Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 pJtru® Útgefandi mÞIafeife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Geðdeildin nýja við Landspítalann er bylt- ing í aðbúnaði og meðferð geðsjúkra á Islandi. Svo mikil er breytingin, sem verður með tilkomu hennar og starfrækslu. í áratugi hefur ríkt ófremdarástand í málefnum geðsjúkra. Lengst af var Kleppsspítal- inn eina athvarf geðsjúkra. Hann hefur jafnan verið starfræktur með reisn en þröngur húsakostur og að- stæður allar hlutu smátt og smátt að valda miklum vandkvæðum í rekstri hans. Geðdeild Borgarspítalans, sem tók til starfa fyrir rúmlega 10 árum bætti úr brýnni þörf og síðan hefur margt fleira komið til, ekki sízt í aðbúnaði og meðferð áfengissjúklinga. Geðdeild- in við Landspítalann mark- ar þáttaskil. Hún er reist af myndarskap, stórhug og framsýni og er þjóðinni til sóma. Það er á miklum mis- skilningi byggt, þegar bor- inn er saman fermetrafjöldi á hvern sjúkling á geð- sjúkrahúsi og öðrum sjúkrahúsum. Geðsjúkir þurfa á að halda annars konar aðstöðu og aðbúnaði en aðrir sjúklingar, sem lagðir eru inn á sjúkrahús um skeið. í fleiri tilvikum a.m.k. liggja þeir ekki rúm- fastir og miklu skiptir að takast megi að beina at- hygli þeirra og áhuga að einhverjum verkefnum dag frá degi. Umhverfið skiptir og máli fyrir sjúkdómsmeð- ferð. Umhverfið þarf að vera uppörvandi og hvetj- andi en ekki niðurdrepandi. Þetta ásamt mörgu öðru veldur því, að ekki er hægt að leggja sama mælikvarða á það húsrými, sem geð- deildir þurfa að hafa til afnota og sjúkradeildir, sem sinna ýmsum öðrum sjúk- dómum. Læknaráð Landspítalans sendi fyrir nokkru frá sér greinargerð, sem vakið hef- ur athygli, þar sem geð- deildarbyggingin nýja er gagnrýnd harkalega, talið að hún sé alltof stór og að framkvæmdin hafi tekið fé frá öðrum nauðsynlegum framkvæmdum við Land- spítalann. Ennfremur telur læknaráð Landspítalans, að nauðsynlegt sé að taka stærri hluta hinnar nýju geðdeildar til sameiginlegra nota spítalans en áður var fyrirhugað. Morgunblaðið dregur ekki í efa, að brýnt sé að bæta aðstöðu Land- spítalans á fjölmörgum sviðum, sem læknaráð spít- alans gerir rækilega grein fyrir. Morgunblaðið vill fyr- ir sitt leyti stuðla að því að svo megi verða. En það verður ekki gert á kostnað geðsjúkra. Það verður ekki gert með þeim hætti að stíga nú skref aftur á bak, þegar þáttaskil í aðbúnaði og meðferð geðsjúkra hér á landi eru í sjónmáli. Það er í raun óskiljanlegt hvað framfarir í aðbúnaði geðsjúkra hafa átt erfitt uppdráttar hér. Hvað eftir annað hafa risið upp deilur vegna byggingar geðdeild- arinnar við Landspítalann. Geðsjúkir eiga óhægt um vik að mynda þrýstihóp af því tagi, sem nútíminn ber- sýnilega krefst og aðstand- endur þeirra veigra sér við að ganga fram fyrir skjöldu enda samfélag okkar enn ekki laust við þá fordóma gagnvart þessum sjúkling- um og sjúkdómum, sem lengi hafa verið við lýði. Hluti geðdeildar Landspít- alans hefur staðið tilbúinn til notkunar í meira en hálft ár. Það er tímabært orðið að skrifstofustríði um notk- un þessarar byggingar