Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 44. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Leiðtoga lýðveldis- flokksins falin stjórn- armyndun á ítalíu Róm, 21. iebrúar. Reuter. AP. GIULIO Andreotti íráfarandi forsætisráðherra ítalíu hætti í dag við tilraunir sínar til að mynda nýja stjórn. Pertini forseti ítalíu hefur ákveðið að fela Ugo la Malfa, leiðtoga lýðveldisflokksins, að mynda nýja stjórn. Er talið að forset- inn vilji fyrir alla muni reyna að komast hjá því að boða til nýrra kosninga, en margir stjórnmálafréttaritarar telja þó óhjákvæmilegt að kosning- um þeim sem fyrirhugaðar eru á árinu 1981 verði flýtt. La Malfa er 75 ára gamall og hefur m.a. verið varaforsætis- ráðherra og gegnt ýmsum ráðherraembættum í sam- steypustjórnum á ítalíu undan- farin ár. Fallist hann á að gera tilraun til stjórnarmyndunar Ugo la Maffa, sem falin hefur verið stjórnarmyndun á ítalfu. verður það í fyrsta sinn frá stríðslokum að stjórnmála- maður úr öðrum flokki en kristi- lega demókrataflokknum gerir slíka tilraun. Líklegt er talið að la Malfa reyni að mynda minni- hlutastjórn flokks síns, jafnaðarmanna og sósíalista, með hlutleysisstuðningi kristi- legra demókrata og kommúnista. Andreotti gegnir áfram for- sætisráðherrastörfum á meðan reynt verður að koma saman nýrri stjórn, en stjórnar- myndunartilraun hans stóð í þrjár vikur. Þjóðaratkvæði í íran um stofnun íslamsks lýð veldis Teheran, 21. tebrúar. AP. Reuter. STJÓRN Bazargans forsætisráðherra írans tilkynnti í dag að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu innan tveggja vikna. þar sem þjóðin yrði spurð hvort hún kærði sig um að lýðveldi í anda múhameðstrúar verði stofnað og keisaradæmið lagt niður. Víst er talið að stofnun íslamsks Iýðveldis verði samþykkt og er þá ráðgert að kjósa til stjórnlagaþings, sem samþykkja mun nýja stjórnarskrá sem tæki við af stjórnarskrá keisaradæmisins frá 1906. yrði endi bundinn á frekari vopna- kaup í stórum stíl frá Bandaríkj- unum. Jafnframt yrði hlustunar- stöðvum Bandaríkjanna við sovézku landamærin lokað. Irönsk yfirvöld létu í dag lausan úr haldi bandarískan hermann, sem tilkynnt hafði verið að yrði leiddur fyrir rétt fyrir að hafa skotið á íranska borgara, þegar árás var gerð á bandaríska sendi- ráðið í Teheran i fyrri viku. Er talið að með því að láta manninn lausan hafi stjórnin komið sér hjá meiri háttar diplómatískum úti- stöðum við Bandaríkjastjórn. Hreyfing Marxískra skæruliða, Fedayeen, sem boðað hafði til mótmælagöngu í miðborg Teheran á morgun, fimmtudag, hefur aflýst göngunni í samræmi við bann Khomeini trúarleiðtoga. Segjast leiðtogar hreyfingarinnar ekki vilja lenda í átökum við menn Khomeinis. Hins vegar hafa þeir boðað til útifundar við háskólann í Teheran á föstudag og hvatt sem flesta til þátttöku, til að mötmæla því að Khomeini hyggist útiloka þá frá áhrifum í byltingarstjórn- inni. Hinn nýi yfirmaður íranshers, Gharani hershöfðingi, sagði í dag að stjórn Bazargans myndi virða samninga sína við Bandaríkin um að láta ekki vopn keypt þaðan af hendi við aðrar þjóðir eða þjóð- frelsishreyfingar. Á hinn bóginn Kínverjar ólíklegir til að draga heim lið sitt í bráð Peking, Bangkok. Washington, 21. febrúar. AP, Reuter. BARDAGAR héldu áfram í dag á landamærum Víetnams og Kína og ekkert bendir til að Kínverjar hyggist draga lið sitt frá landa- mærahéruðum Víetnams á næst- unni. Vestrænir stjórnarerindrekar í Peking voru kallaðir í kínverska utanríkisráðuneytið í dag og Camp David viðræðurnar: Lítil von um árangur Washington, 21. febrúar. AP, Reuter. SAMNINGAMENN ísraels og Egyptalands komu saman til fund- ar í Camp David, sveitasetri Banda- ríkjaforseta í fjöllunum í Mary- land-rfki, í kvöld, en litlar vonir eru þó bundnar við þessar viðræður. Þeir Khalil forsætisráðherra Egyptalands og Dayan utanríkisráð- herra ísraels munu á næstu dögum reyna ásamt Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna