Morgunblaðið - 21.02.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 21.02.1979, Qupperneq 22
r 22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Akureyringar Rabbfundur um framkvæmdastefnu Akureyrarbæjar 1979 veröur haldinn í Kaupvangsstræti 4, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Rætt veröur um bygglngarframkvæmdlr og gatnagerö. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæöisfélag Akureyrar. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins kvöld- og helgarskóli 12.—24. marz 1979 Skólanefnd Stjórnmálaskóla Sjálfstæöisflokkslns hefur ákveöiö aö efna til kvöld- og helgarskólahalds 12.—24. marz. Meginþættir námsefnis veröa sem hér segir: 1. Ræðumennska 2. Fundarsköp 3. Um Sjálfstæöisstefnuna 4. Form og uppbygging greinaskrifa 5. Stjórn efnahagsmála 6. Utanríkis- og öryggismál 7. Almenn félagsstörf 8. Starfshættir og saga ísl. stjórnmálaflokka 9. Stefnumörkun og stefnuframkvæmd Sjálfstæöisflokksins 10. Staöa og áhrif launþega og atvinnurekendasamtaka 11. Um stjórnskipan og stjórnsýslu 12. Þáttur fjölmiöla í stjórnmálabaráttunni. Skólahaldiö fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst á kvöldin kl. 20:00, laugardagana kl. 10:00 og 14:00, sunnudaginn kl. 14:00. Þátttaka tilkynnist í síma 82900. Skólanefndin. Leshringur um Sjálfstæðisflokkinn 4. fundur um leshring Sjálfstæöisflokkinn fer fram í kvöld aö Valhöll, Háaleltisbraut 1 og hefst kl. 20. Frummælandi Þorvaldur Qaröar Kristj- ánsson og mun hann ræöa um jafnvægis- árin 1959—1971. Nýir þátttakendur velkomnlr. Samband ungra Sjálfstæöismanna Sjálfstæðismenn Garðabæ Sjálfstæöisfélag Garöabæjar og Bessastaöahrepps heldur aöalfund sinn miövikudaginn 28. febr. 1979 kl. 20.30 aö Lyngási 12. Auk venjulegra aöalfundarstarfa mun Birgir isleifur Gunnarsson borgarfulltrúi mæta á fundinn og fjalla um skipulag og störf Sjálfstæöisflokksins. Stiórnin Félag sjálfstæðismanna í Árbæjar og Seláshverfi Skákkvöld Ákveöiö hefur veriö aö efna til skákkvölds aö Hraunbæ 102, suöurhlíö (neöri jaröhaBö). Miövikudag 21. febrúar kl. 20.30. Væntanlegir þátttakendur taki meö sér töfl. Allir velkomnir. Stjórntn. Verkalýðsskóli Sjálfstæðisflokksins Verkalýösráö Sjálfstæöisflokksins hefur ákveöiö aö Verkalýösskóli Sjálfstæöisflokksins veröi haldlnn 24. febrúar — 3. marz 1979. Megintilgangur skólans er aö veita þátttakendum fræöslu um verkalýöshreyflnguna, uppbyggingu hennar, störf og stefnu. Ennfremur þjálfa nemendur í aö koma fyrlr sig oröi, taka þátt í almennum umræöum og ná valdi á hinum fjölbreyttu störfum í félagsmálum. Maginpættir námsakrár varöa aam hár aagir: 1. Saga og hlutverk varkalýöshreyfingarinnar. Leiöbeinandi: Gunnar Helgason, forstööumaöur. 2. Kjarasamningar, fjármál og ajóöir vorkalýósfálaga. Leiöbeinandi: Björn Þórhallsson, form. L.f.V. 3. Frasösluatartssmi á vogum varkalýöshrsyfingarinnar. Leiöbeinendur: Hersir Oddsson, varaform. B.S.R.B. og Magnús L. Sveinsson, varaform. V.R. 4. Stjórnun og uppbygging verkalýösfálaga. Leiöbelnandl: Sverrir Garðarsson, form. F.I.H. 5. Trúnaóarmsnn á vinnustóóum. Leiöbeinandl: Hilmar Jónasson, form. Rangæings, Hellu. 6. Efnahagsmál — vísitölur. Leiöbeinendur: Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræöingur, og Þráinn Eggertsson, hagfræöingur. 