linni. Hún er reist fyrir geðsjúka, vilji er fyrir hendi til þess að nýta bygginguna að hluta fyrir aðrar deildir Landspítalans en það hlýtur að verða innan hóflegra marka. Læknaráð Landspít- alans verður að gera sér grein fyrir þessu og jafn- framt því að málefnum Landspítalans er enginn greiði gerður með málflutn- ingi af því tagi, sem fram kom í greinargerð þess um geðdeildarbygginguna. Hún er til sóma þeim, sem að henni hafa staðið og á eftir að verða aðbúnaði og með- ferð geðsjúkra mikil lyfti- stöng. Geðdeild Landspítalans j Reykjavíkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 17. febrúar ♦♦♦♦♦♦♦♦. Sveinn Benediktsson Sveinn Benediktsson var mikill eldhugi og gekk óskiptur að öllum þeim störfum, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var heill í hugsjónum sínum og andstæðing- um hans þótti hann stundum einhliða í afstöðu sinni, en hann átti einnig til að bera sveigjan- leika, sem þeir kunnu að meta, og eignaðist marga pólitíska and- stæðinga að vinum og kunningj- um. Þetta sýndi sig m.a. þann langa tíma, sem hann sat í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, en þar og annars staðar átti hann oft náið og persónulegt samstarf við ýmsa þá, sem voru á öndverðum meiði við hann í landsmálum. Það er til marks um eljusemi og eldlegan áhuga Sveins Benediktssonar, svo og hvernig hann gekk að þeim störfum, sem honum var trúað fyrir, að hann sat í nær hálfa öld í stjórn Síldarrverksmiðja ríkisins og mun slíkt nánast vera eins- dæmi. Hann átti sæti í ýmsum öðrum nefndum og voru falin trúnaðarstörf í þágu sjávarútvegs, sem átti hug hans allan. Hann var einnig í stjórn annarra stórfyrir- tækjaen Síldarverksmiðja ríkisins og var sjálfur umsvifamikill at- vinnurekandi, forsjáll og fyrir- hyggjusamur og lagði sjávarútvegi allt það lið, sem hann mátti. Hann hafði jafnan mikinn áhuga á landsmálum og tók þátt í stjórn- málabaráttunni, gat þá verið harð- ur og ákveðinn og ekkert lamb að leika við í augum andstæðinga. Hann talaði við fjölda fólks og hafði eins og þeir frændur gott „nef“ fyrir því, sem efst var á baugi meðal almennings. Einatt kom hann á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins að ræða við stjórnendur þess um landsins gagn og nauðsynjar og þótti ávallt fengur að samtölum við hann. En Sveinn Benediktsson hafði ekki síður áhuga á ræktun hugar en handar. Hann var húmanisti og hafði mikinn áhuga á öllu því, er laut að íslenzkri menningu — og þá ekki sízt sagnfræði og söguþró- un. Hann var stundum einfari í skoðunum sínum á mönnum og málefnum og lét þá ekki hnika bjargfastri sannfæringu sinni á hverju sem gekk. Hann lét hefð- bundnar söguskoðanir lönd og leið og varði sinn málstað með þeim hætti, sem eldhugum einum er eiginlegur. Sást hann þá ekki alltaf fyrir að sumra dómi, en leiðarljós hans var sannfæringin ein, en ekki málamiðlun til að þóknast öðrum. Sveinn hafði yndi af bókum og rituðu máli. Safnaði sjálfur bók- um, átti ágætt bókasafn og ritaði margt í blöð og tímarit. Naut Morgunblaðið m.a. góðs af því. Hann var víðlesinn, einkum í