að finna nýja fleti á deilu landanna og kanna hvort hægt er að taka upp þráðinn í samningum, þar sem síðast var frá horfið í desember. Haft er eftir Dayan að það verði að teljast veru- legur árangur takist að semja um að leiðtogar landanna, Begin og Sadat, eigi með sér annan toppfund í líkingu við þann, sem haldinn var í Camp David í september. Haft var eftir Sadat í Washington í dag, að hann hafi tilkynnt Banda- ríkjastjórn, að hann væri reiðubúinn til að grípa til vopna til að vernda olíuflutninga til Bandaríkjanna frá Mið-austurlöndum verði þess þörf. sjónarmið Kínverja vegna innrásar- innar í Víetnam útskýrð, en að sögn gáfu kínverskir ráðamenn engar vísbendingar um hvenær Kínverjar hygðust draga lið sitt til baka. Talið er að komið gcti til verulegra átaka á næstunni, því fregnir herma að Víetnamar séu nú að flytja mikinn herafia að landamær- iiniim. en Kínverjar hafa þegar mjög öflugan iiðstyrk í Víetnam og við landamærin. Mjög ólíkar fréttir berast af mannfalli í bardögunum, og segjast Víetnamar hafa banað 5—8 þúsund Kínverjum, en Kínverjar telja sig hafa drepið 10 þúsund hermenn Víetnama en misst 2—3 þúsund menn. Búizt er við að Bandaríkjastjórn fari fram á það á næstunni við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að það taki til meðferðar bardagana í Suðaustur-Asíu. Kínverjar og Víet- namar eru hins vegar sagðir andvíg- ir því að ráðið taki sameiginlega fyrir bardagana í Kambódíu og átökin á landamærum Kína og Víet- nams. Sovétríkin og stuðningsríki þeirra í Öryggisráðinu eru einnig andvíg frekari umræðum um Kambódíu í ráðinu, en vilja hins vegar gjarnan ræða innrás Kínverja í Víetnam. Kambódía: Menn Pol Pots sækja á Bangkok, 21. febrúar. Reuter. SKÆRULIÐAR hliðhollir stjórn Pol Pots í K a ni Ix'xlíu hafa að undanförnu veitt hersveitum Víetnams harða mótspyrnu og hafa náð á sitt vaid nokkrum þorpum, að þvi' er heimildir í Bangkok herma. Styrkur skæruliða er mestur í norðvesturhluta landsins og hafa þeir mjög torveldað birgðaflutn- inga Víetnama á því svæði, en Víetnamar eru nú sagðir nota flugvélar til að koma birgðum til sveita sinna. Talið er að nú séu um eitt hundrað þúsund víet- namskir hermenn í Kambódíu og ekkert bendir til að stjórnin í Hanoi hyggist flytja lið þaðan til kínversku landamæranna til að mæta kínverska innrásarliðinu. Víetnamar hafa ekki viður- kennt að þeir hafi liðssafnað í Kambódíu heldur halda þeir því fram, að það séu frelsishreyfing- ar Kambódíumanna sjálfra, sem nú ráði landinu. Fulltrúar hinna nýju valdhafa í Phnom Penh og stjórn Víetnams hafa gert með sér friðar- og vináttusamning, en sendiherra Pol Pots í Kína for- dæmdi í dag harðlega þennan samning og sagði hann að engu hafandi. Vinnudeilan í Bret- landi að leysast? London, 21. febrúar. Reuter. AP. Samtök opinberra starfsmanna í Bretlandi hafa fyrir sitt leyti fallist á samkomulagstillögu rfkisvaldsins í launadeilu þeirri, sem að undan- förnu hefur lamað starfsemi skóla, sjúkrahúsa. líkhúsa, sorphreinsun og fieira. Hafa samtökin nú hvatt félagsmenn sína til að fallast á samkomulagið og falla frá frekari verkfallsaðgerðum. Bera verður samkomulagið undir atkvæði í hin- um ýmsu starfsmannafélögum og er óvíst hver afdrif þess verða þar, en verði samkomulagið samþykkt linn- ir verkföllum þó ekki að fullii og ö'llu fyrr en í næstu viku. í hinum nýja samningi er gert ráð fyrir 9% launahækkun sem gildi frá því í nóvember sl. og einhverjum hækkunum síðar. Jafnframt er sam- ið um að koma á laggirnar sérstakri nefnd sem kanni staðhæfingar laun- þegasamtakanna um að starfsmenn hins opinberra búi við miklu lakari kjör en almennt gerist á vinnu- markaðnum. í fyrstu höfðu samtök opinberra starfsmanna krafist 42% launahækkunar, en stjórnvöld boðið rúmlega 8% hækkun. Kínversk kona útskýrir aðgerðir Víctnama fyrir landamæravörðum í Kwangsi-héraðinu við landamæri Kína og Víetnanu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.