Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 15 55 Margir tóku fram ... aö þeir hefðu alls ekki vitað... að verið var að myrða Gyðinga milljónum saman á stríðsárunum (SJÁ: Sjónvarp) 55 Harðstjornl Dýflissurnar í El Salvador „ÉG ýtti inn þungri, þykkri járn- hurð og lýsti inn í klefann. Mér varð sem mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds. Þetta var fangaklefi — svo sem metri að flatarmáli, alveg ljóslaus og gluggalaus, og slímugir veggirnir þaktir skorkvikindum ...“. Þessi klausa er úr skýrslu nefndar sem fór um E1 Salvador í fyrra þeirra erinda að skoða fangelsi í landinu og ganga úr skugga um það hvort ásakanir á hendur stjórnvöldum um mannréttindabrot ættu við rök að styðjast. Það var mannrétt- indanefnd Samtaka Ameríkuríkja sem efndi til þessarar rannsóknar. Hún kemst að þeirri niðurstöðu í fyrrnefndri skýrslu, sem reyndar er ekki enn komin út, að öryggis- þjónustan í E1 Salvador og ýmsar opinberar stofnanir aðrar eigi sök á dauða „fjölda manna", hafi auk þess lengi stundað pyntingar, bæði andlegar og líkamlegar, og haldið mönnum föngnum langtímum saman í leyndum dyflissum þar sem aðbúnaður er á borð við það sem lýst var hér að framan. Þá eru stjórnvöld borin þeim sökum að hafa efnt til „skipulegra ofsókna" á hendur kaþólsku kirkjunni í landinu og fyrir það að hafa níðzt á stjórnarandstæðingum. Einir fjórir prestar, ef ekki fleiri, hafa verið myrtir í E1 Salvador á tveim síðastliðnum árum og öll þau mál óupplýst. Fyrir nokkrum vikum var svo enn annar prestur skotinn til bana, ásamt fjórum öðrum á safnaðarfundi. I skýrslu mann- réttindanefndar er því haldið fram, að rikisstjórnin í E1 Salva- dor reki leynilegar fangabúðir, „Ýmsar opinberar stofnanir... hafa lengi stundað pyntingar“. — Myndin, sem talin er ósvikin, sýnir eina af pyndingaraðferðum harðstjóranna í Suður- og Mið-Ameríku. Amnesty Internat- ional dreifði henni til fjölmiðla. fleiri en einar, og hafi erindrekar nefndarinnar komið þangað. Er aðstæðum þar lýst allnákvæmlega í skýrslunni. Nefndarmenn höfðu farið um höfuðstöðvar þjóðvarðarins í höfuðborginni, San Salvador, og ekkert borið til tíðinda. En nokkr- um dögum síðar sneru tveir þeirra aftur og höfðu nú í höndunum teikningu sem þeir höfðu komizt yfir af þriðju hæð aðalstöðvanna. Þáverandi yfirmaður þjóðvarðar- ins, Ramon Alvarenga hershöfð- ingi, hafði áður fengið fyrirmæli frá ríkisstjórninni um það að greiða fyrir nefndarmönnum. Hann fór því með þeim upp á þriðju hæð að beiðni þeirra, þar fundu þeir eftir teikningunni, klefa sem af ýmsu virtist hafa verið notaður til pyntinga; reyndar var hann kallaður „yfirheyrslu- klefi" á teikningunni. Þar var á vegg spegill, gagnsær úr öðrum klefa hinum megin við vegginn, er. uppi á borði rafmagnsbúnaður. Nefndarmenn kröfðu Alvarenga hershöfðingja skýringa á þessu ög kvað hann klefann notaðan til ljósmyndatöku. En því neitaði ljósmyndari hersins síðar í viðtali við nefndarmenn. Annar klefi fannst eftir fyrr- nefndri teikningu, fjórir fermetrar að stærð. Inn af honum var gangur og hafði verið hlaðið fyrir dyrnar einum 15 málmbrettum sem höfð eru til þess að festa fanga niður í sérstökum kvalafullum stellingum og kunn voru af frásögnum fyrr- verandi fanga. Enn inn af gangi þessum fundust fjórar myrkra- kompur, slímugar og fullar skor- kvikinda eins og sú sem lýst var í upphafi. Innan á málmhurðirnar fyrir þeim höfðu verið krafsaðir upphafsstafir og voru það að sögn nefndarmanna upphafsstafir fimm manna sem horfið hafa sporlaust á fimm síðast liðnum árum og talið er að stjórnvöld hafi látið myrða. Þegar Alvarenga hershöfðingi var beðinn skýringar á upphafsstöfunum innan á klefa- hurðunum kvað hann sennilegast að „einhver fjandmaður stjórnar- innar“ hefði krotað þá þar til að varpa grun á hana ... Mannréttindanefndin krefst þess að lokum í skýrslu sinni, að 80 þúsund manna sveitir, hálfgerðar hersveitir sem Orden nefnast og stjórnin hefur á sínum vegum um land allt, verði