Morgunblaðið - 22.02.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.02.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1979 15 Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Lítið um kvilla í bú- fé — félagslíf o. fl. ÞAÐ sem aí er vetri má segja, að veðrátta hafi verið mjög góð hér, langvarandi stillukaflar og langvarandi frost, þó hefur frostið sjaldan farið yfir 10 stig. Norðan- og austanátt hefur verið rfkjandi, snjór hefur verið lítill og aldrei þurft að moka snjó af vegi. Búfé Fremur lítið hefur verið um sjúkdóma í búfé, vart hefur orðið við Hvanneyrarveiki í nokkrum kindum á tveimur bæjum og doði hefur gert vart við sig í kúm, þó á lágu stigi. í byrjun febrúar fannst hrút- lamb einsamalt í Beruvík við sjóinn. Þar hafði hrúturinn haldið til um einhvern tíma í gamalli kofarúst. Eigandi hrútsins er Gunnlaugur Hallgrímsson, Ökrum. Hrútur- inn leit mjög vel út, en hann hafði þarna fjörubeit. Sá sem fann hrútinn og náði honum er Aðalsteinn Jónsson og sonur hans, sem var með honum. Þeir eiga báðir heima á Hellissandi. Félagslíf Hinn 10. febrúar héldu Staðsveitingar þorrablót að Lýsuhóli í Staðarsveit og var Breiðvíkingum boðið á blótið eins og áður hefur tíðkast. Þarna var borinn fram mikill og góður þorramatur. Eftir að allir höfðu matast, var fólkinu skemmt með heimatilbúnum fjölbreytilegum, ágætum skemmtiþáttum og söng. Að því búnu var stiginn dans af miklu fjöri langt fram á nótt. Þorrablótið, sem var mjög fjölmennt fór í alla staði vel fram og var til sóma. Konur hér í sveit stofnuðu að nýju saumaklúbb hinn 1. febrúar síðastliðinn: Þær koma saman einu sinni í viku hverri og er þátttaka góð. Klúbbarnir eru haldnir til skiptis heima hjá þátttakendum. Olíubíll fór út af veginum Hinn 12. febrúar skeði það, að olíubíll frá Essó-stöðinni á Hellissandi fór út af veginum í brekku við vestanvert Hellna- hraun. Vegurinn er hár þarna, sem bíllinn fór út af og snar- brattur vegkanturinn. Þarna var mikil hláka á veginum og snerist bíllinn, en bremsur héldu ekki og rann bíllinn því aftur á bak út af veginum niður snarbrattan kantinn og stöðvaðist niðri í djúpri laut við stórgrýti, sem þar var, en valt ekki sem var furðulegt. Bílstjórinn, Gísli Ketilsson afgreiðslumaður hjá Essó á Hellissandi, ók bílnum og stökk hann út úr honum áður en hann fór niður og slapp ómeiddur, sem má teljast mesta mildi. Bíllinn skemmdist lítið og var hann dreginn upp á veginn daginn eftir og fluttur suður. — Má teljast kraftaverk hvað þarna fór vel. F.G.L. fréttaritari. Seldi fyrir 61 milljón í Þýzkalandi TOGARINN Snorri Sturlu- son seldi afla í Þýzkalandi í gær og fyrradag. Togarinn var með 220 tonn og var uppistaðan í aflanum karfi og ufsi. Fyrir aflann fékkst 61 milljón íslenzkra króna og var meðalverðið 277 krónur. léttari nú en áður var með tilkomu gerviefna í neti og plastbobbinga. Það er eindregin skoðun undir- ritaðs að það eigi að opna land- helgina fyrir togveiðum, ekki síður en fyrir öðrum veiðum. Þar á ég þó ekki við togarana almennt, heldur bátaflotann, sem harðast hefur orðið úti vegna aflabrests á þorskveiðum. Þær veiðar verða að vera leyfisbundnar og vel skipu- lagðar og svæðisbundnar fyrst í stað. Til þess að fyrirbyggja að of mikið álag yrði á einstökum stöðum, væri rétt að skipta svæðinu niður á landsfjórðungana og aðeins heimabátar hefðu veiði- leyfi innan síns fjórðungs. Rétt væri að mínu mati að leyfa hleratroll með dragnótariðli