Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Einar Ágústsson í Norðurlandaráði: Brýnt að nýta orkulindir Norðurlanda Frá Jóhannesi Tómaasyni blaöamanni MorxunblaÖHÍns í Stokkhólmi. EINAR Ágústsson flutti í fyrra- dají ranlu á þingi Norðurlanda- ráðs og flutti í upphafi hpnnar kveðjur ólafs Jóhannessonar for- saetisráðherra, sem sökum anna heima fyrir kom því ekki við að sækja þingið. Einar gat þess í ræðu sinni að íslenzkur efnahagur væri mjög háður fiski og því hefðu verðsveifl- ur og aflasveiflur mikil áhrif á afkomu þjóðarinnar. Þá sagði hann, að innflutningur íslands væri mun meiri en innflutningur til hinna Norðurlandanna og hann benti einnig á, að íslenzkur iðnað- ur hefði verri samkeppnisaðstöðu en iðnaður annarra Norðurlanda vegna styrkja. Einar rakti síðan nokkuð hvernig íslendingar hefðu smám saman aukið þátttöku sína í norrænu samstarfi og væri það gleðiefni að áhugi Norðurlandanna beindist nú meira að vesturhlutan- um, þ.e.a.s. að íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Kvað hann Islend- inga margt hafa lært af norrænu samstarfi og áreiðanlega gætu önnur lönd eitthvað lært af íslend- ingum svo og Grænlendingum. Einar lýsti stuðningi íslenzku ríkisstjórnarinnar við hugmyndir um samvinnu á sviði atvinnumála Norðurlandanna, en varaði við að aðgerðir í einu landi hefðu nei- kvæð áhrif á atvinnu í öðru landi. Einar nefndi í ræðu sinni að mikilvægt væri fyrir Norðurlanda- ráð að taka til umræðu nefndarálit samgöngunefndar um bílaferju milli Norðurlandanna, þ.e. nem£ Svíþjóðar og Finnlands, og lagð áherzlu á að svo yrði næsta ár. Þá nefndi Einar orkumálin, sem nú væru í brennidepli vegna hækk- andi olíuverðs, og nefndi að leggja þyrfti alla áherzlu á að nýta þær orkulindir er Norðurlöndin hefðu yfir að ráða. Að síðustu kvaðst Einar vonast til að á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna yrði hægt að komast að samkomulagi, er allir gætu sætt sig við, og kvaðst gera sér grein fyrir hversu mikilvægt norrænt samstarf væri, enda væri hann hlynntur því, að fulltrúum frá minni þjóðunum yrði fjölgað og sagði að þótt vandamálin hefðu ólík nöfn væru þau mjög hin sömu og því mætti ekki gleyma. Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, en hann er núverandi forseti Norðurlandaráðs. (t.v. á myndinni). Hluti þingfulltrúa í fundarsal Norðurlandaráðs í Ráðhúsi Stokkhólmsborgar. Kjartan Jóhannsson á þingi Norðurlandaráðs: Áhugi íslendinga á síldarstofn- inum ætti að vera sameiginleg- ur öllum Norðurlöndunum Frá Jóhanncsi Tómassyni blaðamanni Morirunhlaósins í Stokkhólmi ÞEIR Kjartan Jóhannsson sjávar- útvegsráðherra og Ragnar Arnalds menntamálaráðherra tóku þátt í umræðum á þingi Norðurlandaráðs á miðvikudags- morgun. I upphafi ræðu sinnar gerði Ragnar Arnalds að umræðuefni samstarf á sviði íþróttamála og kvað íslenzkt íþróttafólk eiga óhægt með keppni við íþróttafólk á hinum Norðurlöndunum vegna mikils kostnaðar við ferðalög. Ekki sízt kvað Ragnar þetta gilda um þá staði er afskekktastir væru á Norðurlöndunum og hefði nefnd haft þessi mál til athugunar og væri þýðingarmikið að viðhalda íþróttasamstarfi. Ragnar ræddi stuttlega Norræna húsið og sagði það hafa rækt hlutverk sitt sem miðill milli Norðurlandanna. Þá kvaðst Ragnar gleðjast yfir því að í undirbúningi væri að reisa norrænt hús í Færeyjum og á Álandseyjum, um leið og hann lýsti stuðningi sínum við fulla aðild Færeyja að Norðurlandaráði. Kjartan Jóhannsson gat í upphafi ræðu sinnar um það, hvernig Norðurlöndin hefðu oft náð árangri í alþjóðlegum sam- tökum, en vissulega kæmi það oft fyrir að árekstrar yrðu þegar kæmi að efnahagsmálum. Væri samvinna oft auðveldari í menningarmálum, en þó mætti nefna fjárfestingarsjóðinn sem dæmi um árangursríkt samstarf. Kjartan sagði að þó mætti ekki láta hér við sitja. Finna yrði sífellt nýjar leiðir til samvinnu, ekki sízt á sviði efnahagsmála og ýtti ástandið í alþjóðamálum ekki minnst á eftir því. Sagði Kjartan að þrátt fyrir innbyrðis samkeppni og árekstra á vissum sviðum yrðu Norðurlöndin að þróa með sér álíka sterka samvinnu á sviði efnahagsmála og á sviði menningar- og stjórnmála. Hann nefr.di einnig fiskimálin og sagði að áhugi íslendinga á síldarstofn- inum ætti að vera sameiginlegur áhugi allra Norðurlandanna. Á miðvikudagskvöld sitja full- trúar í Norðurlandaráði boð stjórnmálaflokkanna og blaða- menn þiggja boð sænska utan- ríkisráðuneytisins. Auk umræðna um hin ýmsu mál á fimmtudag verða nefndafundir, en um kvöldið verður