Morgunblaðið - 21.02.1979, Page 14

Morgunblaðið - 21.02.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 Nordli á þingi Norðurlandaráðs: Samvinna krefst pólitísks vilja ekki síður en athugana og innræðna Stokkhólmi, 20.2., frá Jóhannesi Tómas- syni, blm. Mbl. ALMENNUM umræðum var haldið áfram á þingi Norðurlandaráðs í morgun og voru á mælendaskrá fyrir hádegi 16 ræðumenn. Meðal þeirra voru forsætis- ráðherrar _ Norðurland- anna nema íslands, Odvar Nordli, Kalevi Sorsa, Ola Ullsten og Anker Jörgen- sen. Af íslands hálfu talaði Ragnhildur Helgadóttir og eftir hádegi töluðu Svava Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds. í ræðu sinni gerði Ola Ullsten í upphafi grein fyrir nokkurri sam- vinnu er átt hefur sér stað milli Óðir hundar mannskæðir Manila. Filipaeyjum. 20. feb. AP. AÐ MINNSTA kosti 150 manns og 25 þúsund hundar deyja árlega úr hundaæði á Filipseyjum. að sögn opinberu fréttastofunnar þar í dag, og er dánartala vegna hundaæðis hvergi hærri. Fréttastofan hefur það eftir starfsmanni alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, að unnt væri að hafa hemil á hundaæðinu með því að bólusetja alla hunda með nýju ónæmisefni, en efni þetta er mjög dýrt, og litið tii af því í landinu. Svíþjóðar og Noregs varðandi könnun á útflutningi Norðurland- anna og sagði hann að halda ætti áfram að vinna að frekari athugun á samkeppnisaðstöðu Norðurland- anna á alþjóðavettvangi. Ætti þessi athugun ásamt athugun á byggðastefnu, flutningi fyrirtækja og fjármagni milli landa að renna betri stoðum undir þróun efna- hagssamvinnu landanna. Sagði hann að aukin samvinna gæti gefið betri árangur, t.d. er varðaði að bæta upp hráefni hvers annars á sviði iðnaðar og ef löndin gætu sameinazt um að nota hin ólíku sambönd ein. Ullsten sagði, að þrátt fyrir að ekki hefði orðið af samvinnu um Volvoverksmiðjurnar væri enn ástæða til að reyna samstarf Norðmanna og Svía á sviði iðnað- ar- og orkumála og væri norski forsætisráðherrann sammála um það og hefðu þeir ákveðið að innan sex mánaða ætti að endurskoða samvinnu um iðnað, er hefði t.d. í för með sér oliusamning. Eftir að hafa fjallað um hvernig Norðurlöndin mættu ekki láta þróun í alþjóðamálum afskipta- lausa minnti Odvar Nordli á, að í kjölfar olíukreppunnar hefðu margs konar vandamál komið upp, er hefðu í för með sér erfiðleika fyrir iðnaðarþjóðfélög og þróunar- löndin. Hann sagði, að eftir því sem Norðurlöndin gætu sameinazt um ýmis efnahagsmál gætu þau haft áhrif sameiginlega á og ýtt undir þá hugmynd sem fram hefur komið um samstarf iðnaðar- og þróunarlanda um útvegun hráefn- is o.fl. Að síðustu minnti Odvar Nordli á, að samstarf Norðurland- anna krefðist pólitísks vilja af hálfu landanna ekki síður en athugana og umræðna. Kalevi Sorsa ræddi efnahagsmál í alþjóðlegu samhengi og kvaðst álíta, að vandamálin yrðu sífellt stærri, ekki sízt hvað varðaði hina ríku í norðri og þá fátæku í 'suðri, eins og hann orðaði það. Hann sagði, að í framtíðinni þyrfti að hafa samstarf um það hráefni er til væri í heiminum og það sam- starf um það hráefni er til væri í heiminum og það samstarf kæmi ekki fyrr en búið væri að yfirvinna stjórnmálalegar og þjóðfélagsleg- ar hindranir í samskiptum þróun- arlanda og iðnaðarlanda. Síðan ræddi Sorsa um flutninga Finna til Svíþjóðar og sagði hann að lokum, að norrænt samstarf ætti um þessar mundir við margs kon- ar vandamál að stríða og kvað það skoðun sína, að ráðamenn á Norðurlöndum ættu að verja meiri tíma, umhugsun og vinnu, og ekki sízt vilja til að efla það frekar en nú væri. Veður víða um heim Akureyri 3 skýjaö Amsterdam 2 skýjaó Apena 13 skýjaó Barcelona 13 skýjað Berlín 0 skýjaó BrUssel 0 skýjað Chicago -« skýjað Frankfurt 2 rigning Genf 6 þoka Helsinki -5 skýjaó Jóhannesarb. 