á svæðinu frá 3 til 12 sjómílna og dragnót þar fyrir innan og fella niður þær svæðistakmarkanir, sem í gildi eru nú, þar sem mjög góð dragnótasvæði eru innan þeirra marka, sem hafa ekki verið notuð um langt árabil. Algjörlega yrði að fara að tillög- um Hafrannsóknar um hámark aflamagns af hverju svæði, svo og heildarmagn. Ennfremur ráði tillögur Hafrannsóknar tíma- mörkum á hverju svæði, svo og takmörkun á lokun svæða eftir því, sem þurfa þykir hverju sinni. Nokkur orð um fiskiræktarmál. I desemberhefti Norsk fiskeopp- drett er þess getið að ársfram- leiðsla Norðmanna á sjóöldum laxi og regnbogasilungi sé nú um 6 þúsund tonn, og í 9. tlb. Ægis 1978 er þess getið að Norðmenn byggi nú sem óðast klak- og eldisstöðvar til seiðaframleiðslu og stefni að 20 þúsund tonna ársframleiðslu, sem jafngildi 200 þúsund tonnum af þorski upp úr sjó að verðmæti. Eru þeir tekjuöflunarmöguleikar, sem felast í fiskirækt í ferskvatnskerfi landsins í formi hafbeitarað- ferðarinnar, ekki þess virði að þeim sé sá gaumur gefinn hér, sem sýnilegt er að aðrar þjóðir gera? Að vísu fer fiskeldi í Noregi að mestu leyti fram í eldistjörnum og flotgirðingum, sú aðferð er lítið þróuð hér á landi. En benda má á að með hafbeitaraðferðinni má mörghundruðfalda laxagengd í ár og vötn bæði til aukinnar stanga- veiði og til framleiðslu á markaðs- fiski aðeins með því að fjölga klak- og eldisstöðvum og auka seiðar- framleiðslu og auka fjármagns- fyrirgreiðslu til þessa þáttar ræktunar í landinu. ísafirði 11.2.1979. Pétur Bjarnason. REUTERS-fré ttaskýring Erfiðar viðrœður Norð- manna og EBE um skipt- ingu fiskstofna í Norðursjó Erfiðar viðræöur milli Norð- manna og Efnahagsbandalags- ins um skiptingu fiskstofna í Norðursjó standa nú fyrir dyr- um. Norskur embættismaður sagði fréttamanni Reuters ný- lega aö mikilvægi viðræðnanna mætti ráða af því að stjórnar- nefnd EBE sliti frekar viðræð- unum en aö fallast á kröfur Norðmanna um aukna hlut- deild þeirra í Norðursjó. Færi svo að upp úr viöræðunum slitnaði kæmi í raun upp sú staöa að hvor aðili um sig mætti fiska eins og hann vildi. Gæti það á skömmum tíma reynst fiskstofnum á svæðinu afdrifaríkt og það væri að sjálfsögöu engum til góðs. Vandamáliö sem blasir við Norð- mönnum og EBE á rætur sínar í útfærslu efnahagslögsögu strandríkja í 200 mílur, og í þeim meginmarkmiðum sem kveðið er á um í hafréttarsátt- mála sem reynt er að ná samkomulagi um á Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) um þessar mundir. Þar er gert ráð fyrir að fisk- veiöilögsaga sé sú sama og efnahagslögsaga. Ennfremur að tilgangur fiskveiðilögsögu sé að vernda fiskstofna. Vel hefur til tekist með skiptingu Norðursjávar samkvæmt mið- línumarkmiðunum með tilliti til olíu- og gasvinnslu. Noröursjó hefur nokkurn veginn verið skipt til helminga milli Norð- manna og ríkja EBE. Öðru máli gegnir um fiskveiöimálin. Ef stuöst yröi við miðlínuákvæö- in giltu sömu línur fyrir fisk- veiöilögsögu í Norðursjó og olíulögsögu. En þar sem fisk- stofnar eru á stööugri hreyf- ingu fram og aftur í sjónum er erfiöara að skipta þeim en staðbundnum auölindum í set- lögum sjávarbotnsins. Skiþting fiskstofna í Noröursjó hefur því valdiö vísindamönn- um, embættismönnum og stjórnmálamönnum í Ósló og Brússel höfuðverk. Helzta viö- fangsefnið er hvað mikinn fisk hvor aðili um sig má veiða í lögsögu hins. Hvernig er hægt að skipta veiðinni á milli sömu aðila þar sem