Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 Hjartanlegar þakkir til allra sem glöddu mig með gjöfum, blómum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 14. febrúar s.l. Guö veri meö ykkur. Lára Guömundsdóttir Sólvallagötu 47, Keflavík. WIKA Þrýstimælar Allar stæörir og geröir. Vesturgotu 16, sími 13280. (S(Q) Vogar; Fjölmennur fundur um hreppsmálefni Vogum, Vatnsleysuströnd 19. feb. HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps boðaði til almenns borgarafundar í Giaðheimum s.i. fimmtudag til að ræða fjárhagsáætlun 1979 og önnur hreppsmál. Fjölmenni var á fundinum og kraftmiklar umræður um mörg málefni. Sveitarstjóri kynnti fjárhags- áætlun og gerði samanburð á fjárhagsáætlun milli áranna 1978 og '79 og niðurstöðum hrepps- reikninga s.l. árs. Gert er ráð fyrir að tekjur hreppsins á þessu ári verði rúmlega 120 milljónir króna, sem síðan skiptist til helminga í rekstur og framkvæmdir. Helstu tekjustofnar eru: útsvar 61,2 milljónir, jöfnunarsjóður 22,6, og fasteignaskattar 9,3 milljónir. Helstu rekstrarliðir eru: Fræðslu- mál 16,5 milljónir, stjórnunar- kostnaður 9,3 milljónir, almennar tryggingar (sýslusamlag og atvinnuleysistryggingasjóður) 7,1 milljón. Helstu framkvæmdir á árinu eru: Grunnskóli 35 milljónir, slitlag á Hafnargötu 10 milljónir, holræsagerð 5,2 milljónir. Margir tóku til máls á fundinum um fjárhagsáætlunina og gerðu athugasemdir eða báðu um nánari skýringar. Að loknum umræðum um fjárhagsáætlun voru önnur hreppsmál. Enn tóku margir til máls og voru flest málefni hrepps- ins tekin til umræðu. Fundi var ekki slitið fyrr en eftir miðnætti og höfðu þá 24 fundarmanna tjáð sig um málefni hreppsins. Tvær tillögur voru lagðar fram á fundinum, önnur frá Gunnari Jónssyni, þar sem fundurinn skor- ar á hreppsnefnd að endurskoða lóðaleigusamninga miðað við fast- eignamat. Sú tillaga var samþykkt með 22 atkvæðum gegn tveimur. Hin tillagan var frá Jóni Knstjánssyni um áskorun á þing- mena kjördæmisins um að drag- r.ótaveiði verði ekki leyfð í Faxa- flóa. Sú tillaga var einnig sam- þykkt með 33 atkvæðum gegn einu. — Fréttaritari. Sjónvarp í kvöld kl. 20.30: Migrena, eðli og meðferð - „Grænasta iðnaðarborg í heimi" Nýjasta tækni og vísindi í umsjón Örnólfs Thorlaciusar hefst í sjónvarpi í kvöld kl. 20.30. Meðal efnis er fróðleg mynd um mígrenu. Aðspurður sagði Örnólfur að myndin sem er brezk hefi fengist gegnum sam- tök migrenusjúklinga, og samist svo um að hún yrði sýnd í þættinum. Lýst er eðli þessa sjúkdóms og helztu einkennum, sem hon- um fylgja. Komið er inná, hvað lítið menn vita í raun um orsakir, svo sem breytingar á efnaskiptum sem virðast vera ísambandi við truflun á blóðrás í heilanum. Farið er að athuga heilalínurit og reynt að finna afbrigði í heilalínuritum hjá sjúklingum. Migrena leggst misþungt á menn, og fjallað er um ýmislegt sem hægt er að gera til að létta líðan þeirra, sem af þessu þjást. Vonandi verður þetta til að vekja áhuga fleiri en þeirra, sem eru svo illa settir að vera haldnir þessum kvilla. Þá verður einnig fjallað um sögulegar hliðar þessa sjúk- dóms, en fyrstu lýsingar á migrenu, sem menn hafa, eru eftir því. sem næst verður komist, hjá Hyppocratiusi hin- um gríska á 4. öld f. Kr. Þá var til að mynda notað nafnið hemicrania, eða hálft höfuð, og var það Grikki nokkur, Galenas, sem notaði það nafn fyrst. I lokin er síðan kynnt hvað gert er fyrir sjúklingana í Bretlandi og hversu margir það eru, sem þjást af migrenu, en fólk getur verið með sjúk- dóminn án þess að verða raun- verulega vart við það, en haldið það vera venjulegan höfuðverk. Síðari myndin í þættinum í kvöld er frá Sovétríkjunum. Segir í henni frá námaborginni Donetsk, sem er miðstöð í stóru náma- og iðnsvæði i Sovét- ríkjunum. Fjallað er um tækn- ina sem notuð er við náma- reksturinn, en sjálfvirknin er mjög mikil, og hvernig um- hverfisvandamál, sem fylgja námarekstri sem þessum, eru leyst. Þess má geta, að Donetsk og umhverfi er samkvæmt skýrslu UNESCO grænasta iðnaðarborg í heimi. íbúða- svæðin eru afgirt með grænum beltum frá iðnaðarsvæðinu. Nýtt eru vel frjósöm landbún- aðarhéruð og borgarsvæði tak- markað. Hjörtur Pálsson Hjalti Rögnvaldsson Utvarp í kvöld kl. 21.30: ,;Enn blossar astartinna" „ENN blossar ástar tinna" nefnast ljóð úr Dynfara- vísum eftir Hjört Pálsson, sem Hjalti Rögnvaldsson leikari les í útvarpi í kvöld kl. 21.30. „Dynfaravísur er mín fyrsta bók", sagði Hjörtur er hann var spurður, fyrri ljóðabókin af tveimur. Hún kom út 1972 og skiptist í fimm kafla, þar sem ljóðunum er raðað eftir efni. Kaflinn, sem