leystar upp. Stjórn- inni í E1 Salvador er svo gefinn frestur til 28. febrúar til þess að svara til allra þeirra saka sem fram koma í skýrslunni. - KAREN DEYOUNG brenndur inni í samkomuhúsi. Það atriði var byggt á atburði sem gerðist á stríðsárunum í Frakk- landi er kveikt var í kirkju fullri af fólki og það brennt inni. Og líkt er um mörg atriði önnur. Seinna hringdi raunar maður til sjón- varpsstöðvarinnar og staðfesti ódæðið. Hann sagðist hafa verið viðstaddur. Eins og áður sagði var mikið um það að menn segðust ekkert hafa vitað af fjöldamorðum nasista og útrýmingarbúðunum á stríðsárun- um. Þó er búið að sýna fram á það svo ekki verður borið til baka, að vitneskja um útrýmingarbúðirnar var allalmenn í stríðinu. Hitt er annað mál að Þjóðverjar, sem muna þá tíð, kæra sig fæstir um að viðurkenna að þeir hafi vitað af búðunum, nema ef vera skyldu þeir sem enn voru og eru gallharð- ir nasistar. Það er þó undarlegra hve margir kváðust fyrst hafa frétt af útrýmingarbúðunum er framhaldsmyndaflokkurinn hófst. Manni þykir þetta með ólíkindum. Það er samt hugsanlegt að fólk hafi almennt skellt skolleyrum við frásögnum af ógnarverkum nas- ista, bæði í ræðu og riti, svo og við fregnum af öllum þeim réttarhöld- um sem efnt hefur verið til yfir gömlum nazistum á stuttum fresti alveg frá stríðslokum og fram á þennan dag, að viðbættu því að fjölmiðlar hafi yfirleitt ætlað þessu efni lítið rúm og gert lítið úr því sem þeir þó birtu. En ótrúlega mun þetta láta í eyrum annarra vesturlandamanna. Viðbrögð Austur-Berlínarbúa voru öll önnur í þessu efni. Ég hitti t.d. að máli ung hjón sem kváðust snortin af sjónvarpsþáttunum en þó hefði þeim verið margt kunnugt fyrir þvi að nasisminn hefði verið auglýstur og ógnarverk nasista tíunduð rækilega í Austur-Þýzka- landi öll þeirra uppvaxtarár. Ég spurði þau hvort þau hefðu ein- hvern tíma fundið eða fyndu til sektarkenndar fyrir hönd þjóðar- innar vegna glæpa nasista. Þau könnuðust vel við það. Þau höfðu ferðazt dálítið um Austur-Evrópu- lönd og kváðu engan Þjóðverja sem þar færi um komast hjá því að finna til sektarkenndar: hvarvetna væru minnismerki um ódæði Þjóð- verja í stríðinu og ennþá lifði aragrúi manna sem ætti um sárt að binda af þeirra völdum. Aftur á móti sögðust þau skilja það mæta vel hvers vegna almenningur reis ekki upp og reyndi að koma í veg fyrir það að Gyðingum yrði út- rýmt. Menn gengju ekki í berhögg við alræðisstjórn. Sjónvarpsmyndaflokkurinn kom Vestur-Þjóðverjum sem sé meir á óvart en Austur-Þjóðverjum. Reyndar komu þessi mál til um- ræðu í Vestur-Þýzkalandi fyrir rúmum áratug, þótt margir segist ekki hafa heyrt þeirra getið fyrr. Það var um það bil sem stúdenta- uppreisnin gekk yfir. Þá var m.a. deilt um það hvort morðsakir gætu fyrnzt og ef svo væri hvenær þær skyldu teljast fyrndar. En þær deilur urðu aldrei mjög harðar og hjöðnuðu áður langt leið. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með umræðum þegar fyrning morðsaka kemst aftur á dagskrá, sem örugglega verður nú þegar búið er að sýna sjónvarps- þættina um Gjöreyðingu og íhaldssamir stjórnmálamenn hyggjast tefla gömlum félaga úr nasistaflokknum og stormsveitar- manni að auki í framboð til kanslaraembætrisins. - JAMES FENTON. Petta gerðist líke .... Ekki árangur sem erfidi Skokkið sem svo er nefnt ber vott um hættulegar sálarfíækjur þeirra sem það iðka og sver sig mjög í ætt við þá áráttu sem sumir menn eru haldnir að kaupa vændiskonur til þess að lumbra á sér með svipum. Svo segir að minnsta kosti Christian Barnards, hjartaskurð- læknirinn heimsfrægi, sem skriíar vikulegan þátt um heilbrigðismál í Rand Daily Mail í Jóhannesarborg. í spjalli sínu í vikunni leið fann hann skokkinu flest til foráttu eins og sjá má af ofangreindu og lét í það skína að ósvikin kynferðisleg sjálfspíning eða heimsókn á „nuddstofur“ vændiskvennanna kynnu að reynast skömminni skárri en meintur heilsubótar- þeytingur útí á víðavangi. bað er þó ekki ekið