Morgunblaðið - 21.02.1979, Page 16

Morgunblaðið - 21.02.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Þegar kommún- istar berjast I nnrás Kínverja í Víetnam sýnir enn einu sinni, að kommúnist- ar kika ekki við að láta vopnin tala í stað þess að leysa ágreiningsefni með friðsömum hætti. Allar meiriháttar hernaðaraðgerðir í veröldinni frá lyktum síðari heimstyrjaldar- innar má rekja til yfir gangs kommúnista, ef litið er fram hjá átökum ísraelsmanna og Araba. Innrásin í Víetnam hefur sérstöðu að því leyti, að þar ráðast kommúnistar ekki á þá, sem við annað þjóðskipulag búa. Kínverjar hafa sótt gegn þeim í eigin skiðanahópi, sem kommúnistar um allan heim hafa talið hrjáðasta allra af styrjöldum og stríðsrekstri. Eð breyttist viðhorfið til Víenama við innrásina, sem þeir gerðu í Kambódíu? Á það hefur verið bent, að í átökunum í Kambódíu hafi verið reynt með sér Rússar og Kínverjar án þess að etja fram eigin liði. Rússar studdu Víetnama en Kínverjar stóðu með Pol Pot og félögum. Þar áttust við kommúnistar um leifar þeirrar þjóðar, sem byggt hefur kambódíu, en talið er, að kommúnismi Pol Pots, hafi fækkað íbúum landsins um allt að 3 milljónir, úr tæpum 7 í um það bil 4 milljónir manna. Vinir Rússa báru sigur úr býtum í kambódíu. Kínverjar bíðu lægri hlut og gátu ekki látið þar við sitja. Þeir urðu að sýna hvers þeir eru megnugir. Innrásin í Víetnam er liður í þeirri viðleitni Kínverja að ávinna sér aftur traust meðal nágranna sinna. Jafnframt vilja Kínverjar sýna þjóðunum á þessu slóðum, að ekki sé ástæða fyrir þær að treysta um of á fagurgala Kremlverja um gagnkvæma aðstoð. Sovétmenn og Víetnamar hafa gert með sér vináttusamning, þar sem þess eg getið, að þeir skuli koma hvirir öðrum til hjálpar, ef á annan er ráðist. Kínverjum var ljóst, þegar þeir hófu hernaðaraðgerðir sínar, að Sovétmenn ættu ekki auðvelt með að sta'nda við skuldbindingar sínar gagnvart Víetnömum. Rússar hefðu ekki bolmagn til að flytja vopn og liðsafla til Víetnams. Kínverjar mundu aldrei þola slíka flutninga, á tök yrðu milli sósíalísku þursanna, — líklega utan landamæra Víetnams. Álitaefnið væri því, hvort Rússar teldu sig svo aðþrengda, að þeir yrðu að ráðast á Kínverja úr norðri til að halda virðingu sinni. Fregnir herma, að Kínverjar hafi hætt hernaðaraðgerðum, þegar þeir voru komnir nokkra kílómetra inn fyrir laiidamæri Víetnams. Séu þessar fréttir réttar renna þær stoðum undir þá skoðun, að Kínverjar hafi ekki sízt verið að sýna fram á, hve fallvalt það getur verið að setja traust sitt á Rússa. Hernaðarleg- ur tilgngur innrásarinnar er greinilega ekki aðalatriðið úr því að staðnæmst er rétt handan við landamærin. Víetnamar eru þekktir fyrir flest annað en að hætta stríðsrekstri þótt þeir hafi verið hraktir nokkra kílómetra. Kínverjar leggja áherzlu á sálræn áhrif innrásarinnar. Þeir vilja sýna, að þei hræðast ekki rússnesk pappírstígrisdýr í Víetnam frekar en annars staðar. En hvað gerist nú, spyrja menn. Margir hafa talið ólíklegt, að hatrið á Rússum yrði það eina, sem ekki breyttist í Kína. Hér í blaðinu var því haldið fram af fréttaskýranda og sérfærðingi um síðustu helgi, að þess mætti sjá merki, að Rússar og Kínverjar væru að leita leiða til sátta. Styrjöldin á landamærum Kína og Víetnams bendir ekki til þess. Þvert á móti vakna við hana spurningar eins og þessi? Hvenær reyna þeir með sér milliliðalaust