Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 43. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Víetnam - Kína: Ekkert lát á bardögum innan landamæranna Lík hershöfðingjanna, sem teknir voru aí lífi í fyrrinótt. Fremst til vinstri er lík Motaadis, sem var yfirmaður heraflans í Qasvin. fjær er iík Maiiks, sem einnig var hers- höfðingi í Qasvin. Til hægri er lík Aíahars, yfirmanns keisaravarð- Hðsins, og fjær til hægri er lík Hamadanians, sem var yfirmaður bryggislögreglunnar SA VAK í Kermanshah. (AP-símamynd) Bangkok, Peking-Moskvu, 20. febrúar. AP. Reuter. KÍNVERJUM og Víetnömum bar saman um það í kvtild að bardagar geisuðu enn innan landamæra Víetnams. Kínverjar kváðu lið sitt halda áfram „að gjalda árásaraðgerðir í sömu mynt," um leið og vísað var á bug fregnum um að hafinn væri undirbúningur að brottflutningi kínversks herliðs af bardaga- svæðunum. í Moskvu var í fyrsta sinn látið að því liggja að Kínverjar „þyrftu að fá ráðningu" fyrir að ráðast á Víetnam, um leið og því var haldið fram að Bandaríkjastjórn hefði verið kunnugt um innrásaráform Kínverja fyrirfram. Víetnamar segja Kínverja hafa tögl og hagldir víöa í landamæra- héruðunum. Þá sagði Hanoi-stjórnin að í gær, mánudag, hefðu um fimmtán hundruð manns fallið úr liði andstæðings- ins, og í New York sagði sendi- herra Víetnams hjá Sameinuðu þjóðunum að fimm þúsund Kín- verjar hefðu fallið í bardógum frá því að innrásin hófst á laugardag- inn var. Fulltrúar Víetnam í Pek- ing lýstu því yfir í dag að tekið væri á móti Kínverjum af fullri hörku og beindist flughernaður í svipinn að gagnárásum, sem riðlað gætu fylkingum innrásarliðsins. Áreiðanlegir heimildarmenn í Bangkok halda því fram að síðasta sólarhringinn hafi greinilega dregið úr sókn Kínverja inn í Víetnam og að mestu bardagarnir fari fram á belti, sem séu tíu til tuttugu kílómetra innan landa- mæranna. Hins vegar séu engin merki um að Kínverjar séu farnir að draga lið sitt til baka, en kínversks liðsauka við landamærin Kínamegin gæti heldur ekki. Sendiherra Líbanons í Peking hafði þá sögu að segja .er hann kom af fundi Ho Yings, varautan- ríkisráðherra Kína, í dag, að aðgerðunum gegn Víetnömum væri lokið og að Kínverjar hefðu hafið brottflutning liðs síns yfir landamærin. Skömmu eftir að þecsi saga komst á kreik gaf kínverska utanríkisráðuneytið út afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem fram kom að varautanríkisráð- herrann hefði aldrei látið sér slíkt og þvílíkt um munn fara um leið og því var lýst yfir að ekki væri um að ræða brottflutning kín- versks herliðs af víetnömsku land- svæði. Þrátt fyrir fregnir af hörðum bardögum og loftárásum á landa- mærahéruðin er þrálátur orðróm- ur á kreiki um að Kínverjar hyggi brátt á brottflutning liðs síns. Tanjug-fréttastofan segist hafa það eftir áreiðanlegum heimildum, að Kínverjar ætli að hætta árásar- aðgerðum sínum jafnskjótt og telja megi að þeir hafi valdið nægilega miklum spjöllum í landa- mærahéruðunum til þess að Víet- namar láti sér að kenningu verða. Muni Kínverjar ljúka erindinu án þess að setja sérstök skilyrði fyrir brottflutningi og án þess að tengja málið veru víetnamsks herliðs í Kambódíu. Aftökum haldið áfram í íran — marxístar æsa til óeirða gegn byltingarstjórninni Teheran, 20. febrúar. AP. Byltingarstjórnin í íran hélt í dag áfram að hefna harma sinna gegn stjórn keisarans, en í dagrenn- ingu voru fjórir hershöfð- ingjar líflátnir eftir að byltingardómstóll hafði fjallað um mál þeirra. Stjórn Bazargans á í höggi við marxíska skæruliða, sem skorað hafa á alþýðu manna að hef ja mótmæla- aðgerðir gegn stjórninni nema vinstri sinnar fái aðild að stjórn landsins. Þá beindi Carter Bandaríkja- forseti því til Sovétstjórn- arinnar í dag, að engin erlend íhlutun í mál írans yrði liðin, heldur mundi hún óhjákvæmilega hafa alvarlegar afleiðingar og neikvæð áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna. Af hálfu