Morgunblaðið - 21.02.1979, Page 32

Morgunblaðið - 21.02.1979, Page 32
 Tillitssemi kostor ekkert Verzlið serverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 V BUOIN sími MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979 Bensínið fyrst í 205 krónur en síðan í 260 kr. MIÐAÐ við nýjustu skráningar á bensíni á markaðnum í Rotterdam þarf bensínlítrinn að hækka í rúmar 260 krónur í vor, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hef- ur aflað sér. Bensínlítrinn kostar nú 181 krónu. Á morgun verður haldinn fundur í verðlags- 300 þús- undtonn hæfileg / — sagði Olafur ÓLAFUR Jóhannesson forsætisráðherra sagði í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi, að ekki kæmi til greina að skera þorsk- aflann niður í 250 þúsund tonn, eins og fiskifræðing- ar hafa lagt til. Sagði ráðherrann að sjálfur teldi hann 300 þúsund tonn hæfileg. nefnd og verður þar ákveðið nýtt olíuverð. Búist er við því að bensínlítrinn fari þá í 205 krónur og er vegagjald innifalið í þeirri tölu, en talið er nær víst að það verði hækkað jafnhliða. Hækki það ekki, hækkar bensínið væntanlega í rúmar 190 krónur. Talið er að gasolíulítrinn hækki úr 57,50 í 69-70 krónur nú í vikunni. Miðað við skráð gengi í Rotterdam nú þarf gasolíulítrinn að hækka í 119 krónur í vor, þ.e. gasolía til fiskiskipa og húshitunar en gasolía til bí'" ' 11.3 krónur með söiuskatti. BJÖRGUNARBÁTURINN, sem skipbrotsmennirnir af Guðmundi Ólafssyni ÓF 40 voru í og við í um hálfa aðra klukkustund. Sjópróf fóru fram hjá bæjarfógetanum á Ólafsfirði í gær og að sögn Kristins G. Jóhannssonar fréttaritara Mbl. kom þar ekkert nýtt fram umfram þær fréttir, sem Mbl. birti í gær. Sjá bls. 3. Ljósm. Mbl. Sv.P. Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins: Nýtt verðbótakerfi—afnám við- bótarskatta—aukið frjálsræði í efnahagsstefnu Sjálfstæðis- flokksins, sem kynnt var á biaða- mannafundi í gær er lögð áherzla á eftirfarandi höfuðþætti: Olafur Jóhannesson um Lúðvík Jósepsson: „Ætli hann reyni þá ekki að reka þennan illa anda úr mér” „JÆJA. Sagði hann mig ekki hafa verið vfirskyggðan af heilögum anda?“ sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, er Mbl. leitaði álits hans í gær á ummælum Lúðvíks Jósepsson- ar formanns Alþýðubandalags- ins á almennum fundi á Hótel Sögu í fyrrakvöld. „Nú, ætli hann reyni þá ekki að reka þennan illa anda úr mér,“ bætti ólafur svo við, en í ræðu sinni nefndi Lúðvfk dæmi, úr efna- hagsmálafrumvarpi ólafs sem hann sagði vera merki um iiia anda sem hefði svifið yfir for- sætisráðherra við samantekt frumvarpsins, eða þau illu áhrif, sem einhverjir hefðu á hann haft. Mbl. spurði Ólaf um þá full- yrðingu Lúðvíks að frumvarpinu yrði breytt „að okkar vilja." „Það er hans skoðun," svaraði Ólafur. Forsætisráðherra sagði að hann hefði ekki lagt frum- varp sitt fram sem handrit fullbúið til prentunar, en hins vegar kvaðst hann ekki geta sagt til um það á þessu stigi, hversu miklum breytingum frumvarpið mætti taka í með- förum ríkisstjórnarinnar. „En það má breyta ýmsu án þess að ganga of nærri grundvallarhug- myndunum," sagði Ólafur. For- sætisráðherra kvaðst vera í sambandi við ýmsa umsagnar- aðila frumvarpsins, en sagðist ekki vera farinn að sjá fram á, hvenær hann gæti iagt frum- varpið fram á Alþingi. „Það liggur ekki svo óskaplega á núna, fyrst 1. marz er tapaður,“ sagði Ólafur. Þá bar Mbl. undir Ólaf þau ummæli Ólafs Ragnars Gríms- sonar alþingismanns á fundin- um í fyrrakvöld að samstaða Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks um efnahagsmálafrum- varpið nú væri nýtt „hræðslu- bandalag." „Það er nú ekki nema eðlilegt að mönnum stafi ótti af þessu mikla veldi, sem Lúðvík lýsir," sagði Ólafur. „Það væri skiljanlegt