Ijóst er að flestir fiskstofnar Norðursjávarins flytja sig á ýmsum tímum yfir helmingalínuna, og eru því „sameiginlegir"? Meöal þess- ara sameiginlegu stofna má nefna þorsk, ýsu, síld og lúöu. Embættismenn í Ósló óttast að deilan um skiptingu fiskveiða í Norðursjó milli Noregs og EBE annars vegar og EBE og Bret- lands hins vegar, kunni að leiða til þess að lítiö sem ekkert gagn verði af 200 milna lögsögu á sviði veiðistjórnar og fiskverndunar í Norðursjó. Norðmenn hafa ekki sízt áhyggjur af þessu þar sem sjávarútvegur þeirra þarf meira og meira á Norðursjó að halda, einkum í kjölfar þeirra breyt- inga sem verið er aö fram- kvæma innan fiskiðnaðarins þar í landi. Ennfremur aö ekki hefur enn veriö undirritað rammasamkomulag varðandi leiðir til aö ákveða árlegan veiðikvóta sem Noregur og fulltrúar EBE komu sér saman um fyrir tveimur árum. Bretar hafa ekki viljað fallast á þaö samkomulag fyrr en kröfum um sérréttindi fiskimanna þeirra hefur verið mætt. Loks líta Norðmenn hýrari augum til Norðursjávar vegna þverrandi afla í Barentshafi og á öðrum svæöum í Norðaustur-Atlants- hafinu. Innan tíöar mun nefnd vísinda- manna frá Noregi og EBE reyna að koma sér saman um nýjar tillögur um leiöir til að úthluta veiðikvóta. Nefndinni er ætlaö að Ijúka störfum fyrir 15. júní, þannig að viökomandi ríkisstjórnum gefist tækifæri til að athuga niðurstöður nefnd- arinnar áður en samningar hefjast í september. Nefndin mun fjalla um flókið og umdeilt mál, en reynt verður aö vinna ð tillögum út frá þremur forsendum: í fyrsta lagi út frá sjónarmiöum gagn- kvæmra veiðiréttinda, í öðru lagi út frá sjónarmiði jafnrar tekju hvors aðila, þ.e. Norð- manna annars vegar og EBE hins vegar, og í þriðja lagi verður reynt að ákveða leiðir til aflaskiptingar út frá því hvaða svæöum fiskstofnarnir tilheyra líffræðilega. í því rammasamkomulagi sem Norðmenn samþykktu á sínum tíma, samþykktu þeir í raun að ríki EBE hefðu meiri réttindi en Norðmenn innan norskrar efnahagslögsögu, því Norð- menn féllust þá á að aflaskipt- ing í Norðursjónum öllum skyldi taka mið af veiðum Norðmanna í efnahagslögsögu EBE. í því samkomulagi var ekkert kveöið á um hvaða svæðum stofnarnir tilheyrðu í raun og veru, og í drögum að nýjum hafréttarsáttmála er heldur ekkert fjallað um þau mál. Það verður því í verkahring fiskifræðinganna í nefndinni aö skilgreina þetta atriði og sam- rýma það ákvæðunum um gagnkvæm veiðiréttindi. Kunnugir segja að Norðursjávar- deilan sé enn flóknari og vand- meðfarnari fyrir þær sakir, að norsk öryggismál koma þar verulega við sögu. Sagt er að sýni Norðmenn mikla hörku í að ýta fram sínum málum í Norðursjónum, geti svo farið að EBE afsali sér gagnkvæm- um veiöiréttindum á norska svæöinu þar og dragi togara sína út úr norskum svæðum í Barentshafi. Það er Norö- mönnum hins vegar mikið kappsmál að þar séu að stað- aldri brezkir, franskir og vestur-þýzkir togarar, svona til að sýna nærveru vestrænna ríkja á norðursvæöum NATO. Ef togararnir yrðu kvaddir þaöan þá yrðu Norðm'enn einir þar innan um rússneska björn- inn, en svæöið hefur mjög mikla hernaðarlega þýöingu, að sögn norskra embættis- manna. — eftir Henry Henriksen Uppþvottavélar sem henta litlum mötuneyt- um, t.d. skólum, verktökum o.fl., fyrirliggjandi. Uppþvottatími 90 sek. Afköst 500 diskar á 1 klst. Hagstætt verö. heimilistæki sf Tækriideild Sætúni 8, sími24000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.