Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Efnahagsstefna Sjálfetæðisflokksins jálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt fram efna- hagsstefnu í anda þeirrar frjálshyggju, sem er for- senda fyrir tilvist hans og grundvöllur þess trausts, sem hann nýtur hjá þjóðinni. Kjarni stefnu hans er sá, að 'einstaklingurinn fái notið sín, — hafi olnbogarými til þess að fullnægja framtaks- semi sinni og athafnaþrá. Einungis með þeim hætti er unnt að kveða verðbólguna í kútinn með jákvæðum viðbrögðum, þannig að með bættum afrakstri þjóðarbús- ins sé hægt að búa mönnum hér sambærileg lífskjör og eru í nágrannalöndunum. Þetta er ekki fjarlægara mark en svo, að við það var staðið á Viðreisnarárunum, meðan stefna frjálshyggj- unnar var höfð að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að uppskurður sé gerður á því flókna kerfi opinberra umsvifa og afskiptasemi, sem nú færist í aukana en setur athöfnum einstaklinga og fyrirtækja þrönga kosti. Þjóðhagsáætlun til nokkurra ára verður að gera með sama hætti og í upphafi Viðreisn- ar, þar sem svigrúmið til neyzlu og fjárfestingar er sýnt, jafnframt því sem raunsæjar áætlanir eru gerðar um þróun atvinnu- vega og byggða til lengri tíma litið. Stefna frjálshyggjunnar markast af því; að gengis- skráning verði sveigjanleg og miðuð við það, að jafn- vægi haldist í erlendum viðskiptum, en dregið úr áhrifum ytri sveiflna og af- koma atvinnuveganna tryggð; að viðmiðunarverð verðjöfnunarsjóðs verði í samræmi við verð á erlend- um markaði, en atvinnu- rekstrinum heimilað að leggja fé í bundna og vel tryggða varasjóði gegn skattfrelsi eða frestun skatt- lagningar; að kjör almennra inniána og útlána ákveðist af frjálsum markaði, en bann við gengistryggingu og ann- arri verðtryggingu sé afnumið. Lög verði sett um starfsemi viðskiptabanka og afurðalán flutt til þeirra, en fjárbinding komi af útlánum í stað innlána; að komið verði á jafnvægi í fjármálum ríkisins og uppskurður gerð- ur á ríkisbákninu. Verkefni verði flutt frá ríki til sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga; að verðlag verði gefið frjálst undir eftirliti og fyrirkomulag gengisviðskipta verði frjálst, einfalt og fljótvirkt. Sjálfstæðisflokkurinn vill, að sú aukna og nýja skatt- heimta, sem núverandi stjórnarflokkar hafa komið á, verði felld niður, og almennar launatekjur verði tekjuskattsfrjálsar. Þegar til lengri tíma er litið er lögð áherzla á, að virðisauka- skattur verði tekinn upp, en samtímis verði söluskattur lagður niður ásamt verðjöfn- unargjaldi á innfluttar iðnaðarvörur. Brýnt er, að í stjórnarskrá séu settar skýr- ar reglur um, að óheimilt sé að setja eftir á íþyngjandi skatta um breytta eða nýja skattheimtu. Til þess að verðbólgan verði að velli lögð til fram- búðar er brýnt, að almennir kjarasamningar séu gerðir á ábyrgð aðila vinnu- markaðarins, taki mið af þjóðhagsvísitölu og séu inn- an þeirra marka, að afkoma atvinnuveganna sé tryggð ásamt nægilegu svigrúmi til nýrrar atvinnuuppbygging- ar. Til þess að ná þessum markmiðum verður að leita samráðs við aðila vinnu- markaðarins um nýtt verð- bótakerfi, kjaravísitölu, sem óbeinir skattar og niður- greiðslur hafi ekki áhrif á, en verðbætur miðist við breytingar á viðskiptakjör- um. Allir landsmenn fái verðtryggðan lífeyri, en kaupmáttur á vinnustund verði aukinn með