út frá því að þeir sem minni máttar væru reyndu að taka saman höndum." • Nýtt verðbótakeríi, kjaravísi- tölu • Afnám nýrra skatta vinstri stjórnar • Stóraukið frjálsræði i viðskipt- um og athafnalífi • Samdrátt í opinberum af- skiptum Sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að unnt sé að felia niður viðbótarskatta núverandi ríkis- stjórnar með því að koma á jafn- vægi í fjármálum ríkisins, gera uppskurð á ríkisbákninu með því að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga — sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins á blaðamanna- fundi í gær, er kynnt var stefnuyf- irlýsing flokksins í efnahags- málum. Helztu atriði sem fram komu í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins eru: • Leitað verði samkomulags um nýtt verðbótakerfi, kjaravísitölu, almennir kjarasamningar taki mið af þjóðhagsvísitölu, allir fái verðtryggðan lífeyri, kaupmáttur á hverja vinnustund verði aukinn með sveigjanlegri vinnutíma, starfshvatningu og hagræðingu og þátttaka launþega í atvinnurekstri verði örvuð með því að gera eign- araðild að fyrirtækjum aðgengi- lega og arðbæra. • Almennar launatekjur verði tekjuskattsfrjálsar og niður- greiðslur vöruverðs verði lækkaðar. Virðisaukaskatti verði komið á í stað söluskatts og jöfnunargjalds á innfluttar iðn- aðarvörur, verðlag verði gefið frjálst en undir eftirliti og fyrir- komulag gjaldeyrisviðskipta verði frjálslegt, einfalt og fljótvirkt. • Gengisskráning verði sveigjan- leg, miðuð við að halda jafnvægi í erlendum viðskiptum, draga úr áhrifum ytri sveiflna og tryggja afkomu atvinnuveganna. • Viðmiðunarverð verðjöfnunar- sjóðs verði í samræmi við verð á erlendum markaði og fyrirtækjum verði heimilt að leggja fé í bundna og vel tryggða varasjóði gegn skattfrelsi eða frestun skatt- lagningar. • Kjör almennra innlána og út- lána ákveðist af frjálsum markaði og bann við gengistryggingu eða annarri verðtryggingu sé afnumið. Sett verði lög um starfsemi viðskiptabanka, afurðalán flutt til þeirra og fjárbinding komi af útlánum í stað innlána. • Komið verði á jafnvægi í fjár- málum ríkisins og uppskurður gerður á ríkisbákninu. Verkefni verði flutt frá ríki til sveitar- félaga, fyrirtækja og einstaklinga. Sjá ennfremur miðopnu. Skemmdir gaffalbitar og hráefni: Tjón K. Jónssonar um 250 milljónir kr. TJÓN niðursuðuverksmiðjunnar K. Jónsson og Co á Akureyri vcgna galla í framleiðslu, sem seld var til Sovétríkjanna og skemmda í hráefni er um 250 milljónir króna. samkvæmt því sem kom fram hjá Hjörleifi Gutt- ormssyni iðnaðarráðherra á Alþingi í gær. Ráðherrann svaraði fyrirspurn frá Finni Torfa Hjörleifssyni alþm. um sölusamninga á lagmeti til Sovétríkjanna og kvartanir Sovétmanna’ vegna skemmdra gaffalbitadósa. Það kom fram hjá ráðherranum að Sovétmenn hefðu kvartað yfir tveimur sendingum frá K. Jónssyni og hefði verið sætzt á bætur að fjárhæð 122 milljónir króna í formi nýrra vörusendinga, þ.e. 8714 kassa (1000 dósir í kassa), og væri þetta 10,1% heildarviðskiptanna við Sovétríkin í þessari framleiðslugrein. Þá skýrði iðnaðarráðherra einnig frá því að í óunnum vöru- lager K. Jónssonar og Co af síld, saltaðri haustið 1977, hefði 4/5 hlutar reynzt ónothæfir til vinnslu en fimmtungur á mörkum vinnslu- hæfni. Þessi vörulager verk- smiðjunnar er 4000 tunnur, að verðmæti 160 milljónir króna, og er tjón verksmiðjunnar vegna skemmda í hráefni a.m.k. 128 milljónir til viðbótar 122 milljóna tjóni vegna skemmdu gaffalbit- anna, sem seldir voru til Sovét- ríkjanna. Hjörleifur Guttormsson sagði síðan í svari sínu að slá mætti því föstu að skemmdir þær, sem komið hefðu fram í gaffalbitunum mætti rekja til galla í hráefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.