Morgunblaðið - 21.02.1979, Side 25

Morgunblaðið - 21.02.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 25 fclk í fréttum + 7 ÁR hafa farið í það að ná upp þessum þrekskrokki, sagði þessi 34 ára gamli Dani, sem setti sér fyrir mörgum árum það mark að vera kjörinn „Herra Danmörk“. Hann heitir Leif Kjeldsen, er 34 ára gamall járniðnaðarmaður. Hann hefur verið í skrokkþjálfun hjá Portúgala sem rekur þjálfunarsal í Höfn fyrir svona þrekskrokka. Vöðvafjallið sagði í blaðaviðtali að hann æfði í 20 klukkustundir í viku hverri. + Við birtum mynd fyrir skömmu af færeysku söngkonunni Anniku Hoydal. sem fór til Kaupmannahafnar til þátttöku í „Melodi Grand Prix-sönglagakeppni“. Þessi mynd var tekin er Annika söng hið færeyska lag „Aldan“ sem hlaut góða dóma og komst í fjórða sæti. — Nú segja Kaupmannahafnarblöðin, að það komi til greina í framtíðinni að Færeyingar og Græn- lendingar skipi sæti í dómnefndinni. + ÞESSI bandarísku hjón, sem eftir því sem í myndatexta segir, eiga stutt eftir ólifað, leituðu fyrir skömmu til kaþólsku kirkjunnar í heimabæ sínum. Þau höfðu verið gift í rúmlega 30 ár. Var það borgaraleg hjónavígsla, sem þá fór fram. — Þau báðu kaþólska prestinn í bænum að koma til sín og blessa hjónaband þeirra nú er dauðastundin virtist vera á næsta leiti. Að sjálfsögðu var orðið við þessari ósk hjónanna. + PÁFINN er hér mitt á meðal hljómsveitarmanna og söngfólks LA Scala óperunnar ftölsku, sem um daginn flutti í móttökusal Páfagarðs tónverkið „Hin týnda Paradís" eftir pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki. — Stjórnaði tónskáldið sjálft hljómsveit og kór óperunnar. Maðurinn, sem stendur beint fyrir aftan páfann er tónskáldið. Mickie Gee skemmtir vist- mönnum af Kópavogshæli VISTMÖNNUM á Kópavogshæli var s.l. laugardag boðið á skemmtun sem haldin var fyrir þau í veitingahúsinu Óðali. Það voru Mickie Gee, plötusnúður. og söfnunin „Gleymd börn ‘79“ sem stóðu að skemmtuninni. Mickie spilaði tónlist fyrir vist- mennina og sýndi þeim mynd með köflum úr kvikmyndinni Grease og frá frumsýningu myndarinnar í Bandaríkjunum. Að auki var öllum boðið upp á kók og súkku- laði og fékk hver eins og hann gat í sig látið. Vistmenn Kópavogshælis kunnu vel að meta tónlist þá sem Mickie lék fyrir þá og eins og myndin sýnir dönsuðu jafnt ungir sem aldnir. Mickie Gee í féiagsskap einnar stúlkunnar frá Kópavogshæli. Myndir Emilfa. Öku-I>ór kem- ur út að nýju FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hefur nú hafið útgáfu málgagns sfns „Öku-Þórs“ að nýju en útgáfa blaðs- ins hefur legið niðri um nokkurt skeið. Öku-Þór kom fyrst út árið 1952 og var gefið út fram yfir árið 1960. Blaðið kom sföast út árið 1972. Ritstjórar Öku-Þórs nú eru þeir Sveinn Torfi Sveinsson og Steinar J. Lúðvíksson en aðstoðaraðili við út- gáfu blaðsins er Frjálst framtak h.f. Forráðamenn blaðsins FÍB og Frjáls framtaks héldu í gær blaða- mannafund þar sem greint var frá endurvakningu Öku-Þórs. FÍB sér algjörlega um efnisval í blaðið og er endurvakning þess liður í að gera átak til eflingar félagsins og auka starf þess í þágu hins almenna bifreiðaeiganda. Félagar í FÍB eru nú 9000 og er stefnt að því að fá fleiri og um leið virkari félaga, að sögn for- svarsmanna félagsins. í fyrsta tölublaði Öku-Þórs er m.a. fjallað um málefni FÍB, sagt er frá því hvernig benstnverð er reiknað út, rætt um afkastavexti vega og skatt- heimtu ríkisins af bifreiðum og hvað ríkið leggur aftur á móti til vega- framkvæmda. Þá er fjaliað um gamla bíla, greinar eru um sölu bifreiða bæði notaðra og nýrra, greinar eru um akstur og ökumenn og þar m.a. fjallað sérstaklega um börn og bíla, sagt frá nokkrum nýjum árgerðum bifréiða og þætti blaðsins þar sem fjallað er um þjónustu við bifreiðaeig- endur eru m.a. greinar um hjólbarða- sólun, kveikjur og ráð hvernig draga megi úr bensínnotkun bifreiða. A biaðamannafundinum kom það fram að það er skoðun FIB að koma eigi slitlagi á vegi þar sem það borgar sig. Nefndu þeir sem dæmi að siitlag á Hvalfjarðarveg myndi borga sig á 8 mánuðum. Hvað varðaði bensínverð sögðu þeir það væri skoðun FÍB að bensín ætti að magntolla á hliðstæðan hátt og aðrar olíuvörur. Öku-Þór er félagsblað FÍB og verður sent til féiagsmanna en auk þess verður það selt í áskrift. r i ■.AraMmn t ÍW i&smæL- . t 7 ■hS- y Jóhann Breim, íramkvæmdastjóri Frjáls framtaks h.f., og Sveinn Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. með fyrsta tölublað Öku-Þórs. Mynd Emilía.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.