Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 11 Geðdeild Landspítalans bygginguna eina hreint fráleitur. Hér virðist vera um sömu vitleys- una að ræða og kom fram í viðtali við próf. Tómas Helgason (Mbl. 9. febr.). I skýrslu Læknaráðs Lsp. kom fram, að rými á sjúkling f geðdeildarbyggingunni er 112 m2 en f aðalbyggingu Lsp. 32 m2 og hefur þessi staðhæfing ekki verið hrakin. Það gildir einu þó rými geðdeildarbyggingar sé brotið niður i ýmsa þjónustuþætti, eins og J.G.S. gerir í grein sinni, því hlutfallið er ávallt hið sama eða u.þ.b. 3,5 sinnum meira rými er fyrir alla þjóhustuþætti í geð- deildarbyggingu en í aðalbyggingu Landspítalans. Leiðarahöfundur Mbl. blandar sér í þessa deildu á eftirfarandi hátt. „Það er á miklum misskilningi byggt, þegar bor-inn er saman fermetrafjöldi á hvern sjúkling á geðsjúkrahúsi og öðrum sjúkrahúsum. Geðsjúkir þurfa á að halda annars konar aðstöðu og aðbúnaði en aðrir sjúklingar, sem lagðir eru inn á sjúkrahús um skeið. í fleiri tilvikum a.m.k. liggja þeir ekki rúmfastir og miklu skiptir að takast megi að beina athygli þeirra og áhuga að einhverjum verkefnum dag frá degi. Umhverfið skiptir og máli fyrir sjúkdómsmeðferð. Umhverfið þarf að vera uppörv- andi og hvetjandi en ekki niður- drepandi". Það er mjög athyglisvert að athuga viðbrögð þeirra, sem fjalla um stærð geðdeildarbyggingarinn- ar. Tveir geðlæknar með skömmu millibili hafa með reikningskúnst- um reynt að fela stærð byggingar- innar, ráðamenn geðdeildar hafa neitað blaðamönnum og Lækna- ráði um að skoða bygginguna og nú talar leiðarahöfundur Mbl. um „að það sé á miklum misskilningi byggt, þegar borinn er saman fermetrafjöldi o.s.frv." í þessu sambandi má benda á, að það eru ekki eingöngu geðsjúkling- ar, sem þurfa uppörvandi og hvetj- andi umhverfi. Flestir sjúklingar með líkamlega sjúkdóma hafa fótavist og það er jafnvel liður í meðferð margra þeirra að þeir hreyfi sig eins og kostur er og er lítill munur á þörfum geðsjúkra og þeirra, sem hafa líkamlega sjúk- dóma hvað þetta snertir. Enn aðrir sjúklingar t.d. þeir sem koma bráðveikir á spítala þurfa hvíld og frið og aðstaða þarf að vera fyrir viðtöl í einrúmi. Mikið skortir á, að þessi aðstaða sé fyrir hendi. Síðast en ekki síst er lítil eða alls ófullnægjandi aðstaða til að sinna mörgum sjúklingahópum og vís- ast til skýrslu Læknaráðs um það. Ef leiðarahöfundur Mbl. held- ur, að fermetrar komi þessu máli ekki við þá ætti hann að kynna sér skýrslu Læknaráðs betur. Það er vert að vekja athygli á þeirri afstöðu, sem kemur fram í leiðara Mbl., þar sem segir „Geðdeildin nýja við Landspítal- ann er bylting í aðbúnaði og meðferð geðsjúkra á Islandi". I fyrirsögn í grein J.G.S. kemur fram svipuð afstaða „nauðsyn á fullkominni geðdeild.“ Það væri vissulega ánægjulegt ef hægt væri að gera „byltingu" í aðbúnaði og meðferð annarra sjúklinga einnig og skapa „fullkomna“ aðstöðu fyrir alla. Það ætti þó minnsta kosti að vera leiðarahöfundinum ljóst, að fjár- magn til opinberra framkvæmda er' takmarkað. Það eru ekki ein- göngu hans fjármunir, geðlækna eða geðsjúklinga, sem fara til byggingar geðdeildarhúss, heldur fé skattgreiðenda allra. Þegar ráðist er í að leysa vandamál geðsjúkra á „fullkominn" ,hátt þá hindrar það að jafnvel brýnustu vandamál annarra sjúklingahópa, sem Landspítalinn á að þjóna séu leyst á meðan. Rétt er að benda á, að sú „fullkomna“ aðstaða sem farið er fram á fyrir geðsjúka er nú þegar nær tilbúin fyrir 30 alsjúklinga og 6 dagvistunarsjúkl- inga ásamt göngudeild. í leiðara Mbl. segir ennfremur „Morgunblaðið dregur ekki í efa að brýnt sé að bæta aðstöðu Land- spítalans á fjölmörgum sviðum, sem Læknaráð spítalans gerir rækilega grein fyrir. Morgun- blaðið vill fyrir sitt leyti stuðla að því að svo megi verða. En það verður ekki gert á kostnað geð- sjúkra". Læknaráð Landspítalans fagnar stuðningi Morgunblaðsins og býður hér með ritstjórum þess að koma og skoða spítalann og e.t.v. geðdeildarbygginguna líka, ef leyfi fæst. Læknaráð er hins vegar minnugt svipaðra loforða ráða- manna 1972—73 um að geðdeildar- byggingin skyldi ekki tefja fram- kvæmdir við byggingaráætlun spítalans, en efndir hafa engar orðið. Það er rétt að vekja athygli á því, að í skýrslu Læknaráðs komu fram