Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1979 Fyrir 3.500.000 árum Homo Australopithecus í dag Fyrir 500.000 árum Fyrir 1.000.000 árum Fyrir 1.500.000 árum Fyrir 2.000.000 árum Þaö vakti alheimsathygli þegar bandarískir vísinda- menn skýröu frá því um miðjan janúar í ár aö þeir heföu fundiö nýjan tengiliö milli manns og mannapa. Þessi frummaður, sem vísindamennirnir nefna Australopithecus afarensis, hefur búiö í utanverðri Afríku fyrir 3—4 milljónum ára, veriö 110—120 sendi- metra hár og gengið upp- réttur. Vegna þess aö nafnið á þessum nýja tengi- lið þykir nokkuö stirt, hafa vísindamennirnir fundiö upp á því snjallræöi aö gefa honum gælunafniö Lucy. Nafniö er þannig til komiö, aö þegar vísindamennirnir voru aö grafa eftir beinúm í jarölögum Afarhéraös í Eþíópíu áriö 1974, var eitt vinsælasta lagiö, sem þeir hlustuöu á „Lucy in the Sky With Diamonds“ meö Bítlunum. Þaö eru vísindamennirnir dr. Tim White frá Kaliforníu- háskóla og dr. Donald C. Johanson frá Náttúrusögu- safninu í Cleveland, Ohio, sem stóöu fyrir rannsókn- um á Lucy. Fyrstu stein- geröu beinin fundust viö uþpgröft í Afar-héraði í Eþí- ópíu í nóvember áriö 1974, og um svipað leyti fundust samskonar steingervingar um 1.600 kílómetrum sunnar, þ.e. viö Laetolil í Tanzaníu. í fyrstu var álitð aö hér væri um aö ræöa leifar af apamanninum Australopithecus africanus, sem uppi var í Austur-Afríku fyrir um tveimur milljónum ára. En viö nánari rannsókn kom í Ijós að. Lucy var rúmlega milljón árum fyrr á ferðinni, og ekki jafn þróuö og africanus. Kenningin um aö africanus væri sameiginleg- ur forfaöir manna og mann- Þróun manns og mannapa frá Australopithecus afarensis. Lucy er neðst á myndinni, en armurinn til vinstri er próun mannsins Til hægri kemur svo Australopithecus africanus og afkomendur hans par til ættin dó út fyrir um einni milljón ára. apa var því úr sögunni, og afarensis, eöa Lucy, kömin þar í staðinn. Fram til þessa hefur sú kenning veriö ríkj- andi aö þróun forföður mannsins upþ í þaö aö ganga á tveimur fótum, uppréttur, hafi komið sam- fara stækkun heilans, þannig aö aukin heilastarf- semi hafi kallaö á notkun handanna til annars en aö feröast á. En Lucy viröist kollvarpa þessari kenningu, því aö heilabúiö er lítið og vanþróaö. Þá er von aö vísindamenn spyrji nú sjálfa sig hvaö þaö hafi þá verið, sem fékk forfeöurna til aö rétta úr sér. Dr. Owen Lovejoy mann- fræðingur viö Kent háskólann í Ohio í Banda- ríkjunum er einn þeirra sér- fræöinga, sem unniö hafa hvaö mest aö rannsóknum á hvaö annaö geti hafa haft áhrif á göngulagið en stækkun heilabúsins. Telur dr. Lovejoy aö ástæöuna megi rekja til breyttra sam- lífshátta. Hann bendir á aö meöal apa sé þaö viötekin venja aö mæöur ala aöeins eitt afkvæmi í einu, og eru ekki móttækilegar eöa frjóar á ný fyrr en afkvæmið ' er orðiö nokkura ára gamalt og nærri sjálfbjarga. Dr. Donald Johanson með endurbyggða höfuðkúpu úr Af- ar-apa-manninum Lucy. Hjá simpansaöpum er til dæmis aö jafnaöi fimm til sex ár milli fæðinga. Hjá öpunum er ekki um neinar fjölskyldur aö ræöa, og mæöurnar veröa einar aö sjá um ungana þar til þeir eru færir um aö bjarga sef sjálfir. Dr. Lovejoy bendir á aö til aö viðhalda kynþætti, þurfi aö jafnaöi tvö afkvæmi aö minnsta kosti hjá hverju kvendýri, og geti þaö reynzt erfitt ef fæöingr eru svo stopular, sem hjá öpunum. Hann telur aö forfeöur mannsins hafi fundið upp nýja þjóöfélagshætti. sem meöal annars fólu í sér myndun fjölskyldu til þess aö fæðingar gætu gengiö örar. Telur dr. Lovejoy aö meö aukinni verkaskiptingu kynjanna í þessari nýju fjöl- skyldu forfeöranna, hafi þörfin komiö fyrir aö ganga uppréttur. Þá hafi karlinn þurft aö bera matarbirgð- irnar heim í búiö, og konan aö halda á ungunum og hlú aö þeim. Fleiri kenningar eru uppi um ástæöur fyrir því aö forfeöurnir risu upp á afturfæturna, og má búast viö því að fundur Lucy eigi eftir aö umturna miklu í kennslubókurrv mannfræö- innar á næstu mánuöum. Fyrir 2.500.000 árum Fyrir 3.000.000 árum Foríaðir manna og mannapa Sérfræðingar viö sögusafnið í Cleveland telja aö svona hafi Lucy litið út. Þanníg ímyndar listamaðurinn sér forfeðurna á hásléttum Epíópíu fyrir rúmlega 3 milljónum ára. Dr. Tim White og dr. Donald C. Johansons með hauskúpu af Lucy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.