fornum sögum íslenzkum og gat t.a.m. vitnað í konungasögur eins og honum sýndist, enda var lestur fornra rita í hávegum hafður á æskuheimili hans og naut hann eins og þau systkin öll góðs af því alla tíð. Hann var einnig unnandi hefðbundinna ljóða og kunni helzt að meta fornljóð. Þá gat hann ekki síður haft yndi af ljóðum 20. aldar stórskálda á borð við Einar Bene- diktsson, sem hann mat eins og faðir hans manna mest og taldi skylt, að þjóðin hefði í hávegum. Hann kunni einnig vel að meta ljóðlist Matthíasar Jochumssonar og þá ekki síður skáldskap Hann- esar Hafsteins, enda þótt hann væri síður en svo hallur undir þá aðdáun, sem flestir hafa á stjórn- málaforystu hans. Sveinn Benediktsson var sonur hinna þjóðkunnu hjóna Guðrúnar Pétursdóttur og Benedikts Sveins- sonar. Börn þeirra og niðjar hlutu mikinn og góðan arf í föðurhúsum, þar sem þau kynntust ræktaðri íslenzkri menningu og þeirri arf- leifð, sem bezt hefur dugað. Niðjar Benedikts Sveinssonar hafa staðið styrkan vörð um íslenzkan mál- stað, og það var kannski engin tilviljun, að það féll í hlut eins sona hans, dr. Bjarna Benedikts- sonar, fyrrum forsætisráðherra, að hafa forystu um að tryggja sjálfstæði okkar og öryggi með aðild að Atlantshafsbandalaginu, en nú eru 'i ár frá stofnun þess. Má segja, að sú staðreynd hafi sannað tilver"-étt þess, að friður hefur haldist r.llan þennan tíma í þeim löndum, sem eiga aðild að þessu varnarbandalagi lýðræðis- þjóðanna, og óttuðust þó ýmsir heimsstyrjöld um það leyti, sem það var stofnað. Betri meðmæli getur utanríkisstefna Sjálfstæðis- flokksins ogBjarnaBenediktssonar ekki fengið og er vert að minnast þess við lát Sveins bróður hans, svo mjög sem hann studdi þessa stefnu. Næring á merku heimili I samtali sem annar ritstjóra Morgunblaðsins átti við Svein Benediktsson sjötugan segir hann m.a.: „Eg minnist þess úr æsku minni, hve gestkvæmt var á heim- ili foreldra minna á Skólavörðu- stíg 11A. Var látlgus straumur af áhugamönnum um sjálfstæðismál þjóðarinnar, þ.á m. helztu foringj- ar Landvarnarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins gamla. Minnis- stæðastur af þeim, sem töluðu við föður minn er Einar Benediktsson skáld og hef ég minnzt þeirra viðræðna í grein, sem ég ritaði um Einar Benediktsson á aldarafmæli hans 31. okt. 1964 og birtist í Lesbók Morgunblaðsins ... Faðir minn mat Einar Benediktsson meira en nokkurn mann annan sem þjóðskáld, en þó einkum vegna hugsjóna hans og stefnu í þjóðmálum ...“ Og ennfremur: „Tel ég Heims- kringlu snilldarverk, sem þó er ekki jafn almennt lesin sem skyldi — hvorki heima né erlendis. Lýs- ing sú, sem Snorri gaf í Heims- kringlu af stjórnarfari og við- brögðum einstaklinga sýnir yfir- burða skilning hans á viðhorfum manna hvers til annars. Kemur þá í ljós, að þeir sem voru fjandmenn urðu vinir og öfugt. Söm hefur raunin orðið í viðskiptum stór- þjóðanna á vorum tímum. Til skilningsauka á mannlífið þyrftu allir, er skilja vilja lífsbaráttuna, að lesa þetta snilldarverk. Um Ólaf Haraldsson digra sagði Snorri á einum stað: „Þeir segja mest frá Ólafi konungi, sem hvorki hafa séð hann né heyrt.