sósíalísku þursarnir? Komi til slíkra átaka, hver getur þá gripið í taumana og stillt til friðar? Við Evrópumenn þurfum ekki að líta til annarra álfa til að sjá dæmi þess, hvernig kommúnistar láta vopnin tala jafnt við hugsjónalega „bandamenn" og aðra. Ungverjaland og Tékkóslóvakía tala sínu máli. Hvað aftrar átökum milli Rússa og Kínverja? Er það hlutskipti Bandaríkjanna, bandamanna þeirra í Vestur-Evrópu og Japana að leika þá jafnvægislist, sem kemur í veg fyrir stríðsspennu milli Rússa og Kínverja? Er svo komið málum, að tilvist Atlantshafsbandalagsins er besta tryggingin fyrir því, að eldflaugum verði ekki skotið á milli Moskvu og Peking? Nú líður að því, að þess verði minnst, að Atlantshafsbandalag- ið hefur verið við lýði í 30 ár — 30 friðarár á bandalagssvæðinu. Ef að líkum lætur munu þeir hér á landi sem í öll þessi ár hafa neitað að viðurkenna sögulegar staðreyndir, hafa uppi tilburði til að mótmæla Atlantshafsbandalaginu í tilefni afmælisins. Þeir munu sækja afl sitt í hugsjónir Heimsfriðarráðsins, og þeir munu sitja á rökstólum um það, hvort innrásin í Víetnam var „góð“ eða „vond“ á sama hátt og þeir hafa fjallað um innrásina og fjöldamorðin í Kambódíu. Sem betur fer hafnar meirihluti íslendinga þeim gerviheimi, sem þetta fólk lifir í, og gerir sér grein fyrir, að öryggi lands og þjóðar er best tryggt í í samvinnu við vestrænar þjóðir. Efnahagsstefna Sjálfstœðisflok/cs: Dregið úr opmberum af- skiptum á öUum sviðum Stóraukið frjálsræði í viðskipta- og athafnalífi SAMEIGINLEGUR fundur miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins samþykkti síðastliðinn laugar- dag nýja stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins, þar scm sett eru fram helztu markmið, sem flokkurinn vill keppa að og hvaða leiðir hann vill fara til þess að ná þeim. Stefnuyfirlýsingin, sem ber heitið: „Endur- reisn í anda frjálshyggju“, er svohljóðándi: „Lífskjörum á íslandi er nú teflt í tvísýnu vegna þrálátrar verðbólgu, óhagkvæmrar nýtingar fjármagns og náttúruauðlinda. Stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar sjá fátt annað til úrbóta en aukin ríkisafskipti og meiri skattheimtu. Sjálfstæðismenn hafna þessum vinnubrögðum sem leiða til áframhaldandi verðbólgu og versnandi lífs- kjara. Þess í stað vilja Sjálfstæðismenn auka frelsi einstaklingsins til að ráðstafa eigin aflafé og hvetja hann til dáða. Þeir telja almennar reglur heppilegri en boð og bönn og vilja draga úr miðstýringu með því að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Þeir vilja nýta kosti frjálsra viðskipta og markaðskerfis og tryggja að ákvarðanir séu teknar af ábyrgð og þekkingu. Á grundvelli þessarar stefnu leggur Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögur sínar um helstu markmið í efnahagsmálum og leiðir til að ná þeim. Helstu markmið 1. Verðbólgan kveðin niður þannig að krónan öðlist traust innanlands og utan. 2. Verðmætasköpun aukin með skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. 3. Jöfnuður í viðskiptum við aðrar þjóðir. 4. Dregið úr spennu á vinnumarkaði jafnframt því sem næg atvinna haldist. Yfirvinna minnkuð en kaup- máttur á vinnustund aukinn. 