Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Loðnufrysting hafin af fullum krafti: Unnið dag og nótt í Eyjum Útför Sveins Benediktssonar framkvæmdastjóra varð gerð frá Dómkirkjunni í gær við mikið fjölmenni. Séra Grímur Grímsson jarðsöng, Rut Ingólfsdóttir lék á fiðlu, Marteinn H. Friðriksson lék á orgel og félagar úr Fóstbræðrum sungu. Ur kirkju báru forystumenn í sjávarútvegi og nánir vinir og samstarfsmenn Sveins Benediktssonar, en síðasta spölinn nánir vandamenn og ættingjar. (Ljósm. Rax). Mjög gott verð fyrir íslenzk minkaskinn ÁGÆT loðnuveiði hefur verið síðustu sólarhringa á miðunum við Hrollaugs- eyjar. Langflestir bátanna fóru til Vestmannaeyja með aflann. Mælingar hafa leitt í ljós að hrognafylling loðnunnar er nú 12—13% og er því hægt að frysta upp í gerða aðalsamninga við .Japani. Þegar loðnan fór yfir 12% hækkaði verð loðnunnar til frystingar úr Fékk tæp 300 tonn á þrem- ur vikum Patreksfirði. 21. feb. SIGURBJÖRG ÓF 30, nýi háturinn sem keyptur var frá Ólafsfirði í s.l. mánuði, aflar ágætlega. A rúmum þremur vikum hefur hann fengið tæp- 'lega 300 tonn. Aðaleigendur skipsins eru Ólafur Magnús- son skipstjóri og Leif Hall- dórsson stýrimaður. Línuafli hefur tregast mikið síðustu daga enda telja sjó- menn geysilegt loðnumagn á miðunum. - Páll Á ALMENNUM fundi fram- sóknarmanna á Hótcl sögu í gærkvöldi kom það fram í ræðu Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra, að hann telur nauðsyn að leggja skjótt fram á Alþingi það frumvarp_, sem hann hefur lagt drög að. I ræðum hans og Þórar- ins Þórarinssonar og Steingríms Hermannssonar landbúnaðar- ráðherra kom það fram, að þeir telja að frumvarp forsætis- 45 krónum í 70 krónur kg. Loðnufrysting er hafin af fullum krafti í Vestmanna- eyjum og er unnið dag og nótt í frystihúsunum þar. Frystihús á Reykjanesi og við Faxaflóa eru tilbúin til frystingar og munu sum þeirra fá loðnu til frysting- ar í dag. Eftirtaldir bátar tilkynntu afla fyrir sólarhring: Ársæll 440, Seley 150, Gullberg 580, Örn 540, Huginn 580, Albert 570, Hilmir 500, Pétur Jónsson 640, ísleifur 420, Jón Kjartansson 1140, Húnaröst 570, Sæbjörg 400, Hrafn 600, Óskar Halldórsson 460, Bjarni Ólafsson 630, Grindvíkingur 900, Sigurður 1050, Kap II 500, Freyja 50, Árni Sigurður 520, Skírnir 420, Faxi 300, Víkingur 1200, Loftur Bald- vinsson 130, Bjarnarey 150, Eld- borg 1000 og Hákon 700 lestir. Heildaraflinn þennan sólarhring varð 15.570 tonn. Síðastliðinn sólarhring til- kynntu um áfla af eystra svæðinu: Gísli Árni 620 lestir, Þórshamar 550, Skarðsvík 620, Súlan 650, Bergur 100, Stígandi 150, Pétur Jónsson 170, Albert 500, Jón Finnsson 500, Óskar Halldórsson 380, Magnús 400, Fífill 570, Kefl- víkingur 470, Rauðsey 550,Örn 430, Börkur 500, Huginn 530, Gunnar Jónsson 200, Gullberg 460, Breki 670 og Hilmir 440. ráðherra muni verða lagt fram lítið breytt. Ólafur Jóhannesson sagði að þetta frumvarp væri alvarlegasta tilraunin til þess að ná árangri í efnahagsmálum landsins og kvaðst hann vona að eftir gust og upphlaup að undanförnu væri mesta vindhviðan Iiðin hjá og ,samkomulag næðist um frumvarp- ið hjá stjórnarflokkunum. Á UPPBOÐI í London í gær voru boðin fram 14 þúsund íslenzk minka- skinn. Samkvæmt upplýs- ingum Skúla Skúlasonar seldust öll íglenzku skinnin og var hækkunin frá í fyrra á bilinu 25 — 40% og er þá miðað við brezkan gjaldmiðil. Er þetta betri útkoma en nokkur þorði að vona að sögn Skúla Skúla- sonar en minkarækt hefur átt erfitt uppdráttar hér innanlands að undanförnu og allmörg minkabú lagt niður starfsemi. Skúli sagði, að það hefði ekki gerst áður að öll íslenzku skinnin hefðu selst á þessu helsta uppboði, sem þau eru send á, en það er hjá Hudsons Bay og Anning Ltd. í London. Fyrir skinn af svörtum karldýrum fengust 21,13 pund eða 13.735 íslenzkar krónur, fyrir skinn af svörtum kvendýrum feng- ust 14,37 pund eða 9.340 krónur, fyrir skinn af karlkyns pastelmink fengust 21,33 pund eða 13.864 krónur og fyrir kvenkyns pastel- mink fengust 11,81 pund eða 7.677 krónur. Þá gat Skúli þess, að skinn af biáref væru í mjög háu verði nú, en áhugi er á því að hefja ræktun „ÞAÐ er stefnt að því að Edera fari inn í Straumsvíkurhöfn á flóðinu eftir hádegi á föstudag og að þá verði teknir í land þeir hlutir, sem gera við, eins og lestarlúgurnar," sagði Magnús Ármann fulltrúi hjá Gunnari Guðjónssyni sf. skipamiðlara, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Skipið fer svo út aftur á laugar- dag eða sunnudag, þegar súráls- skip kemur til Straumsvíkur, en talið er að það taki 10 til 14 daga að losa það. Þegar það er búið kemur Edera upp að aftur.