Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 3 Grease-æðið í algleymingi: Allir vildu komast lyrstir inn, en Gunnar dyravörður sér um að allt fari eftir settum reglum. Jolee Magnússon ásamt dóttur sinni Ingilcif. Með þeim á myndinni eru systurnar Jóhanna og Fanney Barðdal. Ragnar og Erna Jónsbörn ásamt móður sinni Dagnýju Lárusdóttur. Ljósm. RAX. Ragnar, Magnús, ólafur og Torfi ásamt Lóu Kristfnu og Elínborgu. ÞAÐ MÁ með sanni segja að nokkurs konar „Greaseæði“ gangi nú um bæinn. Meðal yngri kynslóðarinnar er vart talað um annað en hvað hann Travolta dansi vel og hina æðislegu Sandy. BriHjantín- birgðir vcrslana munu nú senn á þrotum og stöðugt fleiri klaeðast Greasefötum. Kvikmyndin Grease hefur nú verið sýnd í fimm vikur og í gærkvöldi sá 50.000 íslending- urinn myndina. Uppselt hefur verið á nær allar sýningar og ekkert lát virðist vera á aðsókn. „Ég man ekki eftir svona kröft- ugri aðsókn að bíómynd fyrr og alveg er ljóst að þessi mynd kemur til með að slá öll fyrri sýningar- met á íslandi," sagði Friðfinnur Ólafsson forstjóri Háskólabíós í viðtali við Morgunblaðið í gaer. „Fyrra metið átti „The Sound of Music", en á þá mynd komu 50 þúsund manns, og með endursýn- ingum er talan orðin 70 þúsund manns, sem þá mynd sáu.“ „Krakkarnir eru geysilega hrifnir af Grease og sumir koma aftur og aftur," sagði Friðfinnur ennfremur. „Það var mikið happdrætti að taka þessa mynd, því hún var svo ný og dýr. Myndin þurfti mikla aðsókn ef ekki átti að verða stórtap á henni. Núna erum við hins vegar komnir yfir „dauða- strikið", eins og ég kalla það, og því er ég mjög ánægður, og sýnir þetta að við getum tekið þá áhættu að taka splunkunýjar myndir til sýninga." En hvað segja kvikmyndahúsa- gestirnir sjálfir um Grease? Við tókum nokkra þeirra tali í gær og voru flestir sammála um að Grease væri alveg frábær. „Sandy er svo sæt“ Fyrstan hittum við að máli Björgvin Sigurðsson og hafði hann borið í hár sitt hið vinsæla brilljantín. „Þetta er í annað sinn sem ég sé myndina og ég á ábyggilega eftir að fara aftur,“ sagði Björgvin. „Mér finnast dansarnir skemmtilegastir og langar til að geta dansað eins og Travolta, „Ljótt að setja brilljantín í hárið“ Systkinin Ragnar og Erna Jóns- börn biðu spennt eftir því að myndin byrjaði. Ragnar sagðist vera búinn að sjá Grease einu sinni áður, en Erna var að sjá myndina í fyrsta skipti. „Mér finnst þetta alveg ofsalega skemmtileg mynd og Travolta og Sandy passa svo vel hvort fyrir annað,“ sagði Ragnar. „Við erum bæði í dansskóla en eigum eftir að læra Greasedansana. Það verður ábyggilega gaman að læra þá.“ „Mér finnst Travolta ekkert ofsalega sætur, og ljótt að nota brilljantín,” bætti Erna við að lokum. „Algjör stuðmynd“ Eins og fram hefur komið hér að framan hafa margir séð mynd- ina oftar en einu sinni. Metið á sennilega Daníel Guðlaugsson, en hann hefur séð myndina hvorki meira né minna en sextán sinnum, og sagðist ætla að fara oftar ef hann ætti pening. „Þetta er alveg frábær stuð- mynd og ólík öllum glæpa- myndunum, sem alltaf er verið að sýna, því ekki er sífellt verið að drepa fólk og pína.