Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐID. MIDVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 s ! Strassburg hefur forystu ÚRSLIT í fhinsku deildar- keppninni í knattspyrnu um helg'ina urðu þessi: Nfce-Laval 2:1 Nantes—Marseilles 2:2 St. Etienne—Monaco l-fí Metz—-Reims 2:1 Nimes-Lille 3:2 Paris St. G.-Angers 1:1 Bordeux—Lyon 1:0 Strassburg-Paris FC 3:0 Strassburg hefur forystu í deiidarkeppninni, 40 stig eftir 27 leiki. Nantes og St. Etienne eru saman f 2.—3. sæti með 36 stig hvort félag. Monaco hef ur 35stig. Jafntefli Dynamó SOVÉSKA stórliðið Dynamó Moskva, sem er á keppnisferða- lagi um Bandarikin um þessar mundir kom á óvart um helgina með því að ná aðeins jafntefli gegn Tampa Bay Rowdies. Gherskovich skoraði fyrst fyrir Dynamó, en Wegerie jafnaði fyrír Tampa Bay í síðari hálf- leik með marki úr vítaspyrnu, eftir að Rodney gamli Marsh hafði verið felldur innan vita- teigs. Guðmundur yfir 2,05 í»ÆR fregnir berast frá Svf- hjóð om þessar mundir að Guðmundur R. Guðmundsson hástökkvari, sem nú er búsett m ytra, hafi stokkið yfir 2,05 metra f hástökki á æfingum, en aðeins einn íslendingur hefur stokkið hærra. Að sögn heimiidamanna Mbl. hefur Guðmundur náð góðum tökum á þessari hæð á æfingum og er vonandi að hann farí hæðina sem fyrst f keppni. Þessi árangur Guðmundar bendir til þess að hann gerí f sumar atlögu að íslandsmeti Jóns Þ. Olafssonar ÍR, en metið er 2,10 mtr og sett árið 1965. Er það met reyndar eitt af eldri metum frjálsíþrotta hérlendis. KR-ingar komnir í undanúrslit Afmælis- knatt- spyrna A þessu ári eru 60 ár iiðin frá því að Knattspyrnuráð Reykja- víkur var stofnað. Afmælis ráðsins mun verða minnst á ýmsan hátt á árinu og er innanhússmótið í knatt- spyrnu, sem frarii fer fimmtu- daginn 22. febrúar, fyrsti liður- inn í þeirri áætlun. Þátttakendur í þessu móti eru öll Reykjavíkurfélögin, nema Í.R., en auk þess verða lið frá íþróttabandalagi Akraness og íþróttabandalagi Kefla- víkur. Keppt verður um vegiegan bikar, sem Heildverslun Björg- vins Schram hefir gefið, en að auki verða veittir verðlauna- peningar til liðsmanna þeirra liða er verða í fyrsta og öðru sæti. Keppnin hefst ki. 18.00 og gert er ráð fyrir að úrslita- leikurinn fari fram um klukkan 23.15. KR-INGAR tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúr- slitum bikarkeppni KKÍ, eftir sigur á Valsmönnum í Laugardalshöllinni. Var leikur þessi á köf lum ágæt- lega vel leikinn og spenna mikil í lokin. Leiknum lyktaði með sigri KR-inga, 81:74, en staðan í hálfleik var 42:41. KR-ingar léku skínandi vel í upphafi fyrri hálfleiksins og náðu fljótlega talsverðu forskoti. Var staðan 34:18, KR-ingum í hag þegar um 8 mínútur voru eftir af hálfleiknum. Valsmenn voru þó ekki á þeim buxunum að gefa sig og börðust af mikilli hörku það sem eftir lifði hálfleiksins og eins og áður segir skildi aðeins eitt stig liðin að í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var afar jafn, en um miðjan hálfleikinn náðu KR-ingar aftur upp nokkru forskoti og héldu því