5. Skattheimta minnkuð og dregið úr opinberum afskiptum þannig að frjáls atvinnustarfsemi geti eflst og einstaklingar fengið meiri ráðstöfunarrétt yfir tekjum sínum. Helstu leiðir 1. Gengisskráning og sveiflujöfnun Gengisskráning verði sveigjanleg og miðist við að halda jafnvægi í erlendum viðskiptum, draga úr áhrifum ytri sveiflna og tryggja afkomu atvinnuvega. Jafnframt gengisskráningu verði verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins beitt til sveiflújöfnunar. Viðmiðunar- verð hans ákveðist í samræmi við verð á erlendum markaði, en ekki til að jafna metin milli innlendrar verðbólgu og gengisskráningar eins og nú er. I því skyni að ná betri tökum á sveiflujöfnun og tryggja atvinnu, verði fyrirtækjum heimilað að leggja fé í bundna og verðtryggða varasjóði gegn skattfrelsi eða frestun skattlagningar. 2. Vextir, verðtrygging, fjárfesting og sparifjármyndun Dregið verði úr opinberum afskiptum á peninga- markaði. Ákvörðunarvald um kjör almennra innlána og útlána flytjist frá Seðlabanka til viðskiptabanka, sparisjóða og annarra fjármagnsstofnana. Frjálst verði að semja um tengingu fjárskuldbindinga við skráð gengi erlends gjaldmiðils eða verðtryggingu með öðrum hætti. Seðlabankinn ákveði eftir sem áður vexti og önnur kjör útlána sinna og innlána. Einnig fylgist hann náið með breytingum peningamagns og sjái til þess að þær stuðli að hjöðnun verðbólgu. I kjölfar þessarar grundvallarbreytingar í skipan peningamála eykst sparifjármyndun og stuðlað er að hagkvæmari nýtingu fjár. Þessi breyting er ein meginforsenda þess að takast megi að vinna bug á verðbólgu, örva atvinnulíf, auka arðsemi og bæta þar með þjóðarhag. Þegar þessi leið hefur skilað árangri er rétt að staðfesta hana með myntbreytingu. 3. Starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða Sett verði ný lög um starfsemi viðskiptabanka, þar sem m.a. séu ákvæði um stöðu eigin fjár og lausafjár. Jafnframt skuli gerðar strangar kröfur til þess að eðlilegra viðskiptasjónarmiða gæti í lánveitingum og aðhald verði í rekstri bankanna. Endurkaup Seðla- banka á afurðalánum og rekstrarlán hans til iðnaðar falli niður. Öll slík lán verði hjá viðskiptabönkum og öllum atvinnugreinum skal gert jafnhátt undir höfði. Samtímis verði innlánabinding felld niður en fjárbind- ingu komið á í sambandi við útlán. Andvirði afurðalána í landbúnaði verði greitt beint til bænda eða eftir því sem þeir sjálfir mæla fyrir um. Lög um fjárfestingarlánasjóði verði endurskoðuð í því skyni að tryggja hagkvæmari nýtingu fjár og samræmi milli lánskjara einstakra atvinnugreina. Lánskjör íbúðabygginga verði við það miðuð að unnt sé að standa 'undir afborgunum og vöxtum af almennum launatekjum. 4. Ríkisumsvif og f jármál hins opinbera Komið verði á jafnvægi í fjármálum ríkisins, jafnframt því sem dregið er úr skattheimtu og umsvifum hins opinbera. Fjárveitingar á fjárlögum verði árlega endurskoðaðar frá grunni og uppskurður gerður á ríkisbákninu. Opinberar stofnanir og fyrirtæki verði gerð ábyrgari fyrir rekstri og fjármálum en nú ei. Þau lúti aðhaldi markaðarins í auknum mæli og þeim gert að skila tiltekinni arðsemi. Jafnframt sé þá tekið tillit til þess að hve miklu leyti félagsleg sjónarmið skuli hafa áhrif á rekstur þeirra og fjárfestingu. Hagræðingarstarfsemi fjárlaga- og hagsýslustofnunn- ar verði efld og ríkisendurskoðun sett undir Alþingi. