Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1979 13 ingafjórðungi og þar af leiðandi hafi líka orðið þar mannfækkun 1306 miðað við það er var um 1100. Það er vitað, að hörmungar urðu nokkrar í Sunnlendingafjórðungi af eldgosum til dæmis í Þjórsár- dal, og jarðir fóru þar í eyði. En sáralítill hnekkir mun hafa orðið af þessu, og líklega ekki veruleg röskun um fjölda bænda. En hitt er víst, að eftir lögbók- inni, Jónsbók, og sáttargerðinni í Ögvaldsnesi, jókst búskapur á Suðurlandi, en á annan hátt en varð í Hólabiskupsdæmi. Það er að höfuðbólakerfi miðalda eftir formi iensfyrirkomulagsins, varð þar í framkvæmd, og leiddi af því, að skattaeiningarnar urðu stærri, það er að höfuðbólin komu skött- um sínum að verulegu leyti yfir á hjáleigubændu líka til greina og skal nú að því vikið. Hin upphaflega félagsskipun til tíundar var sunnlensk. Hreppa- skipunin var skattaskipulag jafn- hliða því að vera skipulag til að leysa önnur félagsleg vandamál. Þetta kemur best og gleggst fram við skipun tíundarlaganna, þar sem hreppunum er þar falið hlut- verk eða verkefni, sem kaþólska kirkjan sótti mjög eftir að hafa í sínum höndum í öllum löndum kristninnar. En eftir hreppa- skipuninni og tíundarlögunum var höfuðbólarétturinn viðurkenndur í fullu veldi. Jónsbók og sáttargerð- in í Ögvaldsnesi fara mjög í sömu átt, auka hann og treysta. I upphafi urðu aðeins fjórir hreppar til, það er tveir í Flóanum og hrepparnir, það er Gnúpverja- og Hrunamannahreppur. Eftir ákvæðum Grágásar urðu hreppar að samanstanda af 20 lögbændum. En það er öruggt, að Kallnesinga- eða Sandvíkurhreppur hefur aldrei verið svo fjölmennur, og óvíst að Hraungerðishreppur hafi verið það heldur. Gnúpverjahreppur hefur ekki samanstaðið af 20 lögbændum eftir að Þjórsárdalur fór í eyði. En jafnhliða þessu má skipta hreppum landsins í þrjá flokka. 1. Þar sem hreppurinn saman- stóð af sem heppilegustum fjölda til að leysa hin félagslegu vanda- mál, og var að mestu markaður af landfræðilegum mörkum. 2. Þar sem hreppurinn saman- stóð af skattheildum mótaður af innra skipulagi hreppsins eftir Jónsbók, og varð því ekki nema meðalstór hreppur. 3. Þar sem hreppurinn var mjög stór, samanstóð af mörgum jörð- um, lögbýlum og tók yfir geysilega stórt landsvæð'. Það eru yngstu hrepparnir og sumir þeirra hafa sennilega ekki verið stofnaðir fyrr en eftir lögtöku Jónsbókar og Brautarholtssamþykktar. Þegar á þetta er litið, og gert er ráð fyrir framkvæmd þessara mála eftir félagslegu tilliti mið- alda, kemur allt annað í ljós, en haldið hefur verið fram í íslenzk- um sögubókum og ritum. Eftir samþykktina í Ögvaldsnesi árið 1297, varð það nauðsyn fyrir Skálholtsstól að safna saman öll- um máldögum og gögnum um heimildir kirkna og stólsins á jörðum og ítökum um allt biskups- dæmið. En vegna langvarandi óstjórnar á Skálholtsstól á 14. öld, varð þessu ekki lokið fyrr en undir aldamótin 1400, og tók það heila öld. Það var erlendur biskup sem lauk þessu mikla og merka starfi, og hét hann Vilkin, og er máldaga- safnið kennt við hann og kallað Vilkinsmáldagar og er ein merk- asta heimild um sögu þjóðarinnar fyrr á öldum. En biskup vann lítið að þessu sjálfur. Það var Óli Svarthöfðason prestur í Odda á Rangárvöllum sem vann verkið, enda var hann varabiskup í Skálholti í tíð fyrr- greinds biskups. Með safni máldaga Skálholts- stóls og kirkna í biskupsdæminu, lagði Óli Svarthöfðason undirstöð- una undir hið mikla fjármálaveldi, sem Skálholtsstóll varð á 15. öld, og hafði næstum því náð Hóla- biskupsstóli í eignum um siðskipti. En örlög Óla Svarthöfðasonar urðu hörmuleg, og verður að því vikið í næstu grein. Sigurgeir Sigurðsson bœjarstjóri: Stjórnmál Landsfundur 23. