Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 17 anum, leynilegt samband við Alkó- hól, konung. En þessir Clark Kent- ar eru náttúrulausir og breytast aldrei í fljúgandi furðuverur. Hið fáránlega ósamræmi milli borg- aralegrar tilveru og ímyndaðs hetjulífs, sem gefið er í skyn í „Superman“ myndinni með góðlát- legri kímni, er hið eiginlega við- fangsefni Altmans. Engin ytri hlið er heil, engin vanskapnaður fær dulizt, öll svik komast upp um s.íðir. „Brúðkaup" fjallar ekki um neitt annað en brúðkaup. Það gerist allt á einum degi, og Altman segir 48 mismunandi sögur, sem hnýtast saman á æ vonlausari hátt. „Feg- ursti dagurinn" í lífi brúðhjón- anna Muffin Brenner og Dino Corelli, gifting gamals fjár og nýrra peninga, leið þannig, að hann hófst með íburðarmikilli viðhöfn og endaði í samfelldri keðju grátbroslegra óhappa. Þegar í upphafi deyr hin fjörgamla amma (undurfögur: stjarna þöglu myndanna, Lillian Gish), en dauða hennar verður að halda leyndum fyrir brúðkaupsgestunum, Biskup- inn, sem framkvæmir vígsluna, er elliær, systir brúðarinnar er barnshafandi af völdum brúðgum- ans, konan, sem er veizlustjóri, hefur ótilhlýðilegan áhuga á brúð- inni, faðir brúðgumans er í leyni- makki við Mafíuna, móðir brúðar- innar er í tygjum við feitan mann úr hinni fjölskyldunni, heimilis- læknirinn er drykkfelldur kvenna- bósi og móðir brúðgumans eitur- lyfjaneytandi. Lögreglumenn berja til óbóta óvæntan gest, sem er ættingi brúðgumans. Að lokum ber dauðann tvisvar enn að garði, en veizla launungarmála og hræsni stendur fram undir morg- un. „Brúðkaup" er grófasta mynd Roberts Altmans, heimsádeiluverk fréttamanns úr samkvæmislífinu, en þó að hann fari um fórnarlömb sín hörðum höndum, leikur hann þau ekki svo illa, að þau verði ekki annað en eins og persónur í teikni- myndaseríum. Eins og í „Nash- ville", beztu mynd Altmans, tætir hann einnig í þessari mynd, sem er byggð upp á svipaðan hátt, í sundur fjöldann allan af fögrum lygum í nafni ættjarðarástar, en jafnvel í allri sinni eymd eru þó persónur hans trúverðugar. Hann skilur þessar aumkunarverðu mannverur, flækjur þeirra og fíflaskap, hann dregur ekki aðeins fram galla þeirra, heldur einnig hina smávægilegu sigra þeirra: hina ótrúlegu þolinmæði yfir- mannsins, sem er ættaður frá Italíu, en honum tekst á endanum að losa sig undan áhrifum hinna miskunnarlausu harðstjóra, þar sem eru hinir amerísku ættingjar hans. Hið þrjózka og þögula stolt systur brúðarinnar (Mia Farrow), sem hneykslar hina heiðvirðu fjöl- skyldu sína með vergirni sinni. Hina broslegu, en einnig hetjulegu ástarþrá hins digra listaverkasala (Pat McCormick), sem leggur visna sveitarós að fótum sér (Carol Burnett). , „Superman" getur flogið og Alt- man líka. Með mjög stuttum endurtekningum, stöðugum breyt- ingum á leiksviðum og æ fífldjarf- ari atburðarás og samskiptum persónanna knýr hann áfram hringekju brúðkaupsins. Boð Alt- mans í brúðkaup er óhætt að þiggja oftar en einu sinni. Jafnvel í fjórða og fimmta skipti, sem maður sér myndina, uppgötvar maður einstök atriði, sem manni hafði sézt yfir áður,'sér einhverja persónuna allt öðruvísi en í fyrstu. Þau vinnubrögð, sem Altman hefur tileinkað sér í samvinnu við höfunda sína og leikara, atvinnu- og áhugamenn, laða fram auðlegð og fjölbreytni, sem tekur langt fram flugeldasýningum „Super- rnans". I hinum nýja glæsibrag amerískrar kvikmyndagerðar gætir að sönnu fullkominnar tækni og persónulegs hugmynda- flugs, ærsla og íhygli. Það væri vissulega æskilegt, að nýjar blönd- ur kæmu fram á sjónarsviðið. —»vá— úr „Die Z«i»“. Höf.: Hans C. Blumenberg. Sigurgeir ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum rölti bryggjurnar einn lognprúðan vetrardaginn fyrir skömmu og tók rispu af vertíðarmyndum. Vetrarvertíðin var hægt og sígandi að fara í gang og nokkrir tugir báta úr Eyja- flotanum byrjaðir að róa, ýmist á línu, net eða troll, og einnig er um tugur Eyjabáta á loðnu. Bátar byrjuðu veiðar í það fyrsta á vertíðinni og skiptast veiðarfærin tiltölulega jafnt milli báta. Netaaflanum landað undir mið- nættið. en það virðist aðallega vera ufsi í þessum háf. En flækjurnar gera víða vart við sig og þarna eru strákarnir á Berg að greiða úr og gera klárt. Línan beitt fyrir Andvara með silfri hafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.