til loka leiksins. Þegar mest á reynir leikur KR-liðið best. Það sýndi sig í leiknum gegn Njarðvíkingum í fyrri viku og aftur í gærkvöldi. Meginhluta fyrri hálfleiksins lék liðið eins og það best gerir; varnar- leikurinn var með albesta móti og í Njarðvík í, basls með ÍS STÚDENTAR léku einn sinn besta leik á keppnistímabilinu, þegar þeir fóru suður með sjó allar götur til Njarðvíkur. Þar léku þeir við heimamenn í bikarkeppni KKLÍS gerði sér lítið fyrir og hafði forystu lengst af og það var ekki fyrr en töluvert var liðið á síðari hálfleik, að Njarðvík tókst að jafna. Og jafnvel þá tókst þeim ekki að hrista stúdentana af sér, heldur var algert jafnræði allt til leiksloka, en Njarðvík vann naumlega 91—86, staðan í hálfleik var 46—41 fyrir ÍS Sem fyrr segir, hafði ÍS foryst- Segja má, að Bandaríkjamenn- una lengst af, mest 10 stig rétt irnir Ted Bee hjá UMFN og Trent fyrir leikhlé. Snemma í síðari hálfleik mátti síðan sjá tólur eins og 55—47 fyrir ÍS. En Njarðvík- ingar tóku þá að saxa á forskot ÍS og um miðjan síðari hálfleik skor- aði t.d. Ted Bee eins 10 stig í röð í mikilli rispu sem hann tók. Náði Njarðvík þá forystunni, 71—69, en ÍS jafnaði á nýjan leik og var jafnræði til leiksloka. Þegar ein mínúta var til leiksloka var staðan 84—84 og spennan gífurleg. En Njarðvíkingar voru sterkari þessa einu mínútu, sigu fram úr og unnu frekar naumlega. Smock hjá IS hafi verið bestu mennirnir á vellinum og dómar- arnir þeir, Sigurður V. Halldórs- son og Þráinn Skúlason meðal þeirra slökustu. Bitnaði dóm- gæslan þó ekki á öðru liðinu frekar en hinu. Geir og Gunnr voru einnig góðir hjá UMFN og Ingi Stefánsson hjá ÍS Flest stig skoruðu fyrir IS: Trent Smock 36, Ingi 17, Steinn 12 og Gísli 10. Ted Bee var stigahæst- ur UMFN með 31 stig, en aðrir leikmenn voru nokkuð jafnir. gig/— gg. Ljósmyndir: Sigurgeir Islandsmetin fuku Eins og fram kom í blaðinu í gær, náðist ágætur árangur á lyftinga- móti í Vestmannaeyjum um helgina. Hæst bar þá afrek þeirra Kristjáns Kristjáns- sonar og Gunnars Stein- grímssonar. Kristján sem er á efri myndinni setti 4 íslandsmet í 56 kg flokki, í hnébeygju, 125 og 130 kg, í réttstöðulyftu 167,5 kg og í samanlögðu 367,5 kg. Gunnar sem er hér til hægri setti íslandsmet í réttstöðulyftu í sínum flokki. Hann lyfti 292,5 kg. sókninni fékk boltinn að ganga vel milli manna. Liðið var mun jafn- ara á þessum kafla en í mörgum undanförnum leikjum. Gunnar Jóakimsson var mjög góður í fyrri hálfieiknum, var að vísu tekinn út af nokkru fyrir lok hálfleiksins og kom það mörgum spánskt fyrir sjónir, því að engin þreytumerki var á honum að sjá. John Hudson lék vel undir lokin, þegar mest á reyndi, en hafði fram til þess verið nokkuð mistækur. Jón Sigurðsson átti einnig ágæta kafla. Tim Dwyer var bestur Vals- manna, eins og svo oft áður og önnur eins hamhleypa og hann er í fráköstum er vandfundin. Kristján Ágústsson var einnig góður, svo og Ríkharður Hrafnkelsson. Þeir Torfi Magnússon og Þórir Magnússon voru báðir langt frá sínu besta, en sá síðarnefndi