Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 19 og síðar og persónulega fyrir öll hans góðu ráð og ábendingar er hann miðlaði mér í okkar stutta en ánægjulega samstarfi. Fyrir mína hönd, móður minnar og systur og hennar fjölskyldu flyt ég aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðj ur. Kristján Loftsson. LÁTINN er vinur minn Sveinn Benediktsson. Ætt hans og upp- runa er óþarft að rekja, alla vega ekki fyrir þá, sem fylgjast með þjóðmálum og þjóðskörungum. Kynni okkar Sveins hófust um 1940. Þá var ég starfandi hjá Gísla Jónssyni alþm. Fyrirtæki Gísla hafði selt úr landi mest allt síldar- og fiskimjöl þess árs framleiðslu. Mitt var að sjá um að greiðslur kæmust skilvíslega. Svo mikil var umhyggja Sveins fyrir Síldar- verksmiðjum ríkisins að hann kom tvisvar til þrisvar sinnum á skrif- stofu mína, svona rétt til að vita hvort rétt hefði verið gengið frá skjölum. Þetta voru mín fyrstu kynni af umhyggju Sveins Bene- diktssonar af ísl. útvegi. Síðan átti ég eftir að kynnast Sveini Bene- diktssyni mun betur, sem forsvarsmanni Síldarverksmiiija ríkisins í stjórn L.Í.Ú., F.Í.B.,BÚR, síldarútvegsnefndar og síldar- saltendafélagsins. Um 1940 þótti Verzlunarskóla- menntun til verzlunarstarfs góð. En framhaldsmenntun undir handleiðslu manna eins og Sveins Benediktssonar og Gísla Jónsson- ar alþm. var fyrirmyndar fram- haldsskóli. Báðir hugsuðu fyrst fremst um þjóðarhag. Annar meira um síld. Hinn um rækju- vinnslu. Báðir voru þessir menn vinnuharðir, en harðastir við sjálf- an sig. Þeir vildu líka að þeir sem ynnu fyrir þá skiluðu sínu dags- verki. Undir handleiðslu slíkra manna hlaut hver maður að mótast af þeim með nokkru. Birting í ísl. þjóðfélagi hefst upp úr 1905, við komu fyrsta togarans, stofnun íslandsbanka, stofnun Fiskveiðasjóðs og byggingu Reykjavíkurhafnar. 011 þessi þróun, frá því Sveinn var korn- ungur maður, voru hans miklu áhugamál. Hann var þátttakandi í öllu, sem betur mátti fara, fyrir ísl. útveg og fiskvinnslu. Við skul- um minnast að fáir menn hafa unnið jafnmikið að sjávarútvegs- málum og félagsmálum sjávarút- vegsins undanfarin 50 ár og Sveinn Benediktsson. Honum á þjóðin mikið að þakka. Með þessum línum. óska ég vini mínum Sveini fararheilla með þakklæti fyrir góða vináttu. Konu hans Helgu og fjölskyldu vottum við hjónin samúð. Sigurður H. Egilsson. Kveðja írá Skóla Isaks Jónssonar Sveinn Benediktsson fram- kvæmdastjóri lést hinn 12. febrúar s.l., á 74. aldursári. Hann var um aldarþriðjungs skeið formaður skólanefndar Skólá ísaks Jónsson- ar, allt frá því að skólinn varð sjálfseignarstofnun árið 1946 og þangað til kallið mikla kom. Starf sitt sem formaður skóla- nefndar vann Sveinn Benediktsson þannig að skólinn gat jafnan treyst því að eiga í honum þéttan bakhjarl. Sem formaður hafði hann tilsjón með rekstri og bygg- ingamálum skólans og kom þar reynsla hans og sérþekking skól- anum að miklu gagni. Jafnframt hafði hann vakandi áhuga á innra starfi skólans og fylgdist með því. Hann lét sér annt um að börnin lærðu að koma fram og koma fyrir sig orði, að þau kynntust þjóðleg- um fróðleik og kynnu að meta fornar og sígildar dyggðir. Hann vildi hag skólans sem mestan í hvívetna. Skólanefnd Skóla ísaks Jónsson- ar vill þakka langt og ötult starf Sveins Benediktssonar fyrir skól- ann, tryggð hans, stuðning og leiðsögn. Látnum formanni sínum vottar nefndin dýpstu virðing. Eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum ástvinum sendir hún hlýj- ustu kveðjur samúðar. / Mimm m& Ut er komin ný plata meö Þokkabót Hér er á feröinni einstaklega skemmtileg og vönduö plata þar sem saman fara vel samdir textar og góö tónlist. FALKIN N 4&to " _j J "¦'•' ¦¦-¦¦ '¦: ¦ ¦ '-",.*tt * ' ¦ ¦ , w~ ' c" 7^ ———_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.