Morgunblaðið - 21.02.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 21.02.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 VtEP MORöJh/ RAFP/NU taijJoJ* Menn sem kunna sig taka vindilinn út úr sér áður en þeir kyssa konuna sína! Hér er fallegt útsýni. skal ég segja ykkur! Ég aðvara þig, maður minn. — Hafir þú þig ekki á brott úr húsinu. kalía ég á konuna mina: „Verið ekki að þessu drolli” ieí«m BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Talning tökuslaganna tókst ekki fullkomlega í spili dagsins. Enda spilið eitt af þeim, sem krefst breytilegrar úrspilsáætl- unar. Austur gaf, allir á hættu. COSPER Vestur Norður S. ÁG kl. Á82 T. K3 L. G87532 Austur S. 8764 S. 932 H. 1097 H. G6543 T. D4 T. 87652 L. K1096 Suður L. - S. KD105 H. KD T. ÁG109 L. ÁD4 Suður varð sagnhafi í sex grönd- um og tók útspilið, hjartatíu, með drottningu. Úrspilið lá beint við og suður spilaði spaðafimminu á ás- inn og lauftvistinum frá borði. Austur lét hjarta, sagnhafi drottn- inguna og vestur fékk slaginn. Hann spiiaði aftur hjarta. Sagn- hafi fékk slaginn og þurfti nú þrjá slagi á tigul til að vinna sitt spil. Laufmöguleikinn var úr sögunni og þáf scm vestur var sannaður með fjórum laufum meir en austur var sá síðarnefndi líklegri til að eiga fleiri tígla og þá um leið drottninguna. Samkvæmt þessu spilaði suður tígulgosanum og tók hann með kóngnum þegar vestur lét lágt og svínaði þvínæst tíunni. Búið spil, einn niður. Sjálfsagt hefur þú séð hvar suður fór af sporinu. Þegar hann spilaði laufi frá borðinu og austur lét hjarta varð að breyta úrspils- áætluninni. Ná mátti tveim slög- um á lauf og tæki vestur ekki á kónginn mætti austur fá á tígul- drottninguna væri hún á hendi hans. Samkvæmt þessu var best að taka lauftvistinn með ásnum og spila fjarkanum. Tæki vestur þá á kónginn yrði laufliturinn góður og tígulsvíning óþörf. Tilneyddur læt- ur vestur því lágt og gosinn sér um slaginn. Og eftir þetta er auðvelt að fá þrjá slagi á tígulinn. Austur mætti fá á drottninguna eigi hann hana og sagnhafi spilar því hjarta heim á kóng og tígulgosinn fylgir. Láti vestur lágt tekur gosinn slaginn, tígulkóngurinn næsta, laufdrottningin fer í hjartaásinn og að lokum verða slagirnir þrett- án. Það er bara það. — Hann leysir alltaf krossgátuna á leiðinni! Velvakanda hefur borist bréf frá tveimur ungum stúlkum úr kaup- túni úti á landi. Bréfið er svohljóð- andi: „Komið þið sæl. Okkur langar til að vekja athygli á barnaárinu með þessum línum. Okkur finnst voðalega mik- ið óréttlæti í þessu þjóðfélagi. Bæði í verslunum og sjoppum hér á staðnum er fullorðna fólkið látið ganga fyrir, við krakkarnir fáum aldrei að hugsa hvað við ætlum að kaupa en fullorðna fólkið má hugsa sig um eins lengi og það óskar eftir, jafnvel í ár. T.d. í einni sjoppunni megum við ekki drekka ölið okkar í friði, þau segja alltaf: „Verið ekki að þessu drolli," og okkur liggur við að segja: „Allt í lagi, förum á aðra sjoppu og seljum glerið þar.“ En fullorðna fólkið má sötra í sig ölið allt barnaárið og næstu ár á eftir að eigin vilja. Ef við komum með gler þá heldur afgreiðslufólkið að við höf- um stolið því frá sér því peninga- græðgin er svo mikil. Líka ef við komum á sjoppurnar er fullorðna fólkið afgreitt á undan okkur þó við komum langt á undan og við viljum ljúka þessari grein með því að spyrja hvort ekki sé hægt að gera eitthvað í þessu máli í tilefni barnaársins.