Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 3 Aukabjörgunarbátar ættu að vera í öllum bátum niður í 20 tonn — segir Garðar Guðmundsson skipstjóri Ólafsfirði, 20. febrúar. Fri Kristni G. Jóhannssyni fréttaritara Mbl. „EFTIR að Kristbjörg fórst í mynni Ólafsfjarðar fyrir um og áhöfn hans á Guðmundi Ólafssyni sem björguðu skip- brotsmönnunum af Krist- björgu. ' - Garðar Guðmundsson skipstjóri og kona hans Sigríður Hannesdótt- ir. þremur árum síðan tóku allir bátar í Ólafsfirði af svipaðri stærð og Guðmundur Ólafsson aukagúmbáta um borð, eins og þann sem við fimm skipverjar af Guðmundi björguðumst á. Þessum aukabátum var komið fyrir frammi á, en þar var gúmbáturinn sem bjargaði skipverjum Kristbjargar, þeim er af komust," sagði Garðar Guðmundsson skip- stjóri á Guðmundi Ólafssyni í samtali við Mbl. í kvöld. Garðar sagði að hann teldi að slíkir aukabátar ættu raun- ar að vera frammi á um borð í öllum bátum allt niður í 20 tonn. Aðalbjargbátar eru á stýrishúsi og þegar atvik verða með svo snöggum hætti og varð með Guðmund Ólafs- son hætta skipverjar ekki á að eyða löngum tíma í að ná þeim bát. Þess má geta að það var einmitt Garðar Guðmundsson Ágúst Sigurlaugsson vélstjóri á Guðmundi ólafssyni, sem Mbl, birti samtal við á baksíðunni í gær, Ljósm. Mbl. Sv.P. ásamt konu sinni og þremur af átta börnum þeirra hjóna. Frá vinstri: Geir Hörður Ágústsson, Olga Albertsdóttir, Sæbjörg Ágústsdóttir, Ágúst og Sigurlaugur Ágústsson. Ljósm. Mbl. Sv.P. Auðvitað til fyrirmyndar að hafa aukabáta um borð — segir Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri „ÞETTA er auðvitað til fyrir- myndar og við erum að sjálf- sögðu hlynntir því að menn geri betur en lágmarkskröfur segja til um,“ sagði Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri, er Mbl. ræddi við hann í gær f tilefni af þvf að mennirnir fimm, sem björguðust af Guð- mundi ólafssyni frá Ólafsfirði, komust af á gúmbjörgunarbát, sem þeir höfðu aukalega um borð. Hjálmar sagði að lög og regl- ur mæltu svo fyrir að fiskibátar 15 til 50 lestir skuli hafa einn gúmbjörgunarbát sem rúmar alla áhöfnina og er hann geymd- ur á stýrishúsþaki. Fimmtíu lesta til hundrað lesta bátar skulu hafa tvo björgunarbáta, sem rúma samanlagt 1.5 sinnum fjölda skipverja. „Við verðum að horfast í augu við það að menn horfa í kostnað- inn varðandi öryggistæki sem annað," sagði Hjálmar R. Bárð- arson, er Mbl. spurði hann, hvort ekki kæmi til greina að gera að skyldu fleiri en einn björgunarbát í 15 til 50 lesta bátum. „Það kostar sitt að hafa aukabát, bæði kemur til báts- verðið og viðhald, og einnig bera menn við plássleysi um borð. Ólafsfirðingar hafa leyst þetta mál með því að hafa aukabátinn minni, en skyldu- báturinn í 15 lesta skipum og stærri má ekki taka færri en sex menn og ekki mega vera stærri en tólf manna bátar í skipum, sem eru undir 200 rúmlestir." Mbl. spurði Hjálmar hvaða skýringar hann kynni á því að aðalgúmbjörgunarbáturinn um borð í Guðmundi Ólafssyni flaut ekki upp enda þótt skipstjóran- um tækist að opna kistuna, sem hann var í. „Af þeim upplýsing- um sem koma fram í Morgun- blaðinu ræð ég það, að þetta hafi gerzt svo snöggt að skipstjóran- um hafi ekki tekizt að lyfta bátnum upp úr kistunni og hann hafi ekki náð að fljóta upp eftir að kistan valt með bátnum," sagði Hjálmar." Við munum auðvitað fylgjast náið með sjó- prófunum á Olafsfirði og draga af þeim þann lærdóm, sem hægt verður." Maðurinn sem fórst MAÐURINN. sem fórst þegar Guðmundur Ólafsson ÓF 40 sökk í fyrradag hét Þórir Guðlaugsson til heimilis að Brekkugötu 19, ólafsfirði. Hann var 49 ára gam- all. Hann lætur eftir sig eigin- konu og fjögur börn. Þess má geta hér að Þórir var skipverji á Stíganda frá Ólafsfirði, sem sökk á síldarmiðunum um 700 sjómílur norð-austur af Langanesi í águðst 1967. Skipverjar voru 12 og komust allir í gúmbáta. Hröktust þeir í bátunum í tæpa 5 sólarhringa unz þeim var bjargað yfir í Snæfugl frá Reyðarfirði heilu og höldnu. Vakti þessu giftu- samlega björgun athygli alþjóðar og fagnaðarbylgja fór um landið þegar tíðindin spurðust. Sáttatillaga í flug- mannadeilunni í dag HÁSKÓLAREKTOR, Guðlaugur Þorvaldsson, hefur boðað fulltrúa Félags íslenzkra atvinnuflug- manna til fundar klukkan 14 f dag, þar sem hann mun væntan- lega kynna nýja tillögu sátta- nefndar til lausnar flugmanna- deilunni, en Guðlaugur er nú einn sáttanefndarmanna hér á landi, þar sem ráðuneytisstjórarnir Hallgrímur Dalberg og Brynjólf- ur Ingólfsson eru staddir á Norðurlandaráðsþingi í Stokk- hólmi. Félagsfundur hefur verið boðaður hjá F.Í.A. í kvöld. Verkfallsaðgerðir FIA eiga að koma til framkvæmda á föstudag, en þann dag fljúga félagsmenn ekki millilandaflug né til Sauðár- króks, Akureyrar eða Húsavíkur í innanlandsflugi. Á laugardag og sunnudag munu þeir ekkert fljúga í innanlandsflugi, en hins vegar verður millilandaflug með eðlileg- um hætti þá daga. ÍSIfNSKT* OSTáVáLM Tœpleg240 ostategundir eru framleiddar á íslandi nú. Hefurðu bragðað Mysuostanad lt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.