Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Jón Gíslason: Fyrir jólin kom út hjá Sögu- félaginu íslensk miðaldasaga eftir Dr. Björn Þorsteinsson prófessor í íslenskri miðaldasögu við Háskóla íslands. Bókin er fyrir margt athyglisverð, jafnt í söguskoðun og söguskýringum, en fyrst og fremst í útfærslu á rannsóknum höfundarins sjálfs á myrkustu tímum íslenskrar sögu, 14. og 15. öldinni. Hann hefur rannsakað þetta tímabil í íslenskri sögu betur en nokkur annar sagnfræðingur, og mótað sterka og fasta söguskoð- un, sem er og verður undirstaða á þessu tímabili. En jafnframt teng- ir hann sögu íslands á þessu skeiði sögu nágrannaþjóðanna, sérstak- lega fyrir vestan haf og á megin- landi Evrópu. Dr. Björn er orðinn afkastamik- ill rithöfundur um íslenska sögu. Hann er sannur og öruggur vísindamaður og verður ábyggi- lega meira metinn, þegar tímar líða, og aðrir taka mið af kenning- um hans og rannsóknum á sviði sögunnar. Sumt af því sem Dr. Björn hefur sett fram í ritum sínum, er alveg nýtt á sögusviði, því það er byggt á rannsóknum frumgagna, sem hann hefur kann- að í erlendum söfnum.' En jafnhliða þessu hefur Dr. Björn verið forseti Sögufélagsins um nokkurt skeið, og reist það við, svo það skipar nú sem fyrr vegleg- an sess í útgáfu bóka og tímarita. Sögufélagið er aftur orðið stór- veldi í útgáfum sínum, eins og það var fyrir áratugum. Það var upp- haflega stofnað til þess að gefa út heimildarrit um seinni alda sögu íslands, og vann á því sviði þýð- ingarmikið brautryðjendastarf. En undir forustu Dr. Björns varð Sögufélagið að nýju brautryðjanda félag til útgáfu sagnfræðirita, til dæmis með áframhaldi á útgáfu Alþingisbóka íslands, og hefur þeirri útgáfu verið hraðað um skeið. En jafnhliða hefur Sögu- félagið fært út kvíarnar með því að gefa út sögurit frá miðöldum, svo sem Tíu þorskastríð, Islenska miðaldasögu og nú síðast Græn- land í miðaldaritum. Sögufélagið gefur líka út tíma- ritið Sögu, og er það eina sagn- fræðitímarit landsins. Saga er hið besta og merkasta rit, og er undir ritstjórn ágætra manna. Það er skylda allra sögumanna og sögu- unnenda að ganga í Sögufélagið, styrkja það og efla. Einnig hefur Sögufélagið gefið út heimildar rit um sögu Reykjavíkur og fyrir- lestra frá ráðstefnum um sögu borgarinnar. Ég vil vekja athygli á starfsemi Sögufélagsins, og vil jafnhliða vekja athygli almennings á því, svo ekki verði fram hjá því gengið, að það er þýðingarmikið menn- ingarfélag, sem vinnur þarft og áhrifamikið verk með útgáfu sinni. Það ætti að vera metnaðarmál allrar þjóðarinnar að efla Sögu- félagið. í upphafi íslenskrar miðalda- sögu víkur dr. Björn Þorsteinsson að ýmsum hjálpargögnum söguvís- indanna, eðli þeirra og tilgangi. Hann tengir þetta íslenskri sagna- ritun á rökrænan og áhrifaríkan hátt. Sagan á margar systur í vísindaheiminum, enda er hún fremst fræðigreina mannlegs vís- dóms, og snertandi þær allar. I raun réttri er sagan upphaf og endir allra vísinda. Þar af leiðir, að sagnfræðin er heillandi og fyrst og fremst mikilsvirði fyrir þjóð- irnar, sérstaklega afskekktar þjóð- ir eins og þá íslensku. Islendingar hafa líka skilið þetta frá upphafi. íslenska þjóðin er mesta sögu- þjóð