lesið er úr í kvöld, er fyrsti hluti bókarinnar og ber yfir- skrift úr vísu eftir Pál Vídalín, „Enn blossar ástar tinna". í þessum hluta eru 12 ljóð, misjöfn að lengd. Þau eru ort, þegar ég var í menntaskóla og talsvert fram á þrítugsaldur, svo í raun og veru eru þetta æskuljóð. Sum eru í hefð- bundnu bragformi, rímuð og stuðluð, önnur ekki. Eins og nafnið bendir til, eru þetta yfirleitt ástar- ljóð, en ástin hefur bæði fyrr og síðar verið yrkis- efni, sem ungu fólki hefur af eðlilegum ástæðum stað- ið hjarta nærri. Róman- tíkin er kannski meiri en hún mundi vera hjá mér núna og kemur meðal ann- ars fram í því, að ég leita í þessum efnum aftur í aldir, þegar ég er að tjá þar hug minn." Úlvarp Reykjavlk AIIÐMIKUDtkGUR .. -i. 21. febrúar MORGUNNINN____________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páil Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Arnhildur Jónsdóttir les „Pétur og Sóley", sögu eftir Kerstin Thorvall (3). 9.20 Leikfimi 9.30 Tiikynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög. frh. 11.00 Horft til höfuðátta. Séra Helgi Tryggvason les bðru sinni úr bók sinni „Vísið þeim veginn". 11.25 Kirkjutónlist: Don Kósakkakórinn syngur andleg lög; Serge Jaroff stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar SIÐDEGIÐ______________ 13.20 Litli barnatfminn Sigríður Eyþðrsdóttir stjórnar. Lesið úr Bernsk- unni eftir Sigurbjörn Sveins- son, og rætt um Aravísur Stefáns Jónssonar. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: Húsið og hafið" eftir Johan Bojer. Jóhannes Guðmunds- son fslenzkaði. Gísli Ágúst Gunnlaugsson les. (17). 15.00 Miðdegistónleikar: Strepgjasveit Boston-sinfóníuhljóm- sveitarinnar leikur Adagio fyrir strengjasveit op. 11 eftir Samuel Barber; Charles Munch stj. Hljóm- sveitin Fílharmonfa f Lundúnum leikur Sinfónfu nr. 5 í es-dúr op. 82 eftir Sibelius; Herbert "* von Karajan stj. 15.40 íslenzkt mál. Endurt. þáttur Guðrúnar Kvaran frá 17. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Bernska í byrjun aldar" eftir Erlu Þórdísi Jónsdótt- ur. Auður Jónsdóttir les (4). 17.40 Á hvftum reitum og svörtum Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. Mxnm!m MIDVIKUDAGUR 21. febrúar 18.00 Rauður og blár ítalskir leirkarlar. 18.05 Bórnin teikna Bréf og teikningar frá börnum til Sjonvarpsins. Kynnir Sigríður Ragna Sigurðardóttir. 18.15 Guilgrafararnir Tíundi þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Heimur dýranna Fræðslumyndafiokkur um dýralff víða um heim. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Nýjasta tækni og vísindi Um eðli og meðferð mfgrenuo.fi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.00 Will Shakespeare Breskur myndaflokkur. Þriðji þáttur. Efni annars þáttar: Hópur leikara við Rosar- Ieikhúsið, þar á meðal Wilí Shakespeare, stofnar nýjan kikflokk. Will kynnist ungum vasa- þjófi, Hal, sem tælir hann til að hjálpa sér að brjótast inn hjá lávarðinum af Southampton. Þeir eru staðnir að verki en þá kemur í ljós, að Hal er sjálfur lávarðurinn. Svarti- dauði geisar í Lundúnum. Leikkona deyr og hún er jarðsett á laun, svo að leik- húsinu verði ekki lokað. En þegar fleiri taka sóttina, verður ekki lengur komist hjá lokun. Will þiggur boð lávarðarins um að dveljast á sveitasetri hans. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.50 Þróun fjolmiolunar Þriðji og síðasti þáttur. Frá Gutenberg til Göbbels Þýðandi og þulur Friðrik I'áll Jónsson. 22.45 Dagskrárlok 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. KVÖLDIÐ______________ 19.35 Gestur í útvarpssal: Ingveldur Hjaltested syngur við pfanóundirleik Jónínu Gísladóttur lbg eftir Franz Schubert, Jóhannes Brahms og Richard Strauss. 20.00 ÍJr skólalífinu Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum. Fjallað um fósturnám og kennslu við Fósturskóla íslands. Rætt verður um verkþjálf- un, stöðu fósturnáms í skóla- kerfinu, verkefni á barnaári o.fl. 20.30 Útvarpssagan: „Eyrbyggja saga" Þorvarður Júlfusson les (6). 21.00 Hljómskálamúsik Guðmundur Gilsson kynnir. 21.30 „Enn blossar ástar tinna" Hjalti Rögnvaldsson les ljóð uf „Dynfaravísum" eftir Hjört Pálsson. 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson annast þáttinn. Rætt við Baldur Sveinsson og Ragnar Ragnarsson stjórnarmenn í Flugsögufélaginu. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passfusálma (9). 22.55 Úr tónlistarlífinu. Knútur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.10 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdótt- ir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.