“ sagði Daníel, eða Danni eins og hann er kallað- ur, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er ekkert sérlega hrifinn af Travolta, en þó finnst mér hárið á honum smart," sagði Daníel enn- fremur. “Sandý, eða Olívia Newton-John eins og hún heitir nú réttu nafni, er alveg ágæt, en þó finnst mér það galli að þegar hún greiðir hárið aftur sást hvað er búið að strekkja mikið á húðinni á henni til að yngja hana upp.“ „Dansarnir eru góðir, en þó dansa ég nú ekkert endilega Grease-dansa þegar ég fer á böll. Ég myndi vilja vera uppi á þeim tíma, sem myndin gerist, allt virðist vera svo skemmtilegt þarna, nóg fjör og gott veður.“ A.K. „Ástamálin skemmtilegust“ Ragnar, Magnús, Ólafur og Torfi voru hressir í bragði er við tókum þá tali. Sögðust þeir vera tíu og ellefu ára og búnir að sjá myndina mörgum sinnum, Ragnar fjórum sinnum, Magnús sjö sinn- um og Ólafur og Torfi tvisvar. „Þetta er alveg frábær mynd, og eru ástamálin skemmtilegust. Ólivia er svo ofsalega sæt og Travolta er ágætur fyrir stelpur. Dansarnir eru líka ágætir og erum Jóhanna Björnsdóttir og Jóhann Ögmundsson ásamt fleirum. annars finnst mér hann ekkert sérstakur, allavega langar mig ekkert til að vera alveg eins og hann. Aftur á móti finnst mér Sandy sæt.“ „Minnír mig á gamla tíð“ Ingileff Leifsdóttur tökum við næsta tali en hún var i fylgd móður sinnar, Jolee Magnússon, sem er blind. Ingileif sagðist vera að sjá Grease í fyrsta sinn og hefði hún áður séð myndir af John Travolta í blöðum og á plakötum. „Ég fer nú aðallega til að fylgja dóttur minni,“ sagði Jolee móðir Ingileifar. Björgvin Sigurðsson með greið- una góðu. „Hókus-pókus“, — þarna hefur Sandy fleygt af sér saklausa stúlkugervinu og virðist svo sannarlega vekja hrifningu strákanna. „Mér finnst hárið á Travolta smart,“ sagði Daníel Guðlaugs- son, en hann er búinn að sjá Grease sextán sinnum. „Frábœr stuðmynd” Brilljantmbirgðir verslana á þrotum „Myndin gerist líka á þeim tíma er ég var ung og minnir mig á þann tíma er ég ólst upp og var í gagnfræðaskóla. í þá daga var gaman að lifa óg því langaði mig til að fara á Grease." „Líkist Presley- æðinu forðum“ Jóhanna Björnsdóttir og Jóhann Ögmundsson urðu næst á vegi okkar, en þau voru í fylgd með börnunum sínum tveimur. Sögð- ust þau hafa farið einu sinni áður á Grease og væru það aðallega dansarnir sem drægju þau aftur. Allavega væru þeir betri en tónlistin. „Nei, ég held ég notaði ekki brilljantin i hárið," sagði Jóhann. „Að minnsta kosti ekki fyrr en kunningjarnir væru farnir að nota það.“ „Ég held að þetta Travoltaæði sé alveg hliðstætt Presleyæðinu forðum, en ég er þó þeirrar skoð- unar að Travolta sé frægur fyrir ekki neitt. Það er til fjöldinn allur af fólki sem dansar betur en Travolta, það er eitthvað annað en dansinn sem hefur gert hann frægan." við nú í dansi og fáum kannski að læra Grease-dansana í næsta tíma. Við erum búnir að læra dansana úr „Saturday Night Fever" og hlökkum til að læra Grease-dansana." Aðspurðir sögðust þeir vera búnir að sjá myndina nógu oft, en þó væri gaman að fara aftur, því aldrei væri hægt að sjá of mikið af Sandy. Lóa Kristín, 4 ára, og Elínborg, 6 ára, kváðust þær heita ungu dömurnar, sem stilltu sér upp á myndinni með strákunum. Sögð- ust þær vera að sjá Grease í fyrsta sinn og biðu nú spenntar eftir því að sjá hvernig Travolta liti út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.