“ Fjarlægur draumur sem varð fyrr en varði að veruleika I samtali við hinn ritstjóra Morgunblaðsins, sem birt var í Morgunblaðinu á sextugsafmæli Sveins Benediktssonar, segir hann m.a. um stjórnmálaáhugann, sem hann drakk í sig á æskuheimili sínu: „Baráttan við Dani um stjórnfrelsið var svo langvinn, að okkur datt ekki annað í hug en hún mundi endast alla okkar tíð, jafn- vel þótt Sambandslagasamningur- inn frá 1918 hafi verið samþykktur með uppsagnarrétti eftir 25 ár. Man ég það, að við nokkrir strákar töluðum um, að við skyldum stofna til mótmælaaðgerða vegna yfir- ráða Dana á íslandi á 300 ára afmæli Kópavogssamþykktar 1962. En sem betur fór kom aldrei til þess, að við þyrftum að stofna til slíkra aðgerða. og átti Bjarni bróðir minn manna mestan þátt í því að sambandi við Dani var slitið 1944.“ í þessu sama samtali segir Sveinn einnig, og er það þó nokkuð einkennandi fyrir þátttöku hans í þjóðmálabaráttunni svo harður sem hann þótti í horn að taka og fylginn sér, ef með þurfti: „Ég var stór eftir aldri og duglegur að fljúgast á við jafnaldra mína“. (!) Það er eftirsjá að Sveini Bene- diktssyni, þessum stóra manni, sem setti svip á Reykjavíkurborg og þjóðlífið allt. Af honum fóru margar sögur, ekki síður en Ólafi digra. En þó töluðu þeir mest um hann, sem hvorki höfðu séð hann né heyrt. Mannkostir hans voru ekki á yfirborðinu. En þeir voru miklir við náin kynni; hann var trúr og tryggur og vinum sínum óbilandi stoð og styrkur. Tvískinn- ungur var ekki til í fari hans, flærð og fláttskapur andstæð skapgerð hans. Hann var hreinn og beinn eins og það landslag, sem við höfum allt í kringum okkur, mótað MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 17 %MM ípróttlr eru á bls. 14. 15. 16 og 17 KvOldBtmar 88387 8> 86392 yp.rðtrvgging iPjLij útlána fyrirárslok_19S0 Eínahagsfnunvarp forsætisráöherra. uoonum Fösludagur lg.febrúar 1978— 39.tf> tölublaO. — 44.úrg. f|«rK^,rt»tlun boroaHni... Kleifarvegur inni! •mljAMMirfln* n| þ.r°mrfl Krutjfln Krn.4tkU.on borMr h'" *>» Þ*nn ■ miljfln kr Illmii l.re, l fundi bor*.r m'>“U»urb ,.m bob.Bur h ::: Lúðvik Jósepsson á Alþingi í gær: Þeir sem vilja samþykkja frumvarpið •. OPÍíl mvnrloA • / ■ r geta myndað nýja stjórn! *“ **'’►■***■-*'■«“ • n+SZ? *‘“'U,n **>"" Hk.rtt, „,„r nTrrýkt ur M,. * ,««.hr.^""'*' "J” "m Þ*r ‘«t«r .« (rumv.rp*A hr.7" ►*' .aih.,1 m1* i S^HSáu fHSSvS'? b |>vin|.bur li, þni.r. aubvlUb l.|,j. þ.„ ,r.m 4 p,"*,1*«.nt.U,rumv.rp.in. .* -------------------- ,)4 n, Or frumvarpí fonsœrisráAherm- v alþýðu- hlaðlð— Launafolk svipt I mannréttindum I Framl/Itg ríkiuns lil AtvinnukysistryggingarsjMs afnummÝ. SSH “Æ-“.. lafnaðarmenn -/irtr p _ MMub'aðmu. strax i —J af þeim veðrum, sem leika um fjöll og firnindi þessa hrjóstruga lands. Hægri slagsíða á vinstri stjórninni(I) Nú eru veður öll válynd. Og menntamálaráðherra segist engu vilja spá um líf stjórnarinnar eftir að efnahagsmálafrumvarp for- sætisráðherra sá dagsins ljós. Hann segir, að samdráttarstefna frumvarpsins leiði til atvinnu- leysis á næsta