fjölbreyttari viðfangsefni en hann hefur unn- ið fram til þessa og meðal annars hefur hann hug á að fá að spreyta sig á gamanleik. Jacobi er búsettur í einbýlis- húsi í Suður-London. Hann seg- ist ekki fást við neitt skapandi starf utan leikhússins. — Ég get hvorki málað, teikn- að, skrifað, sungið né leikið á hljóðfæri. Hann segist ekki vera mis- lyndur og örgeðja eftir sýning- ar. — Ég geymi skap mitt fyrir áhorfendur og þar fær það útrás, segir hann. Hann kveðst vera dálítið feiminn og ekki alltaf öruggur með sig á sviðinu. — Ég held að ástæðan fyrir því hversu mjög mér þykir vænt um leikhúsið sé að þar get ég falið mig inni í hlutverki... Margir telja einsýnt að Jacobi muni innan tíðar komast í hóp aðlaða leikhússfólksins. — Víst gæti það gerzt, ein- hvern tíma innan næstu tuttugu ára, segir hann blátt áfram. — En ég sækist ekki eftir því. Ég leik ekki vegna verðlauna og viðurkenninga og það gera ekki margir. Derek Jakobi er óumdeilan- lega í fremstu röð leikara á Bretlandi. Hann vekur með manni þá tilfinningu að hann muni verða á toppnum eins lengi og honum þóknast sjálfum. (Lausl. þvtt og nokkuð stytt) Með Jof r Plowright og Laurence Olivier í Þremur systrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.