utanríkisráðuneytisins í Teheran var í dag birt yfirlýsing þar sem heitið var því að Reza Pahlevi fengi ekki stundlegan frið í útlegðinni þar til hann hefði verið fluttur til írans og sóttur þar til saka, en frásögn birtist jafn- framt í Teheran-blaðinu Ettelaat þar sem skýrt var frá því að sérstök nefnd hefði fengið það verkefni að ræna keisaranum. Þá var einkaþotu keisarans rænt í Marokko og henni flogið til Teheran. Var áhöfn þotunnar þar að verki og við heimkomuna lýsti einn af fyrrverandi lífvörðum keisarans því yfir, að þegar að því kæmi að keisarinn hlyti makleg málagjöld yrði sér sönn ánægja að því að verða í aftökusveitinni. Keisarinn er enn í Marokko, en orðrómur er á kreiki um að hann ætli að sækja um landvistarleyfi fyrir sig og fjölskyldu sína í Sviss. Hershöfðingjarnir fjórir voru skotnir á þaki byggingarinnar þar sem Khomeini trúarleiðtogi hefur Ólga á vesturbakka Jórdanárinnar Jerúsalcm, Washington, 20. febr. Reuter. MIKIL ólga ríkir nú á vestur- bakka Jórdanárinnar, og hefur hervörður verið efldur þar veru- lega á síðustu dögum. Fregnir herma að Palestínuarabar á svæðinu hafi espazt mjög við fregnir af byltingunni í íran og andsttiðu Khomeinis gegn fsra- elsstjórn og er óttast að veruleg áfö'k séu i aðsigi. Utanríkisráðherrar ísraels og Egyptalands eru nú á leið til Bandaríkjanna þar sem nýir Camp David-fundir hefjast á morgun. Dauflega horfir um árangur af fundunum, en Carter forseti hefur ítrekað að hann muni hafa for- göngu um að þeir Sadat og Begin hittist á ný, ef útlit sé fyrir að fundir þeirra geti greitt fyrir samkomulagi. Cyrus Vance utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna verð- ur gestgjafi utanríkisráðherranna í Camp David, og mun hann ræða við þá Khalil og Dayan til skiptis á fyrstu viðræðufundunum. Mikil áherzla er lögð á að ráðherrarnir fái næði til viðræðna, og fá blaða- menn engan aðgang að þeim með- an þeir dveljast í Camp David. Holmenkoll- mótið haldið - þrátt fyr- ir allt Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins i Ósló. MINNSTU munaði að fríðleiks- snót á skfðum, í bikini einu fata, kæmi í veg fyrir að Holmenkoll-skíðamótið yrði haldið í ár. Mynd af þeirri léttklæddu birtist á auglýs- ingaspjaldi, sem var gefið út í tilefni mótsins. Jafnaðar- mannaflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn hafa harmað að mynd þessi skuli hafa birzt á auglýsingaspjaldinu og telja hana niðurlægjandi fyrir gjörvallt kvenkyn. Flokkarnir hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja fjárframlög til Holmenkoll- móts'ms. endurtaki sig mistök sem þessi, en slík afstaða jafn- gilti því að mótið yrði ekki haldið. bækistöðvar sínar, en að þeim meðtöldum hafa átta hershöfð- ingjar verið líflátnir síðan bylting- arstjórnin tók völdin í sínar hend- ur. Talið er að fimmtán mönnum að minnsta kosti séu búin sömu örlög, auk þess sem aðstoðarmenn Khomeinis tala digurbarkalega um að þeirra fjölmorgu, sem látið hafi lífið í stjórnartið keisarans, verði ekki fullhefnt á næstunni. I dag var allt með kyrrum kjörum á almannafæri í Teheran, en ljóst er að Khomeini og stjórn Bazargans eiga við ramman reip að draga þar sem eru herskáir skæruliðar marxista. Khomeini hefur fordæmt áform þeirra um mótmælaaðgerðir og lýst því yfir að þær séu af hinu illa, en ekki er útlit fyrir að þau ummæli hafi áhrif á marxista. Víetnam- myndir fá bezta dóma Los Angeles — 20. febrúar — Reuter TVÆR kvikmyndir, sem báðar fjalla um áhrif Víetnamsstyrjald- arinnar á bandarískt þjóðlíf, eru langlíklegastar til að hljóta óskarsverðlaunin í ár. Er hér um að ræða „The Deer Hunter" og „Coming Home". Aðalleikarar fyrrnefndu myndarinnar, þau Jane Fonda og Robert de Niro hafa verið tilnefnd sem beztu leikarar ársins fyrir frammistöðu sína, en auk þess hefur verið lagt til að Jon Voight, aðalleikarinn í „Coming Home" hljóti einnig þann sæmdartitil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.