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður haldinn í vor. Margir bíða þessa fundar með nokkurri eftirvæntingu þar sem þar verða án efa deildar mein- ingar um menn og málefni eins og vera ber í þróttmiklum lýð- ræðisflokki, sem okkar. Nokkur aðalatriði sýnast þó liggja ljós f-yrir, svo sem breyt- ingar á forystu og meiri vald- dreifing. Sá, sem þessar línur ritar hefur lengi verið þeirrar skoð- unar og raunar um það ritað áður að eðlilegt væri að lands- byggðin ætti fulltrúa í æðstu stjórn Sjálfstæðisflokksins og er nefndur er Matthías Bjarnason fyrrv. sjávarútvegsráðherra. Gera þarf þá kröfu til for- manns eða varaformanns að annar hvor sé utan stjórnar og sinni flokksstarfinu þegar Sjálf- stæðisflokkurinn er í stjórn. Dugnað Alberts Guðmunds- sonar á að nýta í þingflokki. Stjórnarandstaðan? Hafi einhver átt von á því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins nýrri stjórn þann starfsfrið er öllum stjórnum er nauðsynlegur fyrstu mánuði meðgöngutímans. Eina málið sem ekki hefur verið hægt að láta óátalið er sú fjárræðissvipting (skattarán) sem framin hefur verið. Því hafa sjálfstæðismenn hástöfum mótmælt innan þings sem utan. Efnalegt sjálfstæöi eru mann- réttindi, sem Sjálfstæðisflokk- urinn mun verja með öllum þeim þrótti, sem þjóðin veitir honum hverju sinni. mun Sjálfstæðisstefnan koma mikið við sögu. Hnignun Framsóknarflokks- ins kallar á sérstakt átak bændafulltrúa okkar til þess að taka við þeim hluta Framsókn- ar, sem vill samstöðu með lýð- ræðisöflum landsins. Sameigin- lega getur slíkur samhentur bændaarmur Sjálfstæðisflokks- ins mótað og framfylgt land- búnaðarstefnu sem sæmdi sjálf- stæðustu atvinnurekendum landsins — bændunum —. Hlaupafylgi Krata verður ekki langvinnt. Ekki er efast um góðan ásetning þeirra til þess að láta gott af sér leiða en slíkt koðnar niður vegna undanlát- semi við Komma. Forystan - Stjórnarandstaðan - Framtíðin þar átt við varaformannsstarfið. Það er ekkert náttúrulögmál að fyrrverandi borgarstjórar í Reykjavik gangi sjálfkrafa inn í formanns og varaformannssæti Sj álfstæðisf lokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er sem betur fer ekki í neinu manna- hraki og getur teflt fram sterku liði en sá maður sem oftast er upphæfu þegar í haust háværa órökstudda gagnrýni í þingsöl- um á störf núverandi ríkis- stjórnar hafa þeir sömu sem betur fer orðið fyrir von- brigðum. Sá hluti stjórnarandstöðunn- ar, sem sjálfstæðismenn hafa skipað, hefur réttilega gefið Framundan er tími mark- vissrar stjórnarandstöðu, sem studd verður rökstuddum álits- gerðum málefnanefnda flokks- ins, sem unnið hafa af krafti í vetur. Framtíðin Hvað framtíðin ber í skauti veit enginn en víst er að þar í dag er Sjálfstæðisflokkurinn sterkur í röðum sjómanna og verkamanna og sækir þangað mikið af fylgi sínu. Með því að opna samtök laun- þega og hleypa þangað inn lýð- ræði, sem tryggði rétt allra félagsmanna yrði komið í veg fyrir pólitíska misnotkun slíkra samtaka. Litskyggnuröð og fyrirlestur um hvali á aðalfundi Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands heldur aðalfund í Norræna húsinu mánudaginn 26. febrúar n.k. kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa heldur Árni Waage erindi um hvali og hvalavernd og frum- sýnd verður á íslandi litskyggnu- röð frá „World Wildlife Fond.“ Leiðrétting í baksíðufrétt í gær misritaðist nafn Finns Torfa Stefánssonar alþm. og er beðist velvirðingar á því. Þá skal tekið fram til að fyrirbyggja misskilning að tjón K. Jónssonar og Co vegna hráefnisskemmda er reiknað út frá upplýsingUm iðnaðar- ráðherra um hve miklar skemmdirn- ar voru og út frá upplýsingum, sem forstjóri K. Jónssonar hefur skýrt frá opinberlega um verðmæti hráefnislagersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.