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði skýrari þannig að hver málaflokkur verði á hendi annars hvors aðila eftir því sem við verður komið en ekki beggja. Verkefni verði færð frá ríki til sveitarfélaga og annarra aðila til að tryggja að saman fari staðar- þekking, frumkvæði, fjármálaábyrgð og framkvæmd. Sveitarfélögin taki m.a. að sér grunnskólann og ýmsa þætti félags- og íþróttamála. Til að standa straum af auknum kostnaði fái sveitarfélögin aukna hlutdeild í söluskatti. Opinberum stofnunum og fyrirtækjum verði fækkað. Rekstur þeirra verði falinn öðrum, þau seld eða lögð niður, ef þau þjóna ekki lengur upphaflegum tilgangi sínum. Skattamál. Felld verði niður sú aukna og nýja skattheimta sem núverandi stjórnarflokkar hafa lögfest. Tekjuskattur einstaklinga verði lækkaður þegar í stað með hækkun skattvísitölu þannig að almennar launatekjur verði tekjuskattsfrjálsar. Opinber gjöld af viðbótartekjum fari ekki yfir 50%. Skattar á eignir verði lækkaðir. Vörugjald, nýbyggingargjald og sér- stakur skáttur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verði afnuminn og handahófskennd skerðing afskrifta felld niður. Til að vega upp á móti tekjutapi ríkissjóðs vegna lækkunar skatta verði dregið úr niðurgreiðslum, rekstrarkostnaði og framkvæmdum ríkisins. Virðisaukaskattur verði tekinn upp í stað söluskatts jafnframt því sem jöfnunargjald á innfluttar iðnaðar- vörur félli niður. Nauðsyn bar til að þegar samþykktar breytingar um jafnrétti í skattlagningu hjóna og skattlagningu söluhagnaðar ásamt eðlilegum afskriftum komi til framkvæmda eins og ráð var fyrir gert. I stjórnarskrá verði sett skýr ákvæði um, að hvorki megi setja íþyngjandi reglur um breytta eða nýja skattstofna. G. Gjaldeyris- og verðlagsmái Flýtt verði gildistöku nýju vérðlagslaganna sem fela í sér frjálsa verðmyndun og stuðla þannig að lægra vöruverði. Fyrirkomulag gjaldeyrisviðskipta veri gert frjálslegt, einfalt og fljótvirkt. Allir bankar og sparisjóðir geti fengið heimild til gjaldeyrisviðskipta að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Erlendur gjald- frestur verði heimill í öllum vöruflokkum eftir sömu reglum. Frjálslegar reglur gildi um erlendar lántökur. Gjaldeyrisdeild bankanna sem fer með leyfisúthlutun verði lögð niður. 7. Áætlunargerð Áætlanir verði gerðar um þjóðarhag til nokkurra ára, er sýni svigrúm til neyslu og fjármunamyndunar einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila, og verði notaðar til viðmiðunar við stefnumótun og ákvarðanir. Jafnframt verði gerðar og raunsæjar áætlanir um þróun atvinnuvega og byggða til lengri tíma litið. 8. Kjaramál. Almennir kjarasamningar verði á ábyrgð aðila, eigi sér sem mest stað samtímis, taki mið af þjóðhagsvísi- tölu og samrýmist þeim markmiðum að verðbólga minnki og afkoma atvinnuveganna verði trygg. Samráði aðila vinnumarkaðarins verði beint í fastan farveg. Leitað verði samkomulags við aðila vinnumarkaðar- ins um nýtt verðbótakerfi, kjaravísitölu. Óbeinir skattar og niðurgreiðslur hafi þar ekki áhrif. Verðbæt- ur miðist við breytingar á viðskiptakjörum. Unnið verði að því að koma á hlutfallskosningum í stéttarfélögum og bæta starfsaðferðir við gerð kjara- samninga. Allir landsmenn fái verðtryggðan lífeyri. Kaupmáttur á vinnustund verði aukinn með sveigjanlegum vinnutíma, starfshvatningu og hag- ræðingu. Jafnframt fái þeir sem skerta starfsorku hafa bætta aðstöðu á vinnumarkaði. Þátttaka launþega og alls almennings í atvinnu- rekstri verði örvuð með því að gera eignaraðild að fyrirtækjum aðgengilega og arðbæra."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.