ári. Þetta er sem sagt „hundalíf". Ráðherrann bætti við, að stjórnin yrði því traustari sem hún væri meira sammála um málin! Hvílíkir spámenn hafa risið upp meðal vor. Jafnvel Khomeini verður að gervitungli í samanburði við slíkar sólir. Sigurvegarar kosninganna hafa breytt um vígorð og minnast nú ekki lengur á klókindi, sem í hag koma í kosningum eins og „samningana í gildi“ og aðrar álíka vígorðalummur. Og kannski eru æfingar kommanna bara láta- læti eins og uppsteytur kratanna hingað til. Viðskiptaráðherra hef- ur sagt, að það sé ekki aðalatriðið, hvað menn fá háa peningaupphæð greidda sem laun, þar komi einnig annað til. Þá vitum við það. Al- þýðuflokkurinn reynir að halda í aðhaldsstefnu sína, en hefur mjög átt undir högg að sækja og nú líta menn ekki lengur á hann eins og Gyðingar á Móses forðum. Þeir hafa í raun og veru verið fangar í vinstri stjórn, sem mikill meiri- hluti kjósenda ætlaðist ekki til, að þeir ættu aðild að; fangar sjálfs sín. Og týndu sauðir Sjálfstæðis- flokksins renna nú heim í byrgi sitt hver af öðrum. Alþýðubandalagið er einnig fangi í stjórn, sem formaður þess hefur lítið álit á, og hlýtur það að teljast til nýjunga, að þeir alþýðu- bandalagsmenn séu bandingjar annarra flokka, svo að jafnt er nú á komið með þeim, krötum og framsóknarmönnum. Lúðvík Jósepsson, sem hafði alla forystu um stjórnarmyndun, a.m.k. meðan hann eygði von um forsætisráð- herraembætti flokki sínum til handa, hefur nú að mestu misst tengslin við ráðherra Alþýðu- bandalagsins. Og víst er það, að þeir stjórna nú ferðinni, en ekki Lúðvík Jósepsson. Sízt af öllu hefði nokkrum manni dottið í hug að draga forystu hans í efa. En nú er samt svo komið, að unglingadeild Alþýðubandalagsins hlustar varla á orð af því, sem hann segir. En nú er Lúðvík þó með hýrri há vegna átaka í ríkisstjórninni og þeirrar sundrungar, sem þau geta haft í för með sér. Drögin að efnahagsmálafrumvarpi Ólafs Jóhannessonar þykja svo aftur- haldssöm, að sumir telja, að ríkis- stjórnir lengst til hægri þyrðu varla að bjóða upp á þær kræsing- ar, sem í þeim felast; að það sé komin hægri slagsíða á „vinstri stjórnina“(!) Snú-snú í Öðali Mickie hálfnaður með heimsmeistaratilraunina MICKIE Gee plötusnúður hefur nú rúmar 600 klukku- stundir að baki í heims- metstilraun sinni en til þess að slá metið þarf Mickie að snúa plötunum í að minnsta kosti 1176 klukkustundir. Hann hefur hins vegar sett sér það takmark að spila plöturnar í 1200 klukku- stundir og var því hálfnaður með ætlunarverk sitt s.l. föstudag. Af því tilefni færði Óðal honum tertu þar sem á stóð „Gangi þér vel með næstu 600 tímana.