Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRUAR 1979 17 Á blaðamannafundi sem Sjálf- stæðisflokkurinn efndi til í gær, sagði Geir Hallgrímsson mikinn mun vera á stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum og stjórnarflokkanna þriggja — að svo miklu leyti, sem unnt væri að tala um efnahagsstefnu þeirra. Hann kvað stjórnarflokkana ekki sjá nein önnur úrræði en að auka ríkisumsvif og skattheimtu. Sjálfstæðisflokkurinn legði hins vegar áherzlu á minni miðstýr- ingu, að halda jafnvægi í erlend- um viðskiptum og draga úr áhrifum ytri sveiflna og tryggja afkomu atvinnuveganna. Hann vildi að viðmiðunarverð verð- jöfnunarsjóðs álcvæðist í sam- ræmi við verð á erlendum mark- aði, en ekki mætti nota hann til þess að jafna metin milli inn- lendrar verðbólgu og gengis- skráningar. Gera þyrfti fyrir- tækjum kleift að leggja fé á bundna og vel tryggða varasjóði, frysta það og verðtryggja gegn Frá blaðamanna- fundinum í gær er efnahagsstefna Sjálfstæðisflokks- ins var kynnt. Frá v. Jónas Haralz, Geir Hallgrímsson, Gunnar Thorodd- sen, Ólafur G. Einarsson. væri unnt að halda áfram, sem gert hefði verið. En þarf þá ekki að hækka útsvör? — var spurning frá blaðamanni. Með því að færa verkefnið til þeirra, sem reikn- inginn eiga að borga og njóta eiga þjónustunnar, töldu þeir félagar, hagræðingu og sparnao myndu koma til móts við aukinn kostnað. Allt myndi ganga betur, væri það ekki fjarstýrt frá ríkinu. Um lítil sveitarfélög kváðu þeir geta komið til sam- vinnu fleiri sveitarfélaga og enn- Efnahagsstefna Sjálfstœðisflokksins kynnt: Viðbótarskattarnir verða felldir niður —sagði Geir Hallgrímsson á blaðamannafundi í gœr skattfrelsi eða frestun skattlagn- ingar. Fleiri verk- efni til sveit- arfélaga Geir Hallgrímsson sagði, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi að kjör almennra inn- og útlána ákvæðust af frjálsum markaði og að bann við gengistryggingu og annarri verðtryggingu yrði af- numið. í því sambandi sagði hann að nauðsynlegt yrði að setja ný lög um starfsemi við- skiptabanka og að afurðalán yrðu flutt til þeirra og að fjár- binding kæmi af útlánum í stað innlána. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera uppskurð á ríkisbákninu — sagði Geir Hallgrímsson og lagði áherzlu á að flokkurinn vildi kom á jafnvægi í fjármálum ríkisins. Verkefni verði flutt frá ríki til sveitarfélaga, fyri-rtækja og ein- staklinga, framkvæmdaákvarð- anir yrðu í sömu höndum og þeirra er ábyrgðina bæru gagn- vart kjósendum. Nefndi hann sem dæmi að sjálfstæðismenn vildu t.d. að grunnskólar lands- ins yrðu reknir af sveitarfélög- um, sem þekktu betur til að- stæðna en ríkið, sem fjarstýrði skólunum. Hann kvað stjórnend- ur sveitarfélaganna hafa miklu meiri staðarlega þekkingu, sem oft og tíðum gæti aukið hag- kvæmni í rekstri skólanna. Enn- fremur kvað hann sjálfstæðis- menn vilja halda áfram könnun þeirri, sem fyrrverandi ríkis- stjórn hóf á möguleikum þess að einstaklingar og fyrirtæki tækju að sér ýmsa þá þjónustu, sem ríkið innti af hendi nú. Hann kvað t.d. á umræðustigi innan Sjálfstæðisflokksins, hvort ekki væri ráð að leyfa einstaklingum og fyrirtækjum að annast þá heilbrigðisþjónustu, sem ekki færi fram inni á spítölunum, en þetta atriði væri þar þó enn á umræðustigi. Nýju skattarnir felldir niður Þá sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins, að það væri stefna flokksins að fella niður þá auknu og nýju skattheimtu, sem núver- andi stjórnarflokkar hefðu lög- fest. Jafnframt kvað hann flokk- inn vilja fella niður tekjuskatt af öllum almennum launatekjum og að tekjuskattar færu aldrei um- fram 50% mark. Þá vill og flokkurinn að virðisaukaskattur komi í stað söluskatts og jöfn- unargjalds á innfluttar