ákveðnar tillögur um lausn á vandamálum Landspítalans. Lagt var til, að sá hluti geðdeildarhúss, sem ennþá er ófrágenginn verði tekinn til víðtækari samnýtingar og/eða sérnýtingar en í upphafi var ákveðið þangað til varanleg lausn hefur fengist með nýbyggingum skv. byggingar- áætlun spítalans. Læknaráð telur, að með þessu sé vandinn ekki leystur „á kostnað geðsjúkra", þar sem nægjanlegt rými er til að leysa vandamál beggja aðila til bráðabirgða. Leiðarahöfundi Mbl. er ef til vill ekki ljóst, að boðaður er samdrátt- ur í opinberum framkvæmdum og 3—4 ár eru þangað til geðdeildar- byggingu lýkur. Á þeim tíma eiga jafnvel bjartsýnustu menn ekki von á miklum nýbyggingarfram- kvæmdum á Landspítalalóð og ennfremur líður alltaf nokkur tími frá því að þær hefjast þar til þær koma til nýtingar. Það væri fagnaðarefni ef leiðarahöfundur Mbl. finnur aðra lausn á þessu máli, en lögð er til í skýrslu læknaráðs. Samnýting J.G.S. endar grein sína á þeim orðum að „með góðum samstarfs- vilja ætti að vera hægt að ná samkomulagi um samnýtingu". Samningatilraunir hafa nú staðið yfir í meira en ár og hefur Lækna- ráð Lsp. ekki orðið vart við þann samstarfsvilja sem J.G.S. talar um. Læknaráð Lsp. telur reyndar frekari samningatilraunir gagns- lausar meðan grundvöllur þeirra er samnýtingarsamningur frá 1973, en Læknaráð telur forsendur hans margfaldlega brostnar. Heilbrigðisráðherra einn getur breytt þessum samningsgrundvelli og hvílir nú á honum að meta þarfir hinna ýmsu sjúklingahópa og sérdeilda á Landspítala. il 1910 hof*u kr»fl»r lyfirvftldm bftinftl ft« P*» K'ri . " ‘Júkrtdr,u ‘■"•urtPwSr QeMeildin nvia •SKttf'TiJíJr* r , ^engst af var K/eppssuj.Bl H.nruhrvr/fSK; sUrfr*ktu“ m“ínan verið í,röngur re,an en Si vS?rs?<» -SS-SS jwj uuft Geðdeild GandspítaJans •'z&ss ** anr. geðjjtiJtrí !« ‘i meðferð h ■ fr* 1 "U U 2? •» •Júki m fu“<'u. I'*‘»»«ð íph mm n ' h:££-SttíSteíri *ð hluu fyrir »ö>Wf!,n,runa Undspiuian. dei,dir *é vert, Unlnþ?ðh,>tu'- m*rka. Ijekn.ráö ,hóH**r« *'*ns verður «ð Pe,n fyrir be«.. *r ,r“" bv. S enltfnSr’* Peðdeild issgsm en stœrðmni mótmœlt xTZ'JiZ” !+****» 20 MORUUNBLAÐID.flMMTtmAnilRH f .----JwMaogRannsóknantofu rfakninn,- HyOffuig ffeðdeildar tefurfurir bygwigaráœttun LandspítcUans -Befurtekiðféfráupp- ®WOmguannarrudeiIda l»«nnwr *■ S«rh*fft«r hj.ri ^mlW.nd. Hjukl.nir i þvl Ari aa •murfMfTT h.4,;.;:;,,n*A,‘ l-»»«i»k<x»pii.i. r- " “>|IJ»rAur l»,7 m.lljAn.r , * Hftnu.,u -^r„N. víft »r vmll tr RyKln„rá»fU, UuxÉuyfUlMMr Irskir póstmenn í viku verkf alli Dublin, 19. febrúar. Reuter. AP. ÍRSKIll póststarfsmenn hófu í gærmorjíun vikulangt allsherjarverkfall til að leggja áherzlu á kröfu þeirra um 37% kauphækkun að því er fréttir frá Dublin herma í dag. Talið er að um 13 þúsund starfsmenn Pósts & síma muni taka þátt í verkfallinu sem mun stöðva allan póst- burð og símtöl sem ekki fara í gegnum sjálfvirka síma- kerfið og ekki verður hægt að greiða gjöld til ríkisins því að tekið er á móti þeim á skrif- stofum Pósts & síma. Samið hefur verið um það að starfsmenn muni sinna allri neyðarþjónustu í sam- bandi við símann. Þegar ljóst var að af verk- fallinu yrði, sendu yfirvöld frá sér tilkynningu um ósk til fólks að það póstaði ekki bréf eða böggla viku fyrir verk- fallið. Ekki er talið að fólk hafi almennt orðið við þessari ósk. ÚTBOO Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og söluíbúöa, Patreksfirði óskar eftir tilboöum í byggingu 8 íbúöa fjölbýlishúss. Húsiö á aö rísa viö Sigtún á Patreksfirði og er boðið út sem ein heild. Skila á húsinu fullfrágengnu eigi síöar en 1. apríl 1980. Útboösgöng veröa til afhendingar á sveitarstjórnarskrifstofu Patreksfjarðar og hjá tæknideild Húsnæöismálastofnunar ríkisins frá þriöjudeginum 20. febrúar 1979. Gegn kr. 30.000.’- skilatryggingu. Tilboöum á aö skila til Gunnars Péturssonar, skrifstofu Patrekshrepps, Aöalstræti 63, eöa tæknideildar Húsnæöismálastofnunar ríkisins eigi síöar en föstudaginn 9. marz 1979 kl. 14.00 og veröa þau opnuð aö viðstöddum bjóðendum. F.h. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluíbúöa Patreksfiröi, Gunnar Pétursson. IS' 1: i »I: t; 3 * í i h m < 41 i JI ‘ 111. i n t i ]. 11 i i 1111111111 í tminmi miiitiiiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.