fékk raunar 4 villur löngu fyrir lok fyrri hálfleiks og lék því lítið. Stig KR: Hudson 20, Jón Sig- urðsson 18, Gunnar Jóakimsson 11, Einar Bollason 10, Garðar Jóhannsson 8, Þröstur Guðmunds- son 6, Kolbeinn Pálsson 4 og Árni Guðmundsson og Birgir Guð- björnsson 2 hvor. Stig Vals: Tim Dwyer 28, Kristján Ágústsson 19, Ríkharður Hrafnkelsson 15, Torfi Magnússon 6, Þórir Magnússson 4 og Haf- steinn Hafsteinsson 2. Dómarar voru Erlendur Eysteinsson og Kristbjörn Albertsson. _ GI • Jón Sigurðsson átti að vanda mjög góðan leik með KR, skoraði mikið og átti íallegar sendingar. Jimmy Greenhoff kom United áfram NOKKRIR leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni f gær- kvöldi og nokkrum var einnig frestað að vanda. Tveir leikir fóru fram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Ber þar hæst að nefna, að Manchester Utd. tryggði farseðil sinn í 6. umferð með sigri gegn Colchester á heimavelli litla liðsins. Colchest- er, sem leikur í 3. deild, er gamalkunnur bikarmorðingi, hefur oft slegið út stóru liðin og aldrei fyrr en í gærkvöldi hafði liðið tapað á heimavelli sfnum fyrir liði úr 1. deild. Leikurinn fór fram við afleit skilyrði og var Iengst af þófkenndur mjög. Jimmy Greenhoff skoraði síðan sigurmarkið aðeins 4 mínútum fyrir leikslok, en þá var leik- mönnum Colchester farið að hlakka til aukaleiksins á Old Trafford. Léikir í gærkvöldi voru þessir: Bikarkeppnin: Aldershot-Shrewsbury 2:2 Colchester-Man. Utd. 0:1 1. deild: Southampton-Bristol C. 2:0 3. deild: Blackpool-Hull City 3:1 Spánverjar firna sterkir Spánverjar virðast geysisterkir f handboltanum um þessar mundir. Þeir léku tvo landsleiki við Búlgarí, annan f Zaragoza, hinn f Madrid. Spánverjar unnu báði ieikina með miklum yfir- burðum, fyrri Ieíkinn 27—17 og þannsíðari 25-18. Walsall-Swansea 1:1 4. deild: Torquay-Crewe 3:0 Portsmouth-Newport 2:1 Ásgarður í kvöld: Stjarnan-Leiknir EINN leikur fer fram í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í kvöld. I Ásgarði eigast við klukkan 20.30 lið Stjörnunnar og Leiknis. Þó að hér mætist neðsta liðið og það næstneðsta, yrði það meiri háttar viðburður ef úrslitin yrðu á annan veg en Stjórnusigur. Teningavald Eftir frestanir síðustu 8 laugar- daga kastaði fyrst „tólfunum" s.l. laugardag í ensku knattspyrnunni, er öllum leikjum bikarkeppninnar og öllum deildaleikjum utan fjórum var frestað. Það hefur aldrei gerst fyrr í sögu enska knattspyrnusam- bandsins, að heilli umferð í bikar- keppninni sé frestað vegna veðurs. Á miðvikudag voru mikil fundahöld hjá sambandinu og deildastjórninni um breytingar á niðurröðun leikj- anna s.l. laugardag, vegna þess hve illa hefur gengið að útklja leiki í bikarkeppninni, en þegar allt kom til alls, gátu þeir sparað sér þá fyrirhöfn. Varpa varð hlutkesti um alla 12 leikina á getraunaseðlinum og komu upp þessi merki: XXX - Xll - •2XX - 222. Fram komu 4 raðir með 10 réttum, sem gefa kr. 298.000.- og 20 raðir með 9 réttum, sem gefa kr. 17.800.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.