Norðurheims. Hún á bestar heimildir um uppruna sinn og jafnframt góðar og traustar heimildir um sögu nágranna þjóð- anna, sem þær hafa ekki varðveitt. íslendingar hófu sagnaritun á 12. og 13. öld. Þeir urðu í fararbroddi í þessari grein, og áttu mestu snill- festu þeir samninginn með Skál- holtsbiskupi. Sum atriði í tíundarlögunum eru líka lítt skilin eða skilgreind, og eru þau flest snertandi félagsleg atriði, sem öll eru mikils virði. Einnig má minna á alþingissam- þykktina frá árinu 1253, um það, að guðslög skyldu ráða, þar sem þau greindi á við landslögin. Sama er að segja um sum atriði í kristni lögum Arna biskups Þorlákssonar, svo dæmi séu nefnd. Dr. Björn tengir ýmis atriði íslenskrar sögu við samtíðarsögu Norðurálfunnar, og skilgreinir það á rökrænan hátt. Þar er oftast vakinn menningaráhrif og stjórn- málastefnur varðandi kirkjuna. Kirkjan olli nýjum stjórnarhátt- um í öllum norrænum löndum, lag íslands, reist á rökrænum stoðum og aðferðum heiðinna minja í framkvæmd, og stórn- skipunin varð föst og ákveðin, þó að framkvæmdarvald skorti í landið. Þetta breyttist lítið við kristnitökuna. Nákvæmt tímatal var mikilsvirði á báðum skeiðun- um, þó það þjónaði ekki nákvæm- lega sama tilgangi og hlutverki. Það var mótað og fest rökrænum aðferðum og á stundum hár- nákvæmum í sagnfræði. Fyrst var notað konungatal í Noregi og Svíþjóð, til undirstöðu og til viðmiðunar, og af þeim ástæðum geymdust konungasögur og margskonar fróðleikur um kon- unga svo vel á Islandi. En fleira varð til undirstöðu, og sumt af því varð alíslenskt og markað íslensk- um rökum einum. Hugleiðingar I tilefni af útkomu miðaldasögu dr. Björns Þorsteinssonar inga í sagnfræði og bókmenntum um langt bil á Norðurlöndum. Sumt af því efni, er sagnaritarar íslenskir festu í letur á miðöldum, er lítt kannað vísindalega, en á komandi tímum mun það verða gert og hafa þá vaxandi áhrif í sagnvísindum og bókmenntum, þegar samræmd og heilsteypt könnun og rannsóknir hafa verið verðar á skipulegari hátt. Rann- sóknir Dr. Björns Þorsteinssonar á 14. og 15. aldar sögu, bera þess skýran og glöggan vott, að mikils árangurs er að vænta af kerfis- bundnum og fyrirframgerðum vinnubrögðum til könnunar heimilda. Sumt af því efni, er íslenskir sagnameistarar festu á skinn á miðöldum, er vanmetið og lítt skilið eða skýrt. Frásagnir af atburðum og gangi mála, er oft bundið og tengt annarri skilgrein- ingu, en liggur beint fyrir. Þetta er ljóst og fullt af skilningi flestra sagnfræðinga á undirstöðuatrið- um íslenskrar sögu, og kemst best og met fram í skýringum á elstu heimildum sögunnar um byggð og bólfestu í landinu. Skiigreining sagnfræðinga á elsta milliríkja samningi er Is- lendingar gerðu er mjög misskil- inn. Hann er hvorttveggja í senn elsti heili varðveitti milliríkja- samningur í Norðurálfu, og fyrsta ritaða plagg er varðveist hefur á íslensku. Hann var upphaflega gerður við Ólaf hinn digra Har- aldsson Noregskonung, en síðar endurnýjaður af Gissuri biskupi ísleifssyni, er hann kom frá biskupsvígslu, við Ólaf kyrra Har- aldsson Noregskonung, og voru þá staddir í Noregi einn höfðingi úr hverjum landsfjórðungi og, stað- nema á íslandi. Þar varð sama