yfir fólkið, sem leitar til „nuddaranna" segir læknirinn, en bætir síðan við og sýnist þá tala í alvöru, að „ef hinn veslings offituþjakaði hlaupagikkur gerði sér bara ljóst hversu langt hann þarf að hlaupa til þess að losna við hitaeiningarnar f einum einasta brauðmola." þá kynni hann að finna upp á einhverju gagnlegra en bannsettu skokkinu. •HlllÍll lllllllli ll. Gegndarlaust óhóf Það er aldeilis lygilegt hvað forréttindafólkinu í íran leyfðist, að segir í klausu um þessi efni í tímaritinu „To the Point", en engir gengu samt harðar fram í dekrinu við sjálfa sig en hirðmennirnir sem umkringdu keisarann (myndin) Sérhver sending sem barst til Teheran mcð markinu „darbar“ (hirð) var sjálfkrafa tollfrjáls og gilti þá einu hvort móttakandinn var að næla sér í eitt bréf af títuprjónum frá útlandinu eða eitt stykki flugvél. Kunnugir upplýsa nú líka að hirðfólkið og ættingjar þess, sem og allir aðrir sem voru í náðinni hjá keisarafjölskyldunni. hafi í rauninni verið hafnir yfir lög og rétt. „Embættismaður við hirðina var oft valdameiri en ráðherra," segir einn af auðkýfingunum í Teheran. Óbreyttur írani — og jafnvel ráðherrar með — urðu að gera svo vel að greiða yfir 200% innflutningsgjald ef þeir vildu eignast bandariskan lúxusbíl. Ilirðmaðurinn gat hinsvegar óáreittur flutt samskonar bíl inn á kostnaðarverði og selt hann síðan við fjór- eða fimmfalt innkaupsverð. Að sögn tollgæslumanna dugði ekki minna flugfar en „að minnsta kosti Ilercules-vél til þess að flytja varninginn heim sem keisarahjónin og fylgdarlið þeirra viðaði að sér“ á hinum tíðu utanlands- ferðum sínum. Enginn hafði neitt við það að athuga, bætir tollþjónninn við, þó að lífvörður eða herbcrgisþjónn héfði allt upp í 15 litasjónvarps- tæki í farangri sínum og svosem 50 úr að auki. Loks er þess að geta að samkvæmt lista, sem fyrir skemmstu var birtur í blöðum í íran, nutu afkvæmi næstum allra fyrirmanna við keisarahirðina fastra styrkja úr Pahlavi-sjóðnum margrómaða, sem átti að vera ein helsta skrautfjöðurin í menningar- og mannúðarhatti kcisarahjónanna. Og sú sporslan nam sem svarar nær 390.000 krónur á barn á mánuði. Afíeit þjónusta Samkvæmt skjölum. sem nú hafa verið gerð opinber í Washington, var sá af njósnahringjum Þjóðverja, sem þeir þóttust þó best geta treyst, algjörlega í vasanum á Bandaríkjamönnum síðustu átján mánuði heimsstyrjaldarinnar síðari. Bandarískir gagnnjósnarar sömdu samtals 342 skeyti, sem hinir þýsku njósnarar voru síðan þvingaðir til að senda til Berlínar frá New York, Baltimore og Washington. í fyrrgreindum plöggum greinir ekki frá því hve margir njósnararnir voru né hvernig Bandaríkjamenn klófestu þá. og ekki er upplýst að heldur hvort þetta fólk var geymt í fangelsum á meðan það var neytt til að þjóna málstað hinna nýju herra sinna. Á hinn bóginn er vitað, að í Berlín lögðu menn mikið upp úr skeytum þeirra, enda gættu Bandaríkjamenn þess jafnan að láta fljóta með eitt og eitt sannleikskorn til þess að gera blekkingavefinn þeim mun trúverðugri. Nóg af því góÖa Orð í tíma talað, mætti segja um þá yfirlýsingu núverandi stjórnarherra í Bólivíu að þeir séu staðráðnir í að koma þar á lýðræði í eitt skipti fyrir öll, enda sé þjóðin orðin svo leið á einræðisstjórnum að ef hún verði rétt einu sinni svikin um frelsið, þá hljóti það að leiða til blóðugrar borgara- styrjaldar. Það er enda engin furða þó að þeir í Bólivíu séu búnir að fá sig sadda af herfor- ingjaklíkum og öðrum of- beldisseggjum. Byltingar mega heita þjóðaríþrótt Bóli- viumanna enda skoðun kunn- ugra að þeir eigi heimsmetið í þeim ófögnuði. Síðasta byltingin þcirra var í nóvember síðastliðnum þegar þeir hinir sömu sem nú hafa heitið þjóðinni lýðræðisstjórn hrifsuðu til sín völdin þegar allt var að fara í bál eins og fyrri daginn. Og byltingin sú var sú tvö hundruðasta í röðinni síðan landið losnaði undan Spánverjum fyrir liðlega hálfum öðrum aldarfjórðungi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.