7. Fjölmiólunartækni. Leiöbeinendur: Magnús Finnsson, blaöamaöur og Markús örn Antonsson, ritstjóri. 8. Framkoma íajónvarpi. Leiöbeinandi: Hinrik Bjarnason, framkvæmdastjórl.. 9. Þjálfun í ræóumennsku, fundarstjórn og fundarraglum. Leiöbeinendur: Kristján Ottósson, form. Fél. blikksmiöa og Skúli Möller, kennari. 10. Félagsmál — kjaramál. Leiöbelnendur: Ágúst Geirsson, form. Fél. (sl. símamanna, Guömundur H. Garöarsson, formaður V.R. og Pétur Sigurösson, fyrrv. alþingismaöur. Skólinn veröur helgar- og kvöldskóli frá kl. 09:00—19:00 laugardag og sunnudag meö matar- og kaffihléum, og frá kl. 20:00—23:00 mánudag, þrlöjudag og fimmtudag. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræöum meö leiöbeinendum og hringborös- og panelumræöum. Skólinn er opinn sjálfstæöisfólki á öllum aldri, hvort sem þaö er flokksbundiö eöa ekki. Þaö er von skólanefndar, aö þaö sjálfstæöisfólk, sem áhuga hefur á þátttöku í skólahaldlnu, láti skrá sig sem fyrst í síma 82900 eöa 82398, eöa sendi skriflega tilkynningu um þátttöku til sólanefndar, Háaleitisbraut 1, Reykjavík. Gegnum holt og hæðir LEIKFÉLAG Kópavoifs frumsýn- ir í kvöld kl. 18.00 nýtt harnaleik- rit, Gegnum holt og hæðir, eftir Herdísi Egilsdóttur kennara. Leikendur eru 23, börn, útiærðir leikarar og áhutfafólk, en leik- félaKÍð er hið eina á Reykjavíkur- svæðinuv sem starfrækt er sem áhutfamannaleikhús. „Þetta er reyndar fyrsta leikrit- ið mitt, skrifað 1974," sagði Her- dís, er hún var spurð. „Það fjallar um litla stúlku í sveit, sem er geðvond og löt, og hvernig foreldr- um hennar tekst með aðstoð góðra vætta, það er álfa og trölla, að venja hana af þessum ósiðum. Hún lærir, að það er gaman að vinna og maður getur glaðzt yfir ýmsu í hversdagsleikanum án þess að gera kröfur til annarra, að ánægja fólks í lífinu er að leggja sitt af mörkum og veita öðrum lið, því enginn verður hamingjusamur nema að leggja sig fram. Ekki er hægt að ætlast til þess, að aðrir færi manni heim hamingjuna. I þessu leikriti er enginn skúrkur, ekki neitt hræðsluefni. Jú, ég samdi einnig tónlistina, en ég spila bara eftir eyranu. Eg hef alltaf leikið mér á hljóðfæri síðan ég eignaðist það. Ég er ósköp þakklát fyrir að fá tækifæri til að vinna með fólki, sem þekkir leik- húsið. Þetta fólk hefur kennt mér ýmislegt. Það er eins og að komast í leikfangaland fyrir mig,“ segir Herdís og hlær við, „og ég finn, að það á eftir að verða fróðlegt og skemmtilegt, ef ég fæ tækifæri til að vinna á þennan hátt áfram," sagði Herdís í lokin. Leikmynd Gylfa Gíslasonar er bæði einföld og skemmtileg, en sviðsmyndin og búningar eru séð með augum barnsins; margir litir, álfhóll, tröllahellir, bær, birkitré og rennandi lækur. Ekki þarf að færa út og inn af sviðinu. Þá sér Lárus Björnsson um lýsingu, og dregur fram með marglitum ljós- um þau atriði, sem við eiga hverju sinni. Ruth Petersen sá um dans- inn í leiknum. „Þóra minnir mig á umskipt- ing,“ sagði Kolbrún Erna Péturs- dóttir sem gegnir hlutverki Þóru bóndadóttur. „Þóra er komin á þann aldur að vilja hitta fólk, er fín með sig og hangir iðjulaus allan daginn. Hún er ekki hrædd, en frekar hissa og reið, þegar hún hittir tröllastrákana og veit, að hún kemst ekki heim aftur nema hún standi sig, og um leið elur hún strákana svolítið upp. Þetta er skemmtilegt hlutverk, en erfitt á köflum. Þóra er bæði löt og geð- vond og síðar kát og hress. Eg hef einu sinni leikið áður, það var í Snædrottningunni í fyrra — þar lék ég frekju," sagði Kolbrún og hló. Eg hef þó starfað með leik- félaginu eins og svo margir. Við leggjum öll eitthvað til, vinnum í miðasölu, sælgætissölu, þrífum salinn og hjálpum til við smíði sviðsins og yfirleitt allt sem gera þarf.