stjórnskipulagið. þangað til erlendur konungur náði undirtök- unum á stjórn landsins og skatt- heimtu í landinu. Það er Gamli sáttmáli var gerður og lögleiddur á alþingi 1262. Með honum var í raun réttri komið á það skipulag sem kirkjan viðurkenndi í verald- legum efnum. Það hefur oft vafist fyrir íslenskum söguskýrendum að gera þessu full skil og á stundum hefur löggilding kristninnar í landinu verið skýrð með dulræn- um aðferðum. En það er fjarstæð- an ein. En jafnhliða þessu má benda á, að margar leifar hins forna skipu- lags, urðu í lögum á íslandi, langtum fremur en ákvæðum voru þyrnir í augum kirkjuvaldsins, og reyndi það að fella þau úr gildi en tókst það ekki. En þrátt fyrir það, að Dr. Björn Þorsteinsson hafi lagt mikla vinnu og mikinn tíma í rannsóknir á sögu 14. og 15. aldar, ásamt mörg- um atriðum í miðaldasögu yfir- leitt, er þar margt enn, sem þarfn- ast mikillar rannsóknar og athug- unar. Jafnvel sjálf landnámssag- an, er ekki nægilega rannsökuð, og sumar kenningar, er þar eru ríkj- andi, munu falla á komandi tím- um, þegar svo verður að rannsókn- ir hafa verið gerðar og nánari skýringar. En út í það verður ekki nánar farið að þessu sinni. Dr. Björn kann vel að nota undirstöðurannsóknir í sögunni. Það kemur greinilegast fram, þeg- ar hann ræðir Landnámuritunina og stjórnskipulag þjóðveldisins. A þjóðveldisöld var stjórnskipu- Árið 930 var stofnsett á Þing- ,velli við Öxará alþingi Islendinga og voru ein lög samþykkt fyrir landið allt. Æðsti maður íslenskr- ar stórnskipunar varð lögsögu- maðurinn, og var hann kjörinn til þriggja ára í senn. Með tilkomu embættis hans, varð til í landinu föst og örugg viðmiðun í tímatali, og varð það notað af fullum sann ' út allt þjóðveldið, og varð jafnvel ekki síður þýðingarmikið, eftir að kristni kom í landið. Lögsögu- mannatalið er varðveitt frá upp- hafi og er ein merkasta heimild í íslenzkri sögu. Sama er að greina um biskuparaðir á báðum biskups- stólunum. Þegar landnámaritunin hófst, voru þar að nokkru sömu sjónar- miðin, en urðu langtum meir merluð töfraskini fjarlægðar og óvissu. Haukur lögmaður Erlends- son á Strönd í Selvogi, ritaði eina gerð landnámu, og er hún varð- veitt heilleg og góð í miklu safn- riti, sem við hann er kennt og nefnist Hauksbók. Hann meitíaði í gerð sína af Landnámu, sérkenni frá forfeðrum sínum, því hann var íslenskur maður í báðar ættir, sunnlensk sjónarmið, sem hvergi koma fram nema þar. I andnámu- gerð hans greinir mikla sögu, og fyrst og fremst það, sem síðar gleymdist en var kunnugt og þekkt á tímum lögmannsins og sagna- meistarans á Strönd í Selvogi. Nú skal vikið að fleiru í þessu sam- bandi, þó samhengi verði ekki nægilegt vegna rúmleysis. Eftir að Gamli sáttmáli tók gildi á Islandi, og almenn skattgreiðsla hófst til norska konungsins, er það greinilegt, að Sunnlendingar fóru Frá Þingvöllum betur út úr skattinum en bændur i hinum landsfjórðungunum, en mestur varð munurinn í Hóla- biskupsdæmi það er Norðlend- ingarfjórðungi. Þetta varð til þess, að sunnlenskir bændur urðu sjálf- stæðari og fastheldnari á fornar venjur og stóðu betur saman um landsréttindi fram að siðaskiptum. Samþykktirnar, sem Árnesingar gerðu í Skálholti 1374 