28 iéttskýjaó Kaupmannah. -1 léttskýjaó London 3 skýjaó Los Angeles 16 rigning Madrid 14 léttskýjaó Malaga 19 heiöskýrt Mallorca 13 skýjaó Miami 23 hsióskýrt Moskve -6 heióskýrt New York -2 heióskýrt Ósló -3 skýjeó París 3 skýjaó Reykjavik 1 skýjaö Róm 10 heióskýrt Stokkhólmur 0 heióskýrt Tókýó 13 heiöskýrt Vancouver -13 skýjaó Vínarborg 3 skýjaó Árekstri flug- véla afstýrt Chlcago 16. febr. AP BOEING 747-flutningavél lenti út af braut á Chicagoflugvelli er flugstjóri flutningavélarinnar var að afstýra árekstri við farþegavél af gerðinni Boeing 727 með 115 farþega innanborðs, sem ók skyndilega þvert yfir brautina þegar flutningavélin var að lenda. Flutningavélin hafnaði í snjóbingjum 45 metra fyrir utan braut en slys urðu ekki á mönnum. Ragnhildur Helgadóttir í Norðurlandaráði: Sérstakar ráðstafanir varð- andi böm og menningu á bamaári Stokkhólmi, 20.2. frá Jóhannesi Tómassyni, blm. Mbl. RAGNHILDUR Helgadóttir gat í upphafi ræðu sinnar ( almennum umræðum á Norður- landaráðsþingi um þá sérstöðu, sem litlu þjóðirnar hefðu í hinu norræna samhengi og átti hún þar við Alandseyjar, Grænland, Færeyjar og ísland. Kvaðst hún vonast til að þær þjóðir, er ekki hefðu enn fulla aðild að Norður- landaráði, fengju hana innan tíðar. Síðan gat hún um fiskveiði- samningana við Færeyinga, er gerðir voru fyrir nokkru, og taldi þá erfiðari nú en oft áður vegna ástands fiskistofna. í framhaldi af því nefndi hún tvennt, sem væri í brennidepli og áríðandi væri að fjalla um: stuðnings- aðgerðir til styrkja samkeppnis- aðstöðu atvinnuveganna og umræður um fiskveiðiréttindi kringum Jan Mayen. Kvað hún norrænt samstarf á þessum sviðum án efa létta undir í umræðu á alþjóðlegum ráðstefn- um. Þá minnti Ragnhildur, á að norrænt samstarf væri ekki ein- göngu á sviði stjórnmála og efnahagsmála heldur einnig menningarmála og kveð hún eitt mikilvægasta hlutverk norrænn- ar samvinnu vera vernd menningar hvers lands auk þess sem auðga ætti heilbrigð menningarsamskipti þeirra. Á barnaári sagði Ragnhildur það sérlega mikilvægt, að Norður- landaráð léti sér umhugað um börnin. Og minnti hún á tillögu um menningaráhrif barna, er væri á dagskrá síðar á þinginu. Kvað hún það álit sitt að gera yrði sérstakar ráðstafanir varð- andi börn og menningu, að gera yrði kröfur til menningarsam- skipta Norðurlandanna um allt er varðaði börn. Ragnhildur nefndi og að margir á íslandi væntu sér mikils af norraéna sjónvarpsgervi- hnettinum sem kæmi vonandi. Hann hefði í för með sér ótrúlega mikla möguleika og ryfi einangrun afskekktra staða, ef hægt yrði að velja milli allra norrænu sjónvarpsstöðvanna og jafnvel þýzkra, brezkra og franskra einnig. Ragnhildur kvað það skoðun sína, að auk norræns gervihnattar yrði að tala um samskipti við þjóðir utan Norður- landanna og tími væri til þess kominn að ræða þau mál við aðrar þjóðir. „Við þurfum einnig að vernda og breiða út norræna menningu," sagði Ragnhildur Helgadóttir. „en við skulum undir engum kringumstæðum gera það þannig, að við útilokum menningu frá öðrum heimshlutum." Gagnkvæml öaust Sparilánakerfi Lands- bankans hefurfrá byrjun árið 1972, byggst á gagn- kvæmu trausti bankans og viðskiptavinarins. Ef þú temur þér reglu- semi í viðskiptum, sýnir Landsbankinn þér traust. Landsbankinn biður hvorki um ábyrgðarmenn né fasteignarveð. Einu skilyrðin eru reglu- bundinn sparnaður, reglusemi íviðskiptum, -og undirskrift þín og maka þíns. iðjið Landsbankann m bæklinginn m sparilánakerfið. Sþarigáisöfriun tengd rétti tfl ián Sparnaður þinn eftir Mánaðarleg innborgun hámarksupphæö Sparnaður í lok tímabils Landsbankínn lánar þér Ráðstöfunarfé þitt 1) Mánaðarleg endurgreiðsla Þú endurgreiðir Landsbankanum 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði 25.000 25.000 25.000 300.000 450.000 600.000 300.000 675.000 1.200.000 627.876 1.188.871 1.912.618 28.368 32.598 39.122 á 12 mánuðum á 27 mánuðum á 48 mánuðum I) í tölum þessum er rciknaö með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum aflánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma. LANDSBANKINN SparUún-tryggitig í fnimtíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.