boð sænsku ríkisstjórnar- innar. Þingi Norðurlandaráðs lýkur síðdegis á föstudag. Erlendur Patursson á þingi Norðurlandaráðs: Blóðugur óréttur að útiloka Færeyinga frá Norðurlandaráði Frá Jóhanncsi Tómassyni hlaóa- manniMorgunblaðsins (Stokkhólmi í UMRÆÐUM á þingi Norðurlanda- Adresseavisen í Noregi: Miðlína eða sameiginleg efna- hagslögsaga viðJanmayen Alþýðubandalagið notar málið til árása á samstarfsflokkana Adrcsseavisen í Noregi birti nýlega forystugrein um Jan Mayen og þær hugmvndir sem uppi eru um efnahagslögsögu þar. Blaðið telur tvær lausnir koma til greina, — í fyrsta lagi að miðlína milli íslands og Jan Mayens verði látin gilda, o„ , öðru lagi að á svæðinu, sem myndast á milli 220 sjómílna frá ströndum íslands og eyjarinnar, verði sameiginleg efnahagslögsaga íslands og Noregs. Blaðið telur nægjanlegar upplýsingar enn ekki liggja fyrir svo hægt sé að taka annan kostinn fram yfir hinn, en brýnt sé að stjórnir ríkjanna hefji sem fyrst undirhúning að þvi að útkljá málið. Síðan segir í forystugreininni: „Svæðið umhverfis Jan Mayen hefur hingað til verið nýtt sem opið haf, en síðan norskur hringnótabátur fann þar veru- lega loðnu í fyrra er þörfin á reglum, sem tryggt geta vernd og rétta hagnýtingu þessarar auðlindar, orðin knýjandi." „Bezt fer á því að þessum markmiðum verði náð með sam- vinnu þessara tveggja Norður- landa, og telja má víst að ein- mitt Norðmenn og Islendingar séu færastir um að skipuleggja veiðar á þessum stofni. Báðar þjóðir eru fiskveiðiþjóðir og háðar því að rétt sé staðið að nýtingu þessara auðlinda. Norska stjórnin hefur komizt að þeirri niðurstöðu að þjóðarrétt- ur geri ráð fyrir því að heimild sé fyrir útfærslu slíkrar lög- sögu. Jan Mayen er í samræmi við þá skilgreiningu á eyjum, sem rætt er um í drögum að nýjum hafréttarsáttmála. Á eynni hafa norskir borgarar fasta búsetu og eyjan er hagnýt- anleg í efnahagslegum skiln- ingi.“ „Á Islandi er hið vinstrisinn- aða Alþýðubandalag að gera þetta mál að pólitísku baráttu- máli. Krafa Norðmanna er sögð fáránleg, og því er haldið fram að Jan Mayen sé ekki annað en klettur í hafinu, sem hvorki sé hægt að grundvalla á kröfur um landgrunnsréttindi eða efna- hagslögsögu. Skoðun Alþýðu- bandalagsins á málstað Norð- manna er fremur grundvölluð á sjónarmiðum sem varða innan- landspólitík á íslandi en að tillit sé tekið til þjóðarréttar. Hér er um að ræða árás Alþýðubanda- lagsins á samstarfsflokka þess í íslenzku ríkisstjórninni.. . Ástæða er til að vona, að mál- flutningur Alþýðubandalagsins fái ekki hljómgrunn hjá hinum flokkunum á Sögueynni. Þá mundu Norðmenn neyðast til að taka einhliða ákvörðun um út- færslu við Jan Mayen. Slík ráðstöfun mundi hafa slæm áhrif á samstarfið milli þessara tveggja Norðurlanda og valda erfiðleikum á því að unnt verði að setja veiðum á þessum slóð- um nauðsynlegar skorður. En finnist ekki önnur lausn á mál- inu, komast Norðmenn ekki hjá því að taka slíka ákvörðun." ráðs í gær minnti Erlcndur Paturs- son á að fyrir þinginu lægi tillaga um fuila aðild Færeyinga að ráðinu, og benti á að Færeyingar væru sjálfstæð þjóð með sjálfstæða menn- ingu. Færeyingar gætu ekki átt heima í sendinefnd neins annars lands. Sú stefna væri löngu liðin undir lok að gera Færeyinga að að einhvers konar Dönum, en nú ætti þó að vekja upp þann draug að nýju í Norðurlandaráði. Sagði Erlendur Patursson að það að útiloka Færeyinga frá Norðurlandaráði væri blóðugur óréttur og brot á hugmyndafræði, sem Norðurlanda- ráð ætti að byggja á. Kvaðst hann vona að ráðið hindraði ekki baráttu Færeyinga fyrir þessu markmiði Meðal þeirra mála, er komu til umræðu á þinginu síðdegis í gær, var stofnun norræns iðnþróunarsjóðs fyrir Færeyjar. Jóhannes Antonsson mælti fyrir áliti efnahagsnefndar, en það var á þá leið að ekki ætti að stofna slíkan sjóð, en Erlendur Patursson mælti fyrir tillögu þar sem því var beint til Norðurlanda- ráðs að það gengist fyrir stofnun slíks sjóðs. Sverrir Hermannsson lagði orð í belg í þessum umræðum og kvað Færeyingum nauðsyn á að fá sjóð sem þennan og vitnaði til reynslu íslendinga af iðnþróunar- sjóði. Nefndi Sverrir meðal annars, að atvinnuvegir Færeyinga væru aðallega bundnir við fiskveiðar og þeir hefðu enn ekki mikinn fiskiðnað sem slíkan. Fleiri tóku ekki til máls í þessari umræðu og er tillagaErlends Paturssonar var borin upp var hún felld með 37 atkvæðum gegn 9, og var því ekki greitt atkvæði um álit efnahagsnefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.