“ blárefs hér á landi. Nýlega seldust skinn af bláref á uppboði í London á 53,50 pund eða 34.475 krónur íslenzkar. Helztu kaupendur íslenzku skinnanna voru að þessu sinni Þjóðverjar, ítalir og Bandaríkja- menn. Magnús Ármann sagði að fyrir- tækin Hamar og Stálsmiðjan myndu annast viðgerðina, en kostnaðaráætlun lá ekki fyrir í gærkvöldi, þar sem starfsmenn fyrirtækisins tepptust um borð í Edera vegna veðurs. Viðræður við útgerð Bifrastar um greiðslur fyrir aðstoðina eru hafnar og kvaðst Magnús Ármann reikna með að frá þeim yrði gengið í dag. Búizt við benzín- hækkun á morgun VERÐLAGSNEFND samþykkti á íundi sínum í gærmorgun hækk- un á olíuvörum. Ríkisstjórnin mun væntanlega afgreiða hækkanirnar á fundi sínum í dag og taka hin nýju verð þá gildi á morgun, föstudag. Benzínlítrinn hækkar úr 181 krónu í 205 krónur. Innifalin er hækkun vegagjalds 10,82 krónur en sá liður verður tæpar 14 krónur í benzínverðinu þegar söluskattur, landsútsvar og fleiri álögur hafa verið reiknaðar ofan á. Gasolíulítr- inn án söluskatts, þ.e. gasolía til fiskiskipa og húshitunar, fer í 68,90 krónur lítrinn en gasolía með sölu- skatti í 82,60 krónur. Á Rotterdammarkaðnum hafa enn orðið hækkanir. Miðað við nýjustu tölur þarf benzínlítrinn að hækka í 275 krónur í vor og gasolía án söluskatts í 127 krónur lítrinn. Hefur Ölafur Jóhannesson ekki lesið skattalögin? „AF ÚMMÆLUM ólafs Jóhannessonar, forsætisráð- herra, í sjónvarpsþætti síðast- liðið þriðjudagskvöld, er það ljóst, að hann hefur ekki lesið lögin um tekju- og eignaskatt nr. 40/1978, sem sett voru á siðastliðnu vori, ef hann ætlar að halda því fram að þau geri ráð fyrir „eignakönnun*4 um- fram þau venjulegu skattfram- töl, sem gerð hafa verið,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, alþing- ismaður og fyrrverandi fjár- málaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Matthías sagði ennfremur: „Ljóst er, að hann hefur a.m.k. ekki lesið þær greinar, sem hann vitnaði til, þ.e. 44. og 45. grein laganna. Úndirbúningur og setning þessarar löggjafar var með nokkuð sérstökum hætti. Ég fullyrði, að sú mikla um- ræða, sem varð um skattamálin, svo og þær fjölmörgu ábending- ar, sem komu og tillit var tekið tii, v ^ þess valdandi að lögin um tekju- og eignarskatt voru samþykkt samhljóða á Alþingi." „í lögunum," sagði Matthías, „er fjöídi ákvæða, sem horfa til eiiiföldunar og áukins réttlætis og meðal merkustu nýmæla varðandi skattlagningu atvinnu- Matthfas Á. Mathiewn ólafur Jtihanneaaon fyrirtækja er einmitt að finna í 44. og 45. grein laganna. Ákvæði þessara greina fjalla um skerð- ingu fyrninga með sérstöku tilliti til skulda eftir að endur- mat eigna hefur átt sér stað og með því er reynt að leiðrétta það rangiæti, sem verðbólgan hefur valdið og gert hlut, sparnaðar, þ.e. eigin fjármagns í fyrirtækj- um, lakari en fjármögnun með lánum." IVlatthías Á. Mathiesen sagði ennfremur: „Að orða lögreglu- ríki í sama orðinu og rætt er um tekju- og eignarskattslögin frá síðastliðnu ári, er mikil óskammfeilni, sér í lagi, þegar þeir hinir sömu hafa nýlega staðið að afturvirkni íþyngjandi skattlagningu, sem stríðir gegn réttarvitund almennings og ýmsir fræðimenn telja að sé ósamrýmanleg stjórnarskrá okkar. Með því er aðeins gerð tilraun til þess að villa um fyrir almenningi, sem nú greiðir meiri gjöld til hins opinbera en nokkru sinni fyrr. Að Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra geti ekki pissað þá honum sýnist, svo að notað sé hans eigið orðalag í nefndum sjónvarpsþætti, öðru vísi en ríkisskattstjóri, skattrannsókn- arstjóri eða skattstjórinn í Reykjavík fylgist með er hinn mesti misskilningur af hans hálfu. Þeir, sem „pissa í skóinn sinn“ eins og núverandi ríkis- stjórn og stuðningsflokkar hennar hafa gert í skattamál- um, verða að þola almenna gagnrýni, að minnsta kosti á meðan ekki er búið að innleiða lögregluríki hér á landi.“ Ólafur Jóhannesson: Nauðsyn að leggja frumvarpið skjótt fram Viðgerðin á Edera stendm* í tvær vikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.