og í As- hildarmýri á Skeiðum 1496, eru þar öruggustu leiðarljósin. Allt fram á 16. öld gilti annað skipulag í Norðlendingafjórðungi en fyrir sunnan land um skatt- greiðslur til konungs. Ástæðurnar fyrir þessu liggja í skipun kirkj- unnar í rétti sínum og lögum á 13. öld og að nokkru fyrr. Á grundvelli kristniréttar Árna biskups Þor- lákssonar ásamt fleiru, tókst Jóni Einarssyni lögmanni frá Hruna, að undirbyggja skipulag reist á réttaratriðum miðalda- og lens- skipulagi kirkjunnar hagkvæman bændarétt, án þess að brjóta í bága við aðalsjónarmið kirkju- valdsins í skatta- og tíundarmál- um. Sunnlenskir bændur voru fljótir að skilja þýðingu þess og fylktu sér ákveðið í flokk Jóns lögmanns til samþykktar Jónsbók- ar á alþingi 1282. Með sáttargerðinni í Ögvalds- nesi árið 1297, varð þetta skipulag styrkt að miklum mun og Brautar- holtssamþykkt að nokkru viður- kennd. En það tók langan tíma að koma skipulaginu sem samþykkt var í Ögvaldsnesi á í Skálholts- biskupsdæmi, vegna óstjórnar og lélegra fjármála staðarins. Það varð sunnlenskum bændum að miklu haldi, og notfærðu þeir sér það vel. En aftur á móti varð í fram- kvæmd þó það væri ekki skráð í sáttargerðina sjálfa í Ögvaldsnesi, samþykkt fyrir Norðlendingar- fjórðung og Hólabiskupsdæmi jarðeigna- og skattaskipulag Jörundar biskups Þorsteinssonar á Hólum, en undir forustu hans, varð Hólastóll að sterku og traustu jarðeignaveldi. Lagalegur réttur kirkjunnar, það er alþjóð- legu kirkjunnar gilti þar ekki, og árangurinn er auðsær, Hólastóll var allt fram að siðskiptum ríkari af jarðeignum, en Skálholtsstóll, þó sá fyrrnefndi næði ekki nema yfir rúman þriðjung landsins. Deilurnar sem urðu í Norðlend- ingafjóðungi eftir aldamótin 1300, þegar bændur gerðu aðsúg að umboðsmönnum norska konungs- ins, eiga rætur sínar í skattamál- um og fyrr greindum ástæðum. En íslensk sagnfræði hefur ekki náð til þeirra raka sem að haldi koma til að skýra þetta eins og fleira í sögu 14. aldar. Hér kemur einmitt fram, að norðlenskir bændur voru ekki eins sterkir gagnvart kirkju- og konungsvaldinu og þeir sunn- lensku. Bænda- og þingbændatalið frá 1306 sannar þetta sé það skilið rétt og skal nú vikið að því. Dr. Björn Þorsteinsson ræðir um samburð fjölda skattbænda um 1100, það er þegar tíundarlögin verða í framkvæmd og fyrsti skatturinn er lagður á alla þjóð- ina, og hins vegar fjölda skatta- bænda árið 1306, þegar norski konungurinn reyndi að fullkomna skipulag sitt í ríki sínu, og meðal annars að reyna að hafa meiri tekjur af skattlandinu í Atlants- hafi, íslandi. En Dr. Björn fellur hér í sömu gryfju og aðrir sagnfræðingar, sem fjallað hafa um þetta atriði sögunnar. Hann athugar ekki breytt skipulag, er varð í þessum efnum við sáttargerðina í Ögvalds- nesi árið 1297 og setningu og lögtöku Jónsbókar 1282, og jafn- framt að skipulag Jörundar biskups Þorsteinssonar á Hólum, var löggilt óbeint með sáttargerð- inni í Ögvaldsnesi, án þess að hafa bak við sig alþjóðlegan kirkjurétt, eins og Jónsbók hafði í þessum efnum í öðrum fjórðungum lands- ins. Sagnfræðingar hafa dregið þá ályktun af skattbændatalinu, að bændum hafi fækkað í Sunnlend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.