“ ____ • Skrif að óathuguðu máli I Morgunblaðinu sunnudaginn 17. febrúar var ráðist á vagnstjóra hjá SVR í grein með fyrirsögninni Vítaverð framkoma. Eg ætla mér hér að svara þess- ari grein nokkrum orðum. Sveinn Sveinsson er einn þeirra fjölmörgu bæjarbúa sem ferðast daglega með strætisvögnum en jafnframt sá eini sem ræðst á vagnstjórana í blöðunum og hef ég undirritaður orðið fyrir miklu aðkasti hans vegna. Mér er spurn hvort þessi maður sé ráðinn til að telja þá farþega sem missa af strætisvögn- unum fyrir það hversu. seint þeir koma á biðstöðvarnar. í leiðabók SVR stendur að farþegar skuli gera sér far um að vera komnir á biðstöð áður en vagninn kemur sem þeir ætla með. I áðurnefndri grein hreykir Sveinn sér mikið vegna þess að hafa deilt á vagnstjóra með nafni hér í Velvakanda í vetur. Ég vil skora á Svein að breyta vinnu- brögðum ef hann hefur undan einhverju að kvarta vegna þjón- ustu strætisvagnabílstjóra. Betra er fyrir hann að tala við umrædd- an bílstjóra eða eftirlitsmenn hjá SVR. Það er auðséð á skrifum Sveins að hann birtir skoðanir „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 65 drepinn, sagði Bernild. — Eftir að hafa farið yfir fjármál hans er víst enginn vafi á því að hann hcfur tckið út griðarlega háar upphæðir á síðustu sex mánuðum. Hann er sá eini sem gæti hafa verið með svona mikla peninga á sér. — Já, en hvað hefði hann átt að vera að gera með slíka fjárhæð á sér hér út i í sveit? spurði Susanne. — Kannski hann hafi ætlað að greiða fyrir Mosahæð. Bernild kreisti augun og horfði niður í plögg sín og pappíra. — Ég þekki ekki fjölskyld- una hér en ég veit að flestir jarðeigendur verða fjúkandi vondir og alit að því trylltir ef jörð þeirra verður eyðilögð með því að stúka nágrannajörðina niður í smálóðir ... — I»að er nú sitthvað að verða fjúkandi vondur... já og að... úr verði morð. — Þess vegna verð ég líka að fá að vita um hvort þér eruð vissar um að það hafi ekki verið þér sem keyrðuð Einar Einarsen niður, sagði Bernild ákveðinn. — Ég á bágt með að trúa því að nokkur hér í húsinu hefði getað myrt hann með köldu blóði cn hafi einhver fundið hann eftir að hann var látinn. — Að ég hafi keyrt hann niður. Rödd Susanne var full beizkju. — Ég er ekki að ásaka yður, ég er að spyrja. Það hefði getað verið einhver annar. Það hefði síðan verið ofurauðvelt að taka peningana og keyra Iíkið á afvikinn stað. — Já, en hvers vegna taka peningana? Ef Einar Einarsen var hvort eð er andaður myndi hann ekki geta keypt Mosahæð. — Nei, en það vildu aðrir gera og Jasper hefði verið jafnáfjáður i að gera slfk kaup ef hann hefði fengið stað- greiðsiu við einhvern annan. Og með staðgreiðslu var hægt að ganga frá málinu áður en Jasper Bang fengi nokkurt tóm til að hugsa sig um tvisvar. — Ég trúi ekki á þetta, sagði Susanne. — Ég trúi því ekki... ja, ég veit það auðvitað ekki... en að ræna látinn mann er svo svakalegt að það hlýtur að haía verið meira en lítið harðsoðin manneskja... Maður les um svoleiðis í bókum, en það kemur ekki heim við okkar notalega líf hér í Danmörku þar sem allir eru vingjarnlegir... — 0, læt ég það nú vera. Ég er hræddur um að þér séuð smávegis utan við heiminn ef þér eruð á þessari skoðun í alvöru, sagði Bernild. — Ég gæti skilið morð sem framið er f stundaræsingi en ég trúí ekki á líkrán eða morð af yfirlögðu ráði vegna pening- anna. — Hvaðan haldið þér þá að pcningarnir hafi komið? Bernild horfði beint á hana. — Ég sá þá bara. Ég veit ekki einu sinni hvað þetta var mikið. — En hvað haldið þér þá varöandi Einarsen? Susanne horfði á Bernild alvarleg á svip. — Auðvitað veit ég vel hvað þér viljið að ég geri. Þér viljið að ég viðurkenni að það hafi verið ég sem keyrði Einar Einarsen niður. Það myndi gcra þetta svo miklu auðveld- ara fyrir yður. En það þýðir ekki. Ég fer ekki að búa neitt til sem ekki er satt bara til að þér losnið við óþægindi. Ég var slegin niður og sá sem sló mig hlýtur að hafa tekið peninga Einars Einarsens... ef það hafa þá verið hans peningar, bætti hún við hugsi. — Ef við bara fyndum þessa peninga, þá hefðum við eftir einhverju að fara. Bernild beit á vör sér og starði argur á Susanne. Honum varð skyndilega ljóst að hann hafði hneigzt til að byggja alltof mikið á vitnisburði hennar. Það var hún sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.