sveigjan- legum vinnutíma, starfs- hvatningu og hagræðingu. Mikilsvert er, að þátttaka launþega og alls almennings í atvinnurekstri sé örvuð með því að gera eignaraðild aó fyrirtækjum aðgengilega og arðbæra. Stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum gerir línurnar skarpari í þjóðmálabaráttunni. Annars vegar er stefna frjálshyggj- unnar. Hins vegar eru vinstri flokkarnir þrír, sem ekki sjá önnur ráð en opin- ber höft og aukna ríkisfor- sjá. Rektorskjörið við Háskðla íslands: Morgunblaðið sneri sér í gær til fimm prófessora, sem sérstaklega hafa verið nefndir til í sambandi við rektorsem- bættið, og spurði um afstöðu þeirra til þess: Bjarni Guðnason: Sœkist ekki eftir rek torsstarfinu „Ég sækist ekki eftir starfi háskólarektors. Það er ótvírætt," sagði Bjarni Guðnason prófessor." Menn hafa rætt við mig vegna þessa, en ég hef ekki sýnt þeim mikinn áhuga. Enda er úrval góðra manna og starfinu ekki í kot vísað hjá öðrum en mér.“ Guðmundur Magnússon: Ætla ekki að skorast undan „Rektorsembættið hefur verið fært í tal við mig og mín afstaða er sú, að ég ætla ekki að skorast undan því, ef það er almennur vilji manna að ég taki það að mér,“ sagði Guðmundur Magnússon prófessor. Gunnar G. Schram: Reikna ekki með að skorast undan „Þetta hefur verið orðað við mig og verði niðurstöður prófkjörsins slíkar, að menn hafi traust á mér til rektorsstarfsins, þá reikna ég ekki með því að skorast undan því,“ sagði Gunnar G. Schram prófessor. Sigmundur Guðbjarnarson: Látum skoðanakötin- imina hafa sinn gang „Ég vil ekkert ræða þetta við fjölmiðla. Við skulum láta skoðanakönnunina hafa sinn gang,“ sagði Sigmundur Guðbjarnarson prófessor. Sveinbjörn Björnsson: Hefekki áhuga á rektorsstarfi „Menn eru svona að leika sér að því að tala um menn í þessu sambandi. En það er alveg ljóst af minni hálfu að ég hef ekki áhuga á rektorsstarfinu," sagði Sveinbjörn Björnsson prófessor. „í fyrstu lagi hef ég ekki verið prófessor í jarðeðlisfræði nema í tæpt ár og í öðru lagi stendur minn hugur frekar til rannsókna en stjórnunarstarfa, sem ég hef reynt að koma mér hjá. Ég held að maður á mínum aldri, sem tæki að sér slíkt stjórnunarstarf, sem rektorsstarfið er, ætti illa afturkvæmt í rannsóknarstörf og þess vegna hef ég ekki áhugann". Samkomulag um nýja myntsláttu og seðlaprentun Seðlabanki íslands hefur gert samkomulag við ensku fyrirtæk- in Royal Mint og Bradbury og Wilkinsson um myntsláttu og seðlaprentun til nýrrar myntar. „Undirbúningur myntbreytingar- innar er á lokastigi hjá okkur og við bíðum nú bara eftir formlegri afgreiðslu Alþingis“, sagði Jóhannes Nordai Seðlabanka- stjóri í samtali við Mbl. í gær. Jóhannes sagði að Seðlabankinn hefði kannað ýmsa möguleika á því, hvar myntin yrði slegin og seðlarnir prentaðir. Útkoman varð samkomulag við Bradbury og Wilkinsson um seðlaprentun, en það fyrirtæki hefur prentað seðla fyrir Seðlabankann undanfarin ár. Varðandi myntsláttuna var leit- að eftir tilboðum frá Winnipeg Mint í Kanada og The Royal Mint í London, en síðarnefnda fyrirtækið hefur annast myntsláttu fyrir Seðlabankann undanfarin ár, en einn krónupeningur var sleginn hjá Winnipeg Mint. Jóhannes sagði meginástæður þess að sam- komulag var gert við Royal Mint en ekki Winnipeg Mint lægju í flutningskostnaði og flutnings- öryggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.