iðnaðar- vörur. Niðurgreiðsla vöruverðs verði lækkuð. Þá er ákveðið að Sjálfstæðis- flokkurinn beiti sér fyrir því að stjórnarskrá íslands verði breytt á þann veg að óheimilt verði að leggja á skatta, sem virki aftur fyrir sig. Stefnt er að því að gjaldeyrisafgreiðsla verði gerð einföld og fljótvirk, fyrirkomulag gjaldeyrisviðskipta frjálslegt og gjaldeyrisdeild bankanna lögð niður. Geir Hallgrímsson sagði og að Sjálfstæðisflokkurinn vildi gefa verðlag frjálst, en hafa það undir eftirliti. Flokkurinn vill beita sér fyrir því að áætlanir verði gerðar um þjóðarhag til nokkurra ára, svo og almennar áætlanir um þróun atvinnuvega og byggða til lengri tíma litið. Nýtt verð- bótakerfi Leitað verði samkomulags um nýtt verðbótakerfi, kjaravísitölu og að almennir kjarasamningar milli aðila vinnumarkaðarins verði teknir upp að nýju, sem taki mið af þjóðhagsvísitölu og verði þeir á ábyrgð aðila. Sam- ráðum við aðila vinnumarkaðar- ins verði komið í fastan farveg. Óbeinir skattar og niðurgreiðslur fari út úr grundvelli vísitölunn- ar. Þá kvað Geir Hallgrímsson það stefnu Sjálfstæðisflokksins að komið yrði á hlutfallskosning- um í verkalýðsfélögum og að allir landsmenn fengju verðtryggðan lífeyri. Flokkurinn vildi jafn- framt vinna að því að auka kaupmátt á hverja vinnustund með sveigjanlegri vinnutíma, starfshvatningu og hagræðingu og að lokum að þátttaka alls almennings í atvinnurekstri verði örvuð með því að gera eignaraðild að fyrirtækjum aðgengilega og arðbæra. Fyrsta spurning, sem borin var fram á blaðamannafundinum var, hvort Sjálfstæðisflokkurinn stefndi að því að leggja niður lögin um bann við okri. Geir Hallgrímsson kvað það vera eðli- lega afleiðingu af þessum stefnu- miðum, en hins vegar þyrfti að halda ýmsum þáttum laganna við. Hann benti á þá mótsögn, sem viðgengist í þjóðfélaginu í dag að skuldabréf gengju þar kaupum og sölum með miklum afföllum. Samt væri það talið löglegt. Spurt var, hvort ekki kæmi upp vandamál í sambandi við verðtryggð spariskírteini ríkis- sjóðs, ef innlán yrðu verðtryggð í bönkum og sparisjóðum, sem þá yrðu ekki bundin til ákveðins tíma eins og skírteinin. Jónas Haralz, formaður efnahagsmála- nefndar Sjálfstæðisflokksins, svaraði því til að óeðlilegt væri að ríkisvaldið hefði einkarétt á að bjóða slík kjör. Afleiðingin yrði einfaldlega að fjármagnið streymdi frá atvinnuvegunum fyrir í sjóði ríkisins og til opin- berra framkvæmda. Afleiðingin væri óeðlileg efling ríkisvaldsins. Bankar og sparisjóðir myndu með stefnumiðum Sjálfstæðis- flokksins finna margvíslegar leiðir til sparnaðarforms og gætu þar með boðið útlán af mismun- andi tagi. Bönkum og sparisjóð- um væri í þessu efni bezt trúandi til þess að finna nýjar leiðir til sparnaðar og útlána. Um afurða- lán kvað hann nýbúið að breyta lögum, þau væru nú að hluta gengistryggð, en verðtrygging þeirra myndi að sjálfsögðu fara eftir verðbólgustigi. Þá var spurt, hvað Sjálfstæðis- flokkurinn teldi almennar launa- tekjur, en stefnumið flokksins er að afnema tekjuskatt af slíkum tekjum. Geir Hallgrímsson kvað átt við meðaltekjur í þeim efn- um. Hann kvað viðreisnarstjórn- ina á sínum tíma hafa tekið viðmiðunina verkamannakaup að tveimur eftirvinnustundum við- bættum. Menn vildu nú fara eitthvað hærra, taka mið af meðaltekjum, en unnt væri að færa sig upp á skaftið í þessum efnum og hækka markið eftir því sem mögulegt væri í áföngum. „Við erum sannfærðir um," sagði Geir Hallgrímsson, „að þegar sé unnt að fella niður viðbótar- skatta núverandi ríkisstjórnar." Efnahags- frumvarp á næsta leiti Þá kom það fram, að þegar núverandi ríkisstjórn hafi tekið við, hafi fjárlög ríkisins fyrir árið 1978 verið í algjöru jafn- vægi. Núverandi ríkisstjórn hefði stóraukið útgjöld ríkisins og fyrirsjáanlegt væri að jafnvægi komist ekki einu sinni á fjármál ríkisins árið 1979 af þeim sókum. Þetta vandamál hefði þó ekki verið fyrir hendi, þegar ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar tók við. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins voru þá spurðir að því, hvort flokkurinn væri tilbúinn með efnahagsmálafrumvarp og fullmótaðar tillögur til lausnar efnahagsvandanum. Geir Hall- grímsson kvað svo skýrt kveðið á í þessari stefnuyfirlýsingu, að unnt yrði með tiltólulega stutt- um fyrirvara að semja upp úr henni frumvarp. Annars kvað hann þingflokk Sjálfstæðis- flokksins myndu ræða þessi mál og taka ákvarðanir um þau á næstunni. Þá sagði Geir, að í frumvarpi Ólafs Jóhannessonar hefði gagnrýni sjálfstæðismanna á aðgerðirnar í september og desember verið staðfest. Þær hefðu falist í aukinni niður- greiðslu á vöruverð, en í frum- varpinu væri gert ráð fyrir að draga úr henni aftur. „Gagnrýni sjálfstæðismanna um að stjórnin hafi reist sér hurðarás um öxl er þannig að renna upp fyrir sum- um stjórnarsinnum," sagði Geir Hallgrímsson. Ofvöxtur hlaup- inn í opinbera starfsemi Þá ræddi Geir nokkuð stefnu- mál flokksins um uppskurð á ríkisbákninu, sem áður er getið. I því sambandi benti Jónas Haralz á að í nágrannalöndum okkar væri nú að renna upp ljós fyrir mönnum, sem sæju að ofvöxtur væri hlaupinn í opinbera starf- semi. Hér yrði einnig að breyta til og koma ný vinnubrögð. Jónas kvað nauðsynlegt að menn hugs- uðu á annan hátt, hvernig leysa ætti vandamálin. Því væri nauð- synlegt að flytja ýmsa þjónustu, sem ríkið hefði leyst af hendi yfir til sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Hér þyrfti að koma til hugarfarsbreyting, því að ekki fremur gæti jöfnunarsjóður sveitarfélaga hlaupið undir bagga með smæstu sveitarfélög- unum. Nú væri t.d. hver mála- flokkur í höndum beggja aðil- anna og oft og tíðum óljóst, hvor frumkvæðið ætti. Frumkvæði og ábyrgð á sömu hendi Gunnar Thoroddsen, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, kvaðst vilja gera nokkuð nánari grein fyrir tilurð þess j)laggs, sem þeir félagar kynntu. I fyrstu kvað hann málefnanefnd flokks- ins í efnahagsmálum hafa verið falið að gera drög að yfirlýsing- unni. Þegar þau drög lágu fyrir var haldinn fundur í þingflokkn- um, hinn 24. janúar, þar sem frumdrög voru til umræðu. Síðan hafa verið haldnir margir fundir, og loks sameiginlegur fundur þingflokks og miðstjórnar. Hann kvað sjálfstæðismenn telja margt markvert og ítarlegt í frumvarpi Ólafs Jóhannessonar, en þar kvað hann einnig vera margt, sem ekki væri hægt að fallast á. Þar væri einnig margt, sem óþarft væri að setja í lög, sumt ætti heima í yfirlýsingum og annað í blaðagreinum. Um efnahagsmálayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins kvað hann einn þátt hafa birzt fyrir jól í nefndaráliti á Alþingi um vexti og verðtryggingu. Hins vegar kvað hann verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafa verið rædd undanfarna áratugi, en aldrei hefði þó verið lögð jafnmikil vinna í það verkefni, en eftir að verkaskiptingar nefnd félags- málaráðuneytis og Sambands íslenzkra sveitarfélaga hefði verið sett á stofn. Þessi nefnd hefði nú skilað fyrstu skýrslu sinni, tillögum, sem byggðar væru á ítarlegri rannsókn. Kanna þyrfti og hvaða mál væru betur komin hjá sveitarfélögum og til þess að svara kostnaðarhlið þess máls gæti einnig komið til aukin hlutdeild sveitarfélaga í söluskatti. Meginatriðið væri að flytja þyrfti verkefni frá ríki til sveitarfélaga — stundum væri ekki ljóst, hvar frumkvæðið lægi, hjá ríki eða sveitarfélagi. Nauð- synlegt væri að frumkvæði og ábyrgð væru á sömu hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.