“ Guðbrandur Valdimarsson, sem er útlærður leikari, fer með hlut- verk Hægs, eins tröllastrákanna. „Ég hef lítið starfað með krökk- um, en það gerir sýninguna fersk- ari. Börnin eru einlæg í því sem þau gera. Ég held, að allir geti skemmt sér við þetta, ekki síður foreldrar en börn. Fyrst og fremst er þó að koma leiknum til skila. Það þarf að bæta manneskjuna, þá sem eru rótlausir, iðjulausir og utanveltu í lífinu eins og Þóra. Þetta hefur verið mjög skemmti- legt, við leggjum öll eitthvað af mörkum, en félagið sem áhuga- mannafélag byggist á gleðinni við starfið, og í slíkum félögum er ekkert hægt að gera með hangandi hendi, því þá deyja þau.“ „Mér finnst þetta ofboðslega gaman," sagði Sigríður Guð- mundsdóttir sem leikur trölla- mömmu. „Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ég spreyti mig á fjölun- um og hef leikið með krökkum áður, og er reyndar barnakennari. „Synir mínir" eru óttalegir óláta- belgir, en beztu skinn inn við beinið, enda þykir mér vænt um þá alla jafnt," sagði tröllamamma. „Þetta er nú mín frumraun sem leikstjóri," sagði Margrét Helga Jóhannsdóttir. Mig hefur lengi langað til að færa upp verk, en hef verið í það mikilli vinnu, og er raunar enn, að aðstæður hafa ekki leyft fyrr en nú. Það er óneitan- lega erfitt að byrja að leikstýra 23 manns í verki, og sérstaklega verki, sem ekki hefur verið flutt áður. Til dæmis þurfti að skrifa fyrsta þátt fyrir mig fjórum sinn- um. Þetta leikrit er fyrst og fremst ævintýraleikur, en trölla- og álfa- trú er svo ótrúlega sterk í okkar sögu. Það sem ég hef lagt áherzlu á í þessari uppfærslu, er að hafa ekkert ljótt, gera börnin ekki hrædd og reynt að hafa hvergi of mikla spennu, en ná fram einfald- leik og einlægni og halda ímynd- unarafli barnanna vakandi en ekki mata þau of mikið. Ég er virkilega ánægð með þessa samvinnu við leikendur og leikmyndateiknara, en það hefur óskaplega mikið að segja. Þetta hefur verið feikilega lærdómsríkt og ég myndi gjarnan leikstýra aftur, ef tækifæri byðist. Þessi hópur er svo óeigingjarn í starfi, allir hafa gefið vinnu sína, og vinnugleðin er svo mikil, að það hefur verið dásamlega skemmti- legt,“ sagði Margrét Helga. Sýningin hefst eins og áður segir í kvöld kl. 18.00. Næsta sýning verður á laugardag, 24. febrúar, og hefst kl. 15.00, og verður leikritið flutt næstu vikur á miðvikudögum og laugardögum á sömu tímum. Hákur og Þrymur að ólátast en álfadisirnar fylgjast hlæjandi með. Þrymur og Hákur halda af stað með heimasætuna, álfkonan f bæjarhólnum gefur holl ráð en Hægur og Skælir fylgjast með. Pabbi, Grímur, mamma og Þóra eftir vistina í Tröllahclli. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikstjóri og Lárus Björnsson ljósamaður bera saman bækur sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.