“ Jafnframt heimsmetstil- rauninni fer fram söfnunin „Gleymd börn ‘79“ og hefst nú lokasprettur þeirrar söfnunar, að sögn aðstand- enda hennar. Gírónúmer „Gleymdra barna ‘79“ er 1979—04 en séra Ólafur Skúlason dómprófastur er verndari söfnunarinnar. Jarð- stöðina í notkun sem fyrst STJÓRN Verzlunarráðs íslands gerði svohljóð- andi samþykkt á fundi sínum 12. febrúar 1979: Að undanförnu hefur ísland ítrekað orðið nær sambandslaust við um- heiminn, er sæsíma- strengirnir Icecan og Scotice hafa slitnað á víxl eða samtímis. Stjórn Verzlunarráðs íslands vill benda á nauðsyn góðra fjarskipta fyrir viðskiptalífið og lands- menn alla og leggur áherzlu á, að jarðstöðin við Úlfarsfell verði tekin í notkun svo fljótt sem verða má. A það skal jafnframt bent, að fjár- festing í bættum fjar- skiptum og aukinni og ódýrari notkun pósts og síma innanlands, skilar sér fljótt í miklum sparn- aði. Mickie Gee sker fyrstu sneiðina af tertunni. Ljósm. Emilía. En þess er skemmst að minnast, að viðskiptaráðherra flutti ræðu á Alþingi um samningana við Fær- eyinga og sagðist mundu styðja þá, enda þótt flokksformaðurinn hefði ekki haft við að úthúða þeim og reyna að koma þeim fyrir kattar- nef. Framsóknarflokkurinn er ekki sízt bandingi Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, svo mjög sem hann þarf á því að halda að rétta hlut sinn. Hann telur, að tapað atkvæðamagn verði einkum sótt í greipar vinstri flokkanna tveggja og má það til sanns vegar færa. En nú liggur líf hans við, að betur takist til en í síðustu vinstri stjórn og virðast framsóknarmenn nú fremur ráða ferðinni en þá. Fyrr- verandi utanríkisráðherra, Einar Ágústsson, lagði á það höfuð- áherzlu, þegar hann tók til máls á miðstjórnarfundi flokksins nýlega, að brýna ráðherra hans i ríkis- stjórn að standa fast gegn kröfum krata og komma eins og það sé lífsspursmál fyrir flokkinn: „Sam- starfsflokkarnir hafa fyrr sett skilyrði, sem þeir hafa ekki staðið á, og ég tel að það sé alveg sama hvort við erum nær Alþýðubanda- laginu eða Alþýðuflokknum í þessu efni, ef við aðeins getum ráðið sjálfir, hvað verður ofan á,“ sagði Einar Ágústsson, varafor- maður Framsóknarflokksins, þeg- ar hann ræddi um stjórnarsam- starfið á miðstjórnarfundinum. Þannig er nú í pottinn búið á því heimili. Gott árferði Árferði er nú gott á íslandi og kraftur í framleiðsluatvinnuveg- unum og ætti því að vera forsenda fyrir, að unnt sé að ná árangri á efnahagssviðinu. En auðvitað er kjarni málsins sá, að slíkur árang- ur náist án þess að til atvinnuleys- is komi, þegar reynt er að ná því höfuðmarkmiði að minnka verð- bólguna. I skýrslu ráðherranefnd- ar ríkisstjórnarinnar er jafnvel talað um 15—20% verðbólgu við lok ársins 1980. Að því takmarki ættu Islendingar að stefna. En leiðin að því liggur ekki eftir gömlum, hálfhrundum vörðum, heldur þarf að varða nýjar leiðir og gera það með þeim hætti, að þær leiði ekki í villur og glötun, heldur öruggt skjól. Þó farið sé að bera á nokkru atvinnuleysi er ekki ástæða til að tíunda það, eins og nú háttar, því að sérfræðingar telja enga hættu á ferðum, meðan atvinnuleysi fer ekki yfir 2—3%. Þannig var það í tíð Macmillans í Bretlandi og þótti samt stætt á því að fullyrða við Breta: Þið hafið aldrei haft það eins gott og nú. Sérfræðingar álíta ekki, að hag- vöxtur muni aukast á næstunni, en unnt ætti að vera að halda í horfinu, enda hafa orðið verulegar hækkanir á afurðum okkar á erlendum mörkuðum. Á móti þessu kom svo flekkótta skýrslan, „sem getur þýtt lífskjaraskerðingu og hættu á atvinnuleysi", eins og Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra komst að orði á fyrrnefnd- um miðstjórnarfundi Framsókn- arflokksins. Þó rrtá benda á í þessu sambandi, að línuafli hefur verið óvenju góður suður með sjó og sjómenn, t.a.m. í Grindavík, segja, að betur hafi gengið en undanfarin ár. Einnig má ætla, að olíuhækkun setji strik í reikninginn, en sumir ætla, að hún ætti ekki að þurfa að vera eins mikil og boðað er, a.m.k. megi skoða það mál betur við seljendur okkar. Carter Banda- ríkjaforseti sagði 12. febr. sl. vegna atburðanna í íran, að ýkjur væru að tala um olíukreppu. Von- andi er þessi „kreppa“ ekki aðeins hér á landi eða í þeim löndum, sem kaupa olíu af Rússum. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að sér félli allur ketill í eld út af þessu máli. En vonandi rætist úr. Hvernig væri, að Rússar fengjust til að fallast á, að fiskurinn, sem við seljum þeim, sé ekki síður verðmætur en olía. Eða hvort skyldi matur ekki vera jafn verðmætur í hungruðum heimi og eldsneytið? Hitt er svo annað mál, að við þurfum að leggja alla áherzlu á orkufram- leiðslu, áður en það verður um seinan. En ástæða er til að taka undir ábendingar Geirs Hallgrímssonar um að við tökum upp viðræður við Sovétríkin um nýja verðviðmiðun olíu; hún verði annaðhvort bundin við framleiðsluverð OPEC-land- anna að viðbættum eðlilegum vinnslukostnaði, eða Rotterdam- viðmiðunin verði áfram í gildi, en með e.k. hámarki eða þaki. Einstaklingar hundeltir Alvarlegasta málið hér á landi nú er, hvernig ríkisvaldið eltist við einstaklingana. I boðaðri eignakönnun er jafnvel tekið sér- staklega fram, að þeir, sem eru ekki framtalsskyldir, skuli taka þátt í henni — og er engu líkara en verið sé með hótanir við gamalt fólk og sagt: Þið skuluð ekki sleppa, helvítin ykkar(!) Ríkisstjórn. sem hundeltir ein- staklinga í því þjóðfélagi, sem hún þykist vera að stjórna, mun ekki kemba hærurnar, því að fólkið í landinu þolir ekki slíka afskiptasemi til lengdar, hvað þá viðstöðulausa útþenslu ríkisbákns- ins, en rís upp einn góðan veður- dag og segir: hingað og ekki lengra, herrar mínir! Eignakönn- un er vantraust, ekki sízt með tilliti til þess, að eignakönnun fer í raun og veru fram á hverju ári, þegar menn gefa upp til skatts. Hitt er svo annað mál, að full ástæða er til að ná skattsvikurum, en frumskilyrði þess er — og það hefur reynslan sýnt — að fólkið búi við réttláta skattalöggjöf, sem hefur það ekki að markmiði, að enginn eigi neitt. Stjórnarherrarn- ir eru á ystu nöf í þessum efnum, á því er enginn vafi. En Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að verja einstakl- inginn með öllum tiltækum ráðum. Og nú þarf hann að lofta út hjá sér og viðra nýjar tillögur til lausnar efnahagsvandanum. Kjósendur höfnuðu lausn síðustu stjórnar og því er nauðsynlegt fyrir flokkinn að finna nýjan flöt á þeim vanda, sem við blasir. Efnahagstillögur núverandi ríkisstjórnar skortir ferskleika. Þær vernda